Alþýðublaðið - 30.11.1947, Side 3
Sunnudagur 30. nóv. 1947.
ALÞY®UBLAe!©
FYRIR RÚMRI VIKU t
barst mjög sérstæð fregn frá
Bretlandi og vakti athygli
um allan heim. Fjármálaráð-
herra Breta, Hugh Dalton,
fyirrum prófessor í hagfræði
við háskólann í London, einn
af vinsælustu leiðtogum
brezka Alþýðuflokksins og
'atkvæðamestu ráðherrum
brezku stjórnarinnar, sagðii-
af sér ráðherradómi vegna
.trúnaðarbots, sem hann liafði
framið. Þegar bann hafði
verið á leiðinni inn í neðri
málstofuna ,til þess að flytja
ræðu um fjáraukalög, þar
sem m. a. var gert ráð fyrir
nýjum sköttum, hafði blaða-
maður, sem hann var kunn-
ugur náð tali af honum, og
hann sagt blaðamanninum
lauslega frá hiinum nýju
sköttum. Blaðamaðurinn
kom fregninni þegar i stað
itil blaðs sins, sem brá fljótt
við og birti fregniina um það
bil 20 mínútum áður. en fjáir
málaráðherr'ann las þann
hluta ræðu sinnar, sem um
skattana fjallaði. Blaðið kom
út áður en kauphallarvið-
skiptum ilauk þann dag, og
var hugsanlegt, að hún hefði
getað haft nokkur áhrif á
viðskiptin. Athugun, sem síð
ar fór fram virtiist þó leiða í
Ijós, að svo hefði ekki verið.
Þegar fjóirmálaráðherrann
sá, hverjiar afleiðingar sam-
tal hans við blaðamanniinn
hafði, bauð hann forsætis-
ráðherranum að láita af emb-
ætti. Forsætisráðherrann
vildi hugsa máliið. Daginn
eftir spurðist þingmaður úr
íhaldsflokknum fyrir um það
í neðri málstofunni, hvernig
á því hefði staðið, að blaðið
hefði skýrt frá efni fjárauka
laga ræðunnar áður en hun
hefði verið flutt. Fjármála-
ráðherrann skýrði þá frá
málavöxtum bað þingið af-
sökunar á yfirsjón sinni og
kvaðsit hafa boðizt ti'l 'þess
að láta af embætti Leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, Wán-
ston Churchill, lauk miklu
lofsotrði á ráðherrann fyrir
drengilega framkomu hans,
en yfirsjón hans var gagn-
rýnd frekar á fundinum og
krafðist Dalton þess þá af
forsætisráðherranum að
hann tæki lausnarbeiðni sína
til greina, og var það gert.
En nú mun hafa verið skip-
uð nefnd til rannsóknar á
málinu öllu.
Þegar þessi sérstæða fregn
barst út um heim, munu
vafalaust margir hafa spurt
og ekki að ástæðulausu: Eru
þau lönd mörg, þar sem slík-
iir atburðir gæitu gerzt? Og
hér á íslandi hefur vafalaust
mörgum dottið í hug: Hve-
nær skyldii verða tekið svona
á trúnaðarbrotum hér á
landi?
Við Islendingar teljum
okkur lýðræðisþjóð og svo
gera nágrannaþjóðir okkar
og r'aunar flestar þjóðir nú
crðiö, þótt ólíkur skilningur
sé þá að vísu lagður i orðið
lýðræði. Samkvæmt vestræn
um skilningi er lýðræði fólg
ið í því, að sameiiginlegum
málum þjóðar sé stjórnað að
vilja meiribluta hennar eins
og hann birtist í frjálsum
kosnóngum eða a. m. k. ekki
gegn honum, og allir njóti
skoðanafrelsis, málfrelsis og
ritfrelsis, svo að sérhver
minnihluti geti orðið meiri-
hluti, ef honum tekst að afla
sjónarmiðum sínum fylgis.
En hér er margs að gæta.
Lýðræðið getur verið mis-
jafnlegá heiilbrigt. Það getur
jafnvel tekið hættulega sjúk
Gyífi Þ, Oíslason:
9i dómare
ÞESSI GREIN er þáttur
úr erindi um daginu og
veginn, sem Gylfi Þ.
Gíslason prófessor flutti í
ríkisútvarpinu síðastliðið
mánudagskvöld.
dóma, sem valda því, að það
nái ekki takmarki sínu. Teld
um við það heilbrigt lýðræði
ef stjórnað væri að vilja
meirihlutans, en mánnihlut-
inn beittur irangsleitni og
kúgun? Og er það fullkom-
ið málfrelsiit, . ef hverjum
manni væri að visu frjálst að
láta í ljós sérhverja skoðun
sína, en hann ætti það á
hættu að vera látinn gjalda
hennar, ef valdhöfunum
geðjast ekki að henni, svo
að hann þyrði varla að láta
á henni bera af ótta við af-
leiðingarnar? Nei, vissulega
ekki. Meginstoðir lýðræðisins
eru tvær: meirihlutavald og
andlegt frelsi. En þessar
stoðir standa ekki éinar. Þær
verða að styðjast við aðraír,
ef þær eága ekki að hallast
eða jafnvel hrynja. Og þess-
ar aukastoðir heilbragðs lýð-
ræðis eru mairgar og marg-
vísiegar. Ein er umburðar-
lyndi gagnvart minniihlutan-
um. Samfara meirihlutavald
inu verður að vera virðing
fyrár rétti og skoðun mmni-
hlutans, og það verður að_
taka sanngjarnt tillit til
hans, en bann verður svo á
'hinn bóginn að vera þess til-
liits verðugur, sanngjarn og
heáðarlegur andstæðiingur.
