Alþýðublaðið - 25.08.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.08.1949, Blaðsíða 3
Fimmíudagur 25. ágúst 1949 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 í DAG er fimmtudagur 25. ágúst. Þennan dag árið 1819 andaðist James Watt eðlisfræð- ingur. — Úr Alþýðublaðinu fyirr réttum 22 árum: „Fram- sóknarflokkurinn hefur útnefnt Tryggva Þórhallsson ritstjóra sem forsætisráðherraefni sitt. í stjórn með honum kváðu eiga að vera þeir Jónas Jónsson skólastjóri frá Hriflu og Magn- ús Kristjánsson landsverzlunar- stjóri.“ Sólarupprás var kl. 5.49, sól- arlag verður kl. 21.09. Áregdis- háflæður er kl. 7.10, síðdegis- héflæður er kl. 19.30. Sól er hæst á 'lofti í Reykjavík kl. 13.30. Næturvarzla: Lyfjabúðin Ið- unn, sími 1911. Næíurakstur: BSR sími 1720. Veðrið í gær Klukkan 15 í gær var suð- vestlæg átt um allt land og skúrir vestan lands. Hiti var 12 , * ■—15 stig. I Reykjavík var 12 síiga hiti. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fór kl. 8 í morgun til Oslóar og er væntanlegur hingað aftur kl. 17 á morgun. LOFTLEIÐIR: Geysir kom í gær kl. 18,30 frá Kaupmanna höfn og fer í fyrramálið kl. 8 til Stokkhólms og er væntan- legur hingað aftur á laugar- dag. Hekla fer til Prestvíkur og Kaupmannahafnar á morg- un kl. 8 og er væntanleg heim á laugardag. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 8, frá Akureyri kl. 9.30, frá Borgarnesi kl. 19, frá Akureyri kl. 21. Foldin er í Reykjavík. Linge stroom er á leið frá Amsterdam til Færeyja. Hekla er væntanleg á ytri Iiöfnina í Reykjavílc um hádegi í dag frá Glasgow. Esja er vænt anleg til Reykjavíkur í kvöld eða nótt að austan og norðan. Herðubreið var væntanleg til Reykjavíkur í nótt frá Vest fjörðum. Skjaldbreið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavík- ur. Þfrill er norðan lands. Brúarfoss fór frá Reykjavík 20/8 til Sarpsborg og Kaup- mannahafnar. Dettifoss fór frá Akureyri 23/8 til Kaupmanna hafnar. Fjallfoss fór frá Rvík 22/8 til London. Goðafoss kom til Reykjavíkur 23/8 frá New York. Lagarfoss fór frá Rotter- dam 23/8 tií Hull. Sélfoss fór frá Reykjavík í gærkveldi vest ur og norður. Tröllafoss fór frá Reykjavík 17/8 til New York. Vatnajökull kom til Rejíkjavík- ur 22/8 frá London. M.s. Katla kom til Álaborgar 23/8. Söfn og sýningar Þjóðminjasafnið: Opið kl 13—15. Náttúrugripasafnið: Opið kl 13.30—15.00. Skemmtanir K VIKM YNDAHÚ S: Gamla Bíó (sími 1475): — ;lí klóm fjárkúgarans" (ensk) Utvarpið 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Svíta eftir Vincent Thomas. b) Pre- lúdíum eftir Armas ifar- nefeldt. c) ,,Guitarre“ eftir Moszkowski. d) Svita eftir Tschaikow- sky. 20.45 Dagskrá Kvenréttinclafé- lags íslands. — Upplest- ur: ,,Bónorðið“, sögu- kafli eftir Þórunni Magnúsdóttur (höfundur les). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 íþróttaþáttur (Jóhann Bernhard). 21.30 Tónleikar: Amelita Gal- li-Cursi syngur (plötur). 21.45 Á innlendum vettvagni (Emil Björnsson). 22.05 Symfónískir tónleikar (plötur): a) Píanókon- sert nr. 1 op. 23 eftir Tschaikowsky. b) Sym- fónía nr. 8 í h-moll (Ó- fullgerða hljómkviðan) eftir Schubert. 23.05 Dagskrárlok. Oscar Homolka, Muriel Parlow, Perek farr. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Dularfulli lykillinn" (amerísk) Kent Tayloe og Doris Dowling. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó (sími 1384): „Frelsisbarátta Finna“, finnsk. Tauno Palo, Regina Linnanheí- mo. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „Kvennjósnarinn" (frönsk). — Edwige Feuillere og Erich von Stroheim. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — Dularfullir atburðir.“ — Jack Haley, Ann Savage, Barton MacLane. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó Csími 6444): — „Við tvö“ (sænsk). Sture Lag- erwall, Signe Hasso. „Hnefa- leikakeppni.“ Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði, sími 9184): „Vængjuð skip“ (ensk). John Clementz, Ann Todd. — Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðar Bíó — (sími 9249): „Glettni örlaganna“ (frönsk). Sýnd kl. 7 og 9. SKEMMTISTAÐIR: Tivoli: Opið kl. 20—23.30. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsveit frá kl. 9. Ur öllum áttum Börnin frá Rauðhólum mæti kl. 11 á morgun við Austurbæj- arskólann. lyær kennslubækur r r n íí TVÆR kennslubækur í róm- önskum tungumálum, báðar eftir Þórhall Þorgilsson magist er, eru fyrir skömmu komnar út á bókaforlagi ísafoldarprent smiðju. Er hér um að ræða kennslubók í ítölsku, og er það önnur útgáfa, og spænska lestr arbók. Kennslubókin í ítölsku er mjög aukin frá því, er fyrsta útgáfan var; t. d. er málfræð- in lengri og til muna ítarlegri, lesköflum hefur verið fjölgað og margt er þar fleira til auð- sjáanlega þóta. Verður ekki annað séð, en bókin geti kom- ið þeim að góðum notum, er sjálfsnám vilja stunda í þeirri grein, svo ítarlega er þar allt skýrt og sýnt með auðskiljan- legum dæmum. Spænska lestrarbókin fyllir með sóma í það skarð, sem ÍTam að þessu hefur verið í kost kennslubóka. í því máli. Framan við bókmenntakafl- ana er málfræðiágrip og skýr ingarkaflar en síðan taka við kaflar úr spænskum bókmennt um eftir 1900, og er þar þæði um sýnishorn úr sögum, rit- gerðum og ljóðum að ræða. Framhald á 7. siðu. \*f Fjórtánda Draupnissagan: Bragðarrefyr Skáldsaga eííir sama höfund og „Sígur- vegarinn frá Kastilíu“ Þetta er ákaflega spennandi og viðburðarík j saga, sem gerist á viðsjálli og söguríkri öld, þegar ævintýri, hættur og mannraunir eru daglegt brauð. Aðalsöguhetjan er ungur mað- ur af lágum stigum, sem getur sér frægðar og frama og vinnur ást fagurrar konu af há- um stigum, enda er hann allt í senn: hraust- ur hermaður, ráðsnjall herforingi og glæsi- legur elskhugi. Sökum kænsku sinnar og hugkvæni fær hann þráfaldlega leikið ó óvini sína og tekst að leysa af hendi verk- efni, sem ofvaxin hefðu verið flestum öðrum. Fær hann af þessu kenninafn sitt, Bragða- refur. Oft kemst hann þó í krappan dans, svo að tvísýnt er um úrslitin. BRAGÐAREFUR var mánuðum saman met- sölubók í Bandarikjunum og hefur verið þýddur á fjöida tungumála. Einnig héfur kvikmynd verið gerð eftir sögunni. Söngskemmtun August Griebel KROSSGÁTA nr. 321. Lárétt, skýring: 1 Hugrekkí. 3 mylsna, 5 hæstur, 6 ritfanga- verzlun, 7 söngfélag, 8 fanga- mark, 10 gín, 12 trjátegund, 14 spjótshluta, 15 fjall, 16 tveir eins, Í7 veiðarfæri, 18 fisk. Lóðrétt, skýring: 1 Bein, 2 endi, 3 mas, 4 spjátrungur, 6 út- lim, 9 neitun, 11 setstokk, 1S smábýli. LAUSN á nr. 320. Lárétt, ráðning: 1 Lár, 3 SOS. 5 Ja, 6 Ok, 7 áta, 8 sá, 10 arfi, 12 tap, 14 töf, 15 út, 16 Na, 17 ala 18 en. Lóðrétt, ráðning: 1 Ljóstra, 2 áa, 3 skart, 4 skeifa, 6 ota, 9 Á A, 11 fönn, 13 púa. í Hann les Alþýðublaðið ÞÝZKUR óperusöngvari, August Griebel, sem hér er gestkomandi um þessar mund- tr, hélt hljómleika í Gamla Bíó s. 1. þriðjudagskvöld með aðstoð dr. Urbantschitsch. Á eöngskránni voru þrjár óperu- aríur eftir Mozart, þrjú söng- íög eftir Schubert, eitt eftir Schumann, tvær ballöður eftir Löwe, tvö 3ög eftir Hugo Wolf og loks aría úr óperunni „KeiS' ari og smiður“ eftir Lortzing’. Viðfangsefnin vo 11 ágætlega valin og söngskr iin ovenju vmckMega sett saman, fjöl- breytni mikil, en þó ánægja að bverju lagi. j Rödd söngvarans er ekki ýkja mikil, eða svo virtist að þessu sinni, og ekki ætíð með öllu lýtalaus, en slíkt gleymd- J ist með öllu vegna binnar á- j gætu meðferðar hans, næms | skilnings og skýrrar mótunar j á viðfangsefnunum. Bezt virt- j ust honum láta hin gaman- Kömu hlutverk, sem Mozart fól jafnan bassasöngvurum í óperum sínum, en jafnframt kom í Ijós í sönglögunum eftir Bchubert, Schumann og Wolf, að hann hefur einnig ágætt vaid á alvarlegri og ljóðrænni viðíangsefnum. Túlkaði söngv- arinn mörg þessara laga á fagr- an og eftirminnilegan hátt, og sama má segja um ballöðurnar eftir Löwe, en þær hefðu sennilega haft meiri áhrif á þá, eem þeim eru lítt kunnugir, e£ stuttiega hefði verið gerð grein fyrir efni textans í' söng- skránni. Það leyndi sér ekki, að hér er á ferðinni þaulvanur og menntaður söngvari, sém mikill'fengur er að fá að heyra. Aðsókn að hijómleikunum var því miður ekki nema í meðallagi, en viðtökur áheyr- enda með ágætum. Það er leíiv. að þessi söngskemmtun getur ekki orðið endurtekin, ei'.. söngvarinn mun koma fram á kirkjuhljómleikum á veguna Rauða krossinn n. k. föstu- dagskvöld, og verður það í síð- asta skipti, sem þessi ágæii. iistamaður lætur til sín heyrí. hér að þessu sinni. J. Þ, Kjólar Kápur Dragtir á telpur og unglinga NOTAÐ OG NÝTT Lækjargöiu 6 a. Kaupum Rabbabara Verksmiðjan VILCO Hverfisg’ötu 61. Frakkastígsm. Sími 6205 ytbreiðið Allfðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.