Alþýðublaðið - 18.11.1949, Síða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1949, Síða 7
Föstudagur 18. nóvember 1949 ALÞÝDUBLAÐIÐ 7 Sigurður Guðmundsson ólameisfarinnr Kafli úr grein, sem verður birt í heild I „Menntamálum «< ENGINN mun hafa talið það með ólíkindum, að dagur Sigurðar Guðmundssonar skólaitieistara mundi senn að kvöldi kominn, er hann lét af embætti hart nær sjötugur að aldri. Að vísu hafði hann átt yfir mikilli lífsorku að húa, eri hann hafði einnig neyti hennar óspart. En þó að and- látsfregn hans hafi ekki þurft að koma mönnum á óvart og hún_ flytji okkur ekki annað en eðlileg lífssannindi, eigum V.ið vinir hans samt ekki i'ull- auðvelt með að sætta okkur Við það, að hann sé horfinn okkur siónum, okkur finnst, að einhver djúpur og sterkur dráttur hafi máðst út úr svip umhverfisins, að eitthvað sé orðið lágkúrulegra kringum okkur en áður var, að heil- brigð og þróttmikil rödd laafi þagnað, rödd, sem vaktí okk- ur til íhugunar um þann yanda. sem lífið færir okkur að höndum, og leitaðist við að kenna okkur að greina kjarna frá hismi. . Kennslustundir Sigurðar Guðmundssonar eru meðal á- nægjulegustu stunda, sem mér þefur auðnazt að lifa. Mér hefur því oft orðið að renna huganum til þeirra og spyrja mig, í hverju ágæti þeirra hafi verið fólgið. ■ Svörin verða helzt á þá leið, að höfuðfor- sendan hafi verið atgervi kennarans, fjör og fjölbreytni anda hans og auðlegð tilfinn- ingalífsins ásamt vilja hans og 'öngun' til að leysa hlutverik: Sitt af.hendi af nokkurri list. . Kennsla Sigurðar var ekki | fundin neinu kerfi, engurn fyrirfram gerðum áætlunum, ekki föstum kennsluaðferð- Um. Það gat enginn sér - það fyrirfram, hvað hver kennslustund mundi bera í skauti sínu. Hið.eina, sem við vissum, var það, að kennarinn mundi koma. kátur og hress, iðandi af fjöri og fyndni, ieik- andi á als oddi. Við vissum ííka orðið af reynslunni, að af því efr.i, sem tekið var til umræðu, mundu spretta fram ótölulegar spurningar, að fpr- vitnin yrði æst upp í okkur. Viðfangsefninu var velt fyrir okkur á allar lundir og reynt að knýja okkur til að festa sjónir á því. Af þessu leiddi nýjar uppgötvanir og viðhorf, sem höfðu aldrei nálgazt vit- Und okkar áður, og stundum jafnframt mótmæli og innri andspyrna, ef fyrri hugmynd- ir röskuðust um of. í stuttu máli sagt: Kennslustundin hafði kveikt neista í okkur, við gengum annars hugar af þeim fundi, hugleiðandi ný sannindi, sem höfðu birzt okk- ur fvrsta sinni. Stundum ískraði hláturinn og kátínan í okkur langt fram eftir degi. Hvert tilefni, sem gafst, hafði verið notað til þess að gera sér til gamans. Og enn getum við hlegið upp úr eins maims hljóði, þegar þessum kátlegu minningum skýtur upp. Ég sagði, að kennsla Sig- urðar hafi ekki farið fram eft- .r föstum áætlunum. Þetta er að vísu ekki nema hálfur sann- ieikur. Hún var gagnhugsuð og þrautundirbúin, en sá, sem náð hefur tökum á einhverri list, leikur hana af fullu frjálsræði, hann er ekki þræll þeirra reglna, sem nemandinn í listinni verður að beygja sig undir. Áður var minnzt á einn 'þátt í skólastjórn Sigurðar, dugnað hans að koma fram málum skólans við stjórnar- völdin. í þær greipar hafa þó ekki allar menntastofnanh’ landsins sótt gull. Eftir er að