Alþýðublaðið - 26.05.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1950, Blaðsíða 1
I^eðurhorfur: Norðvestan kaldi, léttir til, þegar líður á daginn. corustugreIn: Gjaldeyrisskortur og gjald- eyrisleki. • . rif XXXI. árgangur. röstudagur 26. maí 1950. 114. tbl. vinnur a isll VÍÐTÆKAJB rannsóknir. sem ger'ðar hafa ver-ið í Bellevue sjúkrahúsinu í New York hafa nú leitt í Ijós, að ofdrykkja á rætur sínar að rekja til þess, a'ð heiladingullinn starfar ekki rétt Vav frá þcssu skýrt á aðalfundi læknafélags New York ríkis, og enn fremur hví, að þennan sjúkleika heiladingulsins megi laga með því að gefa inn hor- móna, til dæmis ACTH og cortisone. Telja sérfræðing ar, að rannsóknir þessar?<!pg margvíslegar tilraunir á mönnum og dýrum í þessu sambandi, séu einhverjar mik.ilvægustu, sem gerðar hafa verið á þessu sviði, Frá þessu er sagt í New York Times, og segir þar, að ofdrykkjumenn hafi al- gerlega læknazt af áfengis- þorsta sínum og telji lækn- arnir, að með þessu móti verði hægt a'o ráða við vandamál ofdrykkjunnar á nokkrum árum. sparar Harshallal HOFFMANN, framkvœmda- stjóri efnahagsaðstoðarinnar bandarísku, skýrði þingnefnd í Washington frá því í gær, að viðreisn Evrópulanda, sem þátt tækju í efnahagssamvinn unni, hefði verið svo ör, að heildarupphæð Marshallhjálp- arinnar mundi verða þrem hilLjónum minni,' en upphaf- lega var áætlað. Taldi Hoff- njann, að mest hefði 'sparazt vegna framfara í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Upphaf- lega var áætlunin 18 billjónir doLlara. Ffiipélar reiiasf á, TVÆR FLUGVÉLAR, báð- ar amerískar þrýstiloftsorustn flugvélar, rákust á í lofti skammt frá Munchen í gær, en hvorugan flugrnanninn sakaðt. Önnur flugvélin hrapaði, en flugmaðurinn bjargaði sér í fallhlíf, en hinni tókst að lenda, þrátt fyrir sKernmdir. na unar upp i v Kronu Kaopið er nú frá 8,10 kr» tii 9,24. ALLS HAFA nú 32 verkalýðsfélög, þar á irrsð'al öl verkalýðs'féiög í Alþýðusambandi Vestfjarða, heimild sanikvæmt lögum til að hækka kaup féiags- rn.arma sinna, án þesis arö ’þeir missi rétt til vísitöiupp- bótar, 'þar c'5 kaup þeirra er eamkvæmt giidandi samninguim, lægra en 9,00 krónur- á klukkustund. Tvö félog hafa þegar notfært sér þessa lagaheimild, og munu hin vafálaust hafa fullan hug á að fara að dæmi þeirra. Meira samræmi er nú í kaupgjaldi hjá verkalýðsfélögum á landinu en nokkru sinni. Hjá engu félagi nema einu er tíma- kaup lægra en kr. 8,10 á klukkustund, og hjá engu hærra en kr. 9,24. Verður þó kaupgjald enn jafnara, eftir væntanlegar hækkanir hjá beim, sem lægst laun liafa. Jón Sigurðsson framkvæmda stjóri Alþýðusambands ís- lands skýrði blaðinu frá þessu í viðtali í gær. SAMRÆMING KAPGJALDS Núverandi stjórn alþýðu- sambandsins hefur lagt mikið kapp á það, síðan hún tók við, að samræma kaup og .kjör verkalýðsfélaga á land- inu. Taldi knýjandi nauðsvn vera á því að hækka kaup hjá þeim félögum, sem lægst höfðu fyrir, enda þótt segja mætti, að öll hefðu fulla þörf fyrir hækkun, vegna sívax- andi dýrtíðar. Er nú syo kom- ið, að 31 verkalýðsfélag er með kr. 9,24 á ldukkustund, 8 með kv. 9,00, auk hinna, sem nú hafa heimild til að hækka kaup upp í kr. 9,00 án þess að vísitöluppbót falli niður. LÍTILL ÁFANGí EFTÍR. Stjórn alþýðusambandsins sendi nýlega út bréf til sam- bandsfélaga og hvetur þar til þess .að öll þau félög, sem samninga hafa um kaup undir kr. 9,00 á klukkustund, reyni að fá það hækkað upp í það í almennri dagvinnu, enda hækki aðrir liðir kaupgjalds í samræmi við það, en hafi þó samninga lausa áfram eins og önnur félög. Segir svo og í bréfinu: Náist þetta fram hjá flestum eða öllum félögunum, sem