Alþýðublaðið - 23.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.12.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 23. des. 1949. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Augiýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Átökin um launa- uppböl opinberra starhmanna ALÞINGI samþykkti fyrir jólaleyfið, að launauppbótin til opinberra starfsmanna skuli greidd áfram. Mál þetta sætti harðri mótspyrnu í þinginu, og urðu umræðurnar um það snarpar og heitar. Afgreiðsla málsins er mikill ósigur fyrir meirihluta fjárveitinganefndar og afturhaldsöflin á alþingi. En að öðru leyti er ýmislegt at- hyglisvert í sambandi við gang þessa máls fyrir opinbera Etarfsmenn og landsmenn alla. Meirihluti fjárveitinganefnd- ar með Gísla Jónsson í broddi fylkingar barðist gegn því, að umrædd þingsályktunartillaga næði fram að ganga og taldi af- greiðslu hennar hina verstu ó- hæfu. Bændafulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Gísli Jóns- son samfylktu Framsóknar- flokknum um að reyna að hindra afgreiðsu þessa sjálf- sagða réttlætismáls, og komm- únistar reyndu að spilla fyrir málinu, einkum Einar Olgeirs- son, þó að þeir dröttuðust til að fylgja því að lokum. Alþýðu- flokkurinn einn stóð af heil- indum með málinu og átti frumkvæðið að því, að það náðí fram að ganga. Framsóknarflokkurinn sýndi við umræður og afgreiðslu þessa máls, að hann hefur engu gleymt og ekkert lært frá því í vor. Rannveig Þorsteinsdóttir fékk að vísu að skerast úr leik, en allir aðrir þingmenn Fram- róknarflokksins veittu Skúla Guðmundssyni að málum, en hann hefur fyrr og síðar bar- ízt harðast allra þingmanna gegn opinberum starfsmönnum í sambandi við launakjör þeirra. Framsóknarflokkurinn beitir sér fyrir því, að bændur Jandsins fái kjarabætur eftir á, og er þá sundum ekki tiltakan- lega nákvæmur, þegar hann /ítur á forsendurnar. En hann berst gegn því að opinberir starfsmenn fái eftir á uppbót á laun sín, þó að rannsókn hafi sannað, að þeir hafi dregizt aft- ur úr öðrum stéttum þjóðfé- lagsins. Einkunnarlitur Fram- sóknarflokksins á alþingi er i rerið mikilli mótsögn við rauðu r.kellurnar í Tímanum fyrir kosningar. Þá þóttist Fram- sóknarflokkurinn vera róttæk- ur og sanngjarn í garð allra stétta. En eftir kosningarnar kemur hann til dyranna í sín- um réttu klæðum sem aftur- haldsamur og óbilgjarn sér- hagsmunaflokkur. Um bændadeild Sjálfstæðis- flokksins er sömu sögu að segja ?á þingmenn Framsóknar- flpkksins. Samfylkingin í pejm Gísli Jónsson gerðist odd- viti fyrir í sambandi við af- greiðslu launauppbótarinnar til opinberra starfsmanna, er rannarlega ekki öfundsverð af hlutskipti sínu, þegar að því kemur, að þjóðin kveði upp sinn dóm'. vBændur landsins munu smám saman vakna til vitundar um það, að óhyggileg cé forusta þeirra manna, sem ætla að heyja kjarabaráttu bænda í fjandskap við aðrar stéttir, sem eiga ekki síður kröfurétt á bættum hag en þeir. Þess vegna hafa bænda- fulltrúarnir á alþingi lagt út á braut, sem er mjög svo ólíklegt að leiði til sæmdar fyrir sjálfa þá og því síður til farsældar fyrir umbjóðendur þeirra. Kommúnistar viðhöfðu í sambandi