Alþýðublaðið - 06.05.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐURLAÐIÐ Laugardagur G. maí 1350. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Síefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingíréítir: Helgi Sæmundsson. Eitstjarnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller, Auglýsingasími: 490G. Afgreiðslusími: 4900. T Að'setur: Aiþýðuliúsið. AlþýðuprentsmiSjan h.f, Efnáfr Frasniékn- arflollsiis. HVER minnist ekki enn hinna róttæku slagorða Fram- sóknarflokksins og hinna rauðu áskorana í Tímanum í kosningabaráttunni síðast lið- ið haust? Að vísu hafði Fram- sóknarfibkkurinn rofið stjórn- arsamstarfið við hina lýðræð- isflokkana af því, að. hann fékk því ekki ráðið fyrir Alþýðu- flokknum, að gengi krónunnar yrði lækkað strax í fyrrasum- ar að þjóðinni fornspurðri. En sú gengislækkun átti svo sem ekki að þýða neina skerðingu á kjörum alþýðunnar. Nei, öðru. nær; hún átti bara að koma í staðinn fyrir styrkinn til sjávarútvegsins og niður- greiðslurnar á verðlaginu inn- anlands; og því yrðu vitanlega allar dýrtíðarálögur úr gildi felldar strax og gengi krón- unnar hefði verið lækkao! Og hvað vildi Alþýðiiflokkur- inn yfirleitt vera að derra sig' á móti gepgislækkun, Aiþýðu- flokkurinn, sem hefði svikið alþýpuna og gengið j. þjónustu íhaidsins? Það væri ekki hann, heldur Framsóknarflokkurinn, sem væri hinn sanni alþýðu- flokkur og berðist gegn íhald- inu, enda væri stefna Fram- sóknarflokksins í höfuðatrið- um alveg sú' sama og stefna alþýðuflokkanna í Danmörku, Noregi og á Englandi! Og ef einhver skyldi efast um þetta, þá þurfti hann ekkí annað en að líta í Tímann, þar sem prentað var með flannastórum rauðum bókstöfum yfir þverar síður, að nú skyldu menn gera upp við íhaldið og þjón bess, Al- þýðuflokkinn, með því að kjósa Framsóknarflokkinn! Og Rannveig sagði: „Ég lýsi stríði á hendur allri fjárplógsstarf- semi!“ Þessi bægslagangur, þessi rótttæku slagorð og þessar rauðu yfirprentanir í Tíman- um færðu Framsóknarflokkn- um hátt á þriðja þústmd ný atkvæði í kosningunum og þrjú ný þingsæti, þar á með- al eitt fyrir Rannveigu Og nú geta menn séð árangurinn: Framsóknarflokkurinn hefur myndað stjórn með íhaldinu, samið frið við alla fjárplógs- starfsemi, fellt gengi krón- unnar um 42,6%, hækkað þar með allar innfluttar nauðsynj- ar almennings um allt. að 73,4% og framlengt gömlu dýrtíðarálögurnar ofan á allt annað! Að sjálfsögðu hefur Tíminn átt- erfitt með það, að halda, samtímis þessu, áfram að brígzla Alþýðuflokknum um þjónkun við íhaldið; en í þess stað sakar hann Alþýðu- flokkinn nú um þjónkun við kommúnista! Þó að leitað væri með log- andi ljósi í allri stjórnmála- sögu þjóðarinnar á þessari öld, eða síðan flokkar tóku að myndast hér, mun ekki finn- GirSingÍB hjá stjórnarráoshúsmii. — Timburhus- in við Suðurlahdsbraut. -— Bústaðavegsliusiö. -— Góð bók. — lúistmálarar, sem ekki var boðið. ast þess eitt einasta dæmi, að nokkur flokkur hafi nokkru sinni leikið svo fyrirlitlegan loddaraleik frammi fyrir þjóð inni fyrir kosningar og svikið kjósendur sína svo blygðun- ar laust eftir þær. Af öliu