Alþýðublaðið - 11.04.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.04.1947, Blaðsíða 4
ALÞÝf UBLAÐBÐ Föstudagur 11. apríl 1947, £Uj>íjðnbta&iii Útgefandi: AlþýSuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjeiursson. Símar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverí- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fermingar og fermingartmdirbánmgur. — Lengri vist í bamaskólnnum. — Hvað þýðir ienging skólavisíarinnar? — Nám og Ieikir. — Nám og sjálfsval. — Lögboð ríkisvaldsins og skapgerðar- einkenni einstaklinga. — Vörumst ofstjórn. ÞAÐ er engin ný bóla, að blöð, bæði hér og erlendis, faii með fleipur um stað- reyndir og rangfæri oorð manna, eins og nokkrum blöðum í Svíþjóð hefur ný- lega á orðið í greinum um ísland og flugvallarsamning þess við Bandaríkin, skrifuð um af sænsku blaðamönnun- um, sem komu hingað á dög- unum. En óneitanlega getur það valdið nokkrum óþægind um, að rangfærð séu á erlend um vettvangi ummæli hátt settra valdamanna um við- kvæm milliríkjamál svo sem upplýst er, að átt hefur sér stað um ummæli Stefáns Jóh. Stefánssonar forsætisráð- herra við hina sænsku blaða- menn varðandi flugvallar- samninginn við Bandaríkin. Og ber alvarlega að víta slíkt ábyrgðarleysi. Forsætisráðherrann hefur og gert það á sinn alkunna, hógværa hátt og borið ranghermiin til baka, bæð,i hér í blaðinu og á alþingá, meðal annars með skírskotun til frásagnar af viðtali hinna sænsku blaðamanna við hann, sem birtist í einu hinna sænsku blaða, „Morg- on-Tidningen“, aðalblaði sænska Alþýðuflokksins, þar sem ummæli hans voru í öll- um höfuðatriðum rétt höfð eftir og öll frásögn héðan var mjög á annan veg en í sum- um hinna borgaralegu sænsku blaða. Sýnir það, því betur, að ekki eiga öll sænsk blöð óskilið mál í þessu efni. * Eftir leiðréttingar forsætis- ráðherrans við þessar sænsku blaðafregnir héðan hefðu þær átt að geta verð útrætt mál, ef blað íslenzkra komm- únista hefði ekki fundið hjá sér hvöt til þess, að gera þær að ófýsilegu innanlandsdeilu máli. En það þarf svo sem ekki að sökum að spyrja, ef eitt- hvað er haft eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni; forsætis ráðherra, sem kommúnistar í mynda sér, að hægt sé að leggja honum til lasts, hversu ranghermt, sem það er, — þá láta þeir sér slíkt tækil'æri ekki úr greipum gánga. Og þá er nú ekki mik ið verið að spyrja um áreið- anleik heimildarinnar! Þó að FERMINGAR fara fram hér í bænum naestu sunnudaga. N.ú hefur börnunum verið tilkynnt, að þau eigi að vera í skólunum eftir ferminguna, og allt fram undir mánaðamótin maí og júní. Það er alltaf verið að Iengja barnaskólanámið og ég er harð vítugur á móti því. Börnin Iæra ekkert til viðbótar þó að þau séu hálfan annan mánuð að baksa í skóiastofunum eftir að þau hafa verið fermd. Sá sið ur hefur verið, að börnin hafa í raun og veru lokið haraskóla- námi með fermingunni — og það hefur verið góður siður. FERMINGIN HEFUR þannig orðið hámark skólanámsins, dyrnar að frelsinu frá margra ára þreytandi námi og um hana hefur leikið Ijómi í minningun- um. Nú verður þessu breytt. Nú verður fermingin ekkert annað eh svolítið atvik í öllu staglinu. Fræðarar og uppeldisfrömuðir virðast telja að allt velti á löngu námi. Það er sjálfsagt að námið er nauðsynlegt