við þetta mál fá- heyrðan skollaleik. Þeir reyndu allt, sem í þeirra valdi stóð, til : þess að kljúfa fylkingu þeirra þingmanna, er fylgjandi voru launauppbótinni til opinberra starfsmanna. Þessi vinnubrögð þeirra náðu hámarki sínu, þeg- ar Einar Olgeirsson lýsti yfir því, að hann liti á afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um áframhaldandi launauppbót op- inberum starfsmönnum til handa sem viljayfirlýsingu al- þingis um að hækka bæri öll laun í landinu. Fráleitari yfir- lýsingu og óheppilegri var naumast hægt að gefa. En sam- ræminu var ekki fyrir að .fara hjá kommúnistum nú fremur en endranær. Þeir vildu þings- ályktunartillöguna feiga, en i. fjárveitingarnefnd og á alþingi, þegar sýndartillögur þeirra höfðu verið felldar og klofn- ingsiðju þeirra vísað á bug, rak óttinn þá til þess að greiða at- kvæði með launauppbótinni, sem þeir þó í hjarta sínu höfðu vonazt til að yrði felld! Auðvitað dylst engum, hvað fyrir komúnistum vakti. Þeir vildu, að þingsályktunartillag- an yrði felld til þess að geta eftir á æst opinbera starfsmenn upp vegna þess, að alþingi hefði iieitað þeim um réttmætar kjarabætur. Þeir voru að hugsa um sig, en ekki um opinbera ntarfsmenn. Draumur þeirra var sá, að nota þetta mál til að r.uka fylgi flokks síns vegna rétt mætrar óánægju þeirra, er hlut áttu að máli. Þeir vildu þannig allt sér til handa, en þeim lá í j iéttu rúmi þó að opinberir 1 starfsmenn fengju ekkert. En ekki nóg með það. Eftir á ræðst Þjóðviljinn á Alþýðuflokkinn fyrir afstöðu hans í þessu máli. Það sýnir betur en nokkuð annað vinnubrögð og baráttu- aðferðir kommúnista. En op- inberir starfsmenn munu á- reiðanlega líta öðrum augum á þetta mál. Þeir munu meta að verðleikum baráttu Alþýðu- flokksins fyrir þessu brýna hagsmunamáli þeirra ,en skipa kommúnistum í dilk með fjand mönnum málsins í Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Þar eiga þeir raun- verulega heima, þó að þeir þyrðu ekki að leika skollaleik- inn til úrslita og skiptu um hlutverk á síðustu stundu. Matarstellið í KRON. — Ljósakrónurnar dýru. — AF TILEFNI bréfa, sem ég birti í fyrradag um einstök at- riffi í verzlunarlífinu, vil ég segja þetta í dag. Þaff virffist fara mjög í vöxt að nú séu heimilin aff ryffja af sér ýmiss konar munum, sem þau keyptu ÍL peningaflóffi stríffsáranna. Þetta dót er nú í einstökum verzlunum í bænum, og þaff r.IIvíffa, og vekur nú mikla at- hygli og á stundum missltiln- Ing. Sögurnar um þessa muni vekja og tortryggni og þær hlaffa utan á sig í meffförum fólks eins og gengur. ÞAÐ ER RÉTT, að hjá B. H. B. eru vatnsglös til sölu, sem kosta 75 krónur stykkið. Verzl- unarmaður í þessari búð, sem útti tal við mig, var allgramur yfir bréfinu, án þess þó að nokk uð væri ranghermt í því. Hins vegar upplýsti hann, að þessi vatnsglös væru frá Ameríku ‘ — og að verzlunin hefði gert bað fyrir konu, að hafa þau íil sölu. Verzlunin hefur ekki keypt þessi dýru vatnsglös inn og heldur ekki hefur verið veitt S s s s . s Heimilisvéltir og áróður MÖRGUM KANN að virðast, að hinum mikla tíma, sem al- þingi hefur eytt í umræður um innflutning heimilisvéla, hefði