Alþýðublaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.12.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝPUBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. ffes- 1948. Útgefandi: Alþýðuflokknrinn Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Eenedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möiler. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bókin, sem kemur ót tvisvar á ári. — Bókasalan meiri en í fyrra. — Um vinsælan útvarpsþátt. — Lyf, sem ekki fást, en læknar segja sjúklingam að kaupa. ÞJÓÐVILJINN heldur á- fram blekkingarskrifum sín- um um hinar nýju dýrtíðar- ráðstafanirríkisstjómarinnar. Margt hefur hann óskynsam lega mælt um þet-ta mál, en iengst gengur hann þó í þjón ustunni við lygina í forustu- grein sinni í gær. Þar er því haMið fr-am, að aliar álögur vegna þessarar löggjafar hafi verið lagðar á herðar alþýð- unnar og launþeganna í land inu. Þó veit Þjóðviljinn það vafalaust, að meirihluta þess fjár, sem dýrtíðarsjóði er æt] að, er ekki aflað með sölu. skattinum, sem hann berst nú á móti, enda þótt íslenzka ríkisstjórnin hafi fengiö fyr irmyndína að þessari tekju.- öflun frá sjálfum kommún. istapáfanum austuúí Moskvu. Skattur á bílabrask á svört- um markaðj og fjölmargar aðrar óþarfavörur, sem yíir síéttirnar veita sér, en alþýða manna hefur hvorki hug á a3 eignast né ráð á að kaupa, er ekki áhrifalaus í þessu sam- bandi, þó að hann fái óbein- línis þann dóm hjá skriffinn um Þjóðviljans, að þetta séu þrælabyrðar á herðar al- þýðunnar! Hitt er svo mál út af fyrir sig, að Þjóðviljinn fjargviðr. ast mikið yfir þvi, að árar.gur inn af þessum ráðstöfunum víerði enginn. Honum er að sjálfsögðu sama um það, þó að bátaútvegurinn stöðvisí, því að kommúnistar lifa í þeirri trú, að hrun og öng- þveiti verði vatn á þeirra myllu. En þjóðin mun áreið aniega líta svo á, að það sé meira en lítill árangur af dýrtíðarlöggjöfinni, ef aðaL atvínnuvegi hennar verður forðað frá stöðvun, og sá er íilgangur alþingis og ríkis- stjórnar, þó að kommúnistar berj þessa aðila níði og rógí fyrir athafnir sínar. * Þjóðin mun einnig gera mikinn mun á þeirri leið, sem farin var að frumkvæði Al- þýðuflokksins, og gengis- lækkun eða frekari kaupskerð ingu eins og margir áhrifa- menn samstarfsflokkarma lögðu til. En Þjóðviljinn sér engan mirn á þessu- Hann leggur þvert á móti svo mikla áherzlu á í É. í’Begja . og níða Alþýðúflokkinn fyrir úrræði hans, að það er ótrúlegt, að hann hefði ráðið yfir stærrj fúkyrðum, þó að gengislækk un eð'a frekari kaupskerðing hefði orðið fyrir valinu. Þetta sannar betur en nokkuð ann að, að það eru <ekki hagsmun- ir alþýðunr.ar og launþeg- anna, sem kommúnistar bera fyrjr brjósti. Þeir hugsa um það eitt, að reyna að þyrla ÞAÐ ER ÞRONG alla daga við gluggann við Hressingar. skálann. Rafskinna kemnr ætíð út fyrir hver jól, og sundum Iíka á vorin, og ailtaf vekur þessi bók Gunnars Bachmann jafn mikla athygli. Bachmann er uppfinningasamur og honum tekst ætíð að hafa þessa bók sína þannig úr garði gerða, að hún er ætíð eins og ný. Raf- skinna er þannig, að hún setur svip á bæinn og því sjálfsagt að geta þess ætíð í annálum, þegar hún kemur. í DAG og í kvöld verður mikil þröng á götunum í Reykja vík, og gera má ráð fyrir því, að röng verði mikil í verzlun- ununi og þá ekki sízt í bóka- verzlununum. Vilhj. Þ. Gslason kvað hafa sagt í útvarpinu fyrir nokkrum dögum, að nú væri heldur minni bókasala í Reykja. vík en til dæmis í fyrra. Upp- lýsingar, sem ég hef fengið víða að, segja allt annað; samkvæmt þeim er