Alþýðublaðið - 21.05.1949, Side 1

Alþýðublaðið - 21.05.1949, Side 1
Fundur Kvenfélags Alþýðuflokks- ins á mánudag. KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS heldur félags- og skemmtifund á mánu- dags kvöld kl. 8,30 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Á fundinum verður rætt um félagsmál, formaður félags- ins, fru Soffía Ingvarsdótt- ir talar, frú Sólveig Sveins- son flytur erindi, en auk þess verður upplestur og lagsins í vor, og er þess ósk- dansað á eftir. Þetta et síðasti fundur fé- að, að konur fjölmenni. Bátar írá Akranesi reyna hina nýju dönsku síldarvörpu Feogy 25 hyooor síldsr suður í Mið- nessjó í fyrrnótt. TVEIR BÁTAR, „Böðvar“ og „Keilir“, fóru út frá Altra- nesi í fyrrakvöld með hina nýju, dönsku síldarvörpu og reyndu hana suður í Miðnes- sjó. Fengu þeir 10 tunnur síld— ar strax í fyrsía kasti, og 15 tunnur í hinu þriðja; en ann- að kastið mistókst. Vitað er, að bátarnir reyndu tvö 'köst á sömu slóðum í gær; en ókunnugt var í gærkveldi um árangur þeirra. Báturinn „Sveinn Guð- mundsson“ frá Akranesi var með reknet í Miðnessjó í fyrri nótt og fékk 25 tunnur síldar. En Bevin, Schuman og Ácheson koma saman á séríund í dag - ............«» --- Bevin var kominn til Parísar í gær, Aehe- son er væntanlegur árdegis í dag FUNDUR UTANRIKISMALARAÐHERRA FJÓRVELDANNA um Þýzkalandsmálin hefst í París á mánudag, en í dag hittast þeir Bevin, Schu- man og Acheison og be-ra saman ráð sín um afstöðu Vesturveldann a til 'þéirra mála, ístem fundurinn kemur til með að fjalla um, en ráðunautar þeirra hafa undir- búi!ð sérfun'd þennan síðustu daga. Ernest Bevin, utanríkismálaráðherra Breta, kom til Paris- ar í gær og átti skömmu síðar viðræðu við Robert Schuman, utanríkismálaráðherra Frakka. Dean Acheson, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, er hins vegar væntanlegur til Parísar árdegis í dag. Acheson átti viðtal við blaðamenn áður en hann lagði af stað frá Washington áleiðis til Parísar. Kvaðst hann vera vongóður um árang- ur af fundi utanríkismála- ráðherra fjórveldanna, en var- aði þó við of mikilli bjartsýni í sambandi við hann. Sagði hann í því sambandi, að afnám sam- göngubanns Rússa við Berlín væri aðeins byrjun á sam- komulagi milli Rússa og Vest- urveldanna um Þýzkalands- málin, en engin trygging þess, að öll hin mörgu og flóknu á- greiningsefni yrðu jöfnuð. Aðspurður kvaðst Acheson líta svo á, að staðið hefði ver- ið í öllum meginatriðum við samkomulagið um afnám sam- göngubannsins. Raunar hefðu ýmsir erfiðleikar komið í ljós í sambandi við fram- kvæmd flutninganna eftir að samgöngubanninu var aflétt, en það væri ekki annað en við hefði mátt búazt. ---------4--------- Damaskinos fyrrver- andi ríkissfjéri á Grikklandi iéii í gær DAMASKINOS ERKIBISK- UP, yfirmaður grísku kirkj- unnar, lézt í gær að • heimili sínu skammt frá Aþenu. Damaskinos var um skeið eftir styrjöldina ríkisstjóri Grikkja áður en ákveðið var með þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort Grikkland skyldi vera konungsríki eða lýðveidi. Danska Alþýðusambandið segir sig úr aSþjóðasambandinu \ París -----------------<--.