Alþýðublaðið - 29.08.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.08.1947, Qupperneq 4
A SL IÞ’Ýfl UL Afifc I © Föstudagur 29. ágúst 1947. / Tjtgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefáa Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bréf, sem gerSi mig ösku vondan. — Enn um hattana og heííuklútana. — Barnafatabögglar. — Tillaga, sem fær góðar undirtektir hjá aimenningi. — Frxmerki með mynd af forseía Isiands. Frá Hiíler fi! Sfalins. Þ J ÓÐVIL JANUM hefur bætzt kraftur við það, að ís- ienzkir ' , Alþý.&uflokksmenn björguðu Magnúsi .Kjartans- syni. „hinum merka bók- menntafræðmgi“, eins og Guð mundur G. Hagalín hefur komizt að orði, úr haldi dönsku frelsishreyfingarinnar eftir stríðið. Hann situr nú í skrifstofu Þjóðviljans og skrif ar þar níð um Alþýðuflokkinn og alveg sérstaklega um þá menh, sem hjáipuðu honum út úr vafasamri aðstöðu, og legg ur greinilega sérstakt hatur á Emil Jónsson viðskiptamála- og samgöngumalaráðherra, sem þó mun sjaldan verða minnzt án þess, að samtímis verði getið samherja hans um áratugi, Kjartans Olafssonar. * í gær er þessi nýi blekfisk ur Þjóðviljans að verki í leið aradálki með svívirðingum sínum um Alþýðuflokkinn og Alþýðublaðið, og að vanda get rur hann ekki stillt sig um að vera með sínar venjulegu nál. arstungur í bak Emils Jónsson ar af því, að hann taldi það í vor réttilega glæpsamlegt af kommúnistum að efna til nýrrar kaúpstreitu eins og nú er komið efnahag og afkomu þjóðai’innar. * I þessu sambandi er það mjög læirdómsríkt fyrir okk- ur, að lesa fréttina, sem Al- þýðublaðið ög ríkisútvai’pið birtu í gær og fyrradag um bréf, sænska Alþýðusambands ins til sambandsfélaga sinna. Þetta voldugasta og sterk- asta alþýðusamband á Norður löndum segir við meðlimi sína: Verðbólga og dýrtíð vof ir yfir Svíþjóð. Stjórnin heí- ur gert ráðstafanir til þess að afstýra henni, og. 'það er fyrst tíg fremst hagur verkalýðs- ins, að þær ráðstafanir beri á rangur. Þess vegna verður hann að stilla kaupkröfum sín um í hóf. Þetta er óneitaniega tölu- vert annar tónn en .sá, sem ikveður við í bréfum Jóns Rafnssonar. fyriir bönd ís- lenzka Alþýðusambandsins í seinni tíð. En það skiptir engu máli fyrir Magm^s Kjartans- son, sem á stríðsárunum fékk leyfi þýzkra nazista í Ðan- mörku til þess að njóta skyn- samlegrai’ og hóflegrar stefnu jsænska Alþýðusambandsins. Hann yfirgengur alla vitlaus- ustu kommúnista hér á landi í hrakyrðum um Alþýðu- flokkinn af því ,að hann skuli vara verkalýðinn við sömu. hættunni og særiska Alþýðu- sambandið, og er ,sú hætta þó miklu alvarlegri hér á landi SVO VÍRÍÐST, sem stöðugt þurfi að fara fram viðgerðir á SuSurlandsbraut. Það er víst að meiri umferð er um þennan vcg' en alla aði’a- vegi ut úr bæn- um og er þá ekki Hafnarfjarð- arvegur untlanskilinn. Allmik- ið er gert að því að sjá um end- urbætur á honum, en lang frá því að þaS sé nóg svo ört slitn- ar hann, en skemmdir á þessum vegi eru ákaflega hættulegar, því aff svo virðisí sem stjórnend um ökutækja sé ekki ljóst hve viffsjáll hann er. VEGURINN Á aS minnsta kosti að vera tvíbreiður, en á stórum köílum er varla hægt að mætast vegna rasks á veg- brúnum og að holur og hvörf hafa myndast í honum aðallega þar sem aðrar brautir koma inn á hann. Veldur þetta oft því að bifreiðar sveigja skyndilega inn á aðalbrautina og er það hættulegt, því að aðrar bifreið- ar gera ekki ráð fyrir slíkum beygjum inn á veginn. Það er nauðsynlegt að Suðurlands- brautin sé stunduð betur en gert er. Ætti það og að vera sjálfsögð krafa stjórnenda öku- tækja, því að skattar eru orðn- ir geysimiklir á öllum öku- íækjum. VEGNA BRÉFS, sem ég fékk í fyrramorgun um umhverfi Sjó mannáskólans fór ég þangað upp eftir til að líta yfir það. Bréfritarinn telur að það sé ekki vansalaust hve seint gangi að hreinsa hina stóru lóð skólans. Liðið er nú eitt og hálft ár síð- an lokið var við þessa vegleg- ustu byggingu höfuðstaðarins og enn liggur umhverfis hana spýtnarusl, járnadrasl og ann- ar óþverri. Þá er enginn þolan- legur vegur enn kominn heim í hlað frá Suðurlandsbraut, en dálítill vegarspotti, lítt fær frá Háteigsvegi. MÉR þótti útlitið ekki eins slæmt og ég gerði ráð fyrir fyr- irfram, að það væri af bréfi því, sem ég hafði fengið. Og þó er þarna mikið af rusli og að því er mér virðist alveg óþarfi að