Alþýðublaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 4
4 Föstudagxrr 20. . ágúst 1948 Ræsin á vegum úti. — Nauðsynleg hættumerki eða umbætur á þeim. — Flóabóndi í stúdentsrúmi. Útgefanðl: Alþýðaílokknrina. Ritstjórl: Stefán Pjetnrsson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Mölier. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. 'Alþýð’oprentsmiðjan k.f. ÞING ALÞÝÐUSAM- BANDS ÍSLANDS á kom- andi hausti er kommúnistum mikið og vaxandi áhyggju- eíni. Þeim er ljóst, að íslenzk a'lþýða er staðráðin í að kveða yfir þeim þungan en verðskuldaðan dóm fyrir ó- stjórn þeirra á heildarsam- (tökum hennar og flokkspóli- tíska misnotkun þeirra. Kommúnistar hrutust til valda í Alþýðusambandi ís- lands með svikum og brögð- um haustið 1944. Þeir fram- lengdu hin illa fengnu völd sín þar með sömu starfsað- ferðum haustið 1946. Nú á að reyna að leika sama leik- inn einu sinni enn á komandi hausti- Þessari iðju þeirra var ýtarlega lýst í hinni skil- igóðu grein Helga Hannes- sonar hér í blaðinu í gær: Kommúnistar eru í óða önn að undirbúa klofning Al- þýðusambandsins í haust. Þeir hugsa sér að reka félög úr heilum landsfjórðungi úr sambandinu <til þess að geta enn haldið völdum þar, og þeir þverbrjóta sambands-* lögin og skattleggja félög úr tveimur landsfjórðungum ó- löglega 'til flokkspólitískrar starfsemi srnnar. * Slík eru vinnubrögð þeirra manna, sem fjölyrða mest um „eininguna“ í verkalýðs- hreyfingunni i blekkingar- skyni, en hika aldrei við að reyna að framkvæma það garnla og nýja stefnumál kommúnista, að sundra sam- tökum alþýðunnar, og undir- búa nú að reka smiðshöggið á þá iðju með því að kljúfa Alþýðusamband íslands, ef verka'lýðurinn láti af því verða að binda enda á hin il'la fengnu og enn verr not- uðu völd þeirra þar. Það sýn- ir betur en nokkuð_ annað, hver er umhyggja kommún- ista fyrir verkalýðssamtök- unum og lýðræðishyggja þeirra í xaun og sannleika. Athæfi kommúnista í Al- þýðusambandi Íslands minnir um margt á framferði þeirra í Kaupfélagi Siglfirðinga á sínum itíma. Þetta er engin tilviljun. Það skiptir ekki miklu máli, hvaða fyrirtæki og stofnanir eiga hlut að máli. Vinnubrögð kommúnista eru alls staðar hin sömu, og við- leitni þeirra þarf aldrei nein- um að dyljast. * Þó tekur út yfir allan þjófabálk, þegar kommúnist- ar fjölyrða í ræðu og riti um nauðsyn þess, að dslenzk verkalýðshreyfing standi ut- an við átök stjórnmálabar- áttunnar. í. þessu efni sem öðrum eru orð kommúnista í algeru ósamræmi við verk þeirra. Bréf Brynjólfs Bjarna sonar haustið 1944, þar sem K. M. SKRIFAR: „Nú, þeg- ar umferðarmálin eru ofarlega á baugi og mikið rætt um ör- yggi við akstur, er ekki úr vegi að skjóta því að, hvort fleirum finnist ekki sem mér, að út- búnaður ræsa á vegum úti sé varhugaverður og gæti valdið slysum. En þannig er víðast hvar frá ræsum gengið, að djúp vik eru í vegarbrúnirnar beggja vegna, en vegurinn svo mjór á milli að trauðla verður mætzt þar.“ ,»ÞAÐ ER ILLT að greina þessi vik fyrr en að er komið, því að malarkambarnir báðu megin ræsanna eru hærri en þau og bera hver í annan. Sé nú vikið út á vegarbrúnina fyr- ir öðrum farartækjum er voðinn vís, nema að sé gáð í tíma, en alltaf nokkur hætta á, að at- hygli ökumannsins sé svo bund- in við vegbrúnina sjálfa og far artækið, sem fram hjá fer, að þessi hin þriðja hættan verði honum að falli.“ „SUMSTAÐAR ERU ræsin merkt, en þó tæplega nógu vel. Bezt væri að ræsin væru (allstaðar fyH'ilega jafn breið veginum, en þar sem svo er ekki þyrftu þau að vera greini- lega merkt með áberandi og traustum stólpum, máluðum skærum litum, t. d. rauðum og hágulum skáröndum, sem beggja vegna stefndu niður á við og inn á veginn, og ákjós- anlegast væri að hafa á þeim rauð endurskinsgler („kattar- augu“).