Alþýðublaðið - 17.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÖ Laugardagur 17. des. 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndai. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Affsetur: Alþýffuhúsiff. Alþýffuprentsmiffjan h.f. Er ahrinnuleysJ óumflýjanlegti VÁGESTUR ATVINNU- LEYSISINS er farinn að gera vart við sig hér á landi. Fyrir nokkrum dögum voru 95 manns skráðir atvinnulausir á Siglu- firði; og nú er einnig upplýst, að um 100 vörubílstjórar séu atvinnulausir hér í Reykjavík. Slíkar tölur atvinnulausra manna munu ekki hafa heyrzt hér síðan fyrir stríð; og þær ættu að vera okkur alvarleg á- minning um þá hættu, sem yfir okkur 'vofir og fyrr eða síðar getur orðið að veruleika, ef við höfum ekki fyrirhyggju og manndóm til þess að gera við- eigandi ráðstafanir til að af- stýra því. Það eru að vísu ekki allir, sem myndu harma það, að vá- gestur atvinnuleysisins settist að hér á landi á ný. Til eru þeir atvinnurekendur, sem ekk- ert hefðu á móti því, að nýtt atvinnuleysi hjálpaði þeim til < þess að lækka laun verkalýðs- ins. Og um kommúnista þarf ekki að tala. Þeir eiga sér enga ósk heitari en þá, að þúsund- ir manna gengju hér atvinnu- lausar, mánuðum og helzt ár- um saman. Á slíkt ástand eru þeir stoðugt að kalla í dagr draumum sínum um nýja kreppu, sem dálkar Þjóðviljans endurspegla dag eftir dag og viku eftir viku. Það telja þeir ókjósanlegastan jarðveg fyrir kommúnismann; enda hafa þeir árum saman beðið fullir eftir- væntingar eftir kreppunni, sem þeir hafa sagt vera eins ó- umflýjanlega í öllum löndum vestan járntjaldsins og þeir telja hana óhugsanlega austan þess, þótt hinn kreppulausi heimur þar byggist að vísu ekki á neinu öðru en því, að milljónum manna er stungið þar inn í þrælkunarvinnubúðir, þegar þörf gerist, og þær látn- ar vinna þar við miklu hörmu- Iegri kjör en nokkrir atvinnu- leysingjar verða að þola annars staðar. Það er satt, að sá hópur, tem gekk atvinnulaus í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku fyrir styrjöldina, var oft ægi- íega stór. En í engu landi var hann þó nokkru sinni neitt nándar nærri eins fjölmennur og sá, sem þá þegar var látinn vinna fangavinnu austur í Rússlandi! * En þótt til séu þeir menn, sem sagt, sem ekkert hefðu á móti því, að atvinnuleysi héldi innreið sína á ný hjá okkur; og þótt bæjarstjórnaríhaldið hér í Reykjavík virðist taka því með tiltölulegri ró, að um 100 vöru- bílstjórar eru nú atvinnulausir hér í Reykjavík rétt fyrír jólin, telur Alþýðuflokkurinn þá al- vöru hér á ferðum, að bæði skjótra og skynsamlegra úr- ræða sé þörf. Var á það bent af fulltrúum hans í bæjarstjórn Rejkjavíkur í fyrradag, er at- vinnuleysi vörubílstjóranna var rætt þar, að nauðsyn beri til að bæxúnn láti nú þegar hefja vinnu, sem hvort sem er verð- ur að láta vinna fyrr eða síðar, en nú á þessu augnabliki getur að minnsta kosti dregið mjög' verulega úr atvinnuleysi vöru- bílstjóranna. Alþýðuflokkurinn lítur yf- irleitt svo á, að með skynsam- legum ráðstöfunum hins opin- bera, bæði ríkis og bæja, sé alltaf hægt að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þetta sýndi sig og greinilega á árum heims- kreppunnar miklu