Alþýðublaðið - 06.05.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 06.05.1950, Qupperneq 6
6 alþyðublaðið Láugardagur 6. maí 1950. a iSl ÍSLANDSTROMMAN Harmleikur í hálfum þætti, saminn að gefnu tilefni. ... una og brettir grön. Hraðar sér niður aftur. Böðullinn: Sagði hann ekkert, sá skratti? Einn í hringnum: Ekki hund . . . hömumst meir. Jcn á Bægisá: Rekur kollinn upp úr axminst lítur á hópinn. Kynsælli hugði ég mig verða heldur en Hómer á Leirá, en svona er það . . . Hverfur. Böðuilinn: Hvað sagði hann? Einn í hringnum: Hann var eitthvað að þvæla um einhvern Hómer. Og höm- ÞriSja Ieiksvið: Sama leiksvið og fyrsta og ann- að leiksvið. Sviðið er autt nokkra stund. Síðan kemur inn hátíðleg fylking manna og gengur fyr ir hornaþeytari; hann blæs á hrútshorn stíiiseruð stef eftir Verdi & Co., en við hlið hans gengur strengleikari með tvítrengjað hross- herðablað og leiku-r á það rímnastemmu í negrasálma- stíl með rifboga. Á eftir þeim koma trúðar; ganga sumir á höndurn með pentskúfa milli tánna, en aðrir háma í sig þykka rómana á öllum tungu málum heims og spýta síðan út úr sér öndvegisbókmennt- um allra tíma. Aftast gengur böðullinn á skollabuxum með peningakút undir hendinni, en teymir með hinni nokkra sjálfspilandi krítikkusa með gjallarhorni, sem hrópa í sí- fellu hósíanna í öllum tón- tegundum. — Jón Hregg- viðsson situr á klettastalli og glottir níðangurslega. Jón: Ajæjajæja . . . Fylking sú hin fríða . . . jæja jæja. Skapaði ég hana, eða skapaði ég hana ekki? Það er ekki nema um tvennt að gera, — annaðhvort skapar, maður aðra, eða maður er sjálf- ur skapaður af öðrum . . Fylkingin: Gengur með andakt og lotn- ingu umhverfis hrossataðs- hrúguna með tilheyrandi og hneigir sig djúpt fyrir þjóð- legheitunum. Þegar hún hef- ur gengið þannig þrettán hringi réttsælis og síðan þrettán hringi rangsælis, nemur hún staðar og myndar seiðhring umhverfis hrossa- taðshrúg'una. Hefst síðan seiðurinn með langdregnu samspili hrútshorns og herða blaðs og viðeigandi tuldri og pati annarra í hringnum og er stemningin einkar hátíð- leg. Jón: vur fjandinn sjálfur stendur nú til? Böðullinn: Það á að vekja upp einhvern sálugan snilling, er sé þess um- kominn að berja íslandstromm- una, þá er þú hengdir upp í klukknaportið. Jón: Já, Og svínaríisverk var það, og varla gerandi þótt Nóbels- verðlaun stæðu til boða,< hvað var lygi, enda hefur aldrei nem manngrein verið msð þeim bönnuðu svíum . .. Þeir hamast við seiðinn eins og þeim sé borgað vel fyrir það. Egill Skalla: Rekur kolinn upp úr axminst ernum, virðir fyrir sér fylking- umst enn ... Jónas: Lítur upp með hægð. Lítur í kringum sig. Raunalega. Illu bsilli fer að orustu ... (Hverfur.) BöðuIIinn: Eitthvað sagði hann . . . Einn í hringnum: Já, — liann var með bölvaðan styrjaldaráróður. . .. Tökum nú betur á ... Grímur: Kókir uppúr ábreiðunni. — Grettir sig. Gildari virðist, unglingar til ofanveltu------- (Hverfur.) Jón: Já, leizt þér ekki á samkund- una, Grímsi gamli? Það er varla von. Þetta eru stíliseraðir und- anvillingar