Alþýðublaðið - 13.08.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1949, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ þaUgardagur 13. ágúst 1949. « ; Útge fandi: Alþýðnflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Reneðikt Grönðal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Riístjómarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX ÞJÓÐIN hefur nú fengið svar við þeirri spurningu, hvað vaki fyrir Framsóknarflokkn- um. Úrræði hans er allsherjar niðurfærsla eða gengisiækkun, sem hefði í för í meo sér stór- fellda kjararýrnun fyrir launastéttirnar. Framsóknar- flokkurinn knýr fram kosn- ingar í haust í þeirri von, að honum takist í vetur að koma gengislækkuninni í fram- kvæmd, en auðvitað ætlar hánn sér að hækka landbúnaðaraf- urðirnac fyrir kosningarnar. Það er með öðrum orðum sagan frá 194°,,-sem endurtekur sig i lítið eitt breyttri útgáfu, ef Framsóknarflokkurinn fær fram vilja sinn. Önnur skilyrði Framsóknar- flokksins fyrir áframhaidandi stjórnarsamvinnu skipta ekki máli, Flest þeirra eru áður kunn, þar eð þau eru i sam- ræmi við frumvörp, sem Fram- sóknarmenn fluttu á síðasta al- þingi. Frumvörp þessi náðu þar ekki fram að ganga, en Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki minnzt á bað einu orði f.yrr en nú, að sambykkt þeirrá væri skilyrði af hans hálfu fyrir á- framhaldandi stjórnarsam- vinnu. Þau eru því aðeins aukaatriði. Aðalatriðið er til- lagan um gengislækkunina, hið gamla og nýja heilafóstur Hermanns Jónassönar. Tíminn heldur bví fram, að Framsóknarflokkurinn berjist einarðri baráttu gegn Sjálf- stæðisflokknum og knýi fram kosningar í haust til þess að hnekkja valdi hans. Hermann Jónasson hefur skrifað langa grein í flokksblað sitt til þess að árétta þennan málflutning þess. En þetta er auvirðilegur skopleikur. Framsóknarflokk- urinn lifir í þeirri von, að hann geti eftir kosningar náð samkomulagi við Sjálfstæðis- flokkinn um að framkvæma gengislækkun og ganga þannig á hiut verkamanna og laun- þega. Hermann Jónasson segir skýrt og skorinort í Tímagrein s:nni, að Framsóknarflokkur- inn hafi verið og sé fús til þess að sitja áfram í stjórn — ef orðið verði við kröfum hans. Hægra brosið leynir sér svo sem ekki á ásjónu mad- dömu Framsóknar. Svo heldur Tíminn því fram, að gagnrýni Alþýðublaðsins á Framsóknarflokkinn sé lof urn Sjálfstæðisflokkinn! En ástæð- an fyrir því, að Alþýðublaðið rekur ólánssögu Framsóknar- flokksins er einfaldlega sú, að hann hefur tekizt á hendur forustu afturhaldsaflanna í landinu og gengur feti framar í baráttunni gegn alþýðu manna til sjávar og sveita en íhaldið vill eða borir. Þau dap- urlegu örlög Framsóknar- flokksins eru sök hans sjálfs, en verða ekki á neinn hátt færð á reikning Alþýðublaðs- ins. ❖ Framsóknarflokkurinn vill meira en lítið til þess vinna, að gengislækkunardraumur Hermanns Jónassonar verði að veruleika. Hann hefur boðið Sjálfstæðisflokknum upp á, að sérstöku stjórnlagaþingi verði falið að setja íslenzka lýðveld- inu nýja stjórnarskrá, en til þess á að kjósa í einmennings- kjördæmum til dæmis hundrað að tölu og öllum jafn mann- mörgum og sá frambjóðandi að ná kosningu í hverju kjör- dæmi um sig, er flest atkvæði fær, en engin jöfnun að eiga sér stað milli flokka. Framsókn arflokkurinn hugsar sér því sannarlega að verða stórtækur í fyrirgreiðslunni við Sjálf- stæðisflokkinn. Ef Framsókn- arflokkurinn fengi því fram- gengt, að efnt yrði til sér- staks stjórnlagaþings og til þess kosið með þessum hætti, myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða þar í yfirgnæfandi meirihluta. Hann er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og myndi því fyrirfram eiga sigur vísan, nema á örfáum stöðum. Hann fengi þar með aðstöðu til þess að ráða bví einn, hvern- ig hin nýja stjórnarskrá yrði, og gæti ákveðið upp á sitt ein- dæmi kjördæmaskipun lands- ins og kosningarétt þegnanna. Virðist augljóst, að Fram- sóknarflokkurinn hefur hér hvorki meira né minna en boðið íhaldinu upp á 70—80 „steiktar gæsir.