Alþýðublaðið - 11.05.1948, Page 7
Þriðjudagur 11. maí 1948.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
TÓNLISTARBLAÐID
MUSICA
1. tbl.
1. árg.
er nú komið
í allar bóka- og
hljóðfæra-
verzlanir j
landsins.
Blaðið er
32 síður
í stóru broti.
Efni hhfom er m, a.
Fylgt úr hlaði.
Viðtal við dr. Pál
Isólfsson.
Henry Holst kemur til
íslands.
Söngleikurinn Carmen
eftir Bizet.
25 ára starfsafmæli
Sigurðar Briem.
Norðmenn breyta Pétri
Gaut.
Úr hljómlistarlífinu.
Grein um Stephan
Foster.
Grein um Yehudi
Menuhin.
Sy mf óníuhl j óms veit
Reykjavíkur stofnuð.
Víðsjá.
Bronislav Hubermann
látinn.
Nýr rússneskur söng-
leilcur.
Saga tónlistarinnar,
1. grein.
Léttara hjal
o. m. fl.
Auk þess eru í heftinu
2 lög á nótum
Á vængjum söngsins
eftir Mendelsohn og
Old Folk At Home
eftir Stephan Foster.
Um 30 myndir
eru í heftinu.
Tryggið j
yður eintak'
og gerizt
áskrifendur ;
strax.
Ingigerður Brynjólfs
dóitir í Fellsmúla.
70 ára aldursafmæli
og 50 ára starfs-
afiiiæli.
3311 og 3896.
I DAG er Ingigerður Brynj-'
ólfsdóttir á Fellsmúla í Lainds
sveit sjötíu ára að aldri. Hún
er fædd 11. maí 1875 á Þing-
skáium á Rangárvöllum. For-
eldrar Lennar voru Brynjólf-
ur bóndi Brynjólfsson, og
kona hans, Guðrún Jónsdótt-
ir. Þau hjón eignuðust alls 9
börn, en þrjú þeirria dóu ung.
Hin 6, sem upp komust,
voru þrír synir og þrjár dæt-
ur. Arið 1882 (,,fellisvorið“)
fluttu foreldrar Ingigerðar
búferlum frá Þingskálum, að
Hlemmiskeiði á Skeiðum, og
fluttist thún að sjálfsögðu með
þeim. A Hlemmiskeiði bjuggu
Brynjólifur'og Guðriin í 7 ár,
en þaðan fluttu þau að Vestur-
koti í sömu sveit. Allan þenna
tíma, eða því sem næst, mun
Ingigerður ihafa verið með
foreldrum sínum, en árið
1898 fiytzt hún að Guttorms-
baga í Holtasveit til séra
Ófeigs Vigfússonar, sem þá
var prestur í Holtaþingum.
Og þegar hann flutti þaðan
að Fellsmúla í Landssveit og
gerðist prestur þar um síð-
ustu aldam'ót, varð Ingigerður
samferða þangað, og síðan
hefur Ihún átt þar beima og
því verið í þjónustu sömu
fjölskyldunnar í 50 ár. Þetta
mun vera fremur sjaldgœft
nú á dögum, og ier þess vert,
að á lofti sé haldið, ekki sízt
þar sem sú þjónusta, sem hér
hefur Verið í té látin, „hefur
jafnan verið með miklum
ágætum. Það, sem mér virðist,
að sérstiaklega hafi einkennt
Gerðu, eins og hún er kölluð
af vinum sínum og kurmingj-
um, er, auk trúmennskunnar
og starfsáhugans, mifcil heil-
brigð skynsemi, einlægni og
æðruleysi. Frá 1939, en þá
andaðist húsfreyjah á Fells-
öiúla, . frú Ólafáa Ölafsdóttir,
og fram til síðustu áramóta
hefur Ingigerður verið ráðs-
koma á Fellsmúla, haft á 'hendi
hússtjóm og staðið igestum
og gangendum fyrir
beina. Hin síðustu ár hef-
ur, eins og kunnugt er, verið
mikill skortur starfsliðs1
sveitum, einnig til innanhús-
verka, og það segir sig sjálft,
að Ingigerður hafi ekki alltaf
mátt liggja á 'liði sínu á heim-
ili, sem jafnframt befur verið
skóli á vetrum, og, mjög
di'egið að sér gesti, bæði úr
grennd og firrð. En Ingi-
gerður hefur reynzt hlutverki
sínu vaxin, og haldið uppi
heiðri heimilisins á því sviði,
þar sem svo mikið veltur á
kunnáttu og dugnaði konunn-
ar. Nú eru merkileg tímamót
í lífi Ingigerðar, því að ný
húsfreyja er .komin að Fells-
múla. Getur nú hin aldraða
staxfshetj a afhent henni
ábyrgðina og 'horfið með gleði
góðrar samvizku til meiri
hvíldar og kyrrðar en hún
hefur áratugum saman mátt
unna sér. — Munu margir,
bæði nær og fjær, hugsa hlýtt
til Gerðu á Fellsmúla um
þessar mundir, þessarar yfir-
lætislausu, dagfarsprúðu konu,
sem gleymt Iiefur sjálfri sér
að mi'klu leyti í þrotlausu
starfi fyrir aðra.
Sá, sem þessar línur ritar,
á afmælisbarninu, Ingi'gerði
Brynjólfsdóttur, margt og
mikið að þakka og óskar þess.
að aftanskinið megi verða sem
bjartast í kringum hana, á
Fellsmúla eða hvar annars
staðar, sem hún kýs að eyða
þeim' árum, sem leftir eru.
Gretar Fells.
Frá Hollandi
Flokksþingið
í Mkhólmi.
