Alþýðublaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.07.1947, Blaðsíða 1
VeSorhorfur: Hægviðri. Skúrir. Alþýðublaðið vantar börn til að bera blaðið í nokkur hverfi. Umtalsefnið: Noregsför ,Ægis‘ að sækja Snorralíkneskið. Forustugrein: Skömm kommúnista. BreSar oa boða til 3 St ry Alþýðusambandssljórn lofar, að upp 1 eui ns RÍKISSTJCftNIN sendi í gær samkvæmt tilmæl- um íslenzku Snorranefndarinnar varðskipið „Ægi“ til Noreg's að sækia Snorralíkneskið, sem ekki fékkst flutt á land hér á þriðjudaginn fyrir ofstona komm- Únista og „Lyra“ varð að fara með aftur til Noregs. Mun „Ægir“ vera væntanlegur hingað aftur með líkneskið um miðja næstu viku. Áður en „Ægir“ var sendur í gær hafði Snorra- nefndin símasamband við Haakon Shetelig prófessor, formann norsku Snorranefndarinnar, og sömuleiðis lá þá fyrir yfirlýsing frá stjórn Alþýðusambandsins um það, að engin tilraun myndi verða gerð til þess að liindra uppskipun Snorralíkneskisins úr „Ægi“. Ný íilraun til lausnar á vinnu deilunum var gerð í nóll ■ r 1 r . JUIi 22 Evrópuitjóðum, þar á meða! Rúss Óttast er, að Róss- ar reyoi að hræða smáþióðirnar frá STJOENÍE Bretlands og Frakklands hafa nú tek ið til sinna ráða eftir hinn misheppnaða þriveldafund í París og boðað til nýrr- ar ráðstefnu þar 12. júlí um hjálpartilboð Mar- s'halls. 22 Evrópuþjóðum var boðin þátttaka í þessari nýju ráðstefnu í gær, þar á meðal Rússum. Var sendiherra þeirra í París afhent boðið með þeim ummælum, að Bretar og Frakkar væntu þess, að neitun Molotov á þríveldafundinum yrði ekki síðasta orð Rússa í þessu máli. Tveimur Evrópuþjóð- nm er ekki boðið á ráðstefn- una, Spánverjum og Þjóð- verjum. FuIItrúar Alþýðusambandsios og Vinnu- veitendaféíagsins sátu sameiginlegan fund með sáttasemjara ríkisins. ------»----- FULLTEÚAE FEÁ ALÞÝÐUSAMBANDINU OG VINNUVEITENDAFÉLAGINU komu sarnan á fund hjá sáttasemjara ríkisins klukkan 8,30 í gær- kvöldi til þess að ræða möguleika á sáttum í þei-m vinnudeilum, sem eftir eru, þ. e. verkfalli Dagsbrúnar og verkfalli. félaganna á Norðhrlandi við síldarverk- smiðjurnar. Stóð þessi fundur fram á nótt, og höfðu engar fregnir borizt af honum, þegar blaðið fór í prentun. Svo hefur verið að sjá síð- ustu dagana sem kommún- istar vildu nú gjarnan fá bundið enda á þau verkföll, sem þeir hafa til stofnað í pólitískum tilgangi, en lítið haft upp úr. Verkfallinu á síldveiðiskipunum hefur nú verið aflétt, og samdi stjóæn Alþýðusambandsins þar við Landssamband íslenzkra út- vegsmanna um óbreytt kjör frá því í fyrra og aðeins ó- verulega hækkun á kaup- tryggingu. Eftir er þá verk- fall Þróttar á Siglufiorði, sem kært var fyrir félagsdómi og önnur verkföll við síldar- verksmiðjurnar norðan lands, svo og Dagsbrúnar- verkfallið. Virðist kommún- istum standa mikilb stuggur af væntanlegum úrskurði fé- lagsdóms í deilu Þróttar á Siglufirði, og er ekki ólík- legt, að þeir vildu gjarnan hafa lokið verkfalli hans áð- ur en sá úrskurður kemur. Víst er um það, að þeir sóttu það nokkuð fast í gær að fá Vinnuveitendafélagið til við tals, en stjórn Alþýðusam- bandsins hefur samningsum- boð fyrir Þrótt og öll önnur félög á Norðurlandi, sem verkfall hafa gert við síldar- verksmiðjurnar. Og þar að auki mun Dagsbrún nú einn ig hafa afhent Alþýðusam- Framhald á 7. síðu. Þrátt fyrir það, þótt Rúss- um sé enn boðið að vera með, gera brezkir og franskir stjórnmálamenn sér litlar vonir um þátttöku þeirra í hinni nýju ráðstefnu. Og í nefnd þeirri, sem Bretar og Frakkar vilja stofna til þess að hafa yfirumsjón með fyr- irhugaðri rannsókn á efna- hag og hjálparþörf Evrcpu- þjóðanna, er ekki gert ráð fyrir, að Rússar eigi sæti. Helzt er nú ráðgert, að hún verði skipuð fulltrúum Bret lands, Frakklands, Póllands, Noregs og annað hvort Hol- lands eða Belgíu. Enginn veit með vissu, hve mikil þátttaka verður í hinni nýju Parísarráðstefnu um tilboð Marshalls. Fregnir frá London í gærkveldi töldu líkur til þess, að Rússar myndu gera allt, sem þeir gætu til þess að hræða aðrar þjóðir frá þátttöku í ráð- stefnunni, og þá ekki aðeins þær þjóðir, sem þeir eiga nú allskostar við, heldur og einnig Norðurlandaþjóðirn- ar og Svisslendinga. (Frh. á 2. síðu.) -m Dönsku konungshjónin á ferðalagi Dönsku konungshjónin, Friðrik konungur níundi og Ing- rid drottning, fóru nýlega sjóleiðis til Suður-Jótlands, fyrstu ferð sína eftir konungaskiptin. Myndin ,var tekin af konungshjónunum, þegar þau voru að fara um borð í kon- ungsskipið í Kaupmannahöfn. 29000 mannsvoru búnirað sjá land- búnaðarsýninguna í gærkveldi Stöðugur ferðamannastraumur utan af landi til að s.iá sýninguna. -------------1------- 29000 MANNS voru.búnir að sjá landbúnaðarsýning- una í yærkvekli. I fyrrakvöld losaði tala sýningargesta 26 þúsund, þegar lokað var, og í gær var aSsóknin nokkuð jöfn. allan daginn, en var þó með minna móti. Mikill fjöldi ferðafólks ut- an af landi hefur komið til bæjarins til að skoða sýning- una. Hefur það komið í hóp- feirðum úr hinum ýmsu byggðum og kaupstöðum og enn fremur í smáhópum úr hreppum og af einstökum heimilum. Loks hafa komið kvenfélög og önnur félaga- samtök úr byggðum lands- ins. í dag er von á bát frá Akranesi með fólk þaðan, sem ætlar að skoða sýning- una. Eftir klukkan 5 á daginn eru jafnan kvikmyndasýn- ingar öðru hverju, og eru þar sýndar bæði íslenzkar og erlendar kvikmyndir. ís- lenzku myndirnar sýna að- allega sveitalíf og landbún- að, enn fremur eru útlendar myndir, m. a. frá Alaska og einnig mynd um mjólkur- vinnslu. Landbúnaðarsýningin gengst fyrir strætisvagna- ferðum frá Lækjartorgi á 10 mínútna fresti alla daga og eru ferðirnar frá sýningunni niður í bæinn einnig með 10 mínútna millibili. Enn frem- ur eru ferðir. frá landbúnað- arsýningunni inn í Klepps- holt og Sogamýri á klukku- tíma fresti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.