eru á eftir um kaupgjald, erum við nær. því langþráða marki um samræmingu kaups, en við höfum verið í sögu samtakanna, og væri þá ekki nema einn lítill áfangi enn til þess, að lokamarkinu sé náð í því efni. * TVÖ FÉLÖG HAFA ÞEGAR FENGIÐ HÆKKAÐ KAUP Þau tvö félög, sem þegar hafa notfært sér þessa heim- ild til kauphækkunar, eru Verkalýðsfélagið Flóki á Haga nesvík, sem gerði samning við Samvinnufélag Fljótamanna í Haganesvík 23. maí um 9,00 krónu kaup -fyrir kaiimenn í almennri dagvinnu og hækk- un á öðrum liðum kaupsins í samræmi við það, og Verka- l.jrðsfélag BúSardals, sem frá var skýrt í Alþýðublaðinu á dcgunum. Hin, sem eru einkum hin fá- mennari félaga úti um land, svo og öll verkalýðsfélög í Al- þýðusambandi Vestfjarða, sem gerðu heildarsamninga í fyrra um kr. 8,85 á klukkustund. Þorskflök ókeypis í London í Breflandi! NORSKT SKIP kom í gær til brezkrar hafnar með fyrsta farminn af ísfisk, sem Norð- menn veiða með botnvörpu og senda beint á enskan markað. Sölutregða var mikil og fékkst enginn kaupandi að fiskinum, svo að selja varð hann til fiski- mjölsverksmiðju. Er talið að tap Norðmannanna sé um 150 þús. krónur norskar. Þessi mynd gefur góða hugmynd um það uggvænlega ástand, sem nú ríkir á fiskmarkaðinum í Englandi, og hefur tekið fyrir sölur íslenzkra togara og þjarmað mjög að brezku útgerðinni. Eftir að verðlagseftirlitið var afnumið á fiski, stórhækkaði verðið svo, að húsmæður hættu að kaupa fiskinn. Þá gripu kaupmenn til þess örþrifaráðs, að gefa pund af þorskflökum hverri húsmóður, er keypti annan fisk fyrir rúmar sex krónur. Verðið hefur nú jafnað sig aftur, en er enn mjög óvisst og fisk- salan með allra minnsta móti. (Sjá skiltið í búðinni: „Free , Fish“ — fiskur frítt). Vesíurveldin leyfa vopnasölu fí! Eo |>ó aðeins með þvf skilyrði, a'ð vopo* in verði ekki notuð s árásarskynL VESTURVELDIN ÞRJÚ, Bretland, Bandaríkin og Frakk- land, hafa nú ákveðið áð leyfa vopnasölu til landanna við botn Miðjarðarhafsins, bæði Arabaríkjanna og Palestínu. Þetta er þó bundið því skilyrði, að þessi ríki noti vopnin ekki til árása og haldi gerða samninga um landamæri og vopnahlé eftir Pálestínustyrjöldina. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi utanríkismálaráð- herranna Bevins, Achesons og Sehumans í London nýlega. Gera þeir sér vonir um, að ákvörðun þessi verði til þess að betri friður haldizt milli nefndra ríkja og meira örj-ggi skapist á þessu svæði. Vopnasendingar til Araba- ríkjanna hafa ekki verið leyfð ar síðan styrjöldin stóð yfir í Palestínu, og hafa Arabarík- in haft horn í síðu vesturveld anna fyrir þá skipun mála. Leyfið til vopnasendinga, sem þó verða aðeins eftir venju- íegum viðskiptaleiðum, er þó bundið því skilyrði, að þessi ríki hefji ekki árásir á önnur ríki, en geri þau það, verður leyfið þegar afturkallað og vesturveldin munu þá beita öllum mætti sínum innan o.g utan sameinuðu þjóðanna til þess að fá þá árás stöðvaða og árásarríkinu refsað. Er þetta ákvæði greinilega stílað gegn hvers konar endurtekningu á Palestínustyri öldinni. Truman f .rseti sagði á blaða mannafundi í gær, að hann gerði sér vonir um að þessi yfirlýsing mundi leiða til meira öryggis og örari við- reisnar í efnahagsmálum þess ara landa, og þar með stuðla að auknum friði fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ingrid Bergman §g s« IINGRID BERGMAN og Roberto Rosselini voru gefin saman í hjónaband í Mexikó í gær. Þó er ekki búizt við að hinn sænski eiginmaður leik- konunnar, Lindström, viður- kenni hina mexíkönsku vígslu frekar en hann viðurkennif hinn mexíkanska skilnað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.