milli styrj- aldanna, er milljónir manna gengu atvinnulausar í auð- valdslöndunum, en jafnaðar- mannastjórnin í Svíþjóð sigr- aðist á kreppunni með skyn- camlegum og framsýnum ráð- stöfunum á skömmum tíma, eftir að hún hafði tekið við völdum. Sænska jafnaðar- mannastjórnin varð þá fræg um allan heim fyrir þetta af- rek sitt; en það var í raun og veru ekki í neinu öðru falið en því, að láta hið opinbera, ríki og bæi, auka framkvæmdir og atvinnu á sínum vegum að sama skapi og hið marglofaða einstaklingsframtak dró ham- an seglin. En það var og er skoðun sænsku jafnaðarmann- anna, að á sama hátt ætti hið opinbera að draga úr fram- kvæmdum sínum, þegar nóga atvinnu er að hafa hjá öðrum. Hin fræga kreppuvarnapóli- tík sænsku jafnaðarmanna- stjórnarinnar færði þjóðunum heim sanninn um það, að kreþpa og atvinnuleysi eru engir óumflýjanlegir náttúru- viðburðir í nútímaþjóðfélagi, þó að kommúnistar haldi því fram og lifi stöðugt í voninni um nýja kreppu. Það er, hve- nær sem er, hægt að afstýra atvinnuleysi með skynsamlegri og framsýnni atvinnumálapóli- tík og auknum framkvæmdum hins opinbera. Og til slíkra ráð- stafana á hið opinbera að grípa hvar og hvenær, sem vágestur atvinnuleysisins gerir vart við sig-______________ Þriðja Jóabókln komln úf_ ÞRIÐJA JÓA-BÓKIN, eftir Knud Meister og Carlo Ander- sen er komin út og nefnist hún „Jói safnar liði“. Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri hefur þýtt bók þessa eins og íyrri Jóa-bækurnar, en útgef- andi er Bókaútgáfan Krummi h.f. Fyrri Jóa-bækurnar, sem út hafa komið á íslenzku, heita „Ungur leynilögreglumaður“ og „Jóhannes munkur“, og eiga þessar bækur miklúm vinsældum að fagna meðal drengja. morgun HNEFALEIKAMEISTARA- MÓT ÍSLANDS fer fram í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar við Lindargötu á morgun kl. 4 e. h. ' ***. TÍMINN hefur reiðzt mjög þeirri röksemdafærslu Al- þýðublaðsins, að ekki sé að vænta vinstri stjórnar í bráð, þar eð Alþýðuflokkurinn sé eini vinstri flokkurinn, og því fari fjarri, að hann geti tek- izt á hendur stjórn landsins. Finnst Tímanum, að ráðið við þessu muni vera það að við- urkenna Framsóknarflokkinn sem vinstri flokk og láta hann mynda stjórn með kom- múnistum. Eru skriffinnar Framsóknarflokksins stórlega undrandi yfir því, að Alþýðu- flokkurinn skuli ekki taka þessu góða boði fegins hendi. Það stendur sem sé hvorki á Hermanni Jónassyni né kom- múnistum! SATT AÐ SEGJA er þessi mál- flutningur Tímans ekki alvar- lega takandi. Ef Framsóknar- flokkurinn, vildi vera vinstri flokkur, hefði hann ekki markað þá stefnu undanfarin ár að berjast gegn hvers kon- ar framfaramálum og félags- legum umbótum. Þessar stað- reyndir breytast ekki hætis- hót við það, þó að Hermann Jónasson langi til að verða forsætisráðherra og kommún- istar séu reiðubúnir að styðja hann til þess frama. Það er ekkert mark takandi á flokk- um, sem vilja vera „vinstri flokkar11, þegar þeir telja sig geta komizt í stjórn undir því yfirskini, en þjóna annars alltaf málstað afturhaldsins. Þess vegna er Alþýðuflokk- urinn vonlaus um heillavæn- legan árangur af stjórnarsam- starfi við Framsóknarflokk- inn, nema hann gerbreyti um stefnu