(Frh. af 1 síðu.
sem er, getur orðið að ógnun
við xau öll.“
Því næst talaði Gerhard-
sen.
A eftir honum talaði Emil
Skog, formaður finnska Al-
þýðuflokksins, og sagði, að
vináttuböndin með finnskum
og sænskum jafnaðarmönn-
um væru sterkari en nokkru
sinni og yrðu ekki slitin með
meinu ofbeldi. „Land okkar,“
sagði hann, „hefur sogazt
inn á hið austræna áhrifa-
svæði í „kalda ;stríðinu“ milli
Dóttir onÍB,
Quðrún Eybjörg,
andaðist í morgun 'hér heim'a. Jarðarförin verður til-
kynnt síðar.
Reykjavík, Sölfhólsgötu 10, 9. maí 1948.
Yegna barna minna og tengdabarna.
Steindór Björnsson.
stórveldanna; en við lifum
engu að síður okkar sjálf-
stæða lífi. Við reynum að
halda sambandinu við Norð-
urlönd, og leið Tékkóslóvakíu
verður ekki leið Finnlands.
Fylgi kommúnista hefur stór-
um minnkað og borgara-
flokkarnir verða að viður-
kenna, að finnski Alþýðu-
flokkurinn sé stýrkasta stoð
lýðræðisins á Finnlandi.“
A meðal annarra gesta,
sem töluðu, voru landflótta
fulltrúi frá spánska jafnaðar-
mannaflokknum og Vilin,
fyrrum aðalritari tékkneska
jafnaðarmannaflokksins nú
landflótta í London.
KOSNIN GAUNDIR-
BÚNINGUR.
FlokksþLngið í Stokkhólmi,
sem vekur mikla athygli,
mun standa fram á föstudag.
Það mun fyrst og fremst
ræða sænsk stjórnmál með
itilliti til þingkosninganna, er
fram eiga að fara í Svíþjóð
eftir fjóra mánuði. Sænski
Alþýðuflokkurinn berst á
tvennum vígstöðvum: við
borgaraflokkaina og við kom-
múnista, og mun við kosn-
ingarnar berjast af alefli
fyrir því að halda meirihluta
sínum á þingi. Þess vegna er
flokksþingið í Stokkhólmi
ekki aðeins viðburður fyrir
alþýðuflokkana á Norður-
löndum, heldur og fyrir lýð-
ræðið í allri Evrópu.
HJULER
Hinn arlegi fjársöfnunardagur
Slysavarnafélags Islands er í dag
-------------------»
Merki seld á götunum og tvö biörgunar-
skip í förum hér um Sundin.
...----;---
í DAG ER LOKADAGURINN. Sá dagur er hinn árlegi
fjáröflunardagur Slysavarnafélags íslamds, og verða seld
merki á götunum til ágóða fyrir starfsemina. Enn fremur
verða tvö björgunarskip 'í förum hér um sundin og kring
um eyjarnar hér fyrir utan, og loks veður kvikmyndasýn-
ing og dansleikur í kvöld í skála slysavarmafélagsins i Ör-
firisey.
og
M.s. FOLDIN
Frá Amsterdam 14. þ. m.
frá Antwerpen 15. þ. m.
Einarsson, Zoega
& Co. HF.,
Hafnarhúsinu.
Símar 6697 og 7797.
Blóðugar kosningar í
Suður-Kóreu í gær
KOSNINGAR TIL ÞINGS
fóru fram í Suður-Kóreu í
gær, á hernámssvæði
Bandaríkjamanna í lanúinu
og var mikil þátttaka í þeim,
en úrslit með öllu ókunn í
gærkveldi.
f óeirðum í sambandi við
kosningaundirbúninginn og
kosningamar voru 112
manns drepnir.
Kosningarnar voru fyrir-
iskipaðar af bandalagi hinna
sameinuðu þjóða og áttu að
fara fram í allri Kóreu, einn-
ig á hernámssvæði Rússa,
með stofnun sameiginlegra
stjórnar í landinu fyrir aug-
um. En Rússar neituðu að
láta kosnimgarnar fara fram
í Norður-Kóreu og kommún-
istar reyndu með öllum ráð-
um að hindra þær eða trufla
í Suður-Kóreu.
I gærkvöldi var veruleg-
ur hluti útvarpsdagskrárinn-
ar helgaður Slysavarnafélag-
inu, og fluttu þar ávörp þeir
Henry Hálfdánarson skrif-
istofustjóri, Eysteinn Jónssoin,
menntamálaráðherra, Séra
Arni Sigurðsson fríkirkju-
prestur og séra Jakob Jóns-
son, formaður slysavarna-
deildarinnar Ingólfs í Reykja-
vík.
í dag munu hvítklæddar
telpur ganga um bæinm og
bjóða merki slysavarnafé-
lagsins, og er þess vænzt, að
allir sýni hug sinn til hinnar
mikilsverðu og góðu sitarf-
semi Slysavarnafélagsins,
með því að bera merki dags-
ins.
Þá verða björgunarskipin
Sæbjörg og Þorsteinn í för-
um hpr frá höfninni og inn
um sundin og kringum eyj-
arnar hér fyrir utan fyrir þá,
sem vilja fá s'tutta sjóferð,
og loks verður kvikmynda-
sýning og dansleikur í Ör-
firisev klukkan 9 í kvöld.
Grlkkland >
Framhald af 1. síðu-
teknir, hefðu allir verið
dæmdir til dauða fyrri mann-
dráp og hryðjuverk, og haft
tækifæri til þess að skjóta
málum BÍnum ttil æðstu dóm-
stóla; og þegar fyrir morðið
á dómsmálaráðherranum
hefði verið búið að íaka
marga samseka af lífi.
Kaupum tuskur
Baldurgötu 30.