Alþýðublaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.02.1948, Blaðsíða 1
Forustugrein: Barn í neyð. * * t'.: . - XXVIII. árg. Þriðjudagur 3. febrúar 1948 * 27. tbl. ÁtvinnumöguSeikar í landinu eru nú meiri en nokkru sinni. -------------♦------- Úr ræðu Finns Jónssonar vil eidhúsum- ræðumar á aíþingi í gærdag. -------------♦------ ÚTFLUTNINGUKINN á bessu ári verður að aukast um þriðijung frá árinu sem leið, eða úr 300 milljónum í 400 milljónir, ef útflutningurinn á að standa straum af lægstu innfíútningsáætlun fjárhagsráðs, sagði Finnur Jónsson í ræðu sinni við eldhúsumræðumar á alþingi í gær. Finnur sagði, að atvinntmiöguleikar íslendinga væru nú meiri en nokkm sinni áður, og væru fullkomnir möguleikar á því, að 1948 yrði mesta veltiár þjóðarinnar, ef vinnufriður helzt í landinu og sókninni gegn dýrtíðinni verður haldið áfram. i Ðe Gasperi De Gasperi, forsætisráðherra Étala. Ítalía og Banda- riin gera viit- áltusamning. ÍTALIA og Bandaríkin hafa gert með sér vináittu- og verzlunarsamni'ng. Var harni undirritaður í Róm í gær af Sforza greifa og ameríska sendiherranum. Er þetta fyrsti slíkur siamningur, sem Italir gera eftir stríðið, og enn fremur fyrsti samningur, sem Bandaríkin gera við fyrrverandi óvina- þjóð. Samningurinn er um vináttu og gagnkvæm við- skipti, siglingar, upplýsingar og fréttaskipti beggja þjóð- anna. 69 handteknir út af morii Gandhis. ASKA GANDHIS hefur nú veríð flutt til húss þess, þar sem hann lézt, og verður hún þar í hálfan mánuð, áður en hemni verðr endanlega dreift yfir hið helga fljót Hindúa. 69 menn bafa nú verið hamd- íteknir út af morðinu, en þeir eru lallir í ofstækisflokki þeim, sem morðinginn er í. Indverska stjórnin bannaði í gær með lögum alla flokka, sem hafa ofbeldi á stefnu- skrá sinni og kvaðst Nehru mundu hafa forustu á hendi í haráttunni gegn slíkum öfl- um. Hann kvað dauða Gand- his ekki einsitakan viðburð; mikil tdlhneiging til slíkra verka væri nú með þjóðinni. Finnur skýrði frá því, að áætlun fjárhagsráðs gerði ráð fyrir 314 miilljón króna innflutningi á árinu, og skipt- ist hann að jöfnu milli neyzlu vara, innflutnings til rekst- urs og til bygginga og ann- arrar nýsköpunar. Við þetta bætast svo duldar greiðslur námskostnaður, sendisveita- kóstnaður, afborganir og annað slíkt, sem ekki verður reiknað með minna en 80 milljónum. Allt er þetta miðað við ítrustu varfærni og fyllsta spamað. Finnur ræddi allítarlega um atvixunuhorfur lands- manna á komandi ári, sérstak útflutninigsfriamleiðsl- una- Gat hann þess, að á þessu ári mundu bæði fiski- skipafloti og kaupskipafloti landsmanna verða orðnir eins stórir og nýbyggingaráð á sínmn tíma taldi hæfilegt fyrir árið 1951! Finnur sagði, fiiskisldp mundu á þessu ári verða alls 718 og samanlagt 56 000 smálestir, en það er 4 000 smálestum yfir marki því, sem nýbyggingaráð setti fyrir 1951. Þá sagði Finnur, að kaupskipaflotinn, mundi nær tvöfaldast á þessu ári, ef miðað er við smálestatölu, þar eð hin nýju skip Eimskip og Ríkisskip (Tröllafoss með talinn) mundu vera um 13 þúsund smálestir, en fyrir væri í landinu samtals 14 500 smálestir. Heildartalan á þessu ári, 28 000 smál., væri því svipuð og áætlun nýbygg ingaráðs fyrir 1951. Þá ræddi Finnur um hraðfrystihúsin og sagði, að þau mundu á árinu 1946 hafa þurft 800 mönnum meiria en ráðið bjóst við að þau þyrftu 1951. Sagði Finn- ur, að þegar væri farið að bera á mjög mikilli manneklu á fiskiskipin, og mundi það sízt hjálpa sjávarútvegnum, ef miklair, framkvæmdir í landi drægju menn til sín. AUKNING í IÐNAÐINUM Finnur Jónsson skýrði nokkuð frá skýrslusöfnun fjárhagsráðs um iðnaðinn. Kom þar í ljós, að 1946 var verðmæti iðnaðarframleiðslu hér 236 milljónir, 1947 235 milljónir, en fyrir 1948 væri það af iðnrekendum áætlað 371 milljón. Hráefnanotkun var 1946 86 milljónir, 1947 um 90 milljónir, en er áætluð fyrir 1948 148,5 milljónir. Mannfjöldi við iðnað