Alþýðublaðið - 19.12.1947, Side 5
Fostndagurb 19í*i desíji«l‘947i>'
áuilfiini um innlausn peninpseðla Landsbanka Isl
(Samkv. Eögiim no. 67 frá 1947).
3
a) Frá og með framtalsdegi, hinn 31. þ. m., hætta núgildandi
peningaseðlar Landsbanka íslands að vera löglegur gjald-
miðill manna í milli og ber því eigendum seðlanna að
skipta þeim fyrir aðra nýja hjá þeim innlausnarstofnun-
um, sem taldar eru hér fyrir neðan.
Frá upphafi framtalsdags er afhending, viðtaka og
sérhver önnur ráðstöfun á innkölluðum peningaseðlum
óheimil, að undantekinni afhendingu til innlausnar. 31.
des. og 2. og 3. jan. nk. er þó heimilt að nota 5 kr. og 10
kr. seðla til greiðslu farmiða og flutningsgjalds, kaupa á
meðulum í lyfjabúðum, nauðsynlegri matvöru í smásölu-
verzlunum og þess háttar. Viðtaka seðla þessa daga veitir
þó ekki viðtakanda heimild til að skipta seðlum oftar en
eitt sinn. Þeim, sem samkvæmt framanskráðu hafa rétt
til að taka á móti 5 og 10 kr. seðlum fyrstu 3 innlausnar-
dagana, skal sérstaklega bent á, að seðlaskiptin geta að-
eins farið fram einu sinni. Er því eðlilegt að þessir aðilar
komi ekki með seðla sína til skipta fyrstu 3 innlausnar-
dagana.
b) Seðlaskiptin fara aðeins fram á tímabilinu 31. þ. m. til
9. janúar n.k. að báðum dögum meðtöldum. Þó skulu
skipverjar og farþegar á íslenzku skipi, sem ekki hefur
vérið statt á innlausnarstað á framtalsdegi eða næstu 9
daga þar á eftir, eiga þess kost að fá seðla sína innleysta á
fyrsta innlausnarstað, sem skipið kemur til, enda votti
skipstjóri skriflega um fjarveru skipsins og að sá, er inn-
lausnar æskir, hafi fylgt skipinu.
e) Til þess að fá seðlum skipt, verða eigendur þeirra, sem
eru 16 ára eða eldri, að koma með þá sjálfir, sýna nafn-
skírteini sitt og undirrita innlausnarbeiðni, sem hlutað-
eigandi innlausnarstofnun lætur í té. Innlausnarbeiðnin
skal undirrituð í tvíriti. Beiðni um innlausn á seðlum
barna innan 16 ára aldurs skal framfærslumaður þess
koma með, og sýna jafnframt nafnskíi’teini sitt. Þeir eig-
endur seðla, sem heima eiga utan kaupstaða og kauptúna,
eða eru eigi færir um að afhenda seðla sína sjálfir, mega
fela öðrum að skipta seðlum fyrir sig, enda afhendi þeir
þá umboðsmanni sínum skriflegt umboð með tilgreindri
seðlafjárhæð, sem skipta skal, svo og nafnskírteini sitt,
til sýnis og áritunar á innlausnarstaðnum. Að sjálfsögðu
skal umboðsmaðurinn einnig sýna sitt nafnskírteini.
Giftum aðilum, er skipta seðlum fyrir sig og maka sinn,
er nægilegt að sýna annaðhvort nafnskírteini sitt eða
maka síns. Beiðni um seðlainnlausn frá ópersónulegum
aðilum, félögum, stofnunum, sjóðum o. s. frv. eða umboð
frá þeim til þriðja manns til skiptanna, skal undirritað af
þeim, sem rétt hafa til að skuldbinda viðkomandi aðila.
Sá, er skipta vill seðlum fyrir slíka aðila, skal sýna nafn-
skírteini sitt og nafnskírteini þess eða þeirra, sem undir-
rita umboð til skiptanna.
d) Sama aðila er algerlega óheimilt að fá seðla innleysta
oftar en í EITT SKIPTI. Þó skal þeim, er berast peningar
í peningabréfi, sem sett hefur verið í póst fyrir framtals-
dag heimilt, innan mánaðar frá framtalsdegi, að fá pen-
ingunum skipt, sé peningabréfsumslagið jafnframt af-
hent.