verið betur varið í um- ræður um hið alvarlega á- stand efnahagsmálanna, og er nokkuð til í þeirri skoðun. Ályktunartillögur um stór- felldan innflutning heimilis- véla fyrir bæina og jeppa fyrir bændurna hafa verið samþykktar á hverju þinginu á fætur öðru, en hitt vita allir hugsandi menn, að þess- ar tillögur eru lítið annað en skrum og áróður, kapphlaup um hylli fjöldans. ALÞINGI ætti í fyrsta lagi að fara varlega í þá hluti að á- kveða innflutning á einu eða öðru. Slíkt hefur vérið tal- ið framkvæmdaratriði hér á landi en ekki löggjafaratriði, og^ hafa ríkisstjórnir og sér- stakar nefndir ráðið innflutn- ingnum. Er augljóst, að vart mundi alþingi koma öðrum störfum að, ef það ætti sjálft að ræða og ákveða innflutn- ing á hinum ýmsu vöruteg- undum. ANNAÐ ER ÞAÐ, að fjárhags- ráð gerir áætlun um inn- flutning hvers árs, og er hún gerð í samræmi við áætlaðar g j aldey ristekj ur. Alþingi hugsar hins vegar ekki um það, hvað til sé af- gjaldeyri, þegar það samþykkir út í blá- inn innflutning á 700 jeppum og heimilisvélum eins og eft- irspurnin í landínu krefst. Slíkt nær auðvitað engri átt, enda er áróðurskapphlaupið með slíkurn samþykktum aug ljóst og fyrir neðan virðingu alþingis. BÆNDAFULLTRÚAR íhalds- ins og framsóknar yfirbuðu hverjir aðra í tölu jeppa, sem þeir samþykktu að flytja skyldi inn fyrir kosningar. Svo kom „kvennaorustan mikla“ í kosningunum í Reykjavík, og heimilisvélar urðu á svipstundu mál dags- ins. Frú Kristín fylgdi mál- inu eftir og flýtti sér að vera á undan Rannveigu á alþingi með tillögu um innflutning heimilisvéla eftir þörfum. Það er athyglisvert, að skömmu eftir að íhaldið tók eitt við stjórn landsins var frú Kristín látin taka tillögu sína aftur. Þá fyrst var það viðurkénnt, að stjórnarvöldin hafa flutt þessi nauðsynlegu tæki inn efíir því, sem unnt reyndist, og það væri þýð- ingarlaust að samþykkja stóraukinn innflutning, þeg- ar engar líkur eru á, að gjald- eyrir verði til fyrir honum. UMRÆÐURN^lR um þetta mál leiddu þó óneitanlega margar athyglisverðar upp- lýsingar í Ijós. Fyrst ber að telja það, að innkaupastofn- un ríkisins treystir sér til að flytja inn heimilistæki með aðeins 3% álagningu, meðan heildsalar leggja á 25—30%, og er sjálfsagt að lofa stofn- uninni að sýna þetta í verki. Þá hefur það verið upplýst, að hægt er að spara stórkost- lega gjaldeyri með aukinni framleiðslu þessara tækja í landinu, án þess að þau verði dýrari en hin erlendu. Loks var það upplýst, að lands- menn tóku í notkun á árinu 1948 heimilistæki fyrir rúm- lega 5 milljónir króna, og er það aukning, sem vel verður við unað, því að ekki er hægt að bæta úr hinni miklu þörf á einu eða tveim árum. Það stefnir, þrátt fyrir allt ört í rétta átt í þessum efnum. AÐ LOKUM er rétt að minn- ast á það, að tveir þingmenn, Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphóníasson, notuðu þessar miklu umræður á al- þingi sem tilefni til þess að minna á það, að enn eru þús- undir manna í þessu landi, sem ekki hafa rafmagn, og glíma við þann vanda að komast yfir gamaldags elda- vélar meðan frú Kristín — og margir fleiri — krefjast stór- aukins innflutnings