Alþýðublaðið - 23.12.1948, Síða 1

Alþýðublaðið - 23.12.1948, Síða 1
Verkfalláöéiröir ú Frakklcindi Myndin er frá vexkfalls'óairðunum á Frakklandj í haust og sýnir viðureign löreglumanna og nokkurra kommúnistískra óeirðaseggja úr hópi námamanna, sem áttu í verkfalli. © 9 HARRIMAN, framkvæmda stjóri Marshallaðstoðarinnar í Evrópu, flutti ræðu í París í gær, þar sem hann lauk miklu lofsorði á framkvæmd Marshallaðstoðarinnar í hin- um ýmsu Evrópulöndum og kvaðst sannfærður um, að hvtn myndi koma að tilætluð um notum og tryggja efnahag og atvinnulíf hlutaðeigandi þjóða í framtíðinni eins og vonir forgöngumanna hennar hefðu staðið til- sfað verði bundinn endi á vopna- viðsktpfin þar eysfra ■— ■»------- ÖRYGGISRÁÐIÐ kom saman til fundar í gær til að ræða jrlðrofin á Jövu, og lá fyrir ráðinu tiliaga frá Ástralíu, Ind- landi og Filippseyjum þess efnis, að öryggisráðið hlutaðist tíl um, að Hollend'ngar hæítu þegar í stað vopnaviðskiptunmn þar austur frá. Kom fram á fundinum eindregin fordæming á aðför Ilollendinga að Indónesíumönnum, og forseti öryggis- ráðsins, dr. Jessup, kvað það skilyrðislausa kröfu Banaaríkj- anna, að þegar í stað yrði bundinn endi á árás Hollendinga, sem ekki yrði afsökuð með neinum framhærilegum rökurn. í ræðu sinni gerði Harri- man einnig að umræðuefni hluldeiid verkalýðsir.s í Mar shallaðstoðipni frá upphafi. Hann sagði, að alþýðusamtök ín í hinum frjáisu löndum Evrópu hefðu slegið skjald- borg um Marshallaðstoðina og ættu drýgstan þáttinn í hinni giftusámlegu fram- kvæmd hennar. Kvað hann þetta vel farið, enda hefðu einmitt verkalýðssamtökin í Bandaríkjunum haft for- göngu um, að efnt var til MarshaMaðstoðarinnar eftir að hugmyndin um hana hafði vérið fram borin af MarshaM. utanríkismálaráðherra og tek in upp af stjórnarvöldum Bandaríkjanna. Fulltrúar Hollendinga og Indónesíumanna skýrðu ör. yggisráðinu frá viðhorfum 'þjóða sinna. Fulltrúi Indó- nesíumanna líkti aðför og friðrofum Hollendinga við árás Japara á Pearl Harbor á sínum tíma og bar á móti því, að Indónesíumenn hefðu haft í hyggju að ráðast á Hol lendinga á Jövu. Fulltrúi Hol lendinga taldi þetta mál hins vegar öryggisráðinu óviðkom andi, þar sem vopnaviðskipt in þar austur frá ættu sér stað á hollenzku landi og væru á engan hátt ógnun við heimsfriðinn. Hann kvað Hol lendinga hafa gripið til sinna ráða á Jövu ti'l að stöðva hermdarverk þar og tryggja, að indónesíska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér þá forustumenn, sem hún sjálf æskti. Hollenzki fulltminn _ kvað kommúnista að sönnu ekki sitja við völd í Indónesiu, en stjómin bar hefði notið stuðn ings kommúnista og þess hefði mátt vænta, að komm. únistar hrifsuðu öll völd þar í sínar hendur fyrirvara- laust- Sagðí hann, að fram ferði kommúnista ■- á Jövu væri hið sama og samherja þeirra í Malajalöndum og Burma og taldi óhjákvæmi- legt fyrir Hollendinga að gera nauðsynlegar ráðstafan ir gegn þeim. Framhald á 8. síðu. Bandaríkin hæita ailri Mar- ♦ Eogin tryggiog fyrir því, aS húo sé ekki ootyð í hernatSárskyni. —— -----—»—— EFNAHAGSSTÖFNUNIN í WASHINGTON ákvað í gær, að allri Marshalíaðstoð við Austur-Indíur yrði fyrirvara- íaust hætt um óákveðinn ííma, og