Alþýðublaðið - 19.12.1947, Síða 4
Föstndagur 19' des. 1947. .
tjtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
ÍÞingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
Þríðja
heimssfyrjöSdin!
MARGAR TILRAUNIR er
'búið að gera á þeim rúmum
tveimur árum, sem liðin eru
síðan striðinu lauk, til þess
að ná samkomulagi við Rúss-
land um viðreisn hinnar herj-
uðu veraldar og varanlegan
frið. En þær hafa allar mis-
tekizt. Hingað til hafa menn
í Vestur-Evrópu og Ameriku
þó alltaf verið að vona, að
næsta tilraunin myndi bera
emhvern betri árangur en
þær fyrri; en eftir hinn ný-
afstaðna, árangurslausa fund
utanríkismálaráðherra stór-
veldanna í London eru von-
irnar um samvinnu og varan-
legan frið daufari en nokkru
sinni áður.
*
Það er emi óráðin gáts,
hvort Rússjand vill yfirleitt
nokkurt samkomulag um það
vandamál, sem utanríkismála
ráðherrafundurinn í London
átti að leysa, friðarsamnr
inga við Þýzkaland og við-
reisn þess. Hitt er ómótmæl-
anleg staðreynd, að form-
lega strandaði fundurinn á
hinum óhóflegu stríðsskaða-
bótakröfum Rússlands, sem
vesturveldin, — Bretland,
Bandaríkin og meira að segja
Frakkland, — töldu fjarri
öllu viti, ef Þýzkaland ætti
að geta rétt vlð og orðið sjálf-
bjarga.
I þessu sambandi gæti það
verið mjög lærdómsríkt fyrir
aðdáendur Rússlands að
‘hugsa svolítið aftur í tímann,
til upphafs þess stjórnarfars,
sem þar er nú ríkjandi. Þá
var fyrri heimsstyrjöldinni
að Ijúka, og hin nýstofnaða
sovétstjórn á Rússlandi vann
sér víðtæka samúð með þeirri
skynsamlegu kröfu, að friður
yrði saminn „án landvinn-
inga og ;stríðsskaðabóta“. Þá
var Rússland að vísu í tölu
þelrra ríkja, sem töpuðu í
styrjöldinni; en hvað sem því
líður, eru hinar óheyrilegu
kröfur þess til landa og
stríðsskaðabóta í dag, að af-
lokinni seinni heimsstyrjöld-
inni, þar sem það var sigur-
sælt, máske átakanlegasti
votturinn um úrkynjun hins
tiltölulega unga, aðeins þrjá-
tíu ára gamla, sovétríkis aust-
ur þar.
*
En þessi öfugþróun rúss-
nesku byltingarinnar frá al-
þjóðahyggju, lýðræði og
jöfnuði, sem upphaflega var
að stefnt, til þjóðrembings,
einræðis og ofbeldis, er, ef
inánar er að gáð, grundvallar-
orsök þeirrar misklíðar með
sigurvegurunum í seinni
heámsstyrjöldinni, sem nú
hindrar bæði viðreisn og var-
anlegan frið og fyllir allt
mannkynið með nýjum styrj-
aldarkvíða.
Alþingi fjallar um stórmál. — Hvaða sjónarmið
hafði ríkisstjórnin? — Er gengið of skammt?------
Athyglisverð stjórnarandstaða. — Skömmtunar-
miði nr. 13. — Síminn í Klepnsholtið.
ALÞINGI SITUR NÚ við að
ganga frá dýrtíðarfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar. Almenningur
hefur rætt um þetta frumvarp
allmikið síðustu daga síðan það
var gert heyrin kunnugt og sitt
sýnist hverjum eins og vant er.
En helzt er ég á því, að þeir sem
annars ræða um málið af al-
vöru og ábyrgðartilfinningu telji
að ríkisstjórnin hafi sízt gengið
of langt. Heldur finnst mönnum
sem ráðstafanir hennar risti
ekki nógu djúpt svo að komizt
verði fyrir meinsemdina — og
þar með haldi hún áfram að
sýkja þjóðféíagslíkamann.
ÞAÐ ER BERSÝNILEGT að
ríkissjórnin hefur fyrst og
fremst haft í huga að miða ráð-
stafanir sínar ekki við valdboð
heldur þegnskap og skilning
landsmanna. Það er að sjálf-
sögðu gott að hafa þessa afstöðu.
En er hún einhlít? Það er víst
að yfirgnæfandi meirihluti þjóð
arinnar er þessa trausts verður,
en reynslan sýnir að ekki þarf
nema lítinn hóp ábyrgðarlausra
manna til að eyðileggja nauð-
synjaverk, ef hinn mikli fjöldi
hefst ekki að og látir hina fá-
mennu klíku hafa frjálsar hend
ur til skemmdarverka.