á ísskáp- um og þvottavélum. Þessari rödd mætti veita meiri at- hygli og vissulega má ekki skorta eldavélar og olíu- lampa, þar sem slík tæki eru fólkinu nauðsynleg, meðan nýjar rafmagnsvélar eru keyptar fyrir milljónir. engur fyrir Vatnsgiösin hiá B. H. B. Misfellur og sögusagnir., gjaldeyrisleyfi fyrir þeim. Þar með er það mál upplýst. VERRI VAR SAGAN um mat nrstellið í Kron. Hér er að vísu um mikið og voldugt matarstell að ræða. Það kostar 4800 krón- , ur. Það er mjög vandað, í því nru 83 stykki. Hvert stykki kostar að meðaltali um 50 krén | ur. Þetta telst ekki dýrt. Kron j hefur ekki flutt inn þetta matar gtell, það hefur að minnsta kosti ekki nú verið veitt inn- flutningsleyfi fyrir því. Verzlun in hefur aðeins orðið við beiðhi oinstaklings um að hafa stell- ið til sölu. SAGAN UM STELLIÐ vekur athygli á því, hvernig sögur vaxa í meðförum fólks. Ég átti bágt með að trúa því, að til væri stell sem kostaði 24 þús- und krónur. Þess vegna hringdi 6g til bréfritarans og spurði ná- kvæmlega eftir því, hvort verð- ið væri rétt og hann staðfesti [Dað ákveðið. En þetta hefur nú reynzt rangt, sem betur fer, liggur mér við að segja. VERÐLAGSSTJÓRI hefur upplýst mig um eftirfarandi. Ljósakrónurnar, sem hér eru .Crá ftalíu og kosta 4—7 þúsund krónur eru aðeins sárafáar. Á- kveðið fyrirtæki hafði fengið leyfi fyrir innflutning á nokkr- um „prufurn" frá Ítalíu á raf- tækjum, og voru ljósakrónurn- p.r meðal þeirra, þar af ein, sem kostaði 7 þúsund krónur. Nú er íyrirtækið að reyna að oelja þessar krónur. Þetta hefur orð- í.ð til þess að almenningur hela ur að slík raftæki hafi. verið flutt inn í stórum stíl. ANNARS VIL ÉG af þessu til efni segja þetta. Verzlunarmát- inn hér nú er þannig, að almerra ingur talar um fátt meira. Mik ill 'hluti af sögunum er tilhæfu laus eða tilhæfulítil. Hins veg- ar tel ég mér skylt eins og mér er unnt að benda á dæmi um misfellurnar í von um að það gæti bætt úr og kennt okkur öll um, enda hefur það oft tekizt. *En erfitt er að forða því að fyrir komi að rangt sé frá sagt. HINS VEGAR er hér aldrei pkýrt frá öðru en því, sem fólk er að tala um, og gengur manna n milli. Fyrirtækin liggja þá undir sögunum og biöðin fá það orð að þau séu samdauna svína ríinu ef þau neita að taka bréf og greinar um það. Með því að drepa á sögurnar fást þær oft leiðréttar — og um leið kveðn- rr niður. Fer til jafoaðar" maorsablaðsios Daily Heraldu. 99* DAVID LOW, hinn heims- frægi, brezki skopmyndateikn- ari, sem þekktur er hér á landi af mörgum myndum, sem AI- þýðublaðið hefur birt eftir hann, er nú hættur að teikna fyrir brezka íhaldsblaðið „Ev- ening Standard“; en þar hefur hann birt teikningar sínar í 23 ár. Framvegis munu þær birt- ast í aðalblaði jafnaðarmanna á Englandi, „Daily Herald“. Low hefur, þrátt fyrir rót- tækar skoðanir, sem vel héfur mátt merkja af myndum hans, haft frjálsar hendur til aS birta þær í „Evening Standard“ ningað til, enda þótt þær hafi jafnan stangazt við stefnu blaðsins. En nú hefur einhver snurða hlaupið á þráðirm, og Low kosið að skipta um blað fyrir teikningar sínar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.