var tekið fram af fram- kvæmdastjóra hennar, þegar hann gerði ákvörðim þessa heyr- inkunna, að hún væri tekin í samráði við síjórn Bandaríkj- anna og með fullu samþykki hennar. Er litið svo á, að hér sé um að ræða svar af hálfu Bandaríkjanna við friðrofi Hollend- inga á Jövu ekki síður en ráðstöfun til að fyrirbyggja, að fé Marshallaðstoðarinnar verði varið beint eða óheint til hern- aðarþaría. Austurdndíur hafa þegar* fengið 60 milljón dollara fjár- veitingu á vegum Marshallað- stoðarinnar. Sagði fram- kvæmdastj óri eJEnahagssam- vinnustofnunarinnar, að hún hefði én'ga tryggingu fyrir því, að fé þessu yrð.i ekki varið i hernaðai's'kyni, ef fjánveiting- arnar héldu áfram, en aldrei hefði verið til þess ætlazt, að Marshallaðstoðin yrði notuð í hernaðarskyni og stjórn Bandaríkjanna væri staðráðin í að fyrirbygigja, að slí'kt ætti sér stað og þess vegna hefði ákvörðunin um að hætta fjár- vedtingum til Austur-Indía verið teldn svo fyrirvara- laust. Sendiiierra Hollendinga í Washington bar á móti því í gær, að Hollendimgar fcefðu misnotað Marshallaðstoðina í hernaðarskyni og kvað þá aldrei mundu smðganga regl- ur og fyrirmæli efnahagssíáti- vinnustofnunarmnar um ráð- stöfun fjárihs. FuMtrúi Indón- esíu í Washingtoru gaf hins vegar i skyn, að hernaður Hollendinga á Jövu byggðist beint eða óbeint á aðstoð þeirri; sem Hollendingar hefðu fengið á grundvelli Marshall- aðstoðarinnar. Fagnaði hann áfcvörðun efnahagssamvirmu- stofnunarinnar og kvað hana skýlausa sönnun þess, að Bandaríkjastjórn væri stað- ráðin í að binda enda á.vopna- viðskiptin á Jövu með því að, sýna HoMendingum fulla ein- urð og alvöru. Fyrsti allsherjarfund- ur norsk-íslenzka sambandsins í Ósló HINN 30. nóvember hófust í Osló mikil hátíðahöld í til- efni af aldarfjórðungsafmæli hins kunna Héraðssambands Noregs (Norges Herredsfor- ' Frh. á 7- síðu. Vinnustöðvun hjá verkalýösfélaginu í plafsvík? VINNUSTÖÐVUN átti að hefjast á miðnætti í nótt hjá verkalýðsfélaginu Jökli í Ól- afsvík, ef ekki tækjust samn ingar fyrjr þann tíma milli verkalýðsfélagsiœ og at- vinnurekenda. Samninga- rnenn komu saman til fundar síðdegis í gær, en ekkert hafði blaðið frétt af þeim fundi í gærkveldi. Tojo og félagar hengdir í Tokyo á lágnælti í fyrrinóit TOJO, fyrrverandi forsæt isráðherra Japana, og sex fé lagar hans voru hengdir í Tokyo í fyrrinótt, en þeir höfðu fyrjr nokkru verið dæmdir til lífláts fyrir stríðs glæpi. Menn þessir höfðu all ir sótt um náðun, en henni var synjað. í dauðadómi Tojos var tek ið fram, að hann hefði gerzt sekur um fleiri og hryllilegri glæpi en .nokkur maður ann- ar, sem til þessa hafi verið dreginn fyrir lög og dóm. Að eins einn hinna ■ sex. féslaga Tojos liafði ekki verið her- maður, ,en hann var sekur fundinn um að æsa til árásar styrjaldar og bera ábyrgð á stríðsglæpum. Hinir fimm voru-aMir sekir fundnir um marga og hryllilega stríðs- glæpi, auk ýmissa annarra af brota- Ekkert var fyrirfram til- kynnt um, hvenær dauða- dómi Tojos og félaga hans yrði fulinægt, og MacArthur neitaði blaðamönnum um leyfi til að vera viðstadda aftökuna. Aftakan fór fram á lágnætti í algerri kyrrþey.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.