Alþýðublaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 5. júní 1948. LA PALOMA Skáldsaga eftir Toru Feuk AÐ GKAND HÓTEL Grand Hótel við Arnarhól hefur verið opnað aftur. Gest- irnir eru þegar farnir að streyma þangað. Eins og blaða- manni b'er, för ritstjóri þessa dálks og interjúaði nokkra gest ina eitt kvöldið. „Gott kvöld,“ segjum vér við hnellinn, miðaldra náunga, er fengið hefur sér sæti á einum grænflosklædda bekknum hafn armegin við Ingólfsstyttu. „Þú segir nokkuð. Sérðu kvöldroðann? Nei, auðvitað sérðu hann ekki. Þú ert rakað- ur og með hvítt um hálsinn. Menn, sem eru með hvítt um hálsinn, sjá ekki kvöldroðann, — fyrir sjálfum sér, sko. Skil urðu það?“ Ég skil það. „Þú skilur það ekki. Heyr- irðu að ég segi, að þú skiljir það ekki. Já, ég leyfi mér að segja það. Þú gengur með brot í buxnaskálmunum, og þeir, sem alltaf ganga með brot í buxnaskálmunum, fara að síð- ustu að hugsa með skálmbrot- unum. Gkilurðu það . . .? Nei, það er satt. Þú skilur ekki neitt.“ Og ég viðurkenni að ég skilji ekki neitt. Skálmbrotin gera mér það að skyldu að ég sé kurteis, jafnvel við þá, sem ganga í ópressuðum buxum. „Ég hitti mann hérna í gær- kveldi. Déskoti var sá maður menntaður og gáfaður. Hann var bara hreinn vísindamaður á mannlífið. Hann átti hvergi heima og hafði verið fullur í þrjá mánuði. Hann var svo gáf- aður, að hann sá kvöldroðahn hvenær sólarhringsins sem var. Og heldurðu að það þurfi ekki menntun og gáfur til þess að eiga hvergi heima, á þessari öld, þegar allir eru að burðast við að eiga einhvers staðar heima. Og hanm skildi lífið sá maður. Mikið déskoti skildi hann ann- ars lífið vel. Hann sagði, að nú fæddust allir menn dauðir, nema fávitar. Þeir, sem skildu lífið, mættu aldrei láta renna af sér, til þess ðð þeir yrðu ekki brjálaðir annaðhvort af sorg eða hlátri, og það væri svo öm- urtegt að vera bæði dauður og brjálaður. Já, hann skildi lífið, sá maður. Hann var líka yfir- náttúrlegur. Hann gerþekkti sál kolakranans, skal ég segja þér. Hann var sérfræðingur í kola- kranasálfræði.“ „Það hefði verið skemmtilegt að kynnast þeim manni.“ . „Blábjáni geturðu verið. . . . Heldurðu að það sé hægt að kynnast slíkum mönnum? Nei, það er ekki hægt. Hann hafði ekki bragðað mat í marga daga. Heldur þú að það sé hægt að kynnast mönnum, sem eru svo gáfaðir, að þegar allir strita til að geta étið þrisvar sinnum á dag, þá leysir hann bara spurs- málið með því að éta ekki neitt og stúderar kolakranasálfræði. Svo gáfuðum mönnum er yfir- leitt ekki hægt að kynnast.“ ,Og hvað stúderið þér með leyfi að spyrja?“ „Ég? ... Ég stúdera ekki neitt. Ég er nefnilegta enn gáf- aðri heldur en maðurinn, sem ég var að segja þér frá . . .“ Ég kveð manninn með virkt- um. Held á brott. Á- leið minni sé ég hvar tvær stúlkur sitja flötum beinum í brekkunni. „Áttu sígarettu?" kallar önn- ur þeirra. Ég á sígarettu. „Helló. ... Allt í lagi, okey. Heyrðu, — hvenær kemur stríð ið aftur svo maður geti lifað eins og manneskja“ Ég veit það ekki. Stúlkan bölvar á tveim eða þrem tungumálum, þar á meðal íslenzku. „Það er ófært að hafa ekki stríð. Annars er allt stein- dautt. Maður getur þá eins vel farið up í sveit.“ „Elskan mín, þú ferð aldrei upp í sveit,“ segir hin stúlkan. „Auðvitað fer ég það aldrei. Ég er manneskja með viti. Það hlýtur að koma stríð.“ Ég held áfram för minni. Mikið væri höfuðstaðurinn fátækari, ef Grand Hótel fyrir- fyndist ekki. Miimingarspjðld Bamaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Lesið Aiþýðublaðið sína. Hún líktist honum svo ] mjög, nema í viðskiptahæfi- leikum sínum. Eiginlega fannst honum Geirþrúður vera of góð handa Hrólfi, því að hann vissi, að hin fagra dóttir hans hefð.i haft völ á mörgum betri, ef hún bara hefði kom izt eitthvað út í heiminn. En það mátti ekki án hennar vera heima. Hvernig gat það komizt af án hennar? Nei, það varð víst að vera eins og ákveðið hafði verið, og hann vildi ekki leggja neinn stein í götu þess, úr því að konu hans leizt vel á það. Hann andvarpaði og rétti sig upp. Allt í einu heyrðist ógur- legur hávaði í stiganum og þvottabretti kom þjótandi ofan *af næstu hæð. Á eftir kom fataböggull og renndi stelpa sér niður' handriðið hin hreyknasta og lenti á gólfinu. Stuttu seinna kom önnur stelpan syngjandi sömu leið, og það sást ekki annað en spriklandi hand- leggir og fætur. Svo stóðu þær þáðar upp, heitar og hlæjandi, hoppuðu yfir fata böggulinn og komu inn í borðstofuna. Allir höfðu snú ið sér við og séð til þeirra frammi í forstofunni. Þær depluðu augunum, hneigðu sig og reyndu að láta eins og þær vissu ekki, að það væru gestir. Fataböggullinn lá þar sem hann var kominn í for- stofunni og það sást á horn- ið á rauðköflóttum dúk. „Hvað -gengur eiginlega á?