Alþýðublaðið - 29.08.1947, Síða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1947, Síða 3
■úst 1947.Föstudagur 29. ágúst 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ Úr skýrslu Landsbankans: Síldveiðarnar árið 1946. ÞATTTAKAN I SÍLD- VEIÐUNUM um sumarið var meiri en nokkru sinni fyrr, enda var síldarverðið hátt og fjölda mörg ný skip höfðu bætzt við síðan sumarið áður. 246 (167) skip, með 222 (151) { herpinætur, stunduðu herpi- nótaveiðar, þar af 9 (8) línu- gufuskip og 1 (2) togari. Tala skipverja var 3 566, á móti 2 426 árið áður. Verksmiðj- urnar.hófu móttöku á síld'síð ustu dagana í júnímánuði- Framan af var sæmilega góð veiði öðru hvoru, og einkum á austursvæðinu, en frá mánaðamótunum júní — á- gúst og þar til skipin hættu veiðum var afli mjög lítill. Fyrr í þessum kafla var get- ið um heildaraflamagnið á síldveiðunum. 80% af aflan- um fóru 1 bræðslu, 16% í söltun og 4% í beitu. Meðai- afli skipaflokkanna var sem hér segir: Gufuskip 7 241 (3 484) mál og tunnur, 1 tog- ari 5009 (3663) mál og tn., mótorskip eitt um nót 4 304 (2 387) mál og tn., mótorbát ar tveir um nót 2 398 (1590) mál og tn., og hringnótabát- ar 2 314 (924) mál og tn. — Skortur er nú meiri í heimin um á feitmeti en á flestu öðru og varð af þeim sökum stór- felld hækkun á verði síldar- lýsins, sem gerði mögulega mikla verðhækkun á bræðslu síldinni, úr kr. 18.50 fyrir mál ið 1945 í kr. 31.00 1946. — Að þessu sinni vor.u 10 (13) fær- eysk skip gerð út á síldveið- ar með þátttöku ísilendinga. Frá Noregi komu 166 skip og var afli þeirra 108 566 tunn- ur í salt, og enn fremur 30 100 mál í bræðslu, sem lögð voru í Krossanesverksmiðj- una til vinnslu. Auk þessa stunduðu 36 sænsk skip síld- veiðar hér við land, og sölt- uðu þau allan aflann, sem nam um 30 þús. tunnum. — 46 ;(76) bátar stunduðu rek- netjaveiðar fyrir Norðurlandi flestir frá því um mánaða- mótin ágúst — september og út þann mánuð- Öfluðu þeir 14 921 (27 557) tunnur síld- ar í salt, en auk þess var nokkuð fryst í beitu. — Síld- veiðaxnar í Faxaflóa um haustið gengu ekki vel og hættu skipin veiðum í októ- bermánuð. í desember urðu menn var.ir við mikla síldar- gengd í Kolilafirði og þar út af. Hófu þá 18 bátar reknetja veiðar og var þeim haldið á- fram á næsta ár. Síðastliðið sumar voru reyndar tvær nýjar aðferðir til síldveiða. Var þar annars veinn Sölumiðstöð Ilraðfrysti- húsanna, sími 7110. vegar um að ræða síldar- vörpu, sem er þannig útbúin, að hún á að geta náð til síld- ar, sem heldur sig undir yfir- borði sjávar. Niðurstaðan af þessum tilraunum var nei- kvæð. í hinu tilfellinu var um að ræða síldveiðiskip af sérstakri gerð, sem notuð eru til síldveiða við vesturströnd Norður-Ameríku, með ann- arri veiðiaðferð en hér tíðk- ast. Keyptu Síldarverksmiðj- ur ríkisins og Síldarútvegs- nefnd í samein.ingu eitt slíkt skip tiil landsins í tilrauna- skyrii. Heitir það Fanney og er stærð þess 138 rúml. br. Þarf aðeins 11 manna áhöfn á skipið, en á herpinótaskip af sömu stærð eru 18—20 menn. Ekki fékkst að svo stödau nein reynsla um not- hæfni skipsins, vegna þess að sarna og engin síld var í sjó, eftir að það var fullbúið á veiðar. Bræðslusíldaraflinn nam 1 172 300 (463 238) hl. ( 1 hl. =% mál = 90 kg-). Verk- smiðjurnar á Hesteyri, Sól- bakka og Neskaupstað voru ekki starfræktar á árinu — þær verða sennilega ekki tekn ar í notkun framar —, en a'll ar hinar verksmiðjurnar frá fyrri árum, 13 talsins, tóku á móti síld til bræðslu. Verk- smiðjan á Akranesi bræddi þó