Alþýðublaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. nóv. 1947.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Minnin garorð
Jón Blöndal hagfræðingur
KYNNI OKKAR JÓNS
BLÖNDALS hófust sumarið
1942. Við störfuðum þá nokk
uð saman í sambandi v.ið al-
þingiskosningar þær, er fram
fóru á því ári, og vorum báð-
ir kosnir í miðstjórn. Alþýðu-
flokksins um haustið. Kynni
mín af Jóni voru því ekki
löng, en þau voru mikil og
svo góð, að hann var einn
þeirra manma, sem ég hefi
metið mest. 1 )
Þótt Jón hafi orðið aðeins
fertugur að aldri, lauk hann j
miklu verki, ótrúlega miklu,
þegar tillit er tekið til þess,
að. hanin átti lengi við van-
heilsu að stríða. Hans verður
ávallt minnst sem ötuls
stjórnmálamanns og atkvæða
manns í Alþýðuflokknum, og
þegar saga íslenzkrar félags-
málalöggjafar verður skráð,
mun hans getið meðal braut-
ryðjenda og þeir.ra, er mes.tan
þátt hafa átt í að marka þau
framfaraspor, sem stigin hafa
verið á því sviði.
Jón var gæddur þeim
mannkostum öllum, er at-
kvæðamikinn stjórnmála-
mann mega prýða. Gáfur
hans voru frábærar, hann var
óvenjulega skýr í hugsun
allri, honum veittist létt að
greiða úr flóknum viðfangs-
efnum og greina þar aðalat-
riði frá aukaatriðum, og þess
vegna voru rit hans og ræð-
ur hvort tveggja í senn,
skarplegar og skýrar. Hann
var ekki aðeins óvenju
menntaður maður á þjóðfé-
lagsmál, heldur og mennta-
rnaður fram í fingurgóma,
víðsýnn og hleypidómalaus,
festi aldrei svo fast augu á
einni hlið nokkurs máls, að
hann sæi ekki aðrar hliðar
þess, gat virt andstæðinga og
málstað þeirra og var ó-
hræddur við að skipta um
skoðun, ef hann. taldi rétt rök
hníga nð því. Mjög fór því þó
fjar.rir að sanngirni hans og
ofstækisleysi ylli því, að
hann yrði reikull og óákveð-
,inn í skoðunum. Hann var
þvert á móti traustur fylgis-
maður hvers þess máls, er
hann taldi gott og rétt, og
Tylgdi skoðunum sínum fast
eftir. Prúðmennska hans í
skiptum við andstæðinga og
málflutningi öllum gerði
hann ekki að deigum baráttu
manni. Hann kunni þá list
að berjast af kappi og jafn-
vel vægðarleysi án þess að
flekka skjöld sinn. Og síðast
en ekki sízt er þess að geta,
að hann var gæddur brenn-
andi áhuga og aniklu starfs-
þreki.
Ég er þess fullviss, að
hefði Jóni Blöndal orðið
lengri lífdaga auðið og hann
verið heill heilsu, hefði hann
orðið meðal atkvæðamestu
átjórnmálamanna 'íslenzkra.
Slíkir voru ’hæfileikar hans
til starfs á því sviði.
Jón Blöndal var jafnaðar-
maður, mun hafa verið það,
frá því að hann fyrst mynd-
aði sér ákveðna skoðun á
þjóðfélagsmálum, og skipaði
sér undir merki Alþýðu-
flokksins, þegar er hann
hvarf heim til íslands, að af-
loknu námi erlendis. Það var
ekki einungis, að Jón aðhyllt
ist fræðikenningar jafnaðar-
stefnunnar, en þeim var
hann gagnkunnugur, hann
var jafnaðarmáður að lífs-
skoðun. Það voru, hugsjón-
ir jafnaðarstefnunnar um
aukinn jöfnuð í efnahags-
málum og algert jafnrétti í
stjórnmálum, hugsjónirnar
um fulLt efnahagsöryggi al-
þýðu allri til handa, sam-
fara óskorðuðu andlegu
frelsi, sem heilluðu hann
mest. Hann leit ekki á jafn-
aðarstefnuna einvörðungu
sem rökréttar og skynsamleg
ár tillögur um lausn þjóðfé-
lagsvandamála, og þekk'ti þó
vel þau vísindarök, sem hún
hefur fram að færa. Hann
aðhylltist j afnaðar stef nuna
ekki aðeins sem fræðimaður,
heldur einnig sem hugsjóna-
maður. Það var ekki heilinn
einn, sem mótaði afstöðu
hans, heldur hjártað líka.
1 Alþýðuflokkurinn naut
mikils góðs af hæfileikum og
starfshæfni Jóns Blöndals.
