Alþýðublaðið - 08.06.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1949, Síða 6
s ALÞVÐUBLAÐgÐ Miðvikndagur 8. júní 1949 Pilipus Bessason hreppstjóri: AÐSENT BítEF Ritstjóri sæll. Maður nokkur, sem var hér við laxveiðar fyrir nokkrum árum, mssnntaður maður og víðreistur, sem kunni vísinda- legar aðferðir við línukast og var sérfræðingur í öllu, sem snerti uppeldi ánamaðka, en veiddí heldur lítið, fræddi mig á því, — cg mörgu öðru, ■— að einhversstaðar úti í heimi væri gefið út blao nokkurt, sem aldrei flytti lesendum sínum aðrar fregnir en góðar. Að vísu reyndi ég mann þennan að smá- vægilegri ónákvæmni í frásögn af afia og aflabrögðum, en alldrei að ótvíræðri lygi, og geri ég því ráð íyrir, að annað hvort hafi þessi saga hans ver- ið sönn, eða einhver óvandað- ur að honum logið, en á meðan ég veit ekki meir, tel ég þetta satt, og trúi því, að slíkt blað megi gefa út í hinum sólríku löndum, þar sem runnar og tré standa í blóma allt árið, — en þó því aðeins, að meira sé þar getið um veðrið og dásemdir þess, heldur en mennina og þeirra vafasömu dásemdir. En hefði einhverjum komið til hug- ar að gefa slíkt blað út hér- lendis, og komið því í fram- kvæmd, er ég hræddur um, að fréttalítið hefði orðið það blað undanfarnar vikur, þegar ekki var einu sinni hægt neitt gott um veðrið að segja, — og aðrar góðar fregnir útilokaðar með öllu. En svo hefði hann, sá góð- gjarni náungi, mátt gefá út aukablað eða sérstakan fregn- miða hérna um daginn, þegar kaffiskömmtuninni var af- Iétt. Það vorii gleðifregnir, að minnsta kosti fyrir okkur, rosknu manneskjurnar í sveitinni, og ber fleira til þess en margan grunar. Er það fyrst til, að við erum enn fastheldin á gamlar erfða- venjur, til dæmis eins og það gestrisnisbragð, að gefa þreytt- um og köldum gesti hlýjan kaffisopa, þegar hann ber að garði, og kunnum því illa, að oklcur sé slíks varnað með há- tíðlegum fyrirskipunum stjórn- arvalda. í öðru lagi er það gamall vani á mínu heimili að minnasta kosti, að eyða ekki löngum tíma í mælingar og á- ætlanir og útreikninga, þegar ekki er um að ræða stærri eða viðurhlutameiri framkvæmdir en hella á kaffikönnu, en hjá þessu varð ekki komizt, ætti hinn naumi skammtur að end- ast, og þá ekki búmannslegt, að verða uppiskroppa áður en tímabilinu lauk. Þriðja og ef til vill veigamesta fagnaðaratriði þessa skömmtunarafnáms, er það, að fækkar þó um eitt, þess- um dultáknaplöggum, sem fólk varð að gæta betur en sjáaldurs augna sinna, — því séð hef ég á prenti, að sjáaldur fáist nú ytra fyrir peninga, en hvergi var þess getið, að kaffskammts- miðar fengjust, ekki einu sinni á okri, enda varðaði slíkt víst við lög, — og landslög dettur jafnvel ekki harðsvíruðustu svartamarkaðsbröskurum í hug að brjóta. Jæja, sleppum öllu gammi, — afnám kaffiskömmt- unarinnar var gleðitíðindi, sem vel hefði mætt sóma sér á for- síðu fyrrnefnds blaðs. Bið ég þig að skila hlutaðeigandi þökk fyrir, því að enda þótt ég gerí ekki ráð fyrir að þeir hafi neitt tekið sjálfur sér til meins með þessari ráðstöfun, ber að þakka samt, það sem manni kemur vel. Jæja, kunningi. Um sauð- burðin skrifa ég þér seinna. Hann gengur með harmkvæí'- um, og betur gekk hann frum- varpaburðurinn þar syðra! Virðingarfyllst Filipus Bessason hrerpstjóri. Vicki Baum HOFUÐLÁUS ENGILL Kaupum tuskur. &Sþýðupren!smiSjan hJ. iögiftil í álbýðublaðlnB gegn um varnarlínu okkar til bræðranna í Belén. Það er mjög stutt. Þið yrðuð ekki hræddar þó að hleypt yrði af nokkrum byssum?