Alþýðublaðið - 29.04.1950, Qupperneq 4
4 _________ALÞÝÐUBLAÐIÐ___________ Laugartlagur 29. apríl 1950
í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðar seldir
við innganginn frá klukkan 6.
Listamannajbing. — Bréf um ítalskar lírur og
íslenzkar krónur.
HNSTAMANNAHNG he’fst
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfvéttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Aíþýðulnisið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
öefnilegur undir-
búningur.
FYRSTI MAÍ er helgaður af
hátíðahöldum og fundahöldum
verkalýðsins þann dag víðsveg
ar um heim um hálfrar aldar
skeið. Sá dagur hefur verið
hvort tveggja í senn: hátíðisdag
ur og baráttudagur. Þá 'hefur
verkalýðurinn fylkt liði, fagn-
að unnum sigrum og borið frarn
kröfur sínar um bætt kjör og
betra þjóðfélag. Dagurinn var
í upphafi aldrei hugsaður sem
dagur neins sérstaks stjórnmáia
flokks. Hátíðahöld og kröfur
hans áttu að vera hátíðahöld
og kröfur verkalýðsins yfir-
leitt, hvaða stjórnmálaflokk
eða stjórnmálaskoðun, sem
hann aðhylltist, enda var hann
áratugum saman dagur sérstakr
ar einingar í röðum verkalýðs-
ins.
En á þessu varð því miður
breyting, eftir að Moskva fór
að stofna söfnuði sína innan og
utan verkalýðshreyfingarinn-
ar úti um heim. Kommúnistar
vildu ekki una því, eins og aðr
ir, að fyrsti maí værí helgaður
ópólitískum hátíðahöldum og
hagsmunakröfum verkalýðsfé-
lagsskaparins. Þeir vildu setja
á hvort tveggja sinn flokkspóli
tíska stimpil og misnota daginn
til framdráttar pólitískum slag
orðum sínum og húsþænda
sinna austur í Moskvu. Áf þess
um ástæðum hefur fyrsti maí
í seinni tío oft orðið dagur leið
inlegs reiptogs og takmarkaðr-
ar einingar, stundum meira að
segja fulikominnar sundrung-
ar, og er það kunnara en frá
þurfi að segja hér á landi, þar
sem kommúnistar hafa því mið
ur komið ár sinni allt of vel
fyrir borð.
J}s
í ár munu ýmsir hafa gert
sér nokkrar vonir um það hér
á Iandi, að verkalýðurinn gæii
komið fram sem heild fyrsta
maí, enda sjaldan meira á því
riðið, að hann stæði saman um
stéttarhagsmuni sína andspæn-
is þeirri árás, sem nú er hafin
á lífskjör hans og allr.ar al-
þýðu í landinu. En eins og frá
var skýrt hér í blaðinu í gær
er nú fyrir því séð, að þetta
getur ekki orðið. Kommúnisc-
ar hafa hindrað það með gömlu
og nýju flokksofstæki sínu. Þeir
vildu ekki vinna það til ein-
ingarinnar fyrsta maí, að falla
þennan eina dag ársins frá
flokkspólitískum kreddum og
kjörorðum sínum; heldur
þurftu þeir, eins og áður, að
troða hvorutveggja inn í á-
varp og hátíðahöld dagsins; og
því verða nú mörg af stærstu
verkalýðsfélögum höfuðstaðar-
ins og fjöldi verkalýðnum vel
viljaðra einstaklinga ekki með.
Félögin vilja ekki skrifa und-
ir fyrsta maí ávarp, sem mót-
að er af flokkspólitískum áróðri
og blekkingum kommúnista; og
hvorki lýðræðissinnaðir verka-
menn eða aðrir lýðræðissinnað
ir einstaklingar vilja yfirleitt
láta draga sig í dilk með komm
únistum, hvort heldur fyrsta
maí eða endranær.