ÉG SÉ að stjórnarandstaðan
héfur sriúizt öndverð gegn frum
varpi ríkisstjórnarinnar og þeim
ráðsstöfunum, sem hún undir-
býr. Þetta kemur ekki á óvart.
Það hef ði verið alveg sama hvað
ríkisstjórnin hefði lagt til að
gert yrði til bjargar. Sú stjórn-
arandstaða, sem nú er, myndi
hafa snúizt gegn hverju, sem
var, því að andstaðan en ekki
málin eru fyrir henni aðalatrið
in. Það er pólitískur leikur, sem
á að leika, en ekki nauðsynleg
ábyrgðarstörf fyrir þjóðarheild
ina.
BLÖNDUÓSÍNGUR skrifar:
„Gáfaður er himinninn, sagði
ein kerling, þegar hún heyrði
fyrst í útvarpi, og henni var
sagt hljóðið bærist á öldum ljós
vakans í gegnum himingeiminn.
Þessi orð duttu mér í hug, þeg-
ar ég las auglýsingu nr. 18 frá
skömmtunarstjóra ríkisins um
breytingu, sem gerð var á reglu
gerðum um stofnauka nr. 13.“
„ÞEGAR ÞVÍ ER BREYTT að
maður þarf ekki að taka út á
allan stofnaukann í einu, þá er
hann verðf elldur um %.
Með öðrum orðum. Ég má taka
alfatnað, sem kostar þúsund
krónur út á stofnaukana ef ég
tek það í einu lagi, en ef ég þarf
að fá mér stakar buxur og læt
skipta stofnaukanum til þess að
geta keyft buxurnar þá gildir
hann ekki nema 350 kr. Svona
lagaða ráðstöfun skil ég ekki.“
\
„ER VÍSVITANDI VERID
að gera kaupendunum, sem allra
erfiðast fyrir með að klæða sig.
Eða er þetta gert af svipaðri
dómgreind og hjá kerlingunni,
sem áður er á minnzt“.
KLEPPSHOLTSBÚI skrifar:
„Viltu ekki skila því til forráða-
manna símamálanna að seint
þyki okkur hér Landholts- og
Kleppsholtsbúum ganga með
símalögnina hingað inn eftir eða
líklega réttára sagt innlögnina,
því að kaballinn mun nú vera
kominn hér nokkuð víða í göt
urnar, en hvað stoðar það þegar
sagt er að engir menn séu til
sem geti tengt, eða með öðrum
orðum, sett tækin okkar í sam-
band við þennan blessaða kabal,
fyrr en einhvertíma seint í vet
ur.“
„VIÐ SITJUM HÉR með síma
áhöldin okkar hljóð og hnípin
og getum ekki, hvað mikið sem
við liggur, gripið til þessa dá-
samlega áhalds. Nýlega flutti
fiingað í Langholtið ljósmóðir
og leitaði hún strax eftir því, að
fá settan í samband síma þann,
er hún ætlaði að hafa afnot af,
1 en svörin voru þessi: „Nei alveg
ómögulegt — ómögulegt að
segja hvenær“.
„HVAÐ VELDUR ÞESSUM
SEINAGANGI spyrjum við all-
ir? Er von á að við fáum
(Frh. á 7. síSu.)
Hinn misheppnaði fundur
utanríkismálaráðherranna í
London hefur aukið þann
kvíða um allan helming; og
nú spyrja menn hvarvetna,
hvað við taki.
Friðarsamningarnir við
Þýzkaland hafa enn mistek-
izt, og þó er það á allra vit-
orði, að þeir þola enga bið, ef
unnt á að vera að reisa Vest-
ur-Evrópu úr rústum ófriðar
ins. Hvað er því annað fyrir
hendi, spyrja menn, en að
vesturveldin taki til sinna
ráða, geri sérfrið við þann
hluta Þýzkalánds, sem þau
hálda hersetnum, og reyni að
rétta hann við og gera hann
sjálfbjarga, ásamt öðrum
löndum Vestur-Evrópu?
Það virðist svo eðlilegt og
sjálfsagt, en þýðir engu að
síður, að Evrópa er fyrir fullt
og allt klofin í tvennt, —
annars vegar Austur-Evrópu,
þar sem rússneskt einræði og
harðstjórn ríkir, hins vegar
Vestur-Evrópu,þar sem lýð
ræði og frelsi býst til varnar
fyrir vestræna menningu. En
hvað getur komið út af slíkri
þróun annað en þriðja heims-
styrjöldn?