hefði verið 1946 5 421, 1947 5 130, en væri áætlaður af iðnrek- endum 6 738 fyrir þetta ár. Væri hér um mikla aukningu að ræða. UMSOKNIR UM FJARFESTINGU Þá skýrði Finnur í ræðu sinni frá þvi, að fyrir Fjár- hagsráði lægju nú 1815 um- sóknir um byggingar íbúðar- húsa, verzlunarhúsa, iðnfyr- irtækja o. fl. Mundu vera í bygginigum þessum alls 2279 íbúðir. Heildarkostnaður við byggingar þessar væri áætl- aður 353 milljónir króna. Þá hefði verið sótt um leyfi fyrir opinberum framkvæmdum, sem mundu endanlega kosta 370 milljónir, en af því 151 milljón á þessu ári. Mun ráð- ið ákveða innan skamms, hvað af byggingum þesum verður hægt að leyfa. Finnur skýrði frá því, að byggingarframkvæmd- um yrði að einbeita að ál- mannaíbúðum af hæfilegri stærð og framleiðslunni, en ekki mættti draga fólk í byggingariðnað um of á kostnaö útflutningsiðnað- Framhald á 7. síðu. slíkur , lega Norðurlandamenn sýna mikia yfárburði í skíða- og skaotakeppnum ieikianna. Einkaskeyti til Alþýðublaðsins, ST- MORITS (um Stokkhólm) í gær. ÍSLENZKU SKÍÐAMENNIRNIR í St. Moritz tóku í fyrsta sinn þátt í keppni í vetrarolympíuleikunum í gær. Var það í bruni, og varð Magnús Brynjólfsson 64. í röðinni, Þórir Jónsson 98. og Guðmundur Guðmundsson 100. Keppni þessa vann Frakkinn Oreiller á 2:55,0 mínútum, Austurríkismaðurimi Franz Gabel varð annar á 2:59,2 mín. en í þriðja sæti eru þeir Karl Moliter og Rolf Olinger frá Sviss, báðir á 3:00,6 mín. i Tímar íslenzku keppend-1 anna urðu sem hér segir: 64. Magnús Bryjó-lfss. 3:48,4 98. Þórir Jónlsson 4:47,0 100- Guðm. Guðmunds. 4:57,0 Nörðurlandamenn hafa enn sem fyrr sýnt mikþi yfirburð: á vetrarolympíuleikjunum, og má heita að keppnirnar hafi verið samfelld sigurför fyrir þá í ölilum einstaklings- írþóttum, þar til röðijr kom að bruni, en þar báru Mið- Evrópumenn af öðrum. En í átján kílómetra skíðagöng- unni áttu Norðurlöndin 19 af 20 fyrstu keppendunum í mark. ^ v fc* Magnús Guðm. 1500 m. skautahlaup: 1. S. Farstad, Noregi 2:17,6 (Nýtt olympíumet) 2. Aake Seyffarth, Svíþ. 2:18,1 3. Odd Lundberg, Noregi 2:18,9 Einn af amstrísku keppend unum í göngunni, en hinn fyrsti þeirra varð 65., sagði eftir keppndna: „Ég er fædd- ur Norðmaður, en það virðist þurfa meira til í göngu- keppni. Þessi íþrótt þarf marga ára erfiða þjálfun.“ Þegar síðast fréttist til í gær, höfðu Svíar enn þá flest stig, 37. Normenn 354á, Svissleridingar 22 og Finnar 20. ÚRSLITIN UM HELGINA. Samkvæmt síðustu skeyt- um, isem blaðinu hafa borizt frá St. Morits um Stokkhólms fréttastofuna TT, eru þetta síðustu úrslitin á leikunum: Norræn keppni (18 km. ganíja og stökk): 1. Heikki Hasu, Finnl. 448.8 s. 2. M. Huhtala, Finnl. 433.6 s. 3. S. Israelsson, Svíþ. 433,4 s. 5000 m. skautahlaun: 1. R. Liaklev, Nor. 8:29,4 mín. 2. Lundberg, Nor. 8:32,7 mín. 3. G. Hedlund, Svíþ. 8:34,8 mín. Brun kvenna: 1. Resi Hammerer, Aust. 2:30,2 2. Antonette Meyer, Sviss 2:35,6 3. B. Grasmoen, USA 2:36,0 Tvíkeppni kvenna (brun og svig): Úrslit í bruninu: 1. H. Schlunegger, Sviss 2:28,6 2. Trude Beiser, Aust. 2:29,2 3. Resi Hammerer, Aust. 2:30,2 22 farast í óeirðum í Palestínu. EIN GLÆSILEGASTA bygging Jerúsalem, húsa- kyrnii bilaðsins Palestine Poat, var isprengd í rúst um helgina. Er óvíst, hverjir unnu hefndarverk þetta. í gær fórust 22 menn í óeirð- um í landinu helga, og voru árekstrar alls taldir 12. Brefar tétu myrða Gandtsi, segir kommúnisiablað! L’HUMANITÉ, blað : franskra kommúnista í ■ París, skýrði frá því um ■ helgina, að brezka leyni- > þjónustan hefði fengið ind ■ verska ofstækismanninn: til að myrða Gandhi og: séð honum fyrir vopnum! : Sagði blaðið enn fremur, : að tilgangur Breta með : hessu hefði verið að koma : af stað ósamkomulagi og: óeirðum á Indlandi! : Þá ræðir blaðið um * Gandhi og starf hans og ■ segir, að hinar friðsam- ■ legu baráttuaðferðir bans ■ hafi verið gagnslitlar! ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.