aðeins örlítið af síld, sem veiddist í Faxaflóa í desem- ber. Nýju ríkisverksmiðjurn- ar á Siglufirði og Skagaströnd tóku á móti dálítilli síld í til- raunaskyni, en þær urðu ekki tiibúnar til reglulegrar starf rækslu. Lokið var við aukn- ingar á Ingólfsfjarðarverk- smiðjunni, úr 2 500 í 5 000 mála afköst á sólarhring, á S.R. 30 á Siglufirði úr 2 400 í 600 mál, á Rrauðku á Siglu firði úr 700 í 10 000 mál, og á Hjalteyrarverksmiðjunni úr 5 600 í 10 000 mál. Smærri aukningar voru gerðar á verk smiðjunum á Djúpuvík og Dagverðareyri. Framkvæmd um þessum mun hafa verið lokið, áður en starfsemi verk- smiðjanna hófst- Sólarhrings- afköst hinna nefndu 13 verk- smiðja námu 56 900 málum 1946, en 42 500 árið áður. Síldarverksmiðjurnar fram- leiddu á, árinu 19-470 (6 864) tonn af síldarlýsi og 19 724 (6 843) tonn af síldarmjöli. Brezka matvælaráðuneytið keypti fyrirfram 65% af síld- arlýsisframleiðslunni, að frá- dregnum 5 000 tonnum eða 10% af framleiðslunni, er skyldi fara il Tékkóslóvakíu. Verðið var £62-10-0 á 1 016 kg. form., á móti £ 38-8-3 ár ið áður. Rússar keyptu fyrir- fram 35% af lýsisframleiðsl- unni, þó aldrei meira en 12 000 onn, fyrir $ 250,00 tonn- ið fob. Af síldarmjölsfram- leiðslunni, þó ekki yfir 15 000 tonn, og var verðið 28 pund fyrir tonnið fob- Árið áður átti brezka matvælaráðuneyt ið að greiða rúmlega 18% pund fyrir si'ldarmjölið, er ^út Jrrði fluít, e.n það fór allt á inrianlandsmarkað. Til Hol- lands átti að fara 26% af síld armjölsútflutningnum, og til Tékkóslóvakíu síldarmjöls- magn, sem samsvaraði 20% af samanlögðum síldar- og f iski m j ölsútf lutningnum. Verðið á síldarmjöldinu til þessara landa mun hafa ver- ið það sama og á mjölinu til Bretlands. Verð á síldarmjöl inu innanlands var 78 kr. fyr- ir 100 kg. fob. verksmiðju- hafnir. — Útflutningurinn á síldarlýsi nam 17 534 (13 888) tonnum, að verðmæti 26 788 (13 543) þús; kr., og skiptist þannig á lönd: Bretland 11 432 (13 184) tonn, fyrir 17 153 (12 919) þús., Rússland 5 618 (0) tonn, fyrir 9 137 þús., Noregur 426 (0) tonn, fyrir 415 þús., Danmörk 38, 5 (704) tonn, fyrir 46 (623) þús., og Tékkóslóvakía 20 (0) tonn, fyrir 37 þús. kr. Síldar lýsið, sem flutt var til Nor- egs og Danmerkur, var af fyrra árs framleiðslu, eða eldra. — Af síldarmjöli voru flutt út 10 195 (4 928) tonn, fyrir 7 973 (2 390)(þús. kr„ og skiptist þannig á Jönd: Bretland 4 123 (4 928) tonn, fyrir 3 011 (2 390) þús., Banda ríkin 3 381 (0) tonn, fyrir 3 008 þús., og Holland 2 691 (0) tonn, fyrir 1 954 þús. kr. Áður en síldarvertíðin hófst, var búið að semja um sölu til Rússlands á allt að 100 þús. tunnur saltsíld, og í viðskiptasamningnum við Svíþjóð var gert ráð fyrir sölu þangað í 125 þús. tunn- um. Ekki voru tiltækar nema 230 þús- tunnur undir salt- síldina — þar af fengust 100 þús. frá Noregi — en það kom ekki að sök, vegna þess hve lítið aflaðist. Síldarsölt- un hófst að þessu sinni 15. júlí eða allmiklu fyrr en tíðk azt hefur, en í Rússlands- samningnum var gert ráð fyr ir, að söltun hæfist þá. Alls voru saltaðar á árinu Í68 470 (95 395) tunnur, þar af Faxa síld 7 722 (17 947) tunnur. Af Norðurlandssíldinni voru 131 572 (70 399) hausskorin saltsíld og 17 205 (5 742) tunnur kryddsíld. 