Hann skrifaði mikinn fjölda
stjórnmálagreina í Alþýðu-
blaðið, og ennfremur nokkur
smárit. Skrif hans höfðu mik
il áhrif, og hið sama er að
segja um ræður hans á fund-
-um og í útvarpsumræðum.
Hann átti þátt í að móta ýms
ar stefnuyfirlýsingar Alþýðu
flokksins, sérstaklega um at-
vinnumál, fjármál og félags-
ttnál, og hann átti mikinn þátt
í undirbúningi ýmissa frum-
varpa, er flokkurinn bar fram
á alþingi. Hann átti sæti í
miðstjórn flokksins árin
1942-—1944 og var þá ritari
hans.
Af einstökum þáttum í
störfum Jóns Blöndals má
telja merkastan starf hans að
íslenzkum félagsmálum og
undirbúningi núgildandi laga
um almiannatryggingar. Rit
það, .er hann samdi ásamt
Jóhanni Sæmundssyni, Al-
mannatryggingar á íslandi,
er merkilegt fræðirit um fé-
lagsmál og félagsmálalög-
gjöf. Sú bók, sem og ritgerð-
ir hans í bókinni Félagsmál
á Islandi, er hann var rit-
stjóri að, bera honum vitni
sem lærðum og glöggum
fræðimanni. Ég minnist þess,
að er ég á síðastliðnu ári hitti
próf. Jörgen Pedersen, sem
lengi var hagfræðikennari
við Hafnarháskóla, en er nú
við Árósahákóla, spurði hann
mig mikið um Jón Blöndal.
Hann taldi hann í hópi gáf-
uðustu nemenda, sem hann
hefði haft, og fór sérstökum
lofsorðum um prófritgerð
hans, sem hann taldi hafa
verið óvenju frumlega og vel
ritaða.
Jón Blöndal var þó ekki
einungis gæddur hæfileikum
stjórnmálamanns og fræði-
manns. Hann var og listfeng
ur maður og gæddur miklum
tónlistargáfum. í tómstund-
um hafði hann aflað sér stað
góðrar þekkingar á tónlist og
tónsmíði og mun hafa samið
allmikið af tónverkum. Hafa
nýlega verið gefin út eftir
bann 10 karlakórslög og lag
fyrir píanó. Þeim, sem lögum
þessum kynnast, verður
Ijóst, að þau eru samin af ó-
venju músíkölskum manni,
tilfinningarríkum skapmanni
og þó hófsömum og smekkvís
um. En. þannig var Jón
Blöndal.
*
Jón Blöndal fæddist 6. okt.
1907 í Stafholtsey í Borgar-
firði og var því nýorðinn
fertugur, er hann lézt. Hann
var sonur hjónanna Jóns
Pálssonar Blöndals héraðs-
læknis þar og Sigríðar
Margrétar Björnsdóttur. Páll
læknir, afi Jó.ns. yngra, átti
Elínu, dóttur Jóns Thórodd-
sens sýlumanns og skálds, og
var hann því langafi Jóns.
Móður sína mlssti hann á
tíunda ári, en síðar kvæntist
faðir hans Vigdísi Gísladótt-
ur, prófasts í Stafholti Ein-
arssonar. Gekk Vígdís Blönd-
al honum í góðrar móður
stað.
Stúdent varð hann 1926, og
lagði að því búnu stund á hag
fræði við Hafnarháskóla og
lauk þaðan prófi 1936, en
hafði tafizt við nám sökum
veikinda. Það sama ár kvænt
ist hann Viktoríu Guðmunds
dóttur, verzlunarmanns í
Stykkishólmi Jónssonar.
Var sambúð þeirra mjög
ástrík, og reyndist hún hon-
um hinn umhyggjusamasti
lífsförunautur.. Haustið 1937
hvarf hann aftur til íslands
og varð fulltrúi við Trygg-
ingastofnun ríkisins, settur
forstjóri hennar um skeið, |
en deildarstjóri sjúkratrygg-
ingadeildar frá því í apríl
1938 og síðan. í kauplags-
nefnd átti hann sæti frá stofn
un hennar, og í stjórn Stríðs
tryggingafélags ísl. skips-
hafna var hann frá upphafi.
í milliþinganefnd í skatta-
og tollamálum átti hann sæti
1938—1941, og á árunum
1943 til 1945 vann hann að
undirbúningi hinna miklu
laga um almannatryggingar,
sem sett voru 1946. Ritari A1
þýðuflokksins var hamn árin
1942—44, og átti þá um leið
sæti í miðstjóm flokksins.
