Alþýðublaðið - 31.08.1947, Blaðsíða 1
VeSurhorfur:
Allhvass suðaustan. Rign-
ing öðru hverju.
Alþýðublaðið
vantar unglinga til að bera
blaðið til fastra kaupenda.
Umtalsefnið:
Fiskflutningarnir loftleið-
is héðan.
Forustugrein:
Hin pólitíska eggjakona.
Veit hann eitthvað betur?
XXVII. árg. Sunnudagur 31. ágúst 1947
194. tbl.
Viðfal við Stefán Jóh. Sfefénsson forsæíisréðherra:
r
A sviði dægurmálanna eiga þau við sömu
viðfangsefni að sfríða: Hæftuna á verðbólgu
og gjaldeyrisskort.
--------»---------
EINS OG KUNNUGT ER; kom Sefán Jóhann
Stefánsscn, forsætisráðherra, nýverið frá Svíþjóð,
þar sem hann sat fund norrænna félagsmálaráðherra.
Alþýðublaðið hefur snúið sér til hans og beðið hann
að segja blaðinu eitthvað um fund þennan og ferðina.
Tíundi iiorræoi fé-
lagsmáíaráSherra-
fundurinrt.
■—• Þessi fundur, sem hald-
inn var í Stokkhólmi, var
hinn tíundi í röðin.ni og hef
ég setið 4 þessa fundi, tvo í
Helsingfors, einn í Kaup-
mannahöfn og nú síðast þenn
an í Stokkhólmi. Ég tel þessa
fundi vera mjög merkilegan
þátt norrænnar samvinnu,
og er áhugi ríkjandi um á-
framhald þessara funda og
aukið samstarf í félagsmál-
efnum á Norðurlöndum.
— Sátu margir þennan
fund-
— Fundinn sátu fyrst og
fremst allir félagsmálaráð-
herrar á Norðurlöndum, J.
Sönderup frá Danmörku, M.
Janhunen frá Finnlandi, S.
Oftedal frá Noregi og Gustav
Möller frá Svíþjóð auk mín,
En alls sátu fundinn 46
manns, og voru flestir þeirra
frá Svíþjóð, eða 21, þar á með
al innanríkisráðherran E.
Moisberg. Danirnir voru 11,
Geri hann svo vei!
ÚT AF UMMÆLUM í
grein Magnúsar Kjartans-
sonar í Þjóðviljanum í
gær í tilefni af fangelsis-
vist lians í Danmörku í ó-
friðarlokin vilja þeir Stef-
án Jóh. Stefánsson og
Finnur Jónsson taka fram,
að það er síður en svo, að
þeir hafi á móti því, að
Magnús geri að blaðamáli
þátt þeirra í samhandi við
handtöku hans og fangels-
isvist, ef hann vilji segja
satt og rétt frá-
Annars er heldur ólík-
legt, að Magnús sé eins óð-
fús og hann þykist vera að
segja sanna sögu þessa
máls.
Norðmennirnir 6, Finnar 5
og við íslendingarnir 2; var
Haraldur Kröger sendiráðs-
ritari með mér á Fundinum
Annars voru auk félagsmála-
ráðherranna ýmsir embætt-
ismenn úr ráðuneytunum,
svo og sérfræðingar og fræði
menn. '
Gustav Möller stjórnaði
fundum þessum með skörung
skap og hinni mestu prýði-
Hann er auk þess að vera
einn af aðalforustumönnum
sænska Alþýðiuflokkáins og
baráttumaður í meira en
fjóra tugi ára, þekktur ekki
einungis í Svíþjóð, heldur
víða um lönd, fyrir umbóta-
áhuga sinn og stórkostlegar
framkvæmdir á sviði félags-
mála. Hann var marg oft á
fundinum og í boðum, hyllt
ur fyrir hið mikla starf sitt
og forgöngu.
Svífijóð númer eitt,
ísiand númer tvö.
— Um hvað var aðallega
rætt á fundunum?
— Þegar fundir hófust lágu
fyrir fjölritaðar skýrslur
frá öllum íöndunum um þró-
un og ástand félagsmálalög-
gjafa. Skýrðu ráðherrarnir
hver um sig nokkru nánar
sína skýrslu. En af þessu
og umræðunum má segja að
komið hafi í ljós að Svíþjóð
stendur nú fremst í flokki
Norðurlandanna í þessum
efnum, en ísland mun vera
annað landið x röðinni. En
öll Norðurlöndin hafa það
sameiginlegt, að vera komin
einna lengst allra ríkja 1 fyr-
irmyndar félagsmálalöggjöf.
Ráðstefnan ákvað og, eftir
tillögu minni, að vinna að
því að gefið væri út rit, á
einhverju Norðurlandamál-
anna og auk þess á ensku og
frönsku, er sýndi þróun og
ástand þessara mála. Var
Það skoðun manna að það rit
myndi sýna, að hin litlu Norð
urlandaríki, væru í þessu
Síefán Jóh. Stefánsson.
efni eins og í ef til vill fleir-
urn, fyrirmynd, er stórþjóð-
irnar gætu lært af- En á milli
Ncrðurlandanna sjálfra ætti
að ríkja heilbrigð keppni um
að komast sem lengst áleiðis,
í þessum merkilega þætti
þ j óðf élagsumbóta,
að breyta þjóðfélögunum
frá úreltu skipulagi fá-
tæklegra ölmusugjafa, yf-
ir í fullkomið félagslegt
öryggi, þar sem réttindin
til tryggingar gegn sjúk-
dómum, slysum, öryrkju
og elli, væri ekkert náðar
brauð heldur sjálfsögð að
stoð. Auk þess ættu alþýðu
stéttirnar að fá réttindi til
aðstoðar við að fá sóma-
samleg húsakynni, öryggi
við vinnu og orlof.