“ En til endur- gjalds ætlast Framsóknar- flokkurinn auðvitað til þess, að íhaldið hjálpi honum við að koma niðurfærslunni eða gengislækkuninni í kring.. Það er því sízt að furða, þó að Tíminn sé hreykinn af bar- áttu Framsóknarflokksins gegn íhaldinu og segi miklar sögur af bví, hvað Framsókn- armenn ætli að leggja hart að ► sér við að skerða völd þess og áhrif! íjí En vissulega er bað í meira lagi hlálegt, að Tíminn skuli þegja þunnu hljóði yfir tillögu Framsóknarflokksins um sjórnlagaþingið, en bess í stað eyða rúnii sínu undir annan eins þvætting og þann, að Al- þýðuflokkurinn hafi í stjórnar- samvinnunni undantekningar- laust fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum. Slíkar eru skýr- ingar mannanna, sem hafa boðið íhaldinu upp á 70—80 „steiktar gæsir“ og bíða með þrá sem ástmey örmum þöndum eftir þeim vin, sem hjálpi þeim til að fella fjötur gengislækkunarinnar á þjóð- ina! Alþýðuflokkurinn hefur í stjórnarsamvinnuflni ekki far- ið að fordæmi Framsóknar- flokksins um japl og jaml og fuður. En hann hefur forðað þjóðinni frá því, að tillaga Fram sóknarflokksins um stjórnlaga- þingið næði fram að ganga, og honum er það sömuleiðis að þakka, að gengislækkunar- draumurinn er enn aðeins heilafóstur manna á borð við Hermann Jónasson. Og hann mun æ og ævinlega Ieggja alla áherzlu á að bægja hættu allsherjar niðurfærslu og gengislækkunar frá dyrum al- þýðustéttanna og launþeganna. Því munu þessir aðilar og önnur frjálslynd öfl í þjóðfé- laginu slá skjaldborg um Al- þýðuflokkinn við kosningarnar, sem fara í hönd. BARNAKENNARAR í föst- um stöðum á öllu Iandinu voru Af tilefni sögunnar um greiðurnar — Hverjir hafa svikið? Hvað var keypt í staðinn? — Og hverjir gerðu það? SAGAN, sem AlþýðublaSið sagði nýiega um innflutninginn á greiðum, er mjög athyglis- verð. Allir hafa orðið varir við það að þessa nauðsynjavöru hefur vantað í búðirnar, svo að fólk hefur verið í stökustu vandræðum. Nú kemur í Ijós, að gjaldeyrisyfirvöldin hafa veitt 38 þúsundir króna til kaupa á greiðum, en aðeins hafa verið fluttar inn greiður fyrir 3600. Hvað hafa innflytj- endurnir keypt fyrir 32 þús- undir króna? Og hverjir hafa flutt inn greiður fyrir 3600? Eru það heildsalar eða er það Sambandið? ANNARS ER ÞAÐ vitað mál, að ekki er flutt inn það, sem leyft hefur verið, en að jafn- framt sjást í búðunum vörur, sem ekki hefur verið leyfður innflutningur á. Hér eiga gjald— eyrisyfirvöldin enga sök. Og fyrir þetta er ákaflega erfitt að taka meðan verzlunarhættirnir eru eins og þeir eru. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að þjóð, sem á við gjaldeyriserfiðleika að stríða, og verður í raun og veru að hnitmiða hveíja upp- 538 talsins á síðast liðnu skóla ári, 1948—1949, og þar af 123 konur. Kennarar við fasta skóla voru 404, þar af 145 í Reykja- vík, kennarar við heimavist- arskóla 34, og farskólakennar- hæð við brýnustu nauðsynjar sínar, verður jafnfrarnt að hafa eftirlit með því að féð sé aðeins notað til kaupa á þeim nauð- synjum, sem það er ætlað til, EN ÞAÐ ER alvég útilokað, að það sé hægt meðan verzlun- arreksturinn er eins og hann er. Allsherjar innkaupastofnun, eða Landsverzlun, ef menn vilja heldur nefna hana þann- ig, er eina lausnin. Við skulum segja að hægt sé að treysta Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga við innkaup á nauðsynj- um til landsins, og við skulum líka álykta sem svo, að hægt sé^- að treysta meginhlutanum af stórkaupmönnum landsins við innkaupin, en hitt er jafnvíst að það úir og grúir af mönnum, sem reyna á allan mögulegan hátt að gera gjaldeyrisleyfi sín eins verðmæt og þeir mögulega geta. OG í VIÐEEITNINNI til þess eru þeir vísir til að kaupa skrautgamba fyrir þann gjald- eyri, sem þeir eiga að kaupa greiður fyrir, postulínshunda fyrir bollapör og glerkýr fyrir diska. Við vitum um svona dæmi og við sjáum þau í búð- argluggunum. Um það þurfum við ékki sögusagnir annarra. Hér liggur hundurinn grafinn í þessu efni. Okkur vantar aðila, sem kaupir inn fyrir gjaldeyris- leyfin og dreifir svo nauðsynja- vörunum til kaupmanna og kaupfélaga. Spekingarnirítimburhúsinu við Austurstrœti s