cirepa á hina innri stjórn hans á skólanum. Raunar var ég ekki gagnkunnugur henni í j öllum greinum, þar sem ég vár aldrei í þeirri sveit nemenda, sem falin var urnsjón, og aldrei varð ég var beinna af- skipta hans af háttum mín- um. Kunni ég því afar vel. Eg þekkti því ekki gjörla, hvernig hann tók á málum þeirra nemenda, sem hann þurfti að skipta sér af. Hitt j vissi ég, að hann hafði oft þungar áhyggjur af málum þeirra, og hann vildi leiða þau til lykta bæði vegna þeirra sem einstaklinga og skólans sem stofnunar. Því kynntist ég ekki sízt löngu eftir að ég var farinn úr skóla, er hann átti löng símtöl við mig ura slík mál, jafnvel á næturþeli. Hann aðhylltist mjög þá skoð- un, sem hann hafði aðallega kynnzt af lestri enskra upp- eldisrita, að bezt væri og æski- legast að fela nemendum að stjórna málum sínum sjálfir. Þessari aðferð beitti hann mikið, og ég hygg, áð annað verði ekki með sanni sagt en' hún hafi gefizt honum vel. En sá þáttur í skólastjórn Sigurðar, sem við nemendur fcans, velflestir að minnsta kosti, munum minnast lengst og þakka af heiluni hug, er sú,' mér liggur v.ið að segja dæma- lausa, föðurlega umhyggja, sem hann bar um hag okkar og heill. Yið, sem dvölduínsr þarna fjarri heimilum okkar í hálfgerðum einstæðingsskap og umkomuleysi, jafnvel þótt við bærum okkur mannalega, kunnum ekki sízt' að meta þetta. Og þessari umhyggju var ekki lokið, þótt við vær- um horfin úr umsjá hans. Hann fylgdist ætíð af sama á- huganum með því, hvernig okkur vegnaði. Er mér til efs, að til séu á voru landi. mörg dæmi um slíkt föðurhjarta. Hann lagði mikla áherzlu á að ala upp með okkur ríka skyldutilfinningu gagnvart nkólanum, gera hann að eins fconar ættlandi í hugum okk-. ar. Þótti sumum þar kenna nokkurra öfga, enda er það svo um okkur, sem dauíari eigum tilfinningar, að okkur þykir ýmislegt öfgakennt í fari þeirra, sem geðríkari eru. Um skólaræður Siguröar hygg ég, að svo megi að orði kveða með nokkurum sanni, að þær séu talsyert sérstæður þáttur í bókmenntum þjóðar- Lnnar. Ég hef þekkt greinda og góða lesendur úr alþýðu- stétt — og beirra eru bók- menntirnar —, sem biðu hverrar skólaræðu Sigurðar með óþreyju eins og skáld- sögu frá hendi eftirlætishöÞ undar. Og sumir þeirra töldu þær til beztu bókmennta, sem þeii’ ættu völ. Hins vegar hygg ég, að flestar þeirra, sem rit- aðar eru, hafi farið að miklu Leyti fyrir ofan garð eða neð- an hjá þeim nemendum, sem þær voru fluttar. Þær voru miðaðar við annað þroskastig og aðra lífsreynslu en manna um og innan við tvítugsaldur. Og þær voru efnismeiri en svo, að þeirra yrðu full not að hlýða á þær einu sinni. Þeim mun sumum hverjum hafa ætlað að vera meira en tæki- færisræður eingöngu. Þær voru engu síður innlegg í um- ræðurnar um vandamál mann- félagsins. í ræðum Sigurðar og rit- störfum birtast yfirleitt sömu kostirnir og í kennslunni. Að vísu gætir þar minna gaman- semi hans, léttleika og fyndni. Þær eru alvöruþrungnar, í , beim er þung undiralda. En! peim efnum, sem tekin eru til j meðferðar, eru gerð rækileg j skil. Þau eru skoðuð í krók og kring og.