Alþýðublaðið - 08.02.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1948, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 8- febrúar 1948. D-300 milljónir barna og ungl- inga líða sáran fæðuskort ---------------«------- Söfnun tll alf>|óðabarnahjá5parinnar hafioe - Ávaro frá íslenzko söfnunar- nefndinni. ------------,--- SÖFNUNIN tól alþjóða barnahjálparinnar er nú hafin og stendur yfir í febrúar og niarz, en aðalsöfnunardagur- inn um heim allan er ákveðinn 29. febrúar. Skýrslur sam- einuðu þjóðanna greina frá því, að 200—300 milljónir barna og unglinga, þar af 40—60 milljónir í Evrópu, iifi við svo sáran skort, að þau nái alls ekki fullum þroska. Nefnd sú, sem skipuð hef- ur ver.ið hér til að hafa for- göngu um .söfnunina, hefur beðið bliaðið fyrir eftirfar- andi ávarp til þjóðarinnar: ,.Ein af hörmungum styrj- aldarinnar og sú, sem vekur mesta skelfingu vegna fram- tíðarinnar, er hungur og klæðleysi milljóna barna. Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á fót isérstakri stofn- un, United Nations Appeal for Childrem, sem hefur það markmið að lafla matvæla og fata til hjálpar vannærðum börnum og unglingum að 18 ára aldri og barnshafandi konum og mæðrum um heim allan. Skýrslur Sameinuðu þjóð- anna greina, að 200—300' milljónir þarna og unglinga (þar af 40—60 milljónir í Evrópu) lifi við svo sáran skort, að þau nái alls ekki fullum þroska né móitstöðu- afli gegn sjúkdómum. Alþjóðleg barnahjálp Sam einuðu þjóðanna hefur snúið’ sér til allra, þjóða og farið fram á, að samtímis um heim allan fari fram fjársöfnun með það tvennit fyrir augum, að bjarga þessum börnum frá hungurdauða eða ævi- löngum vanþroska og tendra trú og von í hjörtum sorg- mæddra bar.na og aðstand- enda þeirra. íslsnzk stjórnarvöld bafa nú í nafni hinnar alþjóðlegu hj álparst arfsemi snúið sér til landssambanda beirra. er vér erum fulltrúar fyrir, og mælzt til þess, að þau tækju að sér að koma söfnuninni í framkvæmd. Höfum vér tek ið þetta að oss. ' Ríkisstjórnim hefur haitið fulltingi sínu um fyrir- greiðslu og mun meðal ann- ars veiita aðstoð við að koma vörum og fjármunum til þeirra landa., er verða að njót andi hinnar íslenzku hjálpar. Ákveðið hefur verið, að hin lalþj óðlega h j álparst arf semi fari hvarvetna fram'í febrú- úár og mairzrnánuði, en dagur inn 29. febrúar hefur verið valinn sem sérstakur áróðurs dagur fyrir málefnið. Sameinuðu þjóðirnar leggja til, að hver vinnandi maður gefi sem svarar einu dagsverki og atvinnufyrir- tæki tilsvarandi. Framkvæmdanefnd söfn- unarininar hefur opnað skrif stofu í Reykjavík, í hinu nýja húsi Búnaðarbankans. Sím- 'mefni: Barnahjálp, og ráðið framkvæmöiastjóra, Baldvin Þ. Kristjánssom. Skrifstofan er opin alla virka daga. Umboðsmenn út um land verða auglýstir næstu daga. Sameinumst nú, allir ís- lendingar, og göngum vask- lega og drengilega fram í fylk ingu með öðrum þjóðum til sameiginlegra átaka gegn hungurvofuinni, sem ekki' einungis ógnar nú milljónum barna, heldur og framtíð mannkynsins um aldir. Aldrei fyrr í sögu mann- kynsins hefur nokkur máls- . Framh á 11. síðu ! Fréfíðbréf frá Akureyri Snilldarverkið um hrakhóladrengin n hollenzka, 2. bindið, er komið út. eftir Piet Bakker í þýðingu Vilhi. S. Vilhjálmssonar er komið í allar bókaverzlanir. Engin skáldsaga,'sem komið hefur út í Evrópu á síðari árum hefur vakið eins rnikið umtal og aðdáun og .þetta stórvirki. A'liir, sem hafa lesið fyrsta ‘bindi þess arar sögu um umkomulausa manns- barnið i hörðum heimi, en það ko m út í haust, hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldinu. — Og nú er það koniið. Fáar sögur eru eins spennandi og þes si skáldsaga- og engin, sem hér hefur fcomið út upp á síðkastið, á eins mikið erindi til almennings. Margir kunnir menn hafa ritað urn f yrsta bindið, þar á meðal Jón Sigurðs- son skólastjóri og Sigurður Magnússon kennari og lögreglufulltrúi. — Báðir telja þessa bók mikið og dásamlegt íistaverk. Mikla mannssögu og stórf englega lýsingu á umkom uleysi og baráttu eins lítils manns- barns við hörð örlög. Uppeldisárin er lýsing á viðhorfi drengsins gagnvart