unglingn um, og vitanlega á að gera allt til að mennta ungu kynslóðina. En af þessu er hægt að gera of mikið, eins og öllu öðru, og ég kvíði því ef á að fara að lengja skóláskyldualdurinn. ÉG ER HRÆDDUR UM að sneitt vérði heldur um of af sérkennum hinna ýmsu persónu leika með kveljandi skólasetum í það óendanlega. Alveg eins og rnikið nám getur slípað og fægt sérstaka hæfileika svo að fram komi hinn skýrasti málmur, eins er hægt með of miklu skyldunámi, að hlaða berki um hinn skýrasta málm og hið dug- mesta framtak annárra persónu leika svo að hvorugt geti nokkru sinni notið sín. Ég er hræddur um að- ekki verði hægt að gefa forskrift um neina sérstaka alls herjarmixtúru handa öllum börnum. AÐALATRIÐIÐ er, að börnin komi, fjórtán ára gömul úr barnaskólunum, frjáls, ólieít og ódrepin. Þau munu á næstu ár- um breiða úr blómkrónum sín- um og drekka sína sólargeisla hvert eftir sínum eigin hæfileik- um. Þau munu í frelsinu og sjálfsvalinu, með aðstoð góðra foreldra, finna sínar eigin brautir til að fara, annað hvort áfram til bóklegs náms eða iðn- fræðilegs eða út á sjóinn, upp til sveita eða niður að höfn, allt eftir því, sem hæfir þeim. Barnaskólarnir hafa lagt — og eiga að leggja undirstöðurnar, en að þeir eigi að gerast for- sjón barnanna með skyldu- kvöðum til þeirra í níu ár, eins og nú virðist stefnt að, tel ég ekki ná nokkurri átt. ÞETTA ER mín skoðun, og geta nú allir, sem hafa löngun til, Tifið mig á hol fyrir það. Ég hélt eitt sinn, að bezt væri að barnaskólanám byrjaði með sjötta eðá sjöunda árinu. En nú er ég kominn á allt aðra skoð- un Leikir barna eru nám þeirra ag störf. Leikur, sem þeim er gert að skyldu að taka þátt í, verður þeim kvöl. Eins er með námið. Börnin fagna barnaskól- anum um leið og þau fara í hann, en of langur skóli og of strangur (ég á hér ekki við aga í reglusemi og stundvísi, held- ur hinn svokallaða stagl strang- leika) getur drepið allan fögn- uð þeirra. ÞEGAR BARNASKÓLA- NÁMI lýkur um fjórtán ára aldur eins og verið hefur, á barn ið sjálft með aðstoð foreldra sinna að eiga frjálst val um fram haldið. Ríkisvaldið á . ekki að gera annað en sjá svo um, að opnir séu möguleikar fyrir fram haldsnámi, og það án tillits til efnahags. Það mun ekki reyn- ast happadrjúgt 1 framtíðinni FéEag ungra jafnaðarmanna heldur hún sé ekki annað en „íhalds samt borgarablað" eins og Þjóð'viljinn sjálfur kallaði „Stockholms Tidningen" í fyrradag, og skrífuð af manni, sem „dvaldist í Berlín á stríðsárunum, og var þá óð- ur nazisti“, svo að höfð séu otrð Þjóðviljans um þann mann, sem sendi mestu reyf- arafregnirnar og ranghermin héðan, þá er náttúrlega allt, sem þar stendur, heilagur sannleikur í augum Þjóðvilj ans, af því að hægt er að gera það að árásarefni á Stefán Jó- hann Stefánsson forsætis- iráðherra. En með þessum til- vitnunum í Þjóðviljann sjálf an um það blað og þann blaða mann, sem hann sérstaklega hefur reynt áð beita fyrir sig í árás sinni á forsætisráð- herrann og íslenzk stjórnar- völd yf'irleitt í sambandi við hinar sænsku blaðafregnir héðan, ætti nokkurn veginn að vera sýnt fram á hve al- varlega takandi, eða hitt þó heldur, rekistefna hins ís- lenzka kommúnistablaðs er út af þeim. Það er og sannast mála, að eftir leiðréítingar forsætis- ráðherrans á ranghermum hiinna borgaralegu sænsku blaða er Þjóðviljinn í gæir kominn í töluverða klípu með þetta mál. Nú treystir hann sér ekki lengur til að fullyrða, að rétt hafi verið farið. með orð forsætisráð- herrans; hins vegar á það allt í einu, að vera orðin höf- uðsök hans og ríkisstjómár innar, að „mótmæla“ ekki í Breiðfirðingabúð í kvöld, föstudaginn 11. apríl klukkan 8,30 e. h. SKEMMTISKRÁ: 1. Kvikmyndasýning (innlendar og erlendar myndir). 