3 048 (214) tunnur voru matjessaltaðar. Um 70 (74)% af Norðurlands síldinn voru söltuð á Siglu- firði, en næst kom Hólma- vík með 6%. Síldarútvegs-’ nefnd annaðist útflutning á allri Norðurlandssíldinni, og var af þeim sökum ekki ákveð ið neit lágmarksútflutnings- verð á henni. Lágmarksverð- ið, sem nefndin ákvað á síld til söltunar, var 45 (32) kr. fyrir uppsaltaða tunnu, 3 lög í hring. í byrjun september var þetta verð hækkað í 70 kr„ vegna aflabrestsins. Lág- marksverðið á Faxasíld um haustið var 80 kr. íyrir upp- saltaða tunnu, 3 lög í hring. — Verðið á hausskornu síld- inni, sem seld var Rússum, var 25 dollarar tunnan fob- í sölusamningnum við þá var ákveðið, að sölumagnið skyldi Frh. á 7. síðu. 3 Reykjavíkur Kabareftinn h.f. ;ýning í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Fjölbreytt skenimtiatriði. Danssýning, söngur eftirhermur, gaman þættir og leikþáttur Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í Sj álf stæðishúsinu Aðeins fvær sýningar effir. AÐALFUNDUR kennarasambands Austurlands var haldinn á Vopnafriði dagana 15. og 16. ágúst. Mættu þar 14 kennarar víðsvegar af Austurlandi. Formaður, Jón Eiríksson kénnari, setti fundinn og hauð kennara velkomna til Vopna- fjarðar. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru þetta aðalmál fundarins: Skógræktin og börnin: Framsögu hafði Skúli Þor- steinsson, skólastjóri Eskifirði í því máli var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur K.S.A. lýsir eindregnu fylgi sínu við tillögu þá, er samþykkt var á upp- éldismálaþingi kennara s. 1. vor, þess efnis ,að gera skóg- ræktarstörf að föstum lið í starfsemi skólanna. Hvetur fundurinn kennara til þess, að vinna að framgangi þessa máls, hvern í.sínu skólahéraði“ Frjálsu íþróttirnar og skól- arnir: Framsögu hafði Gunnar Olafsson, skólastjóri, Neskaup- stað. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 9 atkv, gegn 1, „Aðalíundur K.S.A. lýsir sig því fylgjandi að stofnuð verði íþróttafélög í skólum. Til þess að hvetja nemendur að stunda þessar íþróttir verði stofnað íil verðlauna, skóla- msrkja, samkvæmt beimild í 18. gr. íþróitalaga. Telur fund- urinn æskilegt að íþróttastörf og önnur félagssíörf barna fari sem mest fram á vegum skói- ans eða undir hans umsjá“. Féélagsstarf í barnaskólum: Framsögu hafði Steinn Stefáns .son, fkólastjóri Seyðisfirði. Eftiríarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „AðáJfur.dur K.S.A. lýtur svo á, að félagEstörf með skóla hörnum, undir handleiðslu kennara, sé merkilegt uppeldis atriði. Vill fundurinn eindreg- ið taka undir tillögu uppeldis- málaþings S.Í.B. á þessu ári, sem það beindi til fræðslu- stjórnariinnar, um að félag's- starfi b'arna í skólum verði heimilað ákveðið rúm í stunda skrá skólanna, er samin verð- ur reglugei'S og námsskrá á grundvelE nýju fræðslulag- anna.“ Framkvæmd nýju fræðslu- laganna. Framsögu hafði náms stjórinn, Sigfús Jóelsson,, Reyð arfirði. Miklar umræður urðu' um þetta mál, en engar sam- þykktir gerðar. Laúgardaginn 16. ágúst var haldinn sameiginlegur fundur kennara og 7 austfirzkra presta, sem þessa daga héldu sinn árlega prestafund. Þar flutti Jakob Einarsson, pró- fastur a.ð Hofi1 í Vopnafirði, snjallt erindi, er hann nefndi: Dr en gsk aparhugsj ón kristins manns. Urðu nriklar umræður sem. bæði kennarar og prest- ar íóku þátt í. Næsti aðalfundur K.S.A. var ákveð'inn í Neskaupstað. Hina nýkjörnu stjórn skipa: Þrúður GuSmundsdóttir, for- maður,. Gunnar Olafsson, rit- ari, Eyþór Þórðarson, gjald- keri'. Mjög í’ómuðu kennarar viStökur Vopnfdrðinga, en þær önmiðust fyrst og fremst Björ-n Jóhannsson, skólastjóri Vopnafirð'i og Jón EiríksSon, kennari Torfastöðum. Sátu kennarar boð á heimilum þeirra. Að Torfastöðum gafst Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.