Alþýðublaðið - 18.02.1949, Page 4

Alþýðublaðið - 18.02.1949, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÖ Fösíudagur 18. febfúar 1949. Ctgefanðl: AlþýðuflokkurinB Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmunðsson Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Áuglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f ÞAÐ er tíðkað mjög' í seinni iíð, ekki aðeins hér á iandá, heldur og víðast um heim, að tala- um ,,ríkisbákn- ið‘‘, sem stöðugt sé að færast í aukana, og að' kvarta yfir sívaxandi kostnaði þjóðanna af því. Og sannarlega verður því ekki neitað, að þelta tal hefur við mörg rök að styðj- ast. Ríkísváldið hefur vaxið stórkostlega með flestum sið- menntuðum þjóðum á síðustu öld, ekki hvað sízt á allra síð- ustu áratugum, og opinber út- gjöld að sjálfsögðu farið mjög' vaxandi við það. Engu að síður ber að taka þessu tali með mikilli varúð og að gera þar skarpan grein- armun tvenns: .annars vegar þess skilningsleysis, sem fram kemur á óhjákvæmilegri nauðsyn vaxandi ríkisvalds í nútímaþjóðfélagi, hins vegar þeirrar sjálfsögðu- kröfu alls almennings, að því séu ávallt viss takmörk sett til verndar persónulegu frelsi, og að hon- um sé ekki fjárhagslega í- þyngt með neinu óþörfu skrif- stofubákni. * Við rólega ihugun getur engum víðsýnum manni blandazt hugur um það, að þjóðfélag, sem byggt er á grundvelli lýðræðis og þeirr- ar vaxandi samábyrgðar, sem því fylgir, um afkomu og vel- ferð alls ah-nennings, hlýtur að þarfnast mjög fjölþætts ríkisvalds -til þess að gegna þeim mörgu og mikilvægu hlutverkum, sem af því er krafizt. Þegar til dæmis litið er á þróun ríkisvaldsins hér á landi, sem á örfáum áratug- um hefur orðið að byggja vita og hafnir kringum allt land, leggja vegi og síma um landið þvert og endilangt, taka að sér strandferðir, koma upp rafveitum, reisa síldarverk- smiðjur, gangast fyrir bygg- ingu verkamannabústaða, hyggja upp víðtækt og fjöl- þætt kerfi alþýðutrygginga og jafnvel á allra síSustu árum í vaxandi mæli orðið að taka að sér yfirstjórn allra við- skipta við útlönd og alls at- vinnureksturs innanlands, þá er það vissulega engin furða þótt ríkisbáknið hafi vaxið og kostnaður við það margfald- azt. Og við nánari afhugun er sízt ástæða til að harma það; svo stórkostlega bætt Iífskjör hefur þessi þróun fært þjóð- inni á fáum áratugum. Að þessu leyti á hið sífellda tal um ríkisbáknið og óþol- Óstundvísi kvikmyndahúsanna og óregla almenn- ings. — Furðulegur erindaflutningur til útlanda. — Ljóslevsið kringum Sjómannaskólann. ÓSTUNÐVÍSI ÍSLENDINGA er viðbrugðíð. Aldrei byrja fundir á réttum tíma, aldrei byrja skemmtanir á réttum tíma. Það mun vera svo rétt um það bil að guðsbjónustur befj- ist réttsundis. Oft oíí mörgum sinnum hefur verið' rætt um betta, en ósíundvísin virðist sízt fara minnkandi. enda gríp- ur hún inn í æ fleiri greinar ■ þjóðlífsins, forstjórar koma of seiní, skrifstofuþjónar koma of seint, allir koma of seint, nema sendisveinnhm fyrstu fjóra til fimm dagana, sem hann vinnur á hverjum síað. Og verkamenn koma margir of seint, bó að þar sé líkast til einna minnst um fram á erindum Bjarna Guð- mundssonar blaðafulltrúa í út- varpi til útlanda tvisvar sinn, um undanfarið. í fyrra sinnið réðist hann gegn Lofti Guð- mundssyni fyrir kvikmynd hans, og í síðara skiptið gerði hann 'skipun forstjóra fyrir þjóðleikhúsið þannig að umtals- efni, að sízt átti það erindi