undan undanvill- ingum, og verstur fjandinn þyk ir mér að ver|i ekki klár á því, hvort ég skapaði þá eða skap- aði þá ekki. . . . Jæja, Grímsi, — þú áttir þína Kaupenhafn og ég mín'a Moskvu, — og þú endaðir á Bessastöðum og ég á minni Rein--------- Matthías: Lítur uppúr exminstirnum, lítur á seiðmenn fyrst og síðan á hrossataðshrúguna, legginn og flöskuna. Rekur upp rokna- hlátur. Ekkert vantar hérna nema aumingja sjeníið hann Æru-Tobba--------- — þessu hefði minn klassíski Gröndal haft gaman af.---------- (Hverfur hlæjandi.) Seiðhringurinn: Æru-Tobba! Húrra! Sæmd vorrar samtíðar er reddað — — BöSullinn: Upp með Æru-Tobba! TÍann hefur aldrei verið gefinn út, er það? Ég skelli honum út í skrautbandi. — Upp með hann, drengir! Kippir í bandið. Hátalarar krítikkussanna glymja hósí- anna. Seiðhringurinn: Upp með Æru-Tobba! Upp með Æru-Tobba!. Æru-Tobbi rekur kollinn upp úr axminstirnum. Æru-Tobbi: Umbrum-brumb-brumb! S eiðhringurinn: Hnéigir sig í lotningu. Fan- fare frá hrútshorni og herða- blaði. Umbrum-brumb------------ Æru-Tobbi: Kemur upp ur að mjöðmurn. A'mbram-bramb-bramb-------- Seiðhringurinn: Með enn meiri lotningu. Ambramb-bramb — -------- Æru-Tobbi: Stekkur upp úr ábreiðunni. Agara-kjagara--------- Seiðhringurinn: Grípur Æru-Tobba í hams- G i na K au s Hann var enn of ókunnugur til þess að ég gæti farið nánar inn á þessi einkamál. En seinna fékk ég að vita, hvern- ig þetta allt var með foreldra hans, en sjálfur hefur hann ekki sagt mér nema sáralítið af því. Og af því að ég er svoddan klaufi, að ég get kannske gleymt að skrifa þetta niður, þá er bezt að gera það strax, þó að það sé ef til vill hálfgerður útúrdúr. En ég veit að þið fyrirgefið mér það. Faðir hans hafði verið tauga læknir í Miinchen. Mér hefur verið sagt, að hann hafi litið út eins og hann væri geggjað- ur. Hann var langur og grann- ur, hárið ætíð ógreitt og síóð út í allar áttir og augun voru á sífelldu í'lökti. Ár eftir ái’ gekk hann í sama slit.na frakk- anum, sem ómögulegt var að segja, hvernig hafði verið á litinn. Það var því iíkast, að hann þvæði sér aldrei. og hann var svo óheflaður í framkcmu sinni gagnvart öðru fólki, að enn eru sagðar skemmtisögur um það í Miinchen. Samt sem áður, þó að ótrúlegt sé, var hann tízkulæknir. Auðugasta fólk borgarinnar sat í biðstofu hans og fyrír utan, á göturmi, bið alltu af fínir bílar. Víða að úr heiminum var hans vitj- að, og eitt cinn var hann til dæmis sóttur til milljónera, sem átti heima í Chicago. Og þessi einkennilegi og að lík- indum stórgáfaði maður var kvæntur lítilli og mjög fág- aðri konu. Sagt var að hún hefði verið eins og dúkka, fíngerð og y nd- isleg hafði hún verið og aldrei haiði hún kiætt sig úr eða í án hjálpar. Eitt sinn hafði Al- exander sagt: „Ég hef í raun og veru aldrei skilið það, að hún hafi af eigin rammle’k fætt okkur systkinin af sér. Og enginn þóttist geta skýrt það, hvernig á því gat staðið, að þessar gjörólíku persónur skyldu hafa bundizt tryggða- böndum. En þar sem hún kom úr ríkri fjölskyldu og það var