Alþýðublaðið - 29.08.1947, Side 6

Alþýðublaðið - 29.08.1947, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 29. ág æ nyja biú Tvíkvænis- maðurinn. (,Don Juan Quílli'gan11) Gamanmynd eftir frægri samnefndri sögu eftir H. C. Lewis. Aðaihlutverk: Joan Blondell. Phil Silvers. Anne Kevere. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO Hafnarfirði Ungir leynilög- reglumenn. (,Home Sweet Homicide') Gamansöm og spennandi sakamálamynd. Aðalhfut- verk: Lynn Bari Randolph Scott Peggy Ann Garner. Sími 9184. Sýnd kl. 7 og 9. TRIPQLI-BÍÓ Séra Hall (Pastor Hall) Ensk stórmynd byggð eftir ævi þýzka prestsins Mart- in Niemöllers. Aðalhlut- verkin leika: Nova Pilbeam Sir Seymour Hicks Wilfred Larson Marius Coring Sýnd kl. 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sími 1182. 3 GAMLA BIÖ 38 Hjartaþjófurinn (Heartbeat) Bráðlskemmitileg amerísk kvikmynd er gerist í 'hinni lífsglöðu Parísarborg. Ginger Rogers Jean Pierre Aumont Basil Rathbone Sýnd kl. 5„ 7 og 9. Böm innan 16 ára fá ekki aðgang. TJARNARBIÖ Hollywood (anleen Skrautleg amerísk músik- mynd. Sýnd kl. 5 og 9. GOTl Jr ER GÓÐ EIGN Gn9l. Gíslason (Jrsmiður, Laugaveg 83, Minningarspjöíd Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 ög í Bckafeúð Áusturbæjar, Laugavegi 34. John Ferguson; MAÐURINN I MYRKRINU það — jafnvel á gula káp- una. Framan á kápunni var brjóstmynd af geysistórri konu með mjög langan háls og klassiska andhtsdrætti. Hún rei'gði höfuðið aftur á bak, stærilát á svip, og hvoru auga hennar var lokað með penny-peningi, þar sem blaðið kostaði tvö pence. Ég man eftir, að ég var að benda Matheson, yfirmanni mínum hjá blaðinu ,,Record“ á hið táknræna við þessi tvö pence, þegar ég var nýbyrj- aður að vinna þar og hann sá mig með „Opnu augun“ á skrifborðinu mínu. ,,Fyrir tvö pence opnar hún augun á brezku þjóð- inni,“ sagði ég. Ég var óreyndur ungling- ur þá, nýkominn úr sveita- þorpinu til Fleet street; annars hefði ég haft betra vit, en að reyna að fara að kenna honum nokkuð. Matheson- glotti, þegar hann sá myndina. ,,Það segir ekki, hve mikið það kostar að láta það þegja. Lí'klega er sú upphæð nokk- uð breytileg,“ hreytti hann út úr sér. Ég vissi, hvað hann átti við. Ríku þorpararnir, sem vildu borga, gátu losnað við að birt væri nokuð um þá. „Ekkert getur lokað þess- um munm. Og nú greip mig hátíð- leiki og mér datt í hug: •— Honum hefur samt verið lokað — af dauðanum. — Hinn mikli Ponsonby Paget -er dáinn. Mjallhvítan og ó- trúlega kyrran sé ég hann liggja í litlu herbergi lög- reglunnar í Ealing, með tvo penny peninga á augum sér. Þegar ég skoðaði líkið, að viðstaddri lögreglunni, þenn- an dag, varð mér hugsað til þess dags, þegar ég fyrst hafði séð þennan mann, sem ég nú leit hinnsta sinni. Kunningsskapur minn við Ponsonby Paget hófst með því, að ég sendi grein í blað hans. Aðalefni þeirrar grein- ar var ekki fengið úr neinu blaðri, sem ég hafði heyrt á ritstjórnarskrifstofu, heldur beint frá Fransi McNab, einka leynilögregluþjóni, en um hann ætla ég að tala nánar. „Opnu augun“ endursendu 'greinina; en í stað