til annarra landa. Vel má að sjálf. sögðu gagrirýna kvikmynd Lofts og eins má minnast á urn- ræður, sem verið hafa um skip. un forstjóra þjóðleikhússins. en bein árás á kvikmyndatöku- manninn og eins á mann, sem einhverjir hafa sagt að til mála liefði komið í hina veglegu -stöðu þjóðleikhússins, nær ekki nokkurri" átt, að minnsta kosti ekki í þessu útvarpi. óstundvísi. SÉRSTAKLEGA HEFUR ver. ið kvartað undan því. að kvik- myndasýningar byrji aldrei ' réttst,undis. Og það er alkunn staðreynd. Nú lief ég séð viðtal við bíókarl sem segir, að ekki sé hægt að loka húsinu rétt- stundis, því að það geri kvik, i myndahússgesti svo óánægða. Það getur þó ekki átt við þá gesti, sem ætíð koma réttstund- is, heldúr hina, hengilmænurn. ar, sem ekki koma á réttum tíma. Kvikmyndahúsin eiga engum skyldum að gegna við þá, sem koma of seint. Þau eiga skyldum að gegna við alla þá mörgu, sem koma á réttum tíma. Og ef kvikmyndahúsin hefja ekki sýningar á réttum tíma. eru þau að bregðast skyldu við þá. ÞETTA VILDI ÉG SEGJA, þegar rætt er um óstundvísina. Með því að byrja sýningar ekki réttstundis eru kvikmyndahús. in að auglýsa, að ekkert mark sé talíandi á auglýsingum þeirra. Með því að gera það eru þau að ala upp óstundvísi í almenn- ingi. Vilja nú ekki kvikmynda- húsaeigendur, sem allir eru góð ir drengir og gegnir, halda fund með sér og ákveða, að héðan í fr.á skuli allar sýningar byrja réttstundis. ÉG VERÐ að taka undir þá gagnrýni, sem komið hefur ANNARS MUN menntamála- ráðherra nú hafa ákveðið að auglýsa stöðu þjóðleikhúss- stjóra,; og sýnist það þá vera langt úr vegi að hefja árásir í útvarpi til annarra landa á einn einstakling, sem maður veit ekki einu sinni hvort muni sækja um stöðuna. Útvarpsráð mun nú hafa rætt þetta mál á fundi sínum síðast liðinn þriðju- dag og talið, að hér hafi verið um að ræða trúnaðarbrot af halfu fyrirlesarans, og mun hann hafa verið víttur. Mun mönnum þykja sem það hafi ekki verið úrhendis, hvaða skoðanir sem menn annars hafa á kvikmynd Lofts og umræðum um val á manni til að gegna stöðu þjóðleikhússtjóra. ÞAÐ ER MJÖG KVARTAÐ undan Ijósleysi í kringum Sjó- mannaskólann. Mikið af fólki stundar nám í skólanum eins og kunnugt er, og það eins á kvöld in og á daginn. Þá er veðurstof- an í skólanum. og verður starfs fólk hennar að fara út og lesa af mælum, en reynist stundum næstum því ókleift vegna myrkurs. Er það sannarlega all hjákátlegt, að ekki skuli vera hægt að lesa af mælum veður stofunnar vegna ljósleysis í þess ari borg rafmagnsins. KUNNUGT ER, að í kring um Sjómannaskólann eru tor- (Frh. á 7. síðu.) AlþýSublaðið, Skutull og Árroði, eru aí- greidd til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá Gunnari Kristjánssyni Bíldudal. Gerist áskrifendur. sndi al Slfðybfai neyfinu. í TILEFNI af blaðaskrifum út af skýrslu Afengisvarnar- nefndar Reykjavíkur þykir dómsmálaráðuneytinu rétt að taka þetta fram: Hinn 13. okt. f. á. skrífaði Afengisvarnarnetfnd Reykja- víkur ráðuneytinu og bað um 10 þúsund króna fjárveitingu til ýmissa útgjalda. Ráðuneyt ið svaraði með bréfi, dags. 19. okt. og bað um frekari grein- argerð. Hinn 24. nóv. sendi A- fengisvarnarnefnd greinar- gerð sína, og fór þá fram á 50 þúsund króna fjárveitingu fyrir árin 1948 og 1949. Þessa greinargerð Afengisvarnar- nefndar sendi ráðuneytið fjár veitinganefnd alþingis hinn 30. nóv. til frekari fyrirgreiðslu, því að vitanlega er