þyí, sem Framsóknarflokkurinn lof^ði fyrir kosningarnar síö- ast liðið haust, stendur nú ekki steinn yfir steini. Allt hefur . verið svikið. í staðinn fyrir bar áttuna gegn íhaldinu, sem Framsóknarflokkurinn einn þóttist heyja, er nú komin stiórnarflatsæng þeirra Her- manns Jónassonar og Ólafs Thors. í staðinn fyrir stríðið gegn allri fjárplógsstarfsemi, sem Rannveig lýsti yfir, er nú komin samábyrgð Framsókn- srflokksins og Sjálfstæðis- ilokksins á öllu svínaríi brask- aralýðsins í landinu. í staðinn í'yrir gengislækkunina, sem enga skerðingu átti að hafa í íör með sér á kj.örum verka- iýðsins og alþýðunnar í land- inu, er komin gengislækkun, sem leitt hefur nýtt, ægilegt dýrtíðarflóð yfir þjóðina og skert kjör alls almennings freklegar en nokkru sinni hef- ur gert verið með nokkrum stjórnarráðstöfúnum. Og.í stað þess að fella úr gildi h'inár gömlu dýrtíðarálögur, svo s°m lofað var að gera um leið og gengi krónunnar yrði lækkað, bafa þær verið framlengdar! En það er engu líkara en að Tíminn sé bara hreýkinn af þessum afrekmm! Og sjólfsagt uha Framsóknarhöfðingjarnir nú allvel hag sínum í félags- skapnum við Ólaf Thors og STRÆTISVAGNAR REYKJA- VÍKUR voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag, er annar bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Magnús Ást marsson, flutti tillögu þess efnis,. ai? athugaðir skuli mögúleikar á því að nota raf- knúna strætisvagna hér í bæ. Það er fullt tilefni til um- ræðna um þetta íyrirtæki, sem þúsundir bæjarbúa hafa dag- leg viðskipti við, og setur verulegan svip á bæinn, og sízt vanþörf nýrra hugmynda um starfsemi þeirra. ÞVÍ MIÐUR verður að segja, að sú þjónusta, sem strætis- vagnarnir veita, sé hvergi nærri viðunandi. Er þar fyrst og fremst um að kenna léleg- um vagnakosti. Sú leið hefui verið valin, jafnvel þau árin, sem nóg var til af gjaldeyri, að yfirbyggja strætisvagnana hér innan lands. Hafa fram- farir verið hægar en örugg- ar í þessari iðngrein, jafn- fram því, sem betri vagnar eru keyptir. Nýjustu vagn- arnir eru snotrir og þægileg- ir og mikil framför, ef mið- að er við þá elztu, sem enn eru notaðir. Hér er þó margt ólært, og þarf að leggja alla áherzlu á að gera þægindi farþega sem mest, miða vagn ana við að sem flestir fái sæti, og loks að fá nægilega sterka vagna^ sem ekki rykkj ast fram og aftur, hvað lítið sem á þá reynir. EITT ÞAÐ, sem mestum erfið- leikum veldur í rekstri stræt isvagnanna er, að bifreiða- kostur fyrirtækisins er ótrú- legt samsafn af alls konar aðra forsprakka íhaldsins hér í Reykjavík. En. hyað skyldu binir óbreyt'tu Framsóknar- menn úti um bæí og byggðir Íándsins segja? Hvort skyldi þetta vera það, sem þeir væntu sér eftir • hin róttæku slagorð Framsóknarflokksins og rauðu upphrópanir Tímans fyrir kosningarnar síðast liðið haust? Hvort. skyldu þeir nú ekki hafa fengið þann lærdóm, sem nægi beim til þess, að gera upp við þennan siospillta loddaraflokk, sem svo sví- virðiiega hefur blekkt þá og svikið? Uefndarálifi, sem fpdfsf í fliim viiir á a!