Þessi spurning er í dag, að
vonum, á hver,s manns vör-
um. En hvað annað er hægt
að gera fyrir vesturveldin, en
að búast til varnar gegn hinni
nýju hættu, sem nú ógnar
friði og frelsi í heiminum,
svo skömmu eftir að tekázt
hefur að ráða niðurlögum
þýzka nazismans?
Neð því að
í MorgUIn'blaSinu, í dag hefur veni® 'birt dreifibréf, sem
blaðið höldur fram að sé tii fé'Iagsmaninia KRON frá
stjóm þes;s, en hvorki stjómiim né undirritaður og e'kki
heldur trúnaðarm'enn félaigsins eða startfsmenmi, svo vitað
sé, hafa látið bréf þetta frá sér faiTa, er það ósk mín,
ef einhver félagsmanna KRON hefur meðtekið bréfið>, að
hann gerd félagimu' aðvart til þess að í ljós komi hvort
félagsanenn hafi fengið bréfið.
Upphaf br-éfsins, að sögn.' blaðsins, ‘er svohljóðandi
(dags. 12. des. 1947):
„Kæri félaigi!
Þessa dagana fer frain harðvítu'g barátta milli 'kaup-
mannavaldsins annars vegar og samvinnufél'aganna' hins
vegar um stofnauka mr. 16, sem. er irunk'aupaheimild fyrir
3 bg. af leplum o. s. ifrv.
Niðurlagið þetta:
„Með félagskveðju.
Deildairstjórinn (sign.).“
Eins. og að framan segir er bréf þetta ekki sent frá
KRON og félaginu því mteð öllu óviðkomandi.
Reykjavik, 18/12 1947.
p. p. Kaupfélág Reykjavilkur og n'ágrlen-nis.
ÍSLEIFUR HÖGNASON.
LKY
frá viðskipfanefnd
um endurúfgáfu eldri leyfa o. fi.
Öll leyfii B kaupa' og in'nflutningB á vörum falia' úr
gildi 31. des'em'ber 1947, inieana' þau hafi verið sérstalklega
árdtuð >um að þau giltu fram á árið 1948.
Nefn'din mun taíka til athugumar að igetfa út ný leyfi í
stað eldri leyfa ef fullgildar sannanir eru1 færðar fyrir
eftirfaraai'di:
1. Að varan hafi verið keypt og 'gredidd samkvænat igild-
andi 'l'eyfi.
2. Að vanam hafi verið pöntuð síamikvæmt gildandi' leyfi
og is'elja'ndi hafi lofað lafgreiðslu iinnan- hæfilegs tíma.
• Allar umsókniir um en'durútgáfu frá innflytjendum í
Reyikjavík þuirfa að hafa bor-izt skrifstofu netfndai'innar í
síðasta laigi 2. janúar 1948. Sams konar umsólkniir frá
innflytjendum utan Reykjavífcur þurfa' að leggjast í póst
til nefndairinniar fyrir sam'a tíma.
ToIIistjórum og bönfcum er óheimilt að tollafgreiða
eða igteiða í banfca n'ok'krar vönur éftir 1. jani. 1948 giegn
ileyfum, sem falla úr gittdí 1947, mema 'að þau1 hatfi verið
'gefin út að nýju, eða árituð um að þiau gil'tu fram á árið'
1948.
Ti'l þess að hr.aða afgteiðslu slífcr.a leyla mun skrif-
stofa mefndariinnar ve-rða lokuð fyrisitu 10 dagama -í jan-
úar, að undamskildum tímanum mil'li M. 1—2 ie. h., en á
þei-m tíma fer aðeins friam lafhen'dimg á afgreiddum leyfum.
i Sérstök athygli iinmflytj-enida ér vafcim á því, að öll
'él'dri umsófcnareýðublöð varðamdi framlem'gimigu leyfa og
ný léyfi 'til k-aupa ög imnflutminigs á vörúm eru ógdld frá
degimum í daig að telja. Ný umsókniareyðubliöð fásit á
sfcrifstofu mefndarinmar og 'einmig inmam fárra daga hjá
sýsl'umönmum og bæjarfógetum úti á Oiamdi.
Him mýju eyðublöð ber áð útfylla éims og formið S'egib
,til -um og igetur miefmdin, ief svo ber unidir, synjað beiðnum
af þeii'ri ástæðu einná, að eyðublöðin' iséu ékki rétt útfyllt.
Reykjavik, 18. desember 1947.
VIÐSKIPTANEFNDIN.