Alþýðublaðið - 27.06.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.06.1950, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. júní 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðupr entsmíðjan h.f. Hefir hano sofið öll þessi ár! HERMANN JÓNASSON, minnist þess í grein, sem hann kallar „Reynslan og rekstrar- kerfin“ og birtist í þjóðhátíðar blaði Tímans fyrra laugardag, hvernig hann, ungur maður, en bæði djúpvitur og raunsær, hafi brosað í kampinn, þegar einn af hinum „gömlu, góðu jafnað armönnum" hafi endur fyrir löngu, á einum hinna eftir- minnilegu funda í Bárunni, verið að tala um einkaframtak og þjóðnýtingu og lýsa því, hví- 3ík lyftistöng þjóðnýting at- vinnuveganna myndi verða fyrir þjóðfélagið, ekki hvað sízt fyrir aukinn áhuga verka- manna fyrir hinum þjóðnýttu fyrirtækjum. I grein sinni ber Hermann þessa bjartsýni hins „gamla góða jafnaðarmanns“ saman við þá reynslu, sem síðan hafi feng- izt, þar sem þjóðnýting at- vinnuvega hafi farið fram, og segir: „Þjóðnýtingin hefur brugðizt, og trúnni á hana fer hnignandi, meira að segja hjá formælendum hennar í orði. - .. í stað áhuga við vinnuna lagðist áhugaleysi verkamanna yfir framleiðsluna eins og dauð hönd ....“ og „jafnaðarmenn viðast“ aðeins „af einhverjum vana halda kenningunni á Stefnuskrám sínum, eins og dauðum bokstaf; en henni er lítt haldið á lofti í ræðum leng- nr eða í framkvæmd. Þannig er þetta víðast á Norðurlönd- um, þrátt fyrir meirihluta jafnaðarmannaflokkanna á lög- gjafarsamkundunum ár eftir ár.“ Og Hermann er ekki í vandræðum með skýringuna á slíkri reynslu: Það vanti, segir hann,- driffjöður einkafram- taksins í hinn þjóðnýtta at- vinnurekstur. * Það er svo sem ekkert nýtt, að heyra þá mótbáru gegn þjóðnýtingu atvinnuveganna. Allir talsmenn auðvalds og í- halds hafa um áratugi tönnlazt á henni, rétt eins og þeir vildu telja mönnum trú um, að verkamenn nútímans væru sjálfir eigendur þeirra fyrir- tækja, sem þeir vinna við, og myndu þar af leiðandi ekki vinna af eins miklum áhuga við þjóðnýtt fyrirtæki og þeir vinna nú, til dæmis fyrir Kveldúlf eða Alliance! Hitt má telja nokkra nýjung, að stjórn- málamaður, eins og Plermann Jónasson, sem lifað hefur vax- andi þjóðnýtingu atvinnuveg- anna í Evrópu, einnig hér á landi, síðustu áratugina, og ekki hvað sízt eftir síðari heims styrjöldina, skuli láta sér detta í hug, að halda því fram, að „trúnni *á þjóðnýtingu fari hnignandi" og að henni sé að- eins „af einhverjum vana“ haldið „sem dauðum bókstaf“ á stefnuskrá jafnaðarmanna! Mönnum verður á að spyrja: Hefur sá maður, sem slíku heldur fram, sofið öll árin, sem liðin eru frá síðari heimsstyrj- öldinni? Eða hvernig má það annars vera ,að hann skuli í grein sinni ekki einu sinni geta þeirrar víðtæku þjóðnýtingar. sem til dæmis hefur verið framkvæmd á þeim árum méð ágætum árangri á Bretlandi? En þar hefur sannarlega enginn orðið þess var, að „áhugaleysi verkamanna hafi lagzt vfir framleiðsluna eins og dauð hönd“. Þvert á móti er það al- mennt viðurkennt, að í engu landi Evrópu hafi vöxtur fram- leiðslunnar eftir síðari heims- styrjöldina verið eins'mikill og á Bretlandi, og í fáum fram- leiðslugreinum þar eins mikill og í