og hverfi aftur til upp- hafs síns. Um kommúnista þarf ekki að ræða í þessu sambandi. Alþýðuflokkurinn hefur lýst yfir því, að hann vilji enga samvinnu við þá eiga. Meirihluti Framsóknar- flokksins hefur gefið sams konar yfirlýsingu. En Her- mann Jónasson hliðrar sér hjá því að svara nokkru þeirri þó tímabæru spurningu, hvort hann geti hugsað sér sam- vinnu við kommúnista eða ekki. Það gefur líka að skilja, þegar tillit er tekið til makks hans við rússneska útibúið. Þögn hans er þess vegna sama og svar. TÍMINN reynir að öðru leyti að drepa þessum umræðum á dreif með því að rekja synda- sögu Sjálfstæðisflokksins. Það er gott og blessað út af fyrir sig. Sannarlega má finna Sjálfstæðisflokknum margt til foráttu. En það breytir engu um það, að Framsóknarflokknum er hollt ao athuga vel sinn gang. Hann ætti að minnast þess, að erlendis hafa flokkar hon- um sambærilegir lent á glap,- stigum með starf sitt og skoðanir. Gleggsta sönnunin um þetta er þróunarferill vinstri flokksins í Danmörku, Framsóknarflokksins þar í landi. Hann var í upphafi frjálslyndur umbótaflokkur. En nú er hann afturhalds- samasti flokkur Danmerkur og stendur enn lengra til hægri en nokkurn tíma í- haldsflokkurinn, sem þó hef- ur fátt til síns ágætis. Fram- sóknarflokkurinn hér ætti að reyna að forðast þau dapur- Bréf frá Vífilsstöðum. — Kvartanir, sem bev að athuga hið bráðasta. EFTIRFARANDI BRÉF fékk ] ég nýlega frá sjúklingi á Víf- ilsstöffum: — „Vífilsstaðahælið ( ejálft er nærri 40 ára gamalt, cg þar sem engin gagnger við-' gerð hefur fariff fram á því síff-, an þaff var byggt, er ekki að undra þó þaff sé fariff að láta á cjá. Þess vegna væri ekki úr vegi aff hresst væri upp á hælið. í tilefni af fertugsafmælinu,1 því þaff hefur staffiff vel í stöffu dnni viff útrýmingu herkla- veikinnar á íslandi. j 1 AÐ VÍSU befur verið unnið mjög mikið hér, en ekki við að- albygginguna, byggð ný hús fyrir starfsfólk og sjúklinga, miðstöðvarhús reist o. fl. Ýms- ar sögur ganga hér um kostnað við þessar byggingar, t. d. að ^ nýja miðstöðin hafi kostað 1/10 hluta af hitaveitu Reykjavíkur. Veggir voru steyptir hér í eld- húsinu í fyrra, nú hefur verið unnið með loftpressu í ca. 3 vikur við að brjóta þá aftur nið- ur. Enn fremur er talað um að eitthvað hafi ruglazt illilega saman fjárfesting eða efni til Vífilsstaða og annarra opin- berra bygginga. Iegu örlög að lenda hægra megin við Sjálfstæðisflokk- inn. Til þess er honum ekki nóg að sjá flísina í auga þessa bróður síns, ef hann hyggur ekki í tíma að bjálkanum í auga sjálfs sín. SÚ ÁSÖKUN Tímans, að Al- þýðuflokkurinn berjist ekki fyrir rétti fátækrar alþýðu, er auðvitað ekki þess virði, að um hana sé fjölyrt. Meðan Alþýðuflokkurinn berst fyrir málum eins og launalögunum, almannatryggingunum, lög- unum um opinbera aðstoð við íbúðarhúsabyggingar og upp- bót á laun opinberra starfs- manna og tryggir framgang þeirra, þegar Framsóknar- flokkurinn berst gegn þeim af oddi og egg, getur Alþýðu- flokkurinn látið sér það i léttu rúmi liggja, þó að Fram- sóknarflokknum finnist hann ekki nógu róttækur. Sama er að segja um samvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðu- ílokkurinn telur ekki