Hvaða erindi á líka inn í
fyrsta maí ávarp verkalýðs-
samtakanna krafa eins og
það, að „breytt sé um alla
stefnu þjóðarinnar út á við“,
eða köpuryrði kommúnista
gegn Marshallaðstoðinni og
blekkingar Þjóðviljans varð-
andi markaðsleit fyrir íslend-
inga erlendis? Slíkar kröfur og
kjörorð eru ekki til þess fallin,
að sameina verkalýðinn fvrsta
maí, heldur til þess að hrinda
miklum meirihluta hans frá
þátttöku í hátíðahöldunum; því
að yfirgnæfandi meirihluti
verkalýðsins, sem og þjóðar-
innar allrar, stendur að baki
þeirri stefnu út á við, sem tek-
in var er lýðveldið var endur-
reist, — að hafa sem nánasta
samvinnu við nágrannaþjóðirn
ar og lýðræðisþjóðirnar á Norð
urlöndum, í Vestur-Evrópu og
í Norður-Ameríku. Að krefj-
ast þess í fyrsta maí ávarpi
verkálýðssamtakanna, að horf-,
ið sé frá þessari stefnu, er því
fullkomin ósvífni við allan hinn
lýðræðissinnaða verkalýð lands,
ins, og getur aðeins orðið til
þess, að hrinda honum frá þátt
töku í hátíðahöldum dagsins.
En kommúnistar hafa fengio
bá kröfu inn í ávarpið, sem
beir vildu. Það hefur fengið
brodd gegn 1 ýðræðisþj óðunum
og samstarfi þeirra, og er því
fullkomlega í anda húsbænda
kommúnista austur í Moskvu.
En ekki nóg með þetta:
Kommúnistar hugsa sér að gera
hópgönguna fyrsta maí að eins
konar mótmælagöngu gegn dóm
um þeim, sem nýlega hafa ver-
ið kveðnir uþy> yfir nokkrum
forsprökkum skrílsárásarinnar
á alþingishúsið 30. marz í fyrra;
á í þessu skyni, að bera í hóp-
göngunni borða mikinn með
ÓMETANLEGT STARF hefur
Byggingarfélag verkamanna
unnið á undanförnum árum.
Þegar hafa verið byggðar á
vegum þess rúmlega 160 íbúð
ir, og nú hefur það 40 íbúð-
ir í smíðum. Það má því með
sanni segja, að byggingarfé-
lag verkamanna vinni að
lausn húsnæðismálanna á
raunhæfan hátt, þegar aðri'
aðilar leggi áherzlu á það eiti
að tala um það að bæta þurfi
úr húsnæðisbölinu.
ÞAÐ ER STAÐREYND, að í-
búðir þær, sem byggðar eru
á vegum byggingarfélags
verkamanna eru í senn hag-
kvæmar og snotrar. Auk þess
er verði þeirra svo í hóf stillt,
að þær eru miklum mun ó-
dýrari en sambærilegar íbúð-
ir, sem reistar eru af einstak-
lingum, svo að ekki sé minnzt
á íbúðir þær, er Reykjavík-
urbær hefur komið í verk að
láta reisa. Sést þetta gleggst
á því, að íbúðir þær, sem
byggingarfélag verkamanna
lauk við að reisa fyrir hálfu
öðru ári, kostuðu aðeins um
106 þúsundir króna, en það
er langsamlega minnsti bygg
ingaikostnaður, sem um get-
ur í bænum á þeim tíma.
Slíkur er kostur þess, að fólk
mótmælum gegn þessum dóm-
um. Slíkt tiltæki mun áreiðan
lega mælast illa fyrir meðal
verkamanna um land allt og
fæla fjölda manna frá því að
koma nærri hópgöngunni liér
í höfuðstaðnum fyrsta maí.
