Alþýðublaðið - 19.12.1947, Page 6

Alþýðublaðið - 19.12.1947, Page 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fosíudagur 19. cles. 1947. Sagan af Mary O’Neill II, bindi eftir hinn heimsfræga hrezka skáldsagnahöfund Hall Caine 1 er komin í bókabúðir í takmöxkuðu upplagi. Eins og vænta mátti seldist upplagið af I. bindi upp 'á skömmum tíma hjá forlaginu og hefur síðari bindis verið beðið með mikilli óþreyju. Nú eru fyrstu eintökin komin í bókabúðir, en ekki er enn vitað hvort hægt verður að koma öllu upplag- inu í bókabúðir fyrir jól. Vegna mikilla eftirspurna í Reykjavík á fyrra bindi bókarinnar, þá hefur forlagið afturkallað nokkrar bæk- ur utan af landi og eru þær nú að seljast upp í búðum í Reykjavík. BÓKAÚTGÁFAN FREYJA. Frá og með 1. jan. n. k. hættir Snorri Hallgrímsson, læknir, að gegna heimilislækn- isstörfum fj^rir Sjúkrasamlagið. Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa hann fyrir sjúkrasamlagslækni að koma í af- greiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, með sam- lagsbækur sínar, fyrir lok desember mánaðar. Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má um, liggur frammi í samlaginu. Sjúkrasamlag Reykjavíkur Ivær hjúkrunarkonur óskast nú þegar eða um næstu áramót. Upplýs- ingar hjá skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765 og hjá yfirhjúkrunarkonunni í Víf- ilsstaðahælinu, sími 5611. •/•i/ w)fQtmsfUd.idn$)Á(jiy Auglýsið í Alþýðublaðinu eitthvað ánn göngin, inn í her bergið við endann á gang- inum, herbergið, sem neglt var fyrir gluggann á og þar sem dyrnar voru með sljg brandi. Hún fór að skilja. Vörur voru fluttar í vögrrum og af- fermdar í Jamaicakránni. Þær voru geymdar í læsta herberginu. Af því, hve hest- arnir voru sveittir, vissi hún, að þeir höfðu komið langt að — kannski frá - ströndinni, og um leið og búið var að af- ferma vagnana, mundu þeir fara aftur af stað út í nóttina, eins hljóðlega og skjótlega og þeir höfðu komið. Mennirnir í garðinum unnu af miklum hraða, keppt- •ust við tímann. Innihaldið í einum af yfirbyggðu vögnun- um var ekki borið inn í veit- ingahúsið, heldur yfir í einn af opnu bændavögnunum, sem stóðu við hliðina á drykkj arþrónni. Vörumar virtust vera mis- munandi að stærð og útliti; sumt voru langir bögglar, sumir voru litlir, og aðrir voru langir og sívalir og vaf- ið utan um þá liálmi og pappír. Þegar vagninn var orðinn fullur, klifraði öku- maðurinn, sem Mary þekkti ekki, upp í sætið og ók af stað. Vagnarnir, sem eftir voru, voru affermdir hver á fætur öðrum, og bögglamir voru annað hvort settir í opnu vagnana og ekið út úr garð- inum eða bornir af mönnun- um inn í húsið. Allt var gert mjög hljóðlega. Þeir sömu menn, sem höfðu æpt og sungið fyrr um kvöldið, voru nú stilltir og ódrukknir og niðursokknir í það, sem fram fór. Jafnvel hestarnir virt- ust skilja, hve rík þörf var á að þögn væri, því að þeir stóðu grafkyrrir. Joss Merlyn kom út á ver- öndina og skransalinn við hlið hans. Hvorugur var í frakka né með hatt, þrátt fyrir kalda loftið, og báðir höfðu uppbre'ttar ermar. ,,Er þetta allt og sumt?