þeim velt og bylt á f E'IIar hliðar og hað svo. að, erfitt er að hugsa sér, að það verði öllu betur gert. Hins ber auðvitað að minnast, að hugs- unin er ekki almáttug við íausn viðfangsefna. Rannsók í- in hlýtur og að eiga þar mikið hlutverk. En meðan við eigum jafnlítinn kost rann- sókna á vandamálum þjóð- lífsins, verðum við að beita því eina tæki, sem til er, hugs- uninni, og hlutverk hennar verður ætíð mikið og göfugt. Vel getur svo farið, að fyllri þekking eigi eftir að sýna okk- ur aðrar niðurstöður í ein- hverjum greinum en Sigurður komst að í ályktunum sínum. Hygg ég samt, að andleg fang- brögð, sem hann þreytti við ýmis vandamál mannlífsins, verði lengi talin athyglisverð meðal þroskaðra manna. Ég nefni eitt dæmi. Misskilmng- urinn mikli (skólaslitaræða 1929) fjallar um eina meiri háttar þjóðlygi, sem reynt var að innræta minni kynslóð á æskuskeiði af fullkomnu blygðunarleysi. Ég trúi vart, að þeir, sem kynnt hafa sér þá ræðu, flytji þann boðskap iafnkinnroðalaust eftir sem áður. Hér hefur æviferill Sigurð- ar Guðmundssonar verið stutt- lega rakinn og tilraun gerð að lýsa störfum hans. Heildar- mynd af manninum sjálfum væri torveldara viðfangsefni. Lífsnautn hans og hugarraunir, efasemdir hans og sannfær- ing, samúð hans og andúð, hrifning hans og hneykslun, eða, með öðrum orðum, öldurót sálarlífsins var meira háttar með honum en flestum mönn- um öðrum. Er ég hugleiði líf hans, fæ ég ekki við því sporn- að, að þessi vísa Henriks Ib- sens kemur æ fram á varir mínar: At leve er — krig með trolde i hjertets og hjernens hvælv. At digte, — det er at holde dommedag over sig selv. Að yrkja,— var það honum ekki einmitt boðorðið mikla? Ármann Halldórsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, * Jóhartns GuSJóns Jónssonar frá Mundakoti, Jónína Jónsdóttir Elín Jónsdóttir. Einar Ragnar Jónsson Gísli Jónsson. Sigurður Guðmunds- son skólameistari Frh. af 5. siðu. stundaði nám við Latínuskól- ann í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi þaðan 1902 með fyrstu einkunn. Síðan stundaði hann nám við Kaupmannahafnarhá- skóla og lauk magisterprófi í norrænum fræðum 1910. Hann var stundakennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1911—20 og kennari við Kennaraskólann j 1912—1917 og var þá skipaður j þar fastur kennari. Gegndi hann ' því starfi, þar til hann varð skólameistari Gagnfræðaskólans . á Akureyri haustið 1921. Eftir J að gagnfræðaskólanum var j breytt í menntaskóla, veitti hann honum forstöðu þar til um aramót 1947—1948, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Vorið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og dvaldist þar til dauðadags. Sigurður kvæntist Halldóru Ólafsdóttur frá Kálf- holti 1915, og varð þeim sex barna auðið og lifa fimm þeirra: Ólafur læknir, er nú dvelst við framhaldsnám í Englandi, Þór- unn, gift í Boston í Engiandi, Örlygur listmálari í Reykjavík, Guðmundur Yngvi fulltrúi í Reykjavík og Steingrímur stud. mag. í Reykjavík. Helztu ritverk Sigurðar eru þessi: Ágrip af forníslenzkri bókmenntasögu, Rvík 1915 og 1930 (3. útgáfa kemur innan skamms), Heiðnar hugvekjur og mannaminni, Ak. 1946, og Á sal, Rvík 1948. Auk þess hefur hann ritað fjölda ritgerða í blöð og tímarit, m. a. í Samtíð og sögu um Bjarna Thorarensen. Enn fremur liggur mikið óprentað eftir Sigurð í handriti. Sigurður lézt á heimili sínu, Barmahlíð 49, Reykjavík, að- faranótt 