bókasala meiri nú en í fyrra; enda fæst nú enn minna af öðrum vörum en bókum held- ur en í fyrra. Maður kemur líka varla svo inn í bókabúð um þess ar mundir, að Þar sé ekki fullt af fólki. AKUREYRINGUR skrifar: „Þar sem svo margir fá rúm í pistlum þínum, langar mig til að biðja þig fyrir nokkrar línur. Nýlega voru flutt skemmtiatriði í útvarpinu okkar, sem leikarar úr „Biönduðum ávöxtum“ önn- uðust. Það er alveg óhætt að segja það, að það vakti almenna hrifningu hér. Fjöldinn allur af hlustendum utvarpsins var heima hjá sér, því úti var stór- hríð og því lítið um skemmtanir annars staðar. VIÐ FÁUM EKKI svo mikið af þlönduðum ávöxtum til að seðja líkamann með-, svo okkur- veitti ekki af að fá þá til að endurnæra sálartetrið, núna í skammdeginu. Skilaðu þakklæti til þeirra allra, sem önnuðust þessi skemmtiatriði, og vonandi fáum við að heyra til þeirra mjög fljótt aftur. . AFTUR Á MÓTI þykir mér ekki mikið til koma meginþorra þess þáttar, sem í útvarpinu er tileinkaður unga fólkinu. Svo langar míg að fá að vita, hvers vegna sé sérstaklega getið um í veðurfregnumi á morgnana, að sólskin hafi verið í Rej’kjavík svo og svo langan tima á dag, meira að segja er höfð svo mikil nákvæmni við þetta, að það er getið um það, þó að ekki sé nema um fimm mínútur að ræða.. Sama er að segja um úr- komuna; stundum er hún vart mælanleg. Ég hef aldrei getað skilið þetta fyrirbrigði, nema ef það á að minna okkur á, að þakka forsjóninni fyxir það, ef sólskin er í Reykjavík eða úr- komulítið þann og þaxm dag- inn.“ ÓLÖF SKRIFAR: ,,Ég hef nú um langt skeið reynt að fá iyf, sem eitt hafur reynzt mér bót á langvarandi sjúkdómí, en j hefur verið ófáanlegt mánuðum I saman. Ekki skyldi ég kvarta, ef ég heldi að þetta væri undan- tekning. En því miður veit ég bæði af eigin reynslu fjölskyld- f'ramh. é 7. síðu upp pólitísku rnoldviðri, en ekki að meta bá leið, sem far in var, og hinar, sem ekki voru famar. Svo kemur gamli söngur- inn um, að Alþýðuflokkurinn hafi svikið umbjóðendur sína og stefriuskrá með þvi að hlut ast ekki til um, að byrðarn- ar væru lagðar á breiðu bökin og heildsalarnir látnir borga ; útgerðarbrúsann. Út af fyrir, sig er þassi málflutningur naumiast svaraverður, því að byrðarnar hafa fyrst og fremst verið iagðar á breiðu bökin. En af því að Kcmxn- únistaflokkurinn á forsögu í þessu máli er ekki úv vegi að gera hana nokkuð af um ræðuefni af þessu tilefiii. * Þessar ásakanir Þjóðvilj- ;ans í garð , Alþýðuflokkgins mótast af því, að Alþj'ðu- flokkurinn er í stjórn, en Kommún í st aflokku ri n n uian -stjórnár. Eh kommúnistar hafa setið í stjórn á íslandi- Þá lýsti annar ráðherra þeirra, Áki Jakobsson, yfir því, að heildsalarnir skyldu hljóta róttæka afgreiðslu, en af hreinlætisástæðum er ekki vert að lýsa þessari ráða gerð Áka nánar, er.da er hún þjóðkunn. Nú ætti Þjóðvilj- inn við þóknanlegt tækifæri að gefa upplýsingar um, hvernig Áki Jakobsson hafi efrit þetta fyrirheit 'siít. Sé sannleikurinn sá, að hann hafí ekki reynzt maður til að standa við orð sín um af- greiðslu á heildsalastéttinni, er naumast sanngjarnt af Þjóðviljanum að ásaka Al- þýðuflokkinn fyrir að hafa ekki orkað því, sem kommún istar sjálfir komu ekki í verk. Kommúnistar voru sem sé bundnir í þessu efni eftir yf irlýsingu Áka Jakobssonar, en Alþýðuflokkurinn hefur j ekki gefið slíka yfirlýsingu I og er því ekki af henni bund inn. Dómur staðreyndanna er sá að kommúnistar hafa í orði þótzt viílja skeíða for- réttindi hinna ríku í þjóðfé laginu og látið þar við sitja, 6n Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar unnið að því í verki með miklum árangri, Alþýðublaðið er þess vegna óhrætt við það, :að þjóðin geri samanburð á Alþýðu flokknum og Kommúnista flokknum í þessu efni sem öðrum. En það er mikil á- stæða til þess að ætla, að Þjóðviljinn sé öMu kvíðnari við þennan samanburð, þeg- ar til alvörunnar kemur, þó að hann reynj nú að bera sig mannalega og viðhafi orð bragð hins ábyrgðarlausa. desemberhefiið kemur ú! í elag Vinnan verður seld í bókabúðum eftir kl. 2 e. h. og einnig á götum bæjarins. — Vegna þess að allar kaupendaskrár hurfu úr skrifstofu Alþýðusambandsins með .fyrr- verandi sambandsstiórn, eru fastir áskrif endur Vinnunnar vinsamlegast beðnir að vitia ritsins í skrifstofu sambandsins í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. ÆLÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. frá Viðskiptanefnd um endur- eidri levfa o. fl. Öll leyfi til kaupa og mnflutnings á vörum svo og gj:aldeyrisleyfi eingöngu falla'úr gildi 31. desember 1948, nema að þau hafi verið isérstaMega árituð um ’ að þau giltu fram á árið 1949 eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári, enda séu slík leyfi gefjn út eftir 19. nóvember s-1. Nefndin mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa ef tuil.gildar sannanir eru f«erðar fyr- ir, að varan hafi verið keypt og greidd samkvæmt gildandi leyfi eða pöntuð samkvæmt gildandi leyfi og seljandi lofað afgreiðslu innan hæfilegs tíma- í sambandi við umsóknir hm endurútgáfu leyfa o- fl. í bví sambandi, vill nefndin vekja athygli umsækj enda, banka og tollstjóra á eítirfanandi atriðum: 1) Eftir 1- janúar 1949 er enga vöru hægt að toll- afgrei&a, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfutn, sem falla úr gildi 1948, nema að þau’haflver- ið gefin út að nýju. 2) Viðbótarleyfisgjald V>% verður innheimt við afliendingu á endurútgefnum leyfum. Leýfi, sem gef- in eru út fyrir 31.12. 1948 með gildistíma fram á árið 1949 eru ekki nothæf við tcllafgrejðslu fyrr en við- bótarleyfisgjaldið, V2 af hundraði, hefur verið greitt, og I-eyfin árituð þar um- 3) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum bankiaábyrgðum, þótt leyfi hafi verið áritað fyrjr á- byrgðarupphæðinRi. Ber bví viðkomandi banka, áður en hann afhendir slík leyfi til endurnýjunar, að bak- færa áriturxina á leyfinu eða á annan hátt sýna greini- lega með áritun sinni á leyfið, hve mikill híuti ábyrgð arinnar er óuppgerður. 4) Eyðublöð fyrir endurnýjunarbeiðrir ileyfa fást á skrifstofu nefndarinnar og bönkurum í Reykjavik, en út á landj hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og banka útibúum. Eyðublöðin ber að útfylla eins og forrnið segir til um. Þess ber að gæta að ófullnægjandi frá- gangur á umsókn þýðir töf á afgreiðslu málsins. 5) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri leyfum fy,rir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Beiðnjr um endurnýjun annarra leyfa má þó ekki sarneina í einni umsókn- Allar umsóknir um endurútgáfu leyfa frá inn- flytjendum í Reykjavik þurfa að bafa borizt skrif- stofu nefndarinnar fyrir kl- 5 þann 3. janúar 1949. Sams konar beiðnir frá innflytjendum utan Reykjavik ur þurfa að leggjast í póst til nefndarinnar fyrir, sama tíma. Til að hraða afgreiðslu endurnýjunarbeiðna verð ur skrifstofa nefndarinnar lokuð fyrstu dagana í jap- úar. Auglýst verður síðar hve lengi hún verður lokuð og einnig á hvaða stað og tíma hin endurnýjuðu leyfi verða afhent. Reykjavík 21. des. 1948. Viðskipianefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.