“ FLÓABÓNDI staddur í Reykjavík skrifar þetta bréf: „í djúpum kjallara í stórri byggingu, þar sem verðandi lærðir menn búa á vetrum, en að mestu ólærðir á sumrum, er ekki gott að fá viðunandi út- sýn yfir borg, sem vill ekki vera lítil. Hér hafnar maður þó, eftir langa leit eftir lierbergi, þegar komið er út stuttferð aust an yfir heiði. Svalur blær streymir inn um fjári myndar- legan glugga, en ég skima eftir handklæðinu. Líkast til hefur það fokið. Frammi á ganginum er skuggsýnt. Skóhijóð mennta dísanna heyrist þegar hljóðnar í húsinu." lögð vom á ráð um valdarán kommúnista í Alþýðusam- bandinu, afhjúpaði þessar blekkingar kommúnista í eitt skipti fyrir öll. Framferði hinnar kommúnistísku stjórn ar Alþýðusambandsins talar sama máli. Hún hefur ilitið á það sem meginskyldu sína að þjóna flokkspólitískum hagsmunum Kommúnista- flokksins, og hún hefur hvað eftir annað reynt að verða víð þeirri skyldu, þó að hún væri iðulega með því að brjóta augljóslega í bága við -hagsmuni verka'lýðsins. Þessi fjarstæðukenndi mál- flutningur kommúnista er þó ei-gi að síður skiljanlegur. Þeir óttast ekkert meira en að standa reikningsskap gerða sinna sem pólitískir ,»KANDÍS¥KURINN er alveg horfinn jr bænum. En það er komin út bók um blekkingu og þekkingu. Sá sleppa margir molakaffinu. Ég held að bezt sé að hlaupa í stórhópum út í guðsgræna náttúruna og líta milliliðalaust á handaverk skap arans. Þetta gerði ég í gærmorg unn. Sindrandi bjartur sveita- morgun rann upp yfir Flóann. Suður Flóann þeysti norðan-and vari, með leik í stráum og hristi náttdöggina af þeim. Sólblik yf ir norðurfjöllunum. Hversdags hempan út í horn. Ferðahugur í ferðaklæddum ferðamanni. Byrjar heima, heldur áfram gegnum Selfoss í morgunsól, Ölfus og heiðina. Hættir alveg í Reykjavík. Það er eins og þeg- ar minkarnir eru komnir inn í botn í rottuholunum.“ „NÚ ER ÉG KOMINN HÉRNA í botn á stóru bygging- unni. í gær var fegursti sólskins dagur í Reykjavík. Esja stóð blámóðuklædd, eins og hún væri að hugsa um að flytja búferlum norður að Eyjafirði, og þess vegna komin í sparifötin. Manni sýndist stundum að Engey væri að taka sundtökin vestur fyrir jökul. En þetta hafa líklega bara verið hillingar. í dag felast ævintýrin bak við þokugrám- ann.“ „JAFNVEL ANDAUNGARN IR á Tjörninni eru hálfhnípnir. í gær tóku þeir sólbað í hópum, á steinum og í fjörusandi, allt í kringum innhaf Reykjavíkur. Sumir voru að stríplast uppi undir vegarkanti, og harla aka- demískir á svipinn. Kanarífugl- ar skríktu af ánægju í sólbyrgi, — gengið inn frá Hafnarstræti. En í dag eru jafnvel þaulvanir íslenzkir gaddhrafnar súrir. Alveg eins og kaupmaður, sem hefur lítið' til að selja. Þegar ég fer að verzla, vil ég hafa margt og mikið til að selja. Ég vil hafa „slag“ hjá mér á hverj um morgni. Og þá skal ég syngja, — já, eins og andar- ungi!“ „EKKI VEIT ÉG hvort það er akademiskt að vera með gaddhrafnaþanka á gamla Stúd entagarðinum. Þess vegna sný Framhald á 7. síða. húskarlar Kommúnista- flokksins í Alþýðusambandi íslands- Þess vegna biðja þeir þess ilengstra orða, að ekki sé minnzt á stjórnmál í sam- bandi við Alþýðusambandið! En íslenzkur verkalýður er staðráðinn í að svara ó- hæfuverkum kommúnista á verðsbuldaðan og viðeigandi hátt. Hann unir ekki lengur niðurlægingu heildarsamtaka sinna undir stjórn Hermanns Guðmundssonar, Jóns Rafns- sonar og Guðmundar Vigfús- sonar. Hann ætlar að leysa þessa menn frá störfum þeirra sem húskarlar Komm- únistaflokksins í Alþýðusam- bandi íslands og sækja þá til ábyrgðar fyrir að hafa gert musteri íslenzkrar alþýðu að ræningjabæli. verður íialdið í Reykjavík í miðjum nóv- ember næstkomandi. Fundarstaður og setningardagur þings- ins verður auglýstur síðar. Sfefán Jóhann Sfefánsson formaður. Gylfi Þ. Gíslason ritari. MOTORBATUR 45 brúttó tonn, byggður í Danmörku 1945 með ,,krydserhekk11. 180 hiestafda BUKH diese'lmot- or, olíutönikum, „kombinieruðu spilá“, nýjum seglum, rafmagnsljósum, viðtökutæki og senidi- stöð, lukar fýrir fjóra merm, ffiuhkommy vönd- uð vieiiðarfæri. Báturirni' er að öllu llieyti1 eiins og nýr og verður afgreiddur þeigar. Verð: Kr. 210.000 og staðgneið'ilst. SKIPASMÍÐASTÖÐ „LILLEÖ“ A/S KORSÖR — Danmörku. i*-- - R£Gr> Kápur og dragtir nýkomnar. C§. Ci. {JierMMen & (0. Laugaveigi 48. Vikurplötur 5, 7, 8 og 10 cm. Gjallplötur (Seyðishólagjaili.) til einiangrunar v. . og í miiliveg'gi. Vikurholsteinn. llssa Sími 1291.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.