láta þetta drasla svona leng- ur. Það getur að minnsta kosti en í Svíþjóð, eins og- hvert mannsbarn veit, nema máske Magnús Kjartansson. * En meðal ánnarra orða: Hvernig stendur á því, að- Magnús Kjartansson, ,sem e-kki vill skiilja nauðsyn þess, að við Islendingar stillum kröfum okkar í bili í hófi, hvort heldur verkamenn eða aðrir, — hvernig stendur . á því, að honum finnst allt í lagi í Rússlandi? Heldur hann, að verkamenn þar hafi nokk uð svipaðan mat á borðum, klæðist nokkuð nálægt því ekki kostað mikið að hreinsa alveg af lóðinni þetta drasl. Það er bara vottur um framtaks- leysi, sem forráðamenn skólans eiga ekki að auglýsa lengur. HITT ER SVO allt annað mál, að vel getur verið að énn sé ekki fé fyrir. hendi til að ganga að fullu frá lóðinni. Og ég get ekki krafizt þess með góðri sam- viszku að allt sé orðið upp á það fullkomnasta jafnvel þó að eitt og hálft ár sé liðið frá því að lokið var við byggingu skól- ans. Hitt er rétt, að skemmtileg- ast væri að lóðin væri löguð al- veg nú þegar, svo að staðurinn fengi sinn svip og umhverfið væri bygginguni samboðið. ANNARS VERÐUR allt um- hverfi skólans aldrei framar samboðið honum. Um það hef ég áður skrifað, en án þess að hægt hafi verið um að þoka. Þarna eru og hafa undanfar- ið verið að rísa alls konar verk- smiðjubyggingar, en íbúðarhús- in, falleg og nett, standa í lægð unum. íbúðarhúsin hefðu átt að mynda krans um sjómannaskól- ann, því að hann er ekki aðeins virkileiki, heldur og symból fyrir þjóðlíf okkar, grundvöll þess og ininhald. Landbúnaðar- háskóli ætti að standa á ann- arri hæð nálægt og annar krans myndarlegra íbúðarhusa ætti að vera umhverfis hann. Hannes á horninu. FÉLÁGSLÍF Farfuglar. Ferðir urn helgina verða: I. Ferð í Þjórsár- dal, fari'ð verðður að Háafossi, Hjálp, inn í Gjá og að Stöng. II. Ferð í Hvamm og unn- ið um helgina. Faxmiðar seld ir í kvöld kl. 9—10 að V. R. (uppi) þar v>erða einnig gsfn- ar allar nánari upplýsingar. Nefndrn. Skemmtifundur verður n. k. þriðjudagskvöld í ’BreiðfirSingabúð fyrir far- fugla og gesti. eins góðum fötum eða fái nokkuð svipað því eins morg blöð og bækur að lesa og ís- lenzkir verkamenn? Haldi hann það, — þá er bezt fyr- ir hann að fara austur í Rússí á og sjá hlutina með . einin augum. Það er að vísu ekki mdkils virði fyrir þá menn, seih fyrir fram eru ráðnir í því að reka erindi Rússa, hér á landi fyrir rússneskar rúbl- ur eða amerískt dollarajafn- gildi þeirra, þótt dlla sé um dollarann talað, en því skal þó ekki trúað fyrr en að full- reyndu, að Magnús Kjartans- Skemmtinefndin. með „HEKLU“ 5. og 11. september. Vænt anlegir farþegar tali við skrifstofu vora sem fyrst. LOFTLEÍÐIR H.F. Sími 6971. Börn 7 — 10 ára (fædd 1940, 1939, 1938 og 1937), sem sókn eiga í Austur- bæjarskólann, mæti í skólanum mánudag- inn 1. SEPTEMBER KLUKKAN 14. 7 ára börn (fædd 1940), sem sækja eiga skólann í haust og vetur og komu EKKI til innritunar í vor, MÆTI KL. 15. Kennarar mæti kl. 14 og taki hver á móti sínum bekk. Kennarafundur sama dag kl. 13. Læknisskoðun fer fram MIÐVIKU- DAGINN 3. SEPTEMBER. Nánar aug- lýst í skólanum. Skólastjóriim. til að sjá ura matreiðslu og ræstingu á símastöð- inni á Borðeyri frá 1. september n. k. .Upplýsingar gefur umdæmisstjórinn Borðeyri. vantar unglinga til að bera blaðið í Miðbæinn, Túngötu, Norðurmýri, Talið við afgreiðsluna. Áuglýslð í AlþýSublaðinu. son sé svo ómerkilegur, enda þótt margt bendi nú þegar til þess, að hann vllji >ekki, >eins og íslendingar í þúsund ár, hafa það heldur, sem sannara reynist. Og fari hann íaustur með opin augu, þá gæti hann smáske glöggvað sig á því, hvernig á því stendur, að rúss neskir verkamenn fá hvorki að gera kanpkröfur né verk- föll. Ekki er það þó af því, að þeir séu búnir að fá betri kjör en íslenzkir verkam>enn. Aður >en slíkt skeður líður á- reiðanlega heil öld, þrátt fyr- ir sovétstjórn og .svokallaðan sósíalisma. En Magnúsi Kjart anssynd kynni kannske að skiljast það þar, að það eru takmörk fyrir því, hve oft og hve lengi verkamenn geta gert verkföll gegn sjálfum sér. Það er þetta, sem sænska Alþýðusambandið og ísienzki Alþýðuflokkurinn >eru að vara verkamenn við, ien Magnús Kjartansson telur, að þeir -eigi að hafa að engu nema, í Rúss- landi, sem hann hefur gengið á mála hjá í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.