Gagnkvæm réttindi
tií ellitryggingar.
Eitt af merkilegum mál-
um, sem rædd voru á fund-
um þessum var undirbún-
ingur að samkomulagi um
gagnkvæm réttindi á öllum
Norðurlöndum til þess að
njóta ellitrygginga án tillits
til þess t. d. hvort íslendingur
væri búsettur í Svíþjóð eða
Dani á íslandi. Var mikill á-
hugi ríkjandi á fundinum
um framkvæmd þessa máls
og ákveðið að skipa 1 eða 2
fulltrúa frá hverju landi til
þess að reyna að hrinda þessu
í framkvæmd. Býst ég við að
óská eftir því að Haraldur
Guðmundsson verði valinn
af hálfu félagsmálaráðuneyt
isins til þess að fjalla um
þetta mál.
Það yrði of langt mál að
rekja nákvæmlega umræður
og störf þessara funda og verð
(Frh. á 8. síðu.)
Fer bráHSega aysfyr til Prag.
------------»------------
BREZKA FLUGVÉLIN „County of Surrey“, sem
áður flutti sprengjur til Þýzkalands, en nú flvtur varning
friðsamlegra kaupmanna land úr landi, kom til Reykja-
víkur í gærdag. Flugvél þessi mun flytja fyrsta farminn
af ísfiski, sem fer flugleiðis héðan til Tékkóslóvakíu eftir
helgina, og hefur hún verið skreytt íslenzkum fánum í
tilefni af ferðinni. Með flugvélinni kom hingað Mr. Bond,
forstjóri flugfélagsins, sem á flugvélina.
Nokkru áður en flugvélin
kom hingað í gærdag átti dr.
Magnús Z. Sigui-ðsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, tal við blaða-
menn og kynnti fyrir þeim
j Mr. Kahn, sem er með-
eigandi í flugfélaginu, sem
tekið hefur að sér tilrauna-
flug með nýjan flakaðan fisk
héða,n til meginlandsins, en
hann hefur annazt alla samn-
inga hér við sölumiðstöðina
um þessar ferðir.
Skýrði Mr. Kahn frá því,
að Halifaxflugvélin sem
ætti að flytja fiskinn héðan,
hefði á stríðsárunum verið
sprengiflugvél, en henni
hefði verið breytt í flutninga
vél, og mun hún taka um 7
smálestir af fiski í ferð.
Sagði dr- Magnús Sigurðs-
son, að þetta væri aðeins til-
raunaferðir til að fá úr því
skorið, hvort tiltækilegt
reyndist að flytja nýjan fisk
loftleiðis til meginlandsins.
Sagði hann, að ef tilraunir
þessar tækjust vel, mætti bú
azt við algerlega nýjum
möguleikum um fisksöl.u héð
an til Evrópu. Sagðist hann
vænta þess, að farnar yrðu
þrjár ferðir í tilraunaskyni.
Fyrst í stað verða kassar
notaðir sem umbúðir um fisk
inn og ennfremur verður eitt
hvað flutt í papixaöskjum,
því að send munu verða sýn-
ishorn af öllum þeim fiskteg
undum og verkunaraðferð-
um, sem hér er um að ræða.
Aftur á móti er ætlunin, ef
■framhald verður á þessum
flutningum, að fá aluminum
umbúðir utan um flökin.
Eins og getið var í blaðinu
í gær, er fyrstu ferðinni hsit
ið til Prag. Verður fiskur-
inn tekinn í mesta' lagi 12
stunda gamall frá því han,n
var veiddur, flakaður og sett
ur í umbúðir, og er þá áætl-
að að hann verði kominn til
neytendanna eftir 24—28
klukkustundir.
Dr- Magnús Sigurðsson gat
þess, að flutningskostnaður-
inn við fiskinn í þessum til-
raunaferðum væri meiri en
það, sem hægt væri að stand-
ast við, ef um áframhaldandi
útflutning væri áð ræða með
þessum hætti. Hins vegar
kvað hann líkur á því, að
unnt yrði að fá flutnings-
gjaldið nokkuð lækkað, ef
um fastar ferðir yrði að ræða
Og ennfremur væri þess að
geta, að msð því að flytja
flök.in út ný, sparaðist
geymslukostnaður og önnur
fyrirhöfn, sem er við hrað-
frysta fiskinn. Og loks væri
iþað mikilsvert atriði í sam-
bandi við flutningskostnað-
inn, að hægt væri að taka
vörur í flugvélina til baka.
Sagði hann til dæmis, að nú
væri mjög gott tækifæri að
fá ávexti í Prag til heimflutn
ings, og ætti ekki að þurfa
að óttast að þeir skemmdust
á leiðinni, eins og oft hefur
brunnið við, þegar þeir hafa
verið fluttir með skipum og
verið vikur og mánuði á leið
inni-
Borgarstjóra
boðið til Moskvu
BORGARSTJQRANUM í
Reykjavík og tveimur full-
trúum frá bænum hefur ver-
ið boðið til hátíðahalda í
Moskva dagana 6.—8. sept.
vegna 800 ára almælis
Moskva-borgar.
Símskeyti um þetta var
lagt fyrir bæjarráðsfund á
föstudaginn var og borgar-
stjóra falið að svara boðinu.
Ferðir ferðaskrifstof-
unnar í dag.
FERÐASKRIFSTOFA RÍK
ISINS efnir í dag til ferðar
á Þingvöll. Á heimleiðinni
verður farið um Grafmnginn
og komið við í Hveragerði.
Einnig er ráðgerð berjaferð
'ef veður leyfir og loks verð-
ur farið að Heklu ef næg
þátttaka verður.