þiei§i NEFNDARÁLIT EITT, sem Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri átti að semja og hafa framsögu um, hefur týnzt k dularfullan hátt á alþingi, og hefur þetta orðið til þess, að tveir aðrir þingmenn hafa orð ið' að hlaupa í skarðið og^emja sitt eigið álit til þess að vekja málið til lífslns á ný. Málið er frumvarp um örygg isráðstafanir á vinnustöðvum, og var það afgreitt í iðnaðar- nefnd 23. marz sl. og var nefnd in samþykk frumvarpinu. Gunnar Thoroddsen var kjör- inn framsögumaður. Nú • eru liðnar fimm vikur, en nefndar álitið hefur ekki sézt og málicj ekki komið á dagskrá enn. tegundum frá tveim heims- álfum og mörgum löndum. Erfiðleikar á bílakaupum eftir styrjöldina eiga vissu- lega sinn þátt í þessu, en hér þarf að verða á gerbreyting. Strætisvagnarnir verða að velja sér eina gerð bifreiða og kaupa síðan ekki aörar. Það mundi stórbæta viðhald. og draga úr kostnaði við það. ÞÁ MUN MÖRGUM hafa komið það spánskt fyrir sjón ir, að sjá það í blöðunum í gær, að í vetrarkuldum þarf að hafa vélar strætisvagn- anna í gangi allar nætur, — ella kæmust þeir varla af stað á morgnana. Hér er um að kenna frámuna lélegum húsakosti, og er hann að því er virðist vart eins afsakan- Iegur og fjöldi bifreiðateg- | undanna. Undanfarin ár héf- ur verið hægt að fá kevpt hér á landi allvönduð flugskýli og virðist svo sem eitt slíkt hefði verið tilvalin bækistöð fyrir strætisvagnana. Skýli, sem eru nógu góð fyrir flug vélar og duga sem síldarverk smiðjuhús, hljóta að vera nægilega vönduð fyrir stiæt- isvagna. Ef nokkurt skýli er enn fáanlegt, ætti þetta mál að athugast, en sennilega er það orð.'ð of seint. TILLAGA Magnúsar Ástmars- sonar um rafknúna strætis- vegna er mjög athyglisverð. Slíkir vagnar ryðja sér mjög til rúms nm allan heim, enda þykja þe!r hentugir og þægi- legir. Eru þetta ekki spor- vagnar eins og margir virð- ast halda, heldur venjulegir fjórhjóla vagnar á gúmmí- EFTíft AÐ gii'ðingin Ilverf- j isgöiumegin við Stjóniarráðið hafði fallið niður í vondu Veðri í veíur, lagði ég til að hún yrði ekki encíurreist í söniu myncí aftur, því að í raun og veru hefði hún alltaf verið hmn Iivíta húsi við Lækjartorg t>l skammar. Réttara Iiefði verið að setja upp girðingu meðfram Hvérfisgötu á borð við þá, sem er úm blettinn við Bankasíræíi og Lækjartorg. EN NÚ VIRÐIST MÉR að verið sé að braska við að setja niður tréstólpa með það fyrir augum að negla afiur bárujárn á þá svo að girðingin verði eins og bún var. Ekki er smeltkvís- inni fyrir að fara, og elcki trúi ég því að hér ráði sparnaðar- viðleitni hinnar nýju ríkisstjórn ar. Það hefði að minnsta kosti ekki orðið mjög dýrt að setja Nú hafa þeir Emil Jónsson og Sigurður Guðnason skilað sínu áliti og leggjá þeir til, að frumvarpið verði samþykkt ó- breytt. hjólbörðum, sem hafa raf- magnshreyfil í stað benzín- hreýfils. Taka vagnarnir raf- magn ú.r Strengjum yfir göt- . -unni, en geta þó hreyft sig um götuna svö til eins mikið og venjulegir vagnar. Raf- magnsvírarnir eru fyrirferð- arlitlir og hafa ekki þótt til- takanlegt götulýti erlendis. RAFMAGNSVAGNAR ættu að verða töluvert ódýrari í rekstri en benzínvagnar, og vissulega mundi sparast mik ill gjaldeyrir. Ekki