—- Jón Sigurðsson ávarpaðs bipg bess fyrlr fiond alþýðiisanitaksnRa á ísIandL Frá fréttaritara Albýðublaðsins. KHÖFN í gær: ÞÍNG DANSKA ALÞÝÐUSAMBANDSINS hófst' á fimmtudag, en það sitja fjölmargir erlendir gesíir og því sem n,æst 1000 fulltrúar verkalýðsfélaganna í Danmö^ku, sem telja um það bil 600 000 íélagsmenn og konur. Meginvið- fangsefni þingsins vérður að taka ákvörðun um úrsögn danska Alþýðusambandsins úr alþjóðasambandi verkalýðsfélaganna í París, sem kommúnistar hafa gert að fiokkspólitísku verk- færi sínu. Á föstudaginn ávarpaði ■ Iians Hedtoft forsætisráðherra þingið og flutti því kveðju rík- ( isstjórnarinnar og Alþýðu- flokksins. Meðal hinna erlendu gesta, sem ávörpuðu þingið, var Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, er flutti því árnaðaróskir og félagskveðjur samherjanna á íslandi. Jón Sigurðsson sagði í ræðu sinni, að íslendingar héldu á- fram að tilheyra hinni norrænu þjóðafjölskyldu og myndu á- vallt telja sig eiga þar heima. Hann benti á, að hinum kom- / múnistísku klofningsmönnum hefði verið steypt af stóli í Al- þýðusambandi íslands og stjórn lýðræðissinna tekið þar við völdum eftir þing þess á síðast liðnu hausti. í beinu framhaldi af því hefur Al- þýðusamband Islands nú sagt sig úr alþjóðasambandi verka- lýðsfélaganna. Jón Sigurðsson lét í ljós þá skoðun, að alþýðusamtökin á íslandi gætu margt og mikið lært af samtökum samherja sinna í Danmörku. ----------*--------- Brezkur íhaldsþiitg- maður vill hömlur við fiskinnflulningi frá íslandi KHÖFNN í gær: ÍHALDSÞINGMAÐURINN Robert Boothby, skoraði mjög eindregið á brezku stjórnina við umræður í neðri málstofu brezka þingsins í gær, að hún beitti hótunum um refsiað- gcrðir, og léti hart mæta hörðu til þess að fiskiveiðum í Norð- ursjó yrði komið í viðunandi horf fyrir Breta. Hann krafðist þess einnig, að að gripið yrði til strangra að- gerða, er vörnuðu íslendingum að eyðileggja fiskmarkaðinn heima í Bretlandi með inn- flutningi og sagði, að Englend- ingum bæri að heimta að ís- lendingar hlíttu samningnum frá 1945. Hann kvað og sama máli gegna um Norðmenn. kemur ekki út um þessa helgi, og veldur því skort- ur á pappír, af þeirri stærð, sem til hennar þarf. Vonar blaðið að úr þessu rætist fljótlega. Dauðaslys á Tjarn- argötu í gær ÞAÐ SVIPLEGA SLYS vildi til á Tjarnargötunni framan við Slökkvistöðina í gærmorgun um hálf tíuleytið, að lítið niótorhjól og fjögurra manna bifreið rákust á og maðurinn, sem var á mótor- hjólinu beið bana. Maðurinn var Halldór Þor- leifsson innheimtumaður hjá rafveitunni. Hann var á leið suður götuna á leið til vinnu og mun hafa verið í þann veg- inn að sveigja innað slökkvi- stöðinni, er slysið vildi til, en bifreiðin var á leið norður göt- una. Við áreksturinn kastaðist hann upp á vélarhús bifreiðar- innar og á framrúðuna, en rann síðan niður á götuna vinstra megin við bifreiðina. Sjúkrabifreið stóð á götunni rétt hjá, og var Halldór heitn- um þegar ekið á Landsspítal- ann, en hann var látinn áður en þangað var komið. FINNSKI FIMLEIKA- FLOKKURINN héldur kveðju sýningu sína í skemmtigarð- inum Tivoli í kvöld. Hefur flokkurinn haft tvær sýning- ar, báðar við troðfullu húsi og mikla hrifningu áhorfenda, enda munu fáir fimleikaílokk- ar í heimi standast samanburð við þennan.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.