2. Ræða: Ragnar Jóhannesson eand. mag. 3. Gamanvísur (Ársæll Pálsson leikari). 4. Söngur með guitarundirleik 5. Valur Nordahl, töframaður, skemmtir. 6. DÁNS. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 3 í dag í skrifstofu félagsins. SKEMMTINEFNDIN Bifreiðastjórafélagið Hreyfill. v Happdræffisbíllinn er kominn! Aðeins 20 dagar þangað til dregið verður. Dragið því ekki stundinni lengur að kaupa happdrætismiða. Þeir fást í bifreiðinni sjálfri, sem verður á götum bæjarins næstu daga. Happdrættismiðar fást ennfremur í flestum leiguhifreiðum og bifreiðastöðvum og víðar í bænum og í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Bregi^ verSnr 1. maí 1947. Dræffi verSur ekki fresfai! Bifreiðasijórafélagið Hreyfill. fyrir þjóðina sem heild, ef rík- isvaldið skyldar öll börn til á- framhaldandi náms í vissum á- kveðnum formum. Þó að ýmis- legt megi ef til vill finna að kennslunni í barnaskölunum, þá hygg ég að öll börn, sem stunda námið í þeim rétt þolanlega, séu vel undir það búin að geta skap- að sér eigin hamingju. Hamingj an vinnst ekki endilega með nýj um meikningsaðferðum og fleiri ártölum úr mannskynssögu. Enda efast ég iíka stórlega um, að þreytt börn bæti nokkuð við þekkingu sína með viðbótar skólasetum jafnvel þó að kenn- ari þess, sem einnig er þreytt- ur, leggi sig allan fram. FELAGSLIF VALDR SkíðaferS í Valsskála á laugardag kl. 6 e. h. —■ Innanfélagsskíðamótið verður á sunudaginn. „opinberlega á erlendum vettvangi“ frásögnum hinna sænsku blaða! Það er nú svo með „opin ber mótmæli“ gegn blaða- skrifum, hvort heldur þau eru rétt eða rÖng! Þýzka naz istastjórnin tíðkaði það fyrir stríðið, að láta sendimenn sína eadendis sí og æ vera að rífast í stjórnarvöldum við- komandi landa til þess að klaga viss blöð, sem ekki féllu nazistástjórninni í geð. Alþýðublaðið gæti ýmislegt sagt af slíkum rekistefnum gegn því. Og það er jafnvel sagt, að önnur yoldug'og um svifamikil erlend stjórn tíðki þetta eftir stríðið; og er ekki .ómögulegt að Alþýðublaðið hefði eimnig nokkra sögu af því að segja. En slík eru ekki vinnubrögð lýðræðisstjórnar, eins og þeirrar, sem við eig- um við að búa. Hún veit, að í lýðræðislöndum, eins og í Svíþjóð, er fullkomið prent- frelsi; þar ráða stjórnarvöld- in því ekki, hvað blöðán skrifa; og því væri „opihber mótmæli“ við sænsk stjómar völd ekki aðeins tilgangslaus, heldur og með öllu óviðeig- andi. Forsætisráðherrann og rík isstjórnin hafa líka gert full- komlega hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli með því, að bera ranghermi; hinna sænsku blaða til baka og leið rétta þau. En kommúnistair og hlað þeirra hafa efin einu siitnni orðið sér til- skammar með því að lepja upp íleipur úr erlendum blöðum í þeim augljósa tilgangi ,að skaða síná eigifi þjóð og stjóm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.