“ kallaði veitingamaðurinn mjúklega, og ökumaðurinn í síðasta vagninum rétti upp hendina. Mennirnir fóru að klifra upp í vagnana. Sumir þeirra, sem komið höfðu fótgang- andi, fóru með þeim og spör- uðu sér að ganga eina mílu eða svo á hinni löngu leið heim. Þeir fóm ekki tóm- hentir. Allir bám einhverja byrði: kassa, bundna um öxl, eða böggla undir hendinni og skósmiðurinn frá Lannceston hafði ekki aðeins hlaðið á hest sinn troðfullum pokum, heldur líka sjálfan sig, og var nú helmingi sverari um mittið heldur en þegar hann kom fyrst. Þannig héldu allir vagn- arnir burt frá Jamaica, skröltandi út úr gaðinum, einn á eftir öðrum í ein- kennilegri röð, eins og við jarðarför; sumir sneru til norðurs, aðrir til suðurs er þeir komu út á þjóðveginn, þangað til þeir voru alíir horfnir og enginrí, var eftir í garðinum nema einn maður, sem Mary hafði aldrei séð áður, skransal'inn og sjálfur gestgjafinn í Jamaica krá. Þá snéru þeir sér einnig frá og fóru aftur inn í húsið, og garðurinn var tómur. Hún heyrði þá ganga inn göngin í áttina að veitingahúsinu, og svo dó fótatak þeirra út og hurð var skellt. Það heyrðist ekkert hljóð nema urgið í klukkunni í and dyrinu og þyturinn í henni, þcgar hún ætlaði að fara að slá. Hún sló þrjú — og fifaði svo áfram með hryglukendu ihljóði, eins og maður, sem er að deyja og nær varla andan- um. Mary fór frá glugganum og settist á rúmið. Kalt næt- urloftið lék um axlir hennar, og hún skalf. Hún náði í sjalið sitt. Henni var ómögulegt að hugsa til að sofna. Hún var alveg glaðvakandi, hver taug var þanin, og þó að viðbjóð- urinn og óttinn gagnvart frænda hennar væri sterkari en nokkru sinni, þá var samt vaknandi áhugi og forvitni honum yfirsterkari. Hún skildi dálítið, hvernig viðskiptum hans var varið. Það, sem hún hafði orðið sjónarvottur að nú i nótt, var smygl í stórum stíl. Það var enginn vafi, að Jamaicakrá var mjög vel í sveit komið til þeirra hluta, og hann hlaut að hafa keypt hana eingöngu þess vegna. Allt talið um að hann hafi viljað vera á æsku- stöðvunum, var auðvitað þvaður. Veitingahúsið stóð þarna aleitt á aðalþjóðvegin- um frá suðri ,til norðurs, og Mary gat vel séð, að það var hægðarleikur fyrir hvern, sem hafði hæfileika til að .skipuleggja, að koma af stað hópi af vögnum frá Tamar ár- bökkunum og hafa krána sem viðkomu og geymslustað. Njósnara þurfti að hafa úti um sveitina til þess að þetta heppnaðist; þess vegna kom sjómaðurinn frá Padstow, skósmiðurinn frá Lannces- ton, sígaunamir og flakkar- arnir og ógeðslegi litli skran- salinn. Og þó, — hafði Joss Mer- lyn, þrátt fyrir persónuleika sinn, dugnað og óttann, sem hinir feikilegu kraftar hans vöktu hjá félögum hans, nauðsynlegar gáfur og slótt- ugheit til að stjórna svona framkvæmdum? Ráðgerði hann hverja ferð og hverja brottför, og hafði hann verið að undirbúa verkið nóttina í síðast liðinni viku, þegar hann var í burtu að heiman? Það hlaut svo að verá. Mary gat ekki komið auga á neitt annað, og þó að viðbjóð ur hennar, á gestgjafanum ykist, þá gat hún þó varla annað en hálfpartinn dáðst að stjórnkænsku hans. Það varð að hafa eftirlit með öllu, og hjálparmennirn ir valdir úr, þrátt fyrir rudda lega framkomu þeirra og út- Iit, annars hefðu þeir ekki getað umflúið löggæzluna svona lengi. Yfirvald, sem hafði grun um að smygl ætti sér stað myndi hafa haft grun um að slíkt ætti sér stað Hellen Keller: í þýðingu Hólmfríðar Árnadóttur. Saiga blindu og mállausu stúlkúnnar heimsfræ.gu, sem enn er á lífi, 67 ára að •aldri og starfar nú að því a'ð vekja áhuga fyrir fötluðum mönnum, sem sviptir voru hteilisiu og 'kröftum í Isíðasta stríði. ■ , ’• ý , . . . •' ) . Þetta er ,góð og faileg jólagjöf. Áðaíúfsala Helgafells, Garðastræíi I/. * v h s * H #%• \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.