lausri hrifningu og ber hann á gullstóli, fyrst 5 hringi rang- sælis kringum hrossataðshrúg- una og síðan að íslandstromm- unni. Æru-Tohbi: Agara-kjagara-agara-kjagara Fylkingin: Undir í takt við sinn forsöngv ara, hrútshorn og herðablað í æði hrifningariiinar. Agara-kjagara-agara-kjagara Æru-Tobbi: Reiðir upp hrosslegginn, sem einn úr fylkingunni hefur rétt honum, rekur bylmings- hogg jazztrommunni, svo undir tekur í hamraveggjun- um; öskur frá hrútshorninu og ískur frá herðablaðinu, en hátalararnir glymja hósí- anna. Um leið koma vætt- irnir og dísirnar inn á svið- ið, dansandi jitterbug, og alls staðar kveður við agara- kjagara, sem er orð dagsins. Jón (rís upp af klettinum-): Ja hvur asskotinn. Var það -til þess arna, sem ég sleit mín- um pokabuxum í Hollyvúdd — Tjaldið. óhagganleg staðreynd, að Wagner hafði hreint ekkert vit á fjármálum, þá verður maður að gera ráð fyrir því, að fölskvalaus ást hafi verið undirrótin hjá þeim í upphafi. Seinna varð þó þessi ást að bitru hatri. Alexander sagði til dæmis einu sinni: „Ég hef aldrei heyrt foreldra mína tala saman“. Þau höfðu bæði farið síriar eigin götur, og hvorugt þeirra hafði haft nokkra löngun, að því er virtist, til þess að skipta sér af börnpnum. Meðan þau voru lítil og það var boð inni, var einstaka sinnum komið með þau inn í stofu. Þá urðu þau áð heilsa og hneigja sig, segja nokkur orð á frönsku, eða lesa kvæði, en svo voru þau tafarlaust látin hverfa. Þegar Alexander var sex ára bar það eitt sinn við, að hann datt og meiddi sig svo að það sprakk illa fyrir á höfði hans. Viti sínu fjær af hræðslu og sársauka hljóp hann grátandi upp í fangið á móður sinni. Hún gaf honum kinnhest fyr- ir það, að blóð kom á kvöld- kjólinn hennar. „Frá. þeirri stundu átti ég enga móður“, hafði Alexander sagt við Ir- ene. Ég hef oft hugsað um þetta sf því, að mér finnst að þar sé að leita skýringarmnar á því, sem skeði í Bozen. Þegar Alexander yfirvann veikindi sín með hjúkrun Irene, þá hlýt ur honum að hafa fundizt eins og hann hefði fæðzt á ný, og nú hefði hann eignazt raun- verulega móður. Ég sá iíka og fann, að hann naut þess bein- línis þegar hún kom fram við hann eins og hann væri barn. Hann lét hana setja rjóma í kaffið sitt, og þegar hún sagði: „Þú mátt ekki reykja of mik- ið, því að þú hefur ekki gott af því“, þá brosti hann, alveg eins og hún hefði sagt einhver blíðmæli við hann, og lagði frá sér stóru, ensku pípuna um stund. Ef ég á að segja eins og er, þá fór mér bara að þykja vænt um hann á þessum fimm dög- um, sem liðu þangað til herra Kleh kom heim. Hann var tölu vert öðruvísi en aðrir urigir menn af góðu bergi brotnir, sem telpurnar dönsuðu við í heimboðum og á danslcik'urr.. 