iðrun og hegningu. Þar sigrar hið góða og göfuga, sem býr í hverri mannssál, en er stundum innibyrgt og fær ekki að þroskast upp til ljóssins vegna erfiðra ástæðna. Sagan um Franz litl’a, s>em umhverfið gaf viðurnefnið ,,Rottan“, hefur far- ið sigurför um allan heim. Og nú eyða Hollendingar stórfé til að kvik- mynda hana. -Munu kvikmyndahúsin hér nú þegar hafa gert tilraunir til að afla sér þessarar kvikmyn dar. Kaupið og lesið söguna um baráttu m annsbarnsins umkomuiausa við heim- inn. Ykkur mun aldrei iíða hún ú r minni upp frá því. Garðarstræti 17. -— Aðalstræti 18. — Laugavegi 38. — Laugavegi 100. — Njálsgötu 64. — Baldursgötu 11. — Bækur og ritföng, Austurstrseti 1. STÖRF Alþýðuflokksins á Akureyr.i eru að verða snar þáttur í bæjarlífinu og stefn ir flokkurinn markvisst að því að auka þau og gera þau fjöiþættári eftir því sem tím ar líða. Hin stónnerka Alþýðu- vika flokksfélaganna í haust var glæsileg byrjun á vetr- arstarfseminni og vakti at- hygli bæjarbúa. Félögin hafa starfað ágætlega það sem af er vetri og munu fjölga verkefnum á næst- unni. Alþýðuffokksfélag Akur- eyrar hefur haldið góða fundi, þar' sem rædd hafa verið vandamál lands og bæj ar og ályktanix gerðar í ýms um þeirra. Síðasti fundur fé lagsins var haldinn 17. janú- ar s. 1. Þar var fjárhagsáætl- un bæjarins skýrð og rædd, en hún nrun verða endan- lega samþykkit af taæjar- stjórn í næsta mánuði. Hef- ur flokkurinn ýmislegt við hana að athuga og einkum það, hve lítið fé er þar ætlað til atvinnumála í hænum. Mun flokkurinn bera fram tillögur til úrbóta á þessu sviði. Þá ræddi fundurinn það mál, sem nú er eitt stærsta mál bæjarins og jáfn vel alls Norðurlands, en það er bygging nýtízku dráttar- brautar á Oddeyrartanga, og hefur lítillega verið sagt frá því máli í Alþýðublaðinu fyrir skömmu. Hefu-r fram- kvæmd þessa máls verið eitt af baráttumálum flokksins 'undanfarin ár. Var eftirfar- andi ályktun gerð í málinu: ,,Fundur í Alþýðuflokksfé lági Akureyrar, haldinn 27. jan. 1948 telur vel farið að nú er hafin söfnun hlutafjár til byggingar dráttarbrautar á Akureyri, og væntir þess, að allir bæjarbúar . geri sitt itil þess að verklegar fram- kvæmdir geti hafizt sem allra fyrst, og heitir flokkur- inn íulltingi sínu til þe;ss“. Annað mjög aðkallandi bæjarmál var einiiig tekið til meðferðar á þessum fundi, en það er bygging eHlheimil is í bænum. Er engin slík stofnun ftil i bænum. Var svo hljóðandi ályktun gerð um það mál: ,,Fundur haldinn í Alþýðu flokksféiagi Akureyrar 27. janúar 1948 ályktar, að brýna nauðsyn beri til að komið verði upp, 'eins fljótt og unnt er, hér á Akureyri vistheimili fyrir aldrað fólk og öryrkja. Felur fundurinn bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins aö vinna að fram- giangi þessa máls í bæjar- stjórn á grundvelli 101. og 104 greinar almannatrygging arlaganna, en skorar jafn- framit á alla félaga Alþýðu- flokksfélagsins að starfa ötul- lega að framgangi málsins, í samvinnu við önifur samitök í bænum, sem hafa það. á stefnuskrá ,s.inni“. Þess skal getið, að Kven- félagið Framtíðin hafði elli- heimilismálið á dagskrá um nokkurt skeið og safnaði þá fé í þessu augnamiði. Er þessi sjóður í vörzlu félags- ins. M'uin Alþýðuflokksfélag- ið koma nýjum skriði á þetta mál. Kvenfélag Alþýðuflokks- ins, sem stofnað var á síð- asta ári, hefur starfað me'ð ágætum í vetur. Haldið tíða fundi og vandað til þeirra af mikilli- alúð. H-afði félagið frumkvæði að því að koma upp j ólatrésskemmíun. fyrir' börn, og naut til þess stuðn- ings liinna alþýðuflokksfé- lagainna. Var skemmtunin haldin að Hóitel Norðurland á þreitándanum og var fjöl- sótt og ánægjuleg. Nú nýlega hafa félagskonurnar myndað með sér saumanámskeið, sem ha’.dið er tvisvar í vifcu, og fleira hefur félagið í undir- búninigi, :sem tekið verður fyrir á næstunni. Félagið er i örum vexti. Félag ungra jafnaðar- manna hefur haldið uppi góðu starfi í vetur og fölgað meðlimum. Það sá um eitt kvöld í Alþýðuvikunni og stjómaði því. Var aðsókn að því svo mikil, að fólk varð að snúa frá. Fréítaritari. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.