MORGUNBLAÐIÐ hefur fyr-1 irfram ákveðið, að íhalds- menn skuli sigra í næstu þingkosningum á Bretlandi, Það ákvað raunar hið saina fyrir kosningarnar þar í landi árið 1945, en einhvern veginn tókst jafnaðarmör.n- um að sigra samt. Þess vegna mun ástæðulaust með öllu að taka það illa upp fyrir Morgunbiað- inu, bó að það tilkynni fyr- irfram csigur þeirra við kosningainar að ári. B ezka þjóðin tekur sennilega ekki meira tilMt til Morgunblaðs - ins þá en 1945. EN SATT AÐ SEGJA er þessi ákvörðun varðandi úrslit næstu þingkosninga á Bret- landi orðin alvarleg árátta á skriffinnum Morgunblaðs- ins. Þeir hafa til dæmis þýtt og birt í blaði sínu grein um kosningabaráttuna á Bretlandi eftir Fraser Eigh- ton fréttaritara Reuters. Þetta virðist vera sæmilega sanngjarn maður, því að hann tilgreinir mjög svo samvizkusamlega flest aðal- atriði í þessu sambandi. Hann bendir meðal annars á þá staðreynd, að brezka jafnaðarmannastjórnin hafi enn ekki misst í aukakosn- ingum til þingsins neitt sæti, sem jafnaðarmenn unnu eða héldu í kosning- unum 1945. En það er eitt- hvað annað en Morgun- blaðsmennirnir láti á sig ganga málið. Þeir gera sér lítið fyrir og segja í fyrir- sögn greinarinnar, að auka- kosningar sýni fylgistap brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar! Þannig svara þeir stutt og laggott áliti Frasers Eightons. ÞAÐ ER ALDREI, að Attlee, Bevin og Morrison eigi andstæðinga í vissu timb- urhúsi við Austurstræti, má segja í þessu sambandi. Nú veit allur hinn siðmenntaði heimur, að það er óþekkt fyrirbæri áður í brezkri stjórnmálasögu, að ríkis- stjórn þar í landi hafi reynzt jafnsigursæl í auka- kosningum og jafnaðar- mannastjórn Attlees. Hún hefur enn sem komið er engu þingsæti tapað í meira en fimmtíu aukakosning- um. Þetta hefur auðvitað ekki farið framhjá skrif- finnum Morgunblaðsins, því að þeir skilja ensku jafn vel eða betur en sjálft móðurmálið. En það skipt- ir þá engu, þó að þeir viti þetta upp á sína tíu fingur. Þeir hafa nú einu sinni á- kveðið, að jafnaðarmenn skuli tapa í næstu þing- kosningum á Bretlandi, en íhaldsmenn sigra, og þeirri ákvörðun verður ekki breytt. Þó að maður á borð við Fraser Eighton spái jafnaðarmönnum sigri í Reutersgrein, þá sjá þeir Valtýr, ívar og Sigurður ofurauðvelt ráð við því. Þeir birta að sönnu grein- arskrattann, en þeir gera sér bara lítið fyrir og spá jafnaðarmannastjórninni ó- sigri í fyrirsögninni, hvað sem kauði segir! SPEKIN GARNIR í timbur- húsinu við Austurstræti eru þannig í meira lagi ó- svífnir í list blekkinganna. En ósköp er hætt við því, að Attlee, Bevin, Morrison, Cripps og Bevan létu sér það í léttu rúmi liggja, þó að þeir fréttu, að M'orgun- blaðið úti á íslandi héfði dæmt þá til pólitískrar feigðar. Hitt ér í meira lagi sennilegt, að brezkir kjös- endur rækju upp stór augu, ef þeir læsu skýringar Morgunblaðsins á stjórn- málaviðhorfunum þar í landi. En sem betur fer er það ekki á fleiri lagt en okkur íslendinga að lesa Morgunblaðið. ÉG VEIT að öskrað verður upp um einokun og fjötra. Þeir, sem það gera, telja frelsið fólg- ið í því að einhverjir einstak- lingar hafi vald til að gera það sem þeim sýnist án tillits til þess hvort það er hagur þjóð- arheildarinnar eða ekki. Frelsið er ekki fólgið í því, sem Sjálf- stæðis'flokkurinn kallar rang- lega „frjálsa verzlun“, heldur í því að verzlun landsmanna sé hagað þannig, að hugsað sé fyrst og fremst um afkomu þjóðarinnar og hag hinna mörgu heimila. Hannes á horninu. ---------------------- Rannsóknarsföð sjávarilvegsins byggð viðSkúlagöfu HAFINN er undirbúningur að byggingu rannsóknarstöð var sjávarútvegsins, og verður það mikil og stór bygging, þar sem allar vísindalegar rannsóknir í sambandi við sjávarútveginn fara fram, svo og önnur verk- Ieg störf í sambandi við rann- sóknirnar. Hefur byggingunni verið valinn staður á lóðinni við Skúla götu, milli Fiskifélagshússins og Nýborgar, og er fyrir nokkr um dögum byrjað að vinna í lóðinni með jarðýtu, en ráð- gert er að sjálfar bygginga- framkvæmdirnar hefjist í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.