Þetta mál kemur fyrsta maí há
tíðahöldum verkalýðsins yfir-
ieitt ekkert við. Það er algert
sérmál og flokksmál kommún
ista. Verkalýðurinn í Reykja-
vík átti engan þátt í skríls-
árás þeirra á alþingishúsið 30.
tnarz í fyrra; og hann afþakk-
ar það með öllu, að því sé mót
mælt í nafni hans, að forsprakk
ar slíkrar árásar fái sín mak-
leg málagjöld.
Kommúnistar hafa yfirleitt
gert sitt til þess í ár, að skapa
sundrung og óánægju í sam-
bandi við hátíðahöld verkalýðs
ins fyrsta maí og draga úr hugs
anlegri þátttöku í þeim. Þeir
hafa yfirleitt gert flest það,
sem ekki má gera, ef hátíða-
höld dagsins eiga að vera há-
tíðaliöld verkalýðsins alls. Og
fari dagurinn þrátt. fyrir allt
betur en til er stofnað og h.orf-
,ur eru nú á, þá verður þeim
að minnsta kosti aldrei þaklcað
það.
r
Aætkm Drotfningar-
innar í sumar
SAMEINAÐA gufuskipafé-
•lagið hefur nú gefið út prent-
aða áætlun fyrir ferðir m.s. Dr.
Alexandrine milli Kaupmanna
bafnar, Færeyja og íslands.
Gildir áætlunin til september-
loka.
I byrjun júní hefjast hálfs-
mánaðarferðir milli Kaup-
mannahafnar og Reykjavíkur.
Fer skipið annanhvern laugar-
dag frá Kaupmannahöfn og
Reykjavíkv
Einnig er áætlunin prentuð í
vasaútgáfu og verður hún af-
hent þeim, sem þess óska í af-
greiðslu félagsim
ið sjálft efni til samtaka um
byggingarframkvæmdir á fé-
lagsgrundvelli í stað þess að
verða að leita til einstakli .tg-
anna, sem fyrst og fremst
láta stjórnast af gróðavon-
inni. Verðlagið á íbúðum
byggingarfélags verkamanna
sýnir, hversu braskið á sviði
húsbygginganna er gegndar-
laus. Þó er engum blöðum
um það að fletta, að bygg-
ingarkostnaðurinn væri mun
meiri en þó er nú, ef bygg-
ingarfélags verkamanna hefði
ekki notið við.
FENGIN REYNSLA BÆJAR-
BÚA leiðir í ljós, að bygg-
ingarfélag verkamanna er sá
aðili, sem leitast við að bæta
úr húsnæðismálunum á raun
hæfan og hagkvæman hátt.
Þess vegna er það skylda
hins opinbera að greiða götu
þess sem mest. Félagið hefur
á undanförnum árum átt við
skort á lánsfé að stríða.
Auk þess hefur það ekki far-
ið varhluta af takmörkun
byggingarframkvæmda í
landinu. Úr þessu þarf að
bæta. Byggingarfélag verka-
manna á að njóta fyrir-
greiðslu í starfi sínu og ganga
fyrir um byggingarefni og
lánsfé. Nú hefur félagið sett
hér í bænum í ciag'. Er það hið
þriðja í röðinni. Allir listamenn
faafa rétt til að tália þátt í því
hvort sem þeir eru í Bandalagi
fslenzkra listamanna eða ekki,
en eins og kunnugt er starf i
nú rithöfundar í íveimur félög-
um og margir fremstu íistmálar
ar okkar hafa sagt skilið við Fé
lag myndlistarmanna.
SETNING ÞÍNGSINS fer
fram klukkan 2 í dag og verð-
ur lítið annað gert. Mun sú at-
höfn standa í eina eða tvær
ctundir. íslandsklukkan veröur
gvo sýnd í kvöld og hafa lista-
mennirnir haft forgangsrétt að
aðgöngumiðum' enda verða þeir
mjög fjölmennir á sýníngunni.