“ sagði Vernheim kap- teinn strangur á svip. Hann vissi, að þegar tvíburarnir áttu í hlut var bezt'að taka þær strax til bæna. „Ekki neitt, pabbi. Við ætluðum bara niður til henn ar Mínu með óhreina þvott- inn“, sagði Katrín sakleysis- lega og leit á Lísbet, en hún dáðist auðsjánlega mjög að fallegum fötum hennar. „Engir bollar handa svörtu sauðunum náttúrlega“, and- varpaði Lindax settist og gretti sig örlítið til systur sinnar. Frú Vernheim, sem þekkti dætur sínar, sló 'biíðlega sam an höndum og sagði: „Verið þið kyrrar — kyrrar börn“. Geirþrúður hreyfði sig óró lega og það fór ekki fram hjá tvíburunum. Af hverju höfðu þær ekki getað verið úti í dag eins og alla aðra daga, svo að það yrði friður á heimilinu. Nú sat maður eins og á nálum. ,,Er Curt hér ekki?“ spurði Linda allt í einu. „Á ég að sækja hann — eða hvað seg- ir þú, Geirþrúður?” „Hver er Curt?“ spurði Lísbet kurteislega. „Aðdáandi Geirþrúðar auð vítað, eða réttara sagt einn af aðdáendum Geirþrúðar“, sagði stúlkan og Katrin bætti við: ,,La Paloma hefur í það minnsta einn aðdáanda á dag, hún hefur aldrei látið sér nægja minna. Maður veit aldrei, hvenær maður trufl- ar“. „Þegiðu, Katrín“, sagði móðir þeirra stranglega. En Katrín lét ekki aftra sér og sneri sér til Lísbetar og sagði: „Haldið þér ekki frú, að ég giftist fyrst. Það er ekki vant, að heppnast eins vel fyrir þeim, sem elta rnenn eins og systir mín gerir---- þér vitið ekki, hvernig hún getur gert hvern einasta karl mann vitlausan; jú, þú veizt það nú vel, Hrólfur", sagði hún og leiít á systúr sína. Augu Geirþrúðar skutu gneistum og nasavængir hennar titruðu Hrólfur hló stutt og sagði: „Þegið þið nú, gárungarnir ykkar“. „Mundu, að við höfum að- varað þig í votta viðurvist, þú skalt ekki koma seinna og' kvarta“, sagði Linda og stóð upp. „Reynið þ'ð svo að koma ykkur af stað með þvottinn. Þið fáið ekkert kaffi í dag“, sagði frú Vernheim ákveðin. Án þess að mæla orð fóru systurnar leiðar sinnar. Allir hlógu. Jafnvel málafærslu- manninum fanst þær fyndn- ar. Þegar búið var að drekka kaffið gekk hann um í garð- inum með föður Geirþrúðar til þess að tala um framtíðar möguleika Hrólfs. Vernheim dró engar dulur á, að hann væri ekkert sérlega hrifinn af ráðagerð þeirra. Þetta varð þeim í hag hjá mála- færslumanninum. — Þegar hann hafði hlustað dálítið á framtíðarmöguleika Hrólfs við járnbrautirnar, fannst honum það ekki vera eins slæmt og hann hafði fyrst haldið. Nú sá hann, að Hrólf ur ga*t vel, ef hann gerði ekki miklar kröfur, reisí bú og kannske komizt vel áfram úr því að hann átti góða að. Þegar þetta ileit ekki svo illa út fyrir Hrólfi, þá ákvað hann að njóta dagsins og skemmta sér með þessari fjölskyldu, sem hann svo ó- vænt hafði komizt í kynni við. Miðdegisverðurinn var mjög skemmtilegur og það var drukkin skál hinna ný- trúlofuðu, þó að þau hefðu ekki hringi. En Mína gamla hristi höfuðið frammi í eld- húsi o*g sagði við jómfrúna: „Það kann aldrei góðri lukku að stýra að skála fyr- irfram. þau gifiast aldrei, munið hvað ég segi------—“ Jómfrúin var blóðrjóð- í kinnum af æsingi. Hún tipl- aði óróleg fram og aftur. Frú Vernheim og dætur hennar höfðu alveg upnið Lísbet á sitt band. Hún var ákveðin í að biðja mann sinn um leyfi til að bjóða bæði Geirþrúði. og móður. hennar til Stokkhólms. Frú Vern- heim hafði sagt, að hún hef ði dvalið langdvölum í Stokkhólmi hér áður, þegar bróðir hennar var p.rófessor við listaháskólann. Það var borðao snemma- á heimili Vernheims. Þegar kapteinninn tók upp flösku í tilefni dagsins, lifnaði hann líka allur sjálfur við. Hann var í sólskinsskapi og smitaði alla með kátínu sinni. Augu Geirþrúðar Ijómuðu og hún brosti. Enginn gat annað en verið glaður. Þórgnýr Mint- he fann, hvernig gagnrýni hans, sem' hann var vanur að brynja sig með, þvarr óðum. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ÞEGAR KÁRI hefur - sótt flug- gæfilega bak spilanna gegn um þið! Spiiin eru öll merkt, en um gi’ænt gler. Og Nelson bar gleraugun, athugar Örn gaum- grænt glerið. með lit, sem aðeins verður græn gleraugu. ■—— Sjáið ÖRN: Datt mér ekki í hug. Sjáið greindur, sé horft á þau gegn þið til dæmis spaðaáslnn, piltar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.