Sérstök athygli skal vakin á því, að innihaldi sparibauka
verður eigi skipt fyrr en dagana 7., 8. og 9. janúar.
Engar afgreiðsíur aðrar en seðlaskiptin fara fram í
bönkunum og útibúum þeirra dagana 31. des. og 2. og 3. jan-
úar. Falli einhverjar greiðslur í gjalddaga á framtalsdegi
eða næstu tvo daga þar á eftir, færist gjalddagi þeirra fram
(frestast) um 3 daga.
Neðanskráðar stofnanir utan Reykjavíkur annast seðlainnlausnina.
thr :
prK;
ÍiAi
pnr
wm.
Útvegsbanki íslands h.f., Vestmannaeyjum.
Sparisjóður Akraness, Akranesi.
— Mýrasýslu, Borgarnesi.
— Ólafsvxkur, Ólafsvík.
— Stykkishólms, Stykkishólmi.
— Dalasýslu, Ásgarði.
Kaupfélag Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi.
Sparisjóður Rauðasandshrepps, Kvígyndisdal.
Eyrarsparisjóður, Patreksfirði
Sparisjóður Arnfirðinga, Bíldudal.
— Þingeyrarhrepps, Þingeyri.
— Mýrhreppinga, Hjarðardal, Dýrafirði.
— Önundarfjarðar, Flateyri.
— Súgfirðinga, Suðttreyri.
— Bolungavíkur, Bolungavík.
Útvegsbanki íslands, útibúið á ísafirði.
Landsbanki íslands, útibúið á ísafirði.
Sparisjóður Reykjafjarðarhrepps, Vatnsfirði.
-— Árneshrepps, Eyri, Ingólfsfirðú
Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík.
Sparisjóður Hrútfirðinga, Borðeyri.
— Vestur-Húnvetninga, Hvammsfanga.
— Húnavatnssýslu, Blönduósi.
Síldarverksmiðjur ríkisins, Skagaströnd.
Sparisjóður Sauðárkróks, Sauðárkróki.
Útvegsbanki íslands, útibúið á Siglufirði.
Sparisjóður Siglufjarðar, Siglufirði.
— Ólafsfjarðar, Ólafsfirði.
— Dalvíkur, Dalvík.
— Hríseyjar, Hrísey.
— Akureyrar, Akureyr.i
Útvegsbanki íslands, útibúið á .Akureyri.
Reykjavík, 18. desem'ber 1947.
Landsbanki íslands, útibúið á Akureyri.
Búnaðarbanki íslands, útibúið á Akureyri.
Kaupfélag Eyfirðinga, Grímsey.
Sparisjóður Höfðhverfinga.
-— Svalbarðsstrandar. '? ^
— Fnjóskdæla.
— Kinnunga.
— B^ývetninga, Helluvaði.
Aðaldæla, Aðalbóli.
— Húsavíkur, Húsavík.
— Norður-Þingeyinga, Kópaskeri.
— Raufarhafnar og nágrennis, Raufarhöfn.
— Þórshafnar og nágrennis, Þórshöfn.
Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði.
Kaupfélag Borgarfjarðar, Borgarfirði eysfra.
Útvegsbanki íslands, úíibúið á Seyðisfirði.
Sparisjóður Norðfjarðar, Norðfirði.
Landsbanki íslands, litibúið á Eskifirði.
Káupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum.
Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði.
Sparisjóður Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði.
Kaupfélag Stöðfirðinga, Stöðvarfirði.
Kaupféíag Stöðfirðinga, Breiðdalsvík.
Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga,, Hornafirði.
Kaupfélag Skaftfellinga, Kirkjubæjarklaustri.
Sparisjóður Vestur-Skaftafellssýslu, Vík, Mýrdal.
— Rangárvallasýslu, Garðsauka. i
— Holta- og Ásahrepps, Rauðalæk.
Landsbanki íslands, útibúið á Selfossi. * •
Sparisjóður Keflavíkur, Keflavík.
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði.
Innlausnarstaðir í Reykjavík verða auglýstir síðar.
LANDSBANKI ÍSLANDS.