Önnm- er heilbrigt almenn-
ingsálit, grundvallað á ró-
legri yfirvegun og sanngirni
og heilbrigðum skilningi á
því, hvað sé rétt og rangt,
en ekki ofstæki og hleypi-
dómum eða tilliti til þess,
hvað kæmi sér vel fyrir
mann sjálfan eða vini sína
eða flokksbræður. Hin þriðja
er ábyrgðartilfinning og
heiðarleiki í opinberu lífi.
Engin ráðstöfun -löggjafar-
valdsáns má beira vott um
ábyrgðarleysi eða sérdrægni
og framlcvæmdarvaldið verð
ur að vera skyldurækið og
heiðarlegt og ekki vilja
vamm siitt vita í neinu. Hin
fjórða er heilbrigt réttarfar,
sem lætur lögin ná jafnt til
allra, hárra sem lágra, ríkra
sem fátækra. Fleiri slíkra
stoða mætti nefna.
Ef bpriið er saman lýðræð-
ið á Bretlandi og hér á Is-
landi, held ég að við verðum
að jóta, að við stöndum Bret
um nokkuð að baki. Astæðan
er þó alls ekki sú, að stjórn-
skiipunarlög okkar tryggi
meiriMutavaldið verr en á
sér stað í Bretlandi eða
minna andlegt frelsi. Þvert á
móti. Að því er meirihluta
va'ldið . snertir eru okkar
stjórnhætitir fullkomnari,
þvi að t. d. kosningaskipulag
Breta: er á sumum sviiðum
mjög úrelt og önnur deild
þings þeirra er alls ekki kos-
in, þ e. a. s. lávarðadeildin.
En af hverju er samt sem áð-
ur ástæða tál að telja lýð-
ræði þeirra fremra. okkar lýð-
ræði að ýmsu leyti, Það er
af því, að aukastoðirnar,
sem ég var að tala um áðan,
eru þar miklu styrkairi og ef
til vill traustari en í flestuni
iöndum öðrum. Þess vegna á
sér þar stað það, sem tæp-
lega gæti átt sér stað í öðru
lándi, að ráðherra segir taf-
arlaust af sér vegna yfirsjón
ar, sem víðast annars staðar
hé’fði eflaust verið talin smá
vægiileg vegna þess, að ekk-
ert benti til þess að hún- hafi
komið að nokkurri sök. Þess
vegna hefur það komið fyrir
þar að þingmaður hefur sagt
af sér þingmennsku vegna
þess, að hann lét konu sína
einSR sinni nota járnbrautar
farmiða, sem veittii honum
sem þingmanni ókeypis far
til járnbrautairferða. Þess
vegna hefur þingmainhii þar
verið vikið af þingi fynir að
láta blaði í té fréttir af lok-
uðum fiokksfundi og þiggja
greiðslu fyrir. Þess vegna
eru deilur þar ofstækislaus-
ará en viða annars staðar og
öfgastefnur eiga þar erfiðara
uppdráttar. Þéss vegna þyk-
ir það engin goðgá að fara
viðurkenningarorðum um
andstæðing, þótt hann sé
enn á lífi, og ekki heldur
neitt tiltökumál, þótt flökks-
bræður séu ekki sammála
um önnur mál en þau, sem
sameinað hafa þá í einum og
sama flokki.
Það er hins vegar kunn-
ara en frá þurfi að segja, að
hér hefur komið fyrir, að
ráðherrar gerðu mjög vafa-
samar ráðstafianir í heimild-
arleysi eða jafnvel þvert of-
an i lög, án þess að iriða hið
minnsta í sessi. Fregnir hafa
borizt út af lokuðum þing-
fundum án þess að ástæða
hafi þótt itil rannsóknar, op-
inberir trúnaðarmenn hafa
misnotað aðstöðu sína, án
þess að v.ið þeim hafi verið
blakað, og hafi einhver
fundið að því, má búast
við, að það hafi verið
stjórnmálaandstæðingur og
þá vafalaust ekki staðið á
einhverjum samherjanum að
berar af honum blak. Og
þannig mætti lengi telja.
Þetta ber vott um að lýð-
ræði okkar sé enn nokkuð
óþroskað, enda ekki gamalt,
en hér þurfum við að taka
okkur á.