ástæðu til þess að skipta skapi, þó að Framsóknarflokkurinn beri hann sökum í því efni. Þjóð- inni er sem sé«í fersku minni, þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn settu gerðardóminn í togaradeil- unni 1938 og tóku höndum saman um lögfestingu gerð- ardómslaganna illræmdu 1942. Það er rétt, að Alþýðu- flokkurinn hefur haft sam- vinnu við Sjálfstæðisflokk- inn, en hann hefur ekki borið hag og rétt alþýðunnar fyrir borð í þeirri samvinnu. En slík samvinna við íhaldið er einmitt efst á syndareikningi Framsóknarílokksins. HÉR Á HÆLINU er staður, nem nefnist dagstofa og er þar frekar fátæklegt inn að líta. Oít hefur átt að bæta úr þessu og loks rak að því að það fréttist að maður nokkur væri farinn i piglingu á kostnað ríkissjóðs og væri förinni heitið til Svíþjóð- ar til húsgagnakaupa. Svo komu húsgögnin, 1 borð, 2 sóff- ar og líklega 12 stólar. Allt á- gætis húsgögn í sjálfu sér, en-ég á hálf erfitt með að greina hvaða flokki húsgagna þau til- heyra. Því miður mundi ég helzt kalla þau garðhúsgögn (sbr. garðstóla). Dagstofan er ætluð fyrir þá, sem eru á fót- um. Ekki veit ég hvað þeir eru margir, en í borðstofunni borða um 100 sjúklingar, en miklu fleiri hafa fótavist og gætu því haft not af dagstofunni, en það er ekki hægt eins og nú er. Hér hefur stundum verið tekið eftir all einkennilegum vinnubrögð- um, t. d. þegar vinnumennirnir á búinu voru að sækja ofaní- burð til að setja kringum fjósið og sóttu hann í þjóðveginn, sem figgur hingað til Vífilsstaða. Einnig er kátlegt að sjá mann vinna úti í garði við að binda upp sumarblóm síðast í septem- ber. SJÚKLINGUNUM kemur í sjálfu sér ekkert við hvaðá að- ferðir né hve miklu fé er varið til framkvæmda liér, en gamah væri að sjá á prenti kostnaðinn við nýju miðstöðina og nýju húsgögnin í dagstofunni okkar. Hér hefur staðið til lengi að lagfæra baðherbergi, sem 78 sjúklingar nota, en ekkert orð- ið úr framkvæmdum enn, og á hverjum fundi í félagi sjúk- iinga hér er því lýst yfir hátíð- lega, að þeir hafi talað við |;ennan og hinn og nú sé baðið að koma. Strax í næstu viku. En ekki bólar á baðinu enn. HÉR NOTA um 35—40 manns hvert salerni og vill þvi oft myndast biðröð. Því er það stundum haft í flimtingum, að salernissetan sé mðe 37 stiga hita vegna þess hve sjaldan hún befur tækifæri til að kólna. En „skolin“ eins og þau eru kölluð, verða óvistlegri með hverju ár- inu sem líður, ef ekkert verður að gert. Fleira mætti benda á og ég veit að félagið Sjálfsvörn mun rsiðubúið að benda á það sem betur mætti fara, þó að etarfskraftar þess fari mest í það að vinna fyrir Reykjalund. ÞETTA SNERTIR MIG per- sónulega kannske ekki eins mikið og þeir ágallar sem ég ætla að nefna hér á eftir, því þó maður fái mjög góða lækn- ishjálp hér, þá er það ekki allt og meðan ríkissjóður borgar að fullu með manni, þá á mað\jr að fá þá þjónustu, sem borguð i er fyrir mann, þannig lít ég á, og tel mig ekki vera að setja mig á háan hest þó ég nefni það. HÉR ERU MARGIR mjög lystarlausir, en berklaveikum ríður á að borða, og vill það oft ganga illa og ekki bætir það matarlystina þegar menn fá (Frii. á 7. síðu.) v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.