venjulegr- ar áletrunar var orðsending frá ritstjóranum, þar sem hann bað mig um að koma og heimsækja sig. En hvé minningin um fyrstu kynni mín af þessum manni er lifandi. Þegar hann hafði spurt mig um heimildirnar fyrir upp- lýsingum þeim, sem ég hafði gefið í grein minni og einnig viðvíkjandi stöðu minni við Record, talað hann ekki um annað en stíl. Hann talaði um möguleika fyrir að láta mig fá atvinnu, ef ég gæti gert stíl minn fjörlegri. Hve ég gleypti við því, sem hann sagði. Gleypti við því eins og nýju fagnaðar- erindi, þar sem hann stikaði um herbergið, þrekinn og lágfættur, líkari enskum lá- Varði, sem er að tala um garðyrkju, en lærðum manni að ræða um enska tungu. ,,Og fyrir alla muni,“ sagði hann, „sleppið öllum grein- um innan sviga. Englending- ■urn geðjast ekki að þeim. Bretar eru hreinskilnir og blátt áfram og vilja hafa málið þannig líka. Það er allt af eitthvað franskt við þessar greinar innan sviga; það lítur út eins og þú sért ekki alveg viss, og það virð- ist eins og þú sért í hálf- gerðu ráðaleysi með málið. Og vertu ekkert hræddur við að endurtaka það, sem þú hefur sagt áður. Það er oft náuðsynlegt að endur- taka. Þú getur ekki fremur barið einhverju inn í hausinn á Breta með því að segja það einu sinni en þú getur rekið nagla á einu höggi. Þar að auki geðjast Bretum vel að endurtekningum af sömu á- stæðu og þeim geðjast vel að stóru trumbunni. Stóra trumban er eina hljóðfærið í hljómsveitinni, sem heldur áfram að segja það sama upp aftur og aftur, og þess vegna hljómar hún í alvöru.“ Og þó; þegar ég lít til baka, þá viðurkenni ég að þrátt fyrir það, að Ponsonby Paget virtist hreinskilinn og oþin- skár, bar hann með sér ein- h-ver slóttugheit og kænsku, sem samt var ekki augljós slíkum græningja og ég var þá. í dálknum sem bar fyrir- sögnina P. P. Peeps og hann skrifaði sjálfur, var sagt ýmislegt um háttsett fólk, stjórnmálamenn og heldri frúr, sem ekkert annað blað hefði þorað að birta. Ekki af því að þetta væri lygi, heldur fremur af því, að það var sannleikur. Aldrei var hann lögsóttur fyrir þetta. Að nokkru leyti átti hann þetta málfrelsi sitt að þakka hve hjiartfólginn hann var þjóðinni, og að nokkru leyti að alþekkt var lag það, er hann hafði á kviðdómurum, en langhelzt átti hann þetta því að þakka, að enginn mað- ur í öllu Englandi gat gefið svo mikið í skyn í orðum, sem virtust alveg saklaus. Þannig var þessi maður, sem ég fann liggjandi dáinn þessa skuggalegu janúarnótt á skrifstofugólfi hans í Eal- ing. Matheson hafði aldrei -litið kunningsskap minn við hann hýru auga; hann hafði eigin- lega varað mig við honum; en Matheson átti það mér að þakka, að blað hans birti ná- kvæma skýrslu um þennan sorglega fund. Og þetta var ein af mestu æsifregnum sem MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS; ÖRN ELÐiNG Og sprengjunum xignir------------CYNTHYA: Örn er kominn! Við Hann er kominn með sveit djarfra ÞÚ hefur ekki brugðist heldur í erum úr allri hættu.------ drengja.----— — þetta skiptið, greyið — — —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.