Alþýðublaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1947, Blaðsíða 5
Laugárdasfur 5. iúlf 1047 ■ ■ , . |pps.« i r r Þessi mynid var tekin á götu í Shanghai í Kín-a fyrir noikkr.u siSan. Til vinstri á myndin' ENGIN TILVILJUN er það, að blaðið „Pravda“ í Moskva hóf fyrir skömmu leíftursókn á hendur jafnað- armannaflokkum Vestur-Ev- rópu. Verða hér rakin hin ruddalegu hernaðarafskipti af pólitískri sókn, sem um nokkurt skéið hefur staðið yfir á breiðum vígstöðvum í Evrópu. Eru merki þessarar framrásar kommúnista bæði sjáanleg að baki járntjalds- ins svo nefnda og fraroan við það, og hvert fyrir sig eru þau ekki veigamikil, en j _ til samans allgreinilega hug- mynd um ástandið eins og það er í raun og' veru. Má þá fyrst nefna flótta forsætis- ráðherrans i Ungverj aiandi og lausnarbeiðni hans, hvort tveggja -eir ennþá ó~ ráðin gáta, þar sem ur Rússa i Budapest neitar að gefa upplýsingar um, hvers vegna hann hóf af- skipti af málinu. Næst : skriðan í Búlgaíu, en þar er kommúnistisk ríkisstjóm. Var ráðist á Petkov, foringja stjómarandstöðunnar, og var hann ákærður fyrir að hafa undirbúið vopnaða uppreisn. Síðan ráku kommúnistar 27 pólitíska andstæðinga út úr þinginu, og forsætisráðherra þeirra, Dimitrov, lýsti yfir því, að ekki mundi verða lið- in nema „holl stjórnarand- staða“, sem einskorðaði gagnrýni sína við smámálin. Um svipað leyti vom sex kunnir pólskir jafnaðarmenn, sem andstæðir voru sam- vinnu við kommúnista, teknir til fanga og kærðir fyrir „samsæri“. Var það sýnilega þáttur í gerningum kommúnistaflokksins til að ógna jafnaðarmannaflokkn- um til að ganga að samein-- ingu flokkanna. í Rúmeníu er felsi stjórnarandstöðunn- ar mjög einskorðað með nýj- um ákvæðum. Og að lokum skal drepið á Austurríki. Skýrir Figl, forsætisráð- herra þar í landi frá því, að kommúnistaforinginn Fisch- er hafi krafizt þess, að Figl og jafnaðarmönnunum Gru- ber, Schaerf og Hellmer væri tafarlaust vikið úr stjórninni en kommúnistar settir þang- að í staðinn. Er það furðu- lega öfgakennd krafa, þar eð kommúnistar eiga aðeins 4 fulltrúa af 165 í þinginu, En því til viðbótar segja Vínar- blöðin, mun Fischer hafa stungið því að Figl, að Rúss- ar myndu engan friðarsátt- mála undirrita við Austur- ríki, ef þessi þráða endur- skipulagning á ráðuneytinu væri ekki látin fara fram. Ekki er auðvelt að segja um, að hvað miklu leyti kenningar Trumans hafa orðið til þess að flýta fyrir þessari kommúnistísku sókn í Vestur-Evrópu. En að minnsta kosti liggur það í augum uppi, að þar sem Rússar hafa hersetu, finnst kommúnistum það knýjandi nauðsyn að festa sig í sessi og tryggja þegar fengin völd, áður en hersetunni er lokið. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að hér er um að ræða ýmist fullkomið brot á grundvallarkenningum lýð- ræðisins eða að þau eru læ- víslega sniðgengin. Af sjón- Jarðvegur kommúnismans liggur maS’ur á götuxmi, deyjandi úr hungr.i. Þetta er sögð svo venjuleg sjón í Kína. eftir1 stríðið, að enginn vegfarandi skiptt sér af, eins og myndin sýnir. Aðedais á þremur síðustu mánuðum Jaaía fimdizt .8000. manns datuðir úr hungri í Shengihai. — Þetta >er jarð'V'eg’urinn, •sem. kommúnisminn þi’óa'sit í! Og að því .er nú unnið að .skapa hann einnig í Evrópu. :— mmúmsman arhæð lýðræðisins skiptir ekki máli, hvort ríkisstjóm er í höndum kommúnista, jafnaðarmanna eða íhlads- manna, aðeins ef hú.n er orð- in til í frjálsum kosningum þjóðarimiar, — að hún stjórni landi sínu án erlendr- ar íhlutunar og erlendrar þvingunar, enda gerir leynt eða ljóst taugastríð öll rétt- indi lýðræðisins, sem lög sameinuðu bjóðanna lofa öllum mönnum og þjóðum, að dauðum bókstaf. í öðrum löndum Evxópu urðu kommúnistar að finna út nýja aðferð i stað þeirrar, er þeir viðhöfðu árið 1945. Þá var ætlunin að stofna til sameiningar við jafnaðar- menn, en — takið eftir — aðeins þar sem kommúnistar voru annaðhvort nógu sterk- ir sjálfir eða gátu með því valdi, sem þeir höfðu að baki sér, orðið alls ráðandi í sam- einingarflokknum. Þar sem kommúnistar áttu ekki völ á þeirri aðferð, skyldu þeir hafa í frammi áróður fyrir sameiningu, en stöðva hana, til þess að heimta samvinnu undir fölsku yfirskini, er gæti orðið jafnaðarmönnum eða verkalýðssamtökunum á einhvern hátt til baga. Alls staðar í Vestur-Ev- rópu misheppnaðist þessi starfsaðferð þeirra, og nú dansa þeir eftir nýrri linu. Þar sem hægt er að hagnýta aðstæður hernámsins, sækj- ast þeir eftir auknu valdi í ríkisstjórnunum, en þar sem jafnaðarmenn eru áhrifa- miklir, hafa þeir horfið frá öllum samstarfstilboðum. Einnig hafa þeir fallið frá þeirri fyrirætlun, að komast til valda eftir leiðum þing- GREIN ÞESSI var for- ustugrein í aðalmálgagni danskra jafnaðarmanna „Social-Demokraten“ 15. júní s. 1., ritstjóri þess er Peder Tabor. Gefst hér lesendum Alþýðublaðsins kostur á að kynnast skoð- unum hans og afstöðu þeirra iafnaðarmanna í Danmörku á starfsaðferð- um kommúnista og stefnu víðs vegar í Evrópu. ELDEI DANSARNIS í G.T. húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar ® kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355. ræðisins og misst alla von um að ná yfirráðum í verka- lýðssamtökunum. Virðast þeir nú ekki hirða meir um verkalýðssamtök eða þing, en læða út áróðri á vinnu- stöðvum og víðar, sem á að líta út fyrir að vera runninn frá verkamönnum. Er til- gangurinn vitanlega sá, að að koma af stað örvilnan og upplausn, — einum þætti þeirrar þörfu starfsemi, að grafa undan lýðræðinu, )3ing ræðinu og forustu verkalýðs- samtakanna! Fyrir nokkru var bent á þessa starfsaðferð í grein eftir enska kommúnistafor- ingjann Pollitt, þann sama sem skoraði á þá, er sneypu- förina fóru á verkamanna- þinginu í Margate, að hnit- miða starfsemi sína við „fjöldann’1 í verksmiðjum og verkamannafélögum! Ekki er vert að vanmeta þau tækifæri, er kommúnist- ar hafa nú meðal fátækra og sveltandi íbúa Evrópu. Er gróðinn að sjálfsögðu fljót- teknastur þar, sem þeir nota sér til hins ýtrasta hersetu Rússa. En víða annars staðar, þar sem sulturinn og eymdin taka höndum saman, munu þeir hagnýta þau stefnu sinni til fylgisauka. Alls staðar, þar sem kommúnist- ar eru ekki í ábyrgri aðstöðu gagnvart