'Hann var ekki eldi’i en þeir, tuttugu og fimm ára, eu hann var allt öðruvísi. Ef til vill var það af því, að hann hafði dvalið á Indlandi í eitt ár iyrir stríðið. Hann talaði minna og reyndi aldrei að troða sér fram. En þegar hann sagði: „Mér finnst þetta kvæði fal- legt. Það er reglulega vel gert kvæði“, þá hafði maður það á tilfinningunni, án þess að vita hvers vegna, að þar með væri dómur upp kveðinn um það kvæði. Það eina, sem ég var ekki ánægð með í fari hans, var að liann skyldi ekki vera lengur í hvert sinn hjá okkur þegar hann kom í heimsókn. Ég skal viðurkenna, að upphaflega vildi ég helzt ekki taka á móti honum á heimilinu, en fyrst hann nú hafði fengið leyfi til a* vera heima hjá Irene, þá gerði það mig dálítið ergilega, að hann skyldi ekki nota sér betur af leyfinu og vera hjá okkur allan daginn. Skiidi hann það ekki, að alltaf þegar hann var ekki hjá hemu, gerði hún bókstaflega ekkert annað en að bíða eftir honum? „Borgin er svo fögur“, sagði liann. sér til afsökunar. „Ég hef farið gangandi götu úr götu í næstum því tvo klukku- tíma“. „Haldið þér ekki að Irene mundi þykja gaman að því að fá að vera með yður á þessum gönguferðum? Af hverju tok- uð þér okkur ekki með yður?“ spurði ég. „í sannleika sagt, datt mér það bara ekki í hug“, svaraði hann og brosti hreinskilinn og Ljartur á svipinn. „Vitanlega hefði ég átt að gera það“. Að kvöldi þessa sama dags kom hann með yndislega fal- iegt kínverskt kvenvesti handa Irene. Það var úr hvítu silki og saumað í það rósir cg ljós- lillublá blómstur. Hún fyllt- ist stjórnlausum fögnuði. „Hvernig gaztu ímyndað þér að ég hef alltaf látið mig dreyma um svona kvenvesti?“ „Systir mín áleit að það mundi gleðja þig“, sagði hann. „Hún hjálpaði mér til að velja það. Mér fannst þetta ákaflega fallega gert af frú Winterfeldt. En næsta dag, þegar hún kom í óvænta heimsókn til okkar, ,,a:f því að hún var ekki í rónni fyrr en hún fengi að kynnast mágkonu sinni“, lærðist mér að meta vingjarnieik hennar og' ástúð. Til að byrja með varð ég næstum því hrædd. við það, hve ófríð hún var. Hún var lítil og digur, með ákaf- lega mikil brjóst. Það, sem setti mesta.n svip á andlit hennar var hátt og mjög hvelft enni. En hvað hefur það að segja þó að kona eins og Lisbeth Winterfeld sé ófríð? Það var ekki liðinn nema einn klukku- tími, þegar ég sá aðeins djúpt og rólegt augnatillit hennar, ástúð hennar og góðsemi. . Og í hvert sinn, sem hún kom héðan í frá, og hún kom a'llt- af, ef hún hélt að hún gæti hjálpað okkur eitthvað. þá var það ekki lítil og óásjáleg kona, sem kom, heldur kona, sem geislaði af góðvild og létti af n:ér byrðum og áhyggjum. Já, manni varð alltaf léttara um hjartaræturnar þegar hún kom í heimsókn. Jafnvel þó að bæði ég og Irene værum heldur hlédræg- ar í eðli okkar urðum við trúnaðarvinir Lisbeth mjög fljótlega. Það var varla búið að taka af borðinu, þegar við fundum hvor aðra sem vinir. Alexander teiknaSi húsið, sem þau ætluðu að eiga heima í eftir að þau væru gift. Það átti að vera í Isar, við veg- inn til Nymphenburg. Hann hafði þegar útvegað sér lóð þar. Fyrst teiknaði hann íorstof- una. Hún var stórt herbergi og átti þar einnig að vera borð- stofa fjölskyldunnar. „Það á að verða gott herbergi“, sagði hann, „en ekki neinn sýndar- eða tildursalur. Það verður að vera bezta herbergið í hús-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.