það á valdi alþingis en ekki ráðuneytisins ISLENDINGAR voru meðal tíu þjóða. sem nýlega undirrit uðu samning um takmörkun fiskveiða og verndun fiskimiða á norðvestanverðu Atlantshafi, að því er New York Times skýrði nýlega frá. Voru samn- in.garnir undirritaðir í Washing ton að afloknum fundi, sem Bandaríkjamenn boðuðu til. Samkomulag þetta mun ná yifr fiskimiðin undan strönd- um Nýja_Englands og Kanada, Nýfundnalands og allt til Græn lands. Hefur fiskveiði á miðun um úti fyrir norðausturströnd Bandaríkjanna farið rýrnandi jafnframt því, sem fleiri skip frá Evrópu sækja vestur um haf síðan veiðar voru takmark aðar í Norðursjó. Ekki er kunnugt um nánari fyrirmæli samnings þessa, en fulltrúar íslendinga, sem þarna voru, eru ókomnir heim. Þeir voru Thor Thors sendiherra, og að heiman Árni Friðriksson fiskifræðingur og Hans Ander- son þjóðréttarfræðingur. að ákveða slíkar fjárveiting- ar. Var Áf.engisvarnarnefnd svo tilkynnt bréflega samdæg' urs að erindi hennar hefði ver ið sent fjárveitinganefnd. andi kostnað af því engan rétt á sér. Hér er aðeins um að ræða eðlilega og óhjá- kvæmilega þróun i hverju lýðræðisþjóðfélagi, þróun, sem hefur fært öllum almenn- ingi áður óþekkt öryggi; og því ætti að minnsta kosti al- þýðuhreyfingin í landinu sízt að taka undir þann söng, sem viss afturhaldsöfl eru sífellt með um ,,ofvöxt ríkisvalds- ins“. Enda verður í þessum efnum hjóli sögunnar áreiðan- lega ekki snúit) við, hvaða óskadrauma, sem einstakir steingervingar úreltra stétta kynnu um það að hafa. * Hitt er svo annað mál, að mjög mikið veltur á því, að á hinu aukna ríkisvaldi sé hald ið á hverjum tíma af fullkom inni ráðdeild og að þar sé með al annars gætt ýtrasta sparn- aðar til þess að íþyngja al- menningi ekki fjárhagslega að nauðsynjalausu. Hjá vissum mistökum verður að vísu að sjálfsögðu hvergi komizt. Og það er sameiginieg reynsla allra þjóða, sem sömu þróun- arbraut hafa gengið og við á síðustu áratugum, að hið sí- vaxandi hlutverk ríkisvalds- ins feli í sér nokkra hættu á óþörfum vexti embættis- mannastéttarinnar og skrif- stofukerfisins á vegum 'henn- ar. -Hér er það, sem talið um ríkisbáknið og kostnaðinn af því á fuilan rétt á sér og rík- isvaldið þarf að hafa aðhald almennings. Og e.ngurn ætti að vera það kærara, að úr öllum mistökum sé bætt í þessum efnum en einmitt þeim, sem vitandi vits hafa stutt þróun og' eflingu ríkis- valdsins á grundvelii lýðræð- isins til þess að bæta lífskjör og auka félagslegt öryggi alls aimennings. Því ber þess vegna að fagna, ’ að núverandi ríkis- stjórn okkar hefur nú hafizt handa um merkilega löggjöf, sem miðar að stórauknu eft- irliti með rekítri ríkisins og ríkisstofnana í því skyni, að skipuleggja alia starfsemi hins opinbera sem bezt, spara i því útgjöld til óþarfs skrif- stofuhalds og mannahalds og stöðva alla ónauðsynlega út- þenslu ríkisbáknsins. Hér er vissulega rétt spor stigið í rétta átt. Hér er ekki um ' neinn óskadraum aftur- haldsins að ræða, að snúa hjóli þróunarinnar við til þess að draga úr hlutverki og framlagi ríkisvaldsins til al- menningsvelferðar, svo að einstaklingar gamalla yfir- stétta hafi þvi frjálsari hend- ur og geti grætt því meira. Hér er aðeins uni það að ræða að skapa sem mesta ráðdeild í öllum rekstri hins opinb.era og að gæta þar ýtrasta sparn- aðar með sameiginlegan þjóð- arhag fyrir augum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.