“ „Ég hugsa a8 þörf muni verða fyrir okaur konurnar hér“, sagði ég. „Ég gef skipanir og enginn annar“, sagði hann. „Þetta er enginn staður fyrir konur. Ef okkur langar í maiskökur í kvöld, þá getum við keypt þær á horninu". „Allt í lagi. En ég ætla að vera kyrr“. „En sú vitleysa, kona", sagði hann. „En sú vitleysa í þér, muijer,. ég get ekki haft þig hér. Ég get ekki gert skyldu mína, ef ég þarf að hugsa um þig“. „Gleymdu mér“, sagði ég, og fór með honum úr eidhús- inu. „Hugsaðu ekki um mig. Mér verður borgið“. Herlúðrarnir gullu frá öll- urn hliðum og vegna þess að ég hræddist að láta hann fara reyndi ég að gera að gamni mínu. „Hlustaðu á“, sagði ég. „Hvers vegna hljómar alitaf eins í herlúðrunum og ungum hönum? Hefirðu nokkurn tíma heyrt í herlúðri, sem ekki hef- ur sprungið?“ „Lúðurþeytararnir eru hug- djarfari en aðrir nienn", sagði Felipe, og hann horfði á mig, og ég las í augum hans: vertu sæl ásin mín, og ég spurði: „Hvers vegna?“ „Vegna þess að lúðurþeyt- ararnir verða að hafa nóg munnvatn til að geta blásið til atlögu“, sagði hann og sneri sér við og gekk burt. Ég vissi hvað hann meinti, vegna þess að munnurinn á mér var skrælþurr af ótta og svitinn bogaði af mér, eins og kalt vatn, og ég hugsaði, að ég mætti ekki fara að skjálfa, gerðu það fyrir mig, góði guð á himnum, láttu mig hætta að skjálfa. Hermaðuriim kom nokkrum mínútum síðar, og María sagði rólega, að hún hefði talað við hinar konumar og hún og sextán þeirra óskuðu að vera kyrrar í Granaditas. Vegna þess að þeim fyndist öruggara þar, sagði hún og brosti, og ég skildi, að þær vildu einnig vera í nánd við menn sína. Ég fór upp til að annast um hina særðu. Þessa stundina voru þeir aðeins fimm, þeir voru all- ir ofan af þakinu, vfegna þess að enn hafði enginn verið bor- inn inn utan úr víggirðingun- um. Einn þeirra kvartaði yfir því að honum fannst veggimir ietla ofan á sig og gólfið lyftast upp, og hann var alltaf að Jsesja upp, en þó sást ekki, að hann—-væri neins staðar sár. Hinir voru allir særðir og þ|æ0andi. Einn var með möl- brotinn handlegg, og það fór ekki mikið fyrir þeim úti í horninu á stóra skálanum, sem ég hafði sett þá í. Eða okkur fannst ef til vili svo kyrrlátt hér á móti drununum og und- irganginum þegar skothríðin buldi eins og brotsjór á virk- in og sjálfa veggi Granaditas. Það var eins og að vera á skipi í stormi, á kletti þar sem brim- ið skall á, það sem ég sá þegar ég leit út um stóra gluggann yfír dyrunum var ekki. fólk, ekki mannlegar verur, ekki uppreisnarmenn, ekki Mexi- kanar, það var ásjónulaust, augnalaust, skilningslaust nátt- úruafl. Allt var hreyfing, reyk- uf, ryk. Hæðin, brekkan og gfátan virtist renna með ómót- stæðilegum þunga inn í þenn- áh sindurmökk áleiðis að varn- ál'virkjunum og víggirðingun- úm. Skærir lúðurhljómar. Óg- urleg óp og