er þó Ijóst, hvort hægt væri að yf- irbyggja vagnana hér heima, svo að sennilega yrði stofn- kostnaður í gjaldeyri meiri en hjá gömlu vögnunum, en það mundi fljótt vinnast upp í benzínsparnaði. Rafmagns- vagnar eru hljóðir mjög í umferð og gangur þeirra „mjúkur“, og þeir yrðu laus- ir við rykkina, sem mjög einkenna strætisvagnaferðir hér í Reykjavík. MAGNÚS ÁSTMARSSON miðar þessa hugmynd sína við það, að slíkir vagnar geti, ef rannsókn kunnáttu- manna mælir með notkun þeirra, kómið til sögunnar um það leyti, sem nýja Sogs- virkjunin verður tilbúin, og nóg' rafmagn verður á boð- stólum. Tillaga Magnúsar var einróma samþykkt í bæjar- stjórn, og er það ánægjuleg afgreiðsla, en óneitanlega ó- venjuleg um tillögu, sem full trúi andstöðuflokks ber fram. Þetta er bezta sönnun þess, að um athyglisvert mál er að ræða. upp fallegri girðingu þarna eins og hún er annars stað'ar um blettinn. En um þetta þýðir víst ekki ácS tala. Það eru aðrir en ég, sem ráða. Annars hefði Fegr unarfélagið . vel getað látið til sín heyra í þessu éfhi á æðri síöðum. ENN RÍSA' timburhúsin við Herskólakamp.. Og þau eru af ýmsum gerðum og helclur skot- hend þarna í holtinu. Þarna er í raun og veru að myndazt mik- il byggð fyrir utan öll lög og allan rétt. En hvað er hægt að segja við því? Einhvers staðar verða húsnæðisleysingjarnir að vera og það er meira að segja lofsvert hve duglegír þeir eru að koma þes\n smáhúsum upp. MARGIR. ERU KALLAÐIR, en fáir verða útvaldir. Eitt þús- und fjölskyldur sækja urn Bú- staðavegshúsin. Þetta sýnir vandræðin hjá fólki og ætti að vera hvatning ti.1 áframhaldandi bygginga, hvort sem það verður eða ekki. IJíklegt er ef að vanda lætur, að miliil óánægja verði með úthluíun íbúðanna, en við han averður að fara eftir því fyrst og fremst hvernig húsnæði fólksins er, og hver ómegðin er hjá umsækjendunum. ÞAÐ EE EKKI fengur að öíl- um bókum, sem koma út, en mér þykir fengur að bókinni „Brautryðjendur", en í henni eru ævisögur Páls Melsted, Tryggva Gunnarssonar og Jóns Ólafssonar. Allar eru þessar sjálfsævisögur hinar skemmti- legustu og fullar af fróðleik um marga hluti. Þær gefa okkur glöggð hugmynd um tímann næstan á undan okkar tíma. Og við höfum sannarlega gott af því að kynnast honum nánai'. EINN HINNA ELDRI list- málara okkar hringdi til mín í gær og sagði að það væri ekki rétt af mér að ásaka þá fyrir að hafa ekki tekið þátt í sýning- unni í ■ þjóðminjasafnshúsinu. „Okkur var ekki boðin þátt- taka. Og hvernig áttum við þá að geta verið með??“ — Þetta kom mér á óvart, því að ég vissi ekki betur en að þeim hefði öllum verið boðin þátt- íaka. Hannes á horninú. BÆJARSTJÓRN samþykkti í gær áskorun á alþingi að sam- þykkja framkomna þingsálykt- unartillögu 12 þingmanna um að hefja framkvæmdir við Austurveg um þréngsli á þessu sumri. Byggir bæjarstjórn á- lyktun sína einkum á tvennu: í fyrsta lagi þeirri samgöngit- bót, er af vegarlagningunni myndi leiða og í öðru lagi muni með þessum framkvæmdum að verulegu levti bætt úr þeim atvinnuskorti, sem nú er hjá vörubifreiðastjórum í bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.