10. nóv. 1949. Bana- mein hans var hjartabilun. Auglýsið í Alþýðublaðinu! og hugs- uðurinn... (Frh. af 6. síðu.) ur nemendum sínum ógleym- anlegur, þegar hann stóð í ræðustól á „Sal“ og boðaði beim drengskapar- og „rétt- fikapar“-hugsjónir sínar, boð- aði þeim þjónustu við skyldur og réttlæti, við mannúð og frelsi. Það var því líkast sem Salurinn bifaðist fyrir átökum hans, þegar mest var í húfi, þegar hann þuldi fastast. Og Sigurður Guðmundsson verður ógleymanlegur í kenn- arastóli. Ef til vill nutu hinir fjölþættu hæfileikar hans sín hvergi betur en þar, vit hans, þekking og reynsla, glettni hans og gamansemi, skáldlegt flug hans. Hann tók nemend- ur undir hönd sér, gaf þeim nokkuð af skyggni sinni, sýndi þeim nýja heima, lauk upp fyrir þeim fjársjóðum íslenzkr- ar tungu og íslenzkra bók- mennta. Kennsla hans hlaut að kveikja í öllum, sem voru ekki andleg dauðyfli. Sigurðar Guðmundssonar varð aldrei minnzt svo lífs og hans verður ekki heldur minnzt svo látins, að ekki sé einnig minnzt konu hans, frú Halldóru Ólafsdóttur. Hún var honum maklegur förunautur, og ég fæ ekki hugsað mér, að kona hafi nokkru sinni staðið ótrauðari við hlið manns síns én hún. Hún fórnaði skólanum líka heimili sínu, starfskröftum sínum og nálega heilsu sinni. Hún var drottningin, í þess orðs beztu merkingu, sem gaf umhverfi sínu virðuleik, reisn og svip. Ég vænti þess, að frú Halldóra Ólafsdóttir megi nú og framvegis verða þess vör, að Sigurður Guðmundsson átti vini, sem eru líka vinir hennar. Svo gæti virzt sem ævistarfi Sigurðar Guðmundssonai' Skóla meistara hefði verið lokið, þegar hann lét af skóJastjóru sjötugur. Hann hafði skapað og hafið hinn nprðienzka menntaskóla, brautskráð sæg gagnfræðinga og stúáenta, veitt þeim það veganesti, sem hann átti bezt. Ævistarfið var mikið, en samt dó Sigurður Guðmundsson frá óloknum störfum, átti í fórum sínum næg verkefni, sum hálfunnin, sum óunnin. Hann var enn hinn leitandi, síkviki andi, jafn hrifnæmur sem fyrr, jafnó- trauður spyrjandi og skapandi. Hann dó í fullu andlegu fjöri, að því er bezt varð séð. Nem- endur hans og vinir harma það einlæglega, að honum skyldi ekki verða unnt þeirra launa fyrir vel unnin störf, að mega um nokkurra ára skeið gefa sig að fræðistörfum, kristalla ‘eynslu sína og þekkingu í nýjum ritsmíðum. En samt er það trúa mín, að sá sé gæfu - maður, sem deyr frá óloknum störfum, deyr áður en hrörn- unin, sem bíður okkar allra, ef við lifum nógu lengi, hefur sljóvgað vit -hans, blindað and- lega sjón hans, slitið úr brjósti hans strengi tilfinninga hans. Þótt Sigurður Guðmundsson hafi nú goldið skatt sinn að fullu, of snemma, að því er- skammsýni okkar virðist, eiga ,allir þeir, sem unnu honum og virtu hann, minningar, sem aldrei mást. Ég þakka vini mínum og læriföður, Sigurði Guðmunds- syni skólameistara, allt það, sem hann gaf mér, og aldrei verður launað. Og ég votta ekkju hans og börnum þeirra einlæga samúð. Renedikt Tómasson. ..........------------- HANNES Á HORNINU Framha)d af 4. síðu. ioknu, eins og nýlega gerðist hér í bænum. Ég vænti þess, að þeim, sem þar var að verki, verði ekki hlíft í neinu þegar lögreglan hefur hendur í hári hans.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.