öskur. Ekki fóik. Æreiðanlega ekki menn, sem áttu einhvers staðar konu og börn og kofa og svolítinn korn- akur. Hvað sem þeir höfðu yerið áður, þá höfðu þeir drekkt því í hafróti árásarinn- ar. í þessu múgæði var ekki upi neitt hugrekki hvers ein- staks að ræða né helöur ótta, vegna þess að þeir voru allt of margir, og það var svo mikiil þunginn af tugum þúsund- anna, sem streymdu niður í áttina að klettinum, sem Granaditas stóð á, að þeir, sem fyrstir fóru, hefðu ekki getað snúið við og á móti straumnum fremur en holskefla í brim- garði getur snúið við og runnið aftur út í sjóinn. Þeir stungu fram fyrir sig í blindni spjót- um sínum, hnífum og söxum og féllu fyrir kúlum vamar- liðsins og fylltu skotgrafimar og voru troðnir niður af þeira, sem næstir þeim komu. Sær- andi og drepanöi. og saarðir og drepnir, og féllu svo ofan á þá, sem drepnir höfðu verið á und- an þeim, og tróðust undir fót- um þeirra, sem síðan sóttu fram, aftur og aftur, koll af kolli, hvert lagið af dauðum ofan á þá dauðu, og enn héldu þeir áfram að koma, of margir, allfof margir. Þar sem skurð- irnir höfðu verið voru komnir heilir hiaðar af skrokkum, sem leifarnar af varnarliðinu not- uðu sem skjólgarð til að fela sig bak við, hvíla rifflana á og skjóta því síðasta, sem eftir var af púðri. Þeir hlýddu enn þá iiðsforingjum sínum, þessir | leirbrúnu, litlu, mexíkönsku hermenn, tvö hundruð á móti i tuttugu þúsundum. Og hvað það var, sem fékk þá til að berjast gegn löndum sínum, skil ég ekki enn í dag. Síðasta skothríðin, Iítil, ! og jafnvel enn skeleggri en.áð- ur, var að lokum þögnuð. Örfá skot á strjálingi og herlið Granaditas var búið með skot- færabirgðir sínar. Þeir höfðu verið hraktir ofan af þakinu, nú neyddust þeir til að yfir- gefa varnarvirkin. Liðsforingj- arnir reyndu að skýla mönn- um sínurn á flóttanum með því að bregða sverðunum ótt og títt af glæsilegri hugprýði í gulum reykiarmekkinum fyrir framan hliðið. Stutt. sverð gegn kjöLöxum, skammbyssa gegn Indíána-boga og ör, agi tóif manna gegn æði þúsunda. Að iokum komust leifar setu- liðsins heilu og höldnu inn í Granaditas, og Riano liðsfor- ingi, sem einhvern veginn hafði tekizt að breyta sorg sinni í 'hörkulega og ákafa festu, sagði liðsmönnunum, að það eina, sem við gætum gert nú, væri að reyna að standast I umsátina, þar til liðstyrkur hefði verið sendur frá Guadal- j jara, León og San Luis Potosi. 1 Granaditas hefði þykka veggi, j traust, vel varið hlið. Við hefð- um brunn fullan af vatni og mat nægan til að eta nægju okkar svo vikum eða mánuð- i um skroti. Og við hefðum næg- ar handsorengiur til að drepa ekki aðeins heilan her, heldur tíu. Þyrstir hermenn lutu yfir brunnin nog hrifsuðu skjóluna hver af hðrum. Særðir menn voru dresnir upp stigann. Og hinn tígulegi stigi varð háll af MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSí ORN ELDING Reg. U. S. Pdt. Off. [ AP News/eotures SVARTSKEGGUR: Pú ert flug- ÖRN: Já, — en ekki stjórna ég flug- GRÁSKEGGUR. Umboðsmaður fyrir hátt kaup. maður; er ekki svo? vél meðvitundarlaus. —--- minn réði þig sem flugmann minn ÖRN: Lygi! — ■— —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.