A morgun mun svo verða fundur
ingu 60 nýrra þriggja her-
bergja íbúða um sama leyti
og lokið verður byggingu
þeirra 40 íbúða, sem það nú
hefur í smíðum. Almenningi
ber að fylgjast vel með því,
hvort orðið verður við þeim
tilmælum byggingarfélags
verkamanna eða ekki. Því að
hann á beint og óbeint mik-
illa hagsmuna að gæta í sam-
bandi við þetta mál.
ALLT FRÁ ÖNDVERÐU hef-
ur Alþýðuflokkurinn veitt
byggingarfélagi verkamanna
allt það brautargengi, sem
hann hefur framast mátt.
Það hefur verið einn.þáttur-
inn í baráttu hans fyrir bætt-
um hag verkalýðsins í höfuð-
staðnum, og sams konar bar-
áttu hefur hann háð með
miklurn árangri í öllum kaup
stöðum landsins. En hann
‘óskar þess, að honum va ri
auðið að látg meira aö sér
kveða í þessu efni en enn þá
er orðið, svo mikið sem þó
hefur áunnizt. Þess vegna
berst hann nú fyrir því á al-
þingi, að tryggt sé fé til
byggingar rninnst 200 verka-
mannaíbúða á ári á næstu
fjórum árum, samtals 800
íbúða.
iistamanna, þar sem rædd veroa
einstök málefni þeirra.
KR. E. SKRIFÁR: „Hvað
dvelur Orminn langa“ — hvað
tefur gengisskráningu ítölsku
lírunnar/ Kaupsýslumenn munu
hafa . orðið þess varir síðustu
daga, að ógjorningur hefur ver-
í.ð að fá opnaðar ábyrgðir fyrir'
vörukaupum á Ítalíu. í bönkum
þeim, sem með erlénd vioskipti
hafa að gjöra, eru þau svör gef-
in, að nægar lírur séu til, en
gengi lírunnar sé óskráð. Að
skráning hefur ekki farið fram
ennþá mun stafa af því, að út~
gerðarmenn þykjast ekki bera
nægilega mikið úr býtum að fá
kr. 26,14 fyrir hverjar 1000 iír-
ur, en fengu áður kr. 22,45 fyr-
ir hverjar 1000 lírur, þegar raún
verulegt gengi var ca. kr. 15.00
hverjar 1000 lírur.
HEYRST HEFUR, þótt ótrú-
legt sé, að ríkisstjórnin muni
ætla að verða við þessum kröf-
um úígerðarmanna og skrá 1 ír—
una með fölsku gengi, eða þann-
ig að 1000 lírur jafngildi kr. 10,
00 eða meira. Ef í þessu sam-
bandi rétt að vitna til gengis-
ckráningarlaganna, 1. greinar,
þar sem segir svo:
„GENGI. . ÍSLENZKRAR
KRÓNU skal breytt þannig, að
einn Bandaríkjadollar jafngildi
16.28 íslenzkum krónum, og
ckal gengi alls annars erlends
gjaldeyris skráð í samræmi við
það. Landsbanki íslands skal
birta sölu— og kaupgengi, sem
eéu í samræmi við liið skráða
gengi. Kaupgengi má ekki vera
meira en 1% yfir hinu skráða
gengi“.
Á I»AÐ BER að líta, að vöru-
verð er nú orðið svo hátt, síðan
gengi krónunnar var felt, að ó-
hjákvæmilegt er að spyrna við
Eótum og má ekki minna vera,
en að gengi hvers gjaldeyris sé
rétt skráð, þannig að almenning
ur greiði ekki hærra verð fyrir
hlutina, en réttmætt er. Það
hlýtur enn fremur að vera ó-
frávíkjanleg krafa almennings,
að útgerðarmenn sýni sjálfir ein
hverja viðleitni til sparnaðar og
hóflegri lifnaðarhátta, áður en
tarið er að ausa milljónum úr
vösum alrnennings í vasa kröfu-
inannanna. Alþjóð mun fylgj-
ast vel með afstöðu ríkisstjórn-
arinnar til þessa máls“.
Bezta lausnin á íiúsnœöisskortinum