Með Jóni Blöndal er mikill
og góður maður fallinn í val-
inn. Ég held að öllum, sem
kynntust honum, verði þau
kynni ógleymanleg. Þeir, sem
kynntust honum í opinberum
stö.rfum hans, minnast hans
vafalaust fyrst og fremst
sem menntaðs og skapmikils
gáfumanns. Hinum., sem
höfðu psrsónulegri kynni af
honum, er ljóst, að hann var
einnig viðkvæmur og list-
rænn. tilíinningamaður. Það
hlýtur að hafa orðið öllum til
góðs að kynnast slíkum
manni.
Gylfi Þ. Gíslason.
3
Jón Blöndal.
Á MORGUN verður Jón j semi og háttvísi í blóð bor-
Blöndal til grafar borinn,1 in.
langt um aldur fram. Fráfall ] Það Iætur að líkum, að slík
hans kom vinum og samstarfs ] ur maður hlaut að láta fleira
mönnum á óvart. Að vísu ! til sín taka en skyldustörfin
hafði hann um langt skeið átt ein, enda varð þess skammt
við þráláta og þungbæra van að bíða. Honum var þegar
heilsu að stríða. En sjúkleika ] í upphafi Ijóst, að trygg-
sinn bar hann jafnan með ingarnar voru víðs fjarri
þeirri stillingu og karl- J því, að vera fullnægjandi.
mennsku, að fæstir gerðu sér, Til þess að bær gætu náð til-
grein fyrir, hve þjáður hann; gangi sínum, þeim að bægja
var og heilsan íæp. Nú var burt skortinum og óttanum
hann nýkominn heim frá út-! við hann oa bæta úr sfnahags
löndum, þar sem hann hafði legu öryggisleysi alþýðunn-
dvalið nokkuð á annað ár sér j ar, varð að efla þær og
til hvíldar og hressingar. j auka. Hann hóf því þegar ó-
Heilsan virtist betri, hann trauður undirbúning að end
hafði búið sér heimili, fag- j urbótum á þeim og vann að
urt og hlýlegt. Verkefnin því starfi með fádæma elju
biðu hans, hann hlakkaði til og alúð.
að taka til starfa á ný, og ] En frá tryggingamálum
vinum hans og samverka-1 var innangengt á flest önnur
mönnum fannst þeir hafa end . svið þjóðmálanna, enda varð
urheimt hann. hann brátt atkvæðamikill og
Kynni okkar Jóns Blöndals áhrifaríkur stjórnmálamaðT
hófust fyrir réttum 10 árum,
er hann, að loknum glæsileg
um námsferli, hvarf heim og
gerðist starfsmaður alþýðu-
trygginganna, sém þá voru í
fyrstu bernsku. Um átta ára
skeið höfum við svo að segja
hvern dag urinið saman,
skipzt á skoðunum, borið
saman ráð okkar um viðfangs
efnin og gert áætlanir um
framtíðina. Nú er þessu sam-
starfi lokið.
Jón Biöndal var frábær
maður fyrir flestra hluta
(sakir. Gáfaður var hann og
íjölhæfur svo að af bar, ein-
beittur og ákveðinn, en þó
flestum betri til samvinnu.
Engan mann hefi ég þekkt,
sem betur kunni að vinna en
hann. Hann var ótrúlega fljót
ur -að gera sér grsin fyrir
höfuðatrlðum í hverju máli
og skipa málsatriðum og
verkefnum í rétta röð. Ræðu
maður var hann ágætur og
ritfær í bezta lagi. Skapið
ur.
Jón Blöndal var bardaga
maður. Hann unni landi sínu
og þjóð sinni af heilum hug
og trúði á framtíð hennar.
Hann hvorki vildi né gat set
ið hjá. Hann varð að taka
þátt í baráttunni, berjast af
aleíli gegn því, sem hann
taldi rangt, og fyrir því, sem
hann taldi rétt. Hann vildi
skera burt þjóðfélagsmeinin.
og útrýma hvers konar
ranglæti og ójöfnuði. Hanrn
hlaut því að skipa sér þar í
flokk, sem hann gerði, í Al-
þýðuflokkinn.
Jón Blöndal var lýðræðis
jafnaðarmaður. Hann treysti
dómgreind og skynsemi
fólksins. Hann treysti því, að
ef almenmingur féngi full-
nægjandi fræðslu og réttar
upplýsingar og ætti þess kost
að skipa málum sínurn á lýð
ræðislegan hátt, mundi hirnn
góð'i málstaður jafnan eiga
sigurinn vísan að lokum. Um
var ríkt, lundin ör og heit,, þetta bera hinar mörgu og
1 en jafnframt var honum hóf F ramhaid a 7. síðu.