Mér dettur í bug, að í
þessu sambandi gætu skól-
arnir haft nokkurt vei*k að
vinna. Nú um þessar mundir
er verið að endurskipuleggja
skólakerfi þjóðarinnar. Skóla
skyldualdurinn er lengdur,
hann verður frá 7 ára aldri
til 15 ára aldurs eða 8 ár,
og svo er gert ráð fyrir, að
verulegur hluti unglinganna
haldi áfram skólanámi, sí-
vaxandi fjöldi ungra manna
og kvenna keppir að stú-
dentsprófi og enn siðar að
einhverju háskólaprófi. Eg
efast um, að því hafi verið
nægilega gaumur gefiinn, hví
líkt geysiafl í þjóðfélaginu
skólarnir verða og hversu
mikið er undir því komiið, að
því verði vel og skynsamlega
beitt. Skoðanir manna eru
án efa mjög skiptar um það,
hvað sé góður skóii. Sumir
miða gildi skóla við þao,
hversu mikla þekkingu þeim
itekst að láta nemendurna
tileinka sér. Þeir láta með
öðrum orðum á skólana sem
fræðslustofnanir fyrst og
fremst. Aðrir líta jafnframt
og kannske ekki síður á það,
hversu vel skólanum tekst
að móta manngerð nemend-
anna, efla dyggðir þeirra og
mannkosti, þjálfa hugsun
þeirra og fága framkomu
þeirra. Þeir líta m. ö. o. jafn-
fram og ekki síður á skólana
sem uppeldisstofnanir en
fræðslustofnanir. Islenzkir
skólar hafa á undanförnum
áratugum verið fræðslustofn
anir fýrst og fremst. Og
margir þeirra hafa verið á-
gætar fræðslustofnanir. Is-
Isnzkiir stúdentar hafa t. d.
haft orð á sér fyrir það er-
Iendis, að vera, hvað þekk-
ingu snertir, sízt verr búnir
undir háskólanám en erlend
ir félagar þe.irra. En mér
finnst það hafa verið galli,
og meira að segja mifcill galli
á íslenzkum skólum, hversu
litla áherzlu þeir hafa lagt
á uppeldi nemenda sinna, —
á mannrækt, á að veita þá
menntuu sem ekki verður
numin af bókum. Og ég held
að við hina víðtæku endur-
skoðun skólalöggjafarinnar,
sem unnið hefur verið að hin
síðustu ár, hafi verið van-
rækt að bæta úr þessum á-
galla.
Lokatakmark skólanna sem
heildar á að vera að færa
þjóðinni menntamenn. En
hvað er að vera menntamað-
ur? Er það fólgið í því og
þvií einu, að hafa öðlazt á-
kveðna þekkingu á ein-
hverju tilteknu sviði, og
skiptir. þá engu máli, þótt
maðurinn sé t. d. hrokafullur
ruddi eða þröngsýnn ofstæk-
ismaður, í rauninni óhæfur
til þess að taka hlutlæga og
hleypidómalausa afstöðu tií
nokkurs máls? Auðvitað get
ur hver maður lagt þami
skilning í orðið menntamað-
ur, s-em honum sýnást, en
mér finnst lærdómur og
þekking ein saman engan
mann gera að menntamanni,
þótt vissulega bljóti þetta að
vera eitt helzta aðalsmerki,
hans. Samfara lærdóminum
verður að vera heilbrigð
dómgreind, hógværð og sann
girni. Frumskilyrði þess að
maður eigi skilið mennta-
mannsheiti, ætti að vera að
hann kynni að hugsa rökrétt
og hleypidómalaust, kynni
að greina milli skynsemii og
tilfinninga og vanmæti
hvorki né ofmæti heila sinn
eða hjarta. Og mér finnst
sannur menntamaður eiga að
vera víðsýnn og hógvær,
hann á að vera sanngjarn og
prúður. Hann á ekki að þurfa
að tala um sérfræði sín til
þess að sýna menntun sína,
Framh. á 7. siðu.
Hafnfirðingar! Reykvíkingar!
Hlufavella Hellisgerðis,
sem verður stórfenglegasta hlutavelta ársins hefst í dag kl. 2 e. h. í Góð-
templarahúsinu í Hafnarfirði.
Af öllu því, sem þar er í boði, má nefna:
Flugferð til Kaupmanna.
hafnar.
Flugferð til Akureyrar.
Farseðill á 1. farrými
með skipi( til Akur-
eyrar.
Farseðill á 1. farrými
með skipi til ísafjarðar.
Málverk eftir Gunnlaug
Blöndal.
Ligtamannaþing (10 bæk-
ur í vönduðu bandi).
50 Okrónur í peningum.
Úrvalsljóð Einars Bene-
diktssonar.
Rafmagnslampar.
Kjötskrokkar.
Rúsínur í kössum.
Nýir ávextir í kössum.
Bílferðir í allar áttir.
Og margt farmgt fleira.
Og margt, margt fíeira.
Aðgöngumiðar kosta 1 krónu og eru um leið happdrættismiðar.
Vinningurinn er: Farseðill til Akureyrar með skipi á 1. farrými.
Hljóðfairasláttur allan daginn. — Engin núll. — Látið nu ekki happ úr
hendi sleppa, því þetta er og verður bezta og happasælasta hlutaveltan.
HLUTAVELTUNEFNDIN
■'»tU r>-