ríkisstjórninni, geta þeir haft í frammi taumlaus ar æsingar 07 ausið út í kring um sig gegndarlausum loforðum. En komi þeir einn góðan veðurdag til valda, munu loforðin reynast falsk- ar ávísanir, sem enginn þyrði að láta kenna sig vfð. Munu þá gagnrýni, verkföll og kröfugöngur verða talið svik- ráð og samsæri gegn ríkinu og andstæðingar stjórnarinn ar yrðu ekki húsnæðislausir, því að þeir ættu öruggan griðastað í tugthúsinu. Nú fer fram í Evrópu ör- lagarík barátta um hugsjón- ir á þeim tíma, sem álfunnni er óhaganlega skipt með til- liti til fjármála og stjórn- mála. Verður sú barátta hörð og góður prófsteinn á þroska hinna vinnandi stétta. En al- rangt er, að ekki verði um nema það tvennt að velja, rússneskan kommúnisma eða amerískan kapítalisma. Vill stjórnmálalega þroskuð al- þýða hvorugum þeirra trúa fyrir sínum hagsmunum. Hún þekkir þriðju leiðina og veit, að hornsteinn nýrrar og betri Evrópu verður aðeins lagður með djúptæku sósíal- istísku umbótastarfi á grund- velli lýðræðisins. Aðeins al- þjóðleg samvinna og skipu- lagðar umbætur geta tryggt efnalega velferð Evrópu, og aðeins lýðræðið hefur þá kosti, er Eyrópumönnum fell- ur í geð. Árni Pálsson próf.: Á víð og dreif ÁRNI .PÁLSSON PRÓFES SOR er fyrir löngu þjóðkunn ur ekki aðeins sem fræðimað ur, heldur og fyrir ritsnilld sína og málsnilld. Hafa grein ar þær, og ritgerðir, sem hann hefur samið um ýmsa menn og málefni og birzt hafa á víð og dreif í tímarit- um og blÖðum, jaínan vakið mikla athjfg'li, því það er eitt einkenni Árna, að hann er hreinn og beinn í skoðunum og skefeggur í ræðu sinni. Og mikill kostur er það við ritgerðir hans með leikmanns aug'um séð, að hann ræðir viðfangsefni á _____,__> hver meðalles- inn maður petur fært sér það. í nyt, en mál hans er kjarn- yrt og tildurlaust. Nú hefux Helgáfell gefið út margar af helztu ritgerð- um Áma í bókarformi. Frá- gangur er vandaður vel. Auk ritgerða, eru þarna og birtar nokkrar ræður, fyrirlestrar og ritdómar. A f ritgerðum má nefna: ,,Málskemmdir og málsvörn“, „Lok þrældóms á íslandi'1, „Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistímanum“ og hina gagnmerku ritgerð „Snorri Sturluson og íslendingasaga“ ssm hvergi hefur áður birzt. Koma þar fram nýstárlegar skoðanir,; sem fróðlegt er að kynnast og ekki brestur höf- und xökin þeim til stuðnings. Höfundur segir sjálfur í formálsorðum, að hann hafi ekki valið í bókina nieitt það, er hann hefur ritað um stjórn mál. Ó, já, það er nú svo. Sjaldan er Árni samt einmitt eins skeleggur, kjarnyrtur og harðskeyttur og þegar hann tekur stjórnmál til meðferð- ar, og ættu allir að geta lesið slíkar greinar sér til ánægju, hvaða stjórnmálaskoðanir sem þeir hafa. Framhaldskennsla í háíft annað ár á Hvanneyri LANDBÚNAÐARRÁÐU- NEYTIÐ hefur ákveðið, að á hausti komanda verið hafin framhaldskennsla í búfræði við bændaskólann á Hvann- eyri. Ráðger er að námstíminn verði tveir vetur og eitt sum- ar. Síðari veturinn mun nem endum verða gefinn kostur á sérnámi innan búfræðinnar. 13§ sf. ÍIBTW'Kl om plasf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.