hinni þjóðnýttu kola- vinnslu! * Það er svo allt annað mál, að þjóðnýting atvinnuveganna er ekki nema ein af mörgum að- ferðum jafnaðarmanna tíl þess að tryggja og bæta kjör al- mennings, og að þeir eru ekk- ert óðfúsir að grípa til hennar þar, sem einkaframtakið sam- rýmist enn almenningsheill. í mörgum tilfellum getur og hvort tveggja vel farið saman, eins' og til dæmis einkaútgerð og bæjarútgerð togara og síld- arverksmiðjur einstaklinga og síldarverksmiðjur ríkisins hér á landi, þó að af grein Her- manns Jónassonar verði ekki séð,, að hann hafi nokkra hug- mynd um þá þjóðnýtingu sjáv- arútvegsins, sem hægt og hægt hefur verið frainkvæmd hér fyr ir augum hans undanfarna tvo áratugi, sumpart meira að segja meðan hann var sjálfur for- sætisráðherra landsins! Það er einnig augljóst, að framkvæmd þjóðnýtingarinnar hlýtur í hverju landi að vera háð því kjósendafylgi, sem jafnaðarmannaflokkarnir hafa; því að fyrir henni sem og fyrir cllum öðrum stefnumálum sín- um berjast þeir á lýðræðis- grundvelli, og munu aldrei gera tilraun til þess að þvinga minnihlutavilja upp á meiri- hlutann. Það er meðal annars af þessum ástæðum, að þjóðnýt ingin er enn mun skemmra á veg komin á Norðurlöndum en á Englandi; því að það er rangt, sem Hermann Jónasson segir i grein sinni ,að jafnaðarmanna- flokkarnir hafi á Norðuriönd- um ár eftir ár haft meirihluca á þingi. Fyrir síðari heims- styrjöldina höfðu þeir.hvergi á Norðurlöndum náð meirihluta á þingi nema í Svíþjóð, og hon- um töpuðu þeir áður en styrj- öldinni var lokið; og eftir styrj- öldina hafa þeir á Norðurlönd um aðeins -náð meirihluta í Noregi, og það er vel kunn- ugt, að þá var ekki kosið þar milli þjóðnýtingar og einka- framtaks. Hins vegar unnu jafnaðarmenn á Englandi hinn mikla kosningasigur sinn og þingmeirihluta eftir styrjöld- ina á víðtæku þjóðnýtingar- prógrammi, sem þeir síðan hafa framkvæmt. * Hermann Jónasson skyldi því fara hægt í það, að hrósa sigri yfir þjóðnýtingunni. Hún er enginn dauður bókstafur á stefnuskrá jafnaðarmanna í dag, þótt hann haldi það. Þar, sem jafnaðarmenn hafa náð vel starfhæfum meirihluta á þingi, eins og á Englandi síð- asta kjörtímabil, hefur hún stigið risaskref áfram á stutt- um tíma. Og jafnvel þar, sem þeir eru í minnihluta, eins og hér á landi, eru kostir og vax- andi nauðsyn þjóðnýtingar á mörgum sviðum framleiðslunn- ar svo augljós, að jafnvel borg- araflokkarnir treystast ekki til að standa á móti henni, svo sem sjá má af hinni sívaxandi bæjarútgerð og mörgum öðrum opinberum rekstri. Og hafi Hermann sofið þessa þróun af sér eða ekki skilið tákn hennar, þá breytir það að vísu engu um þá staðreynd, að þjóðnýtingin ryður sér nú óðum til rúms bæði hér og erlendis. En fyrir hann sjálfan sem stjórnmála- mann er það lítill álitsauki. STJÓRNMÁLAMENN vesturveldanna óttast nú mjög al- varlega, að Filippseyjar kunni að fara sömu leið og Kína.— Stjórn EHipinio Quirino forseta, er veik og gerspillt, en upp- reisn kommúnista (Húkanna svonefndu) fer dagvaxandi. * 1,1 Tilraunir sameinuðu þjóðanna til að koma á alþjóðlegri stjórn í Jerúsalem, hafa enn farið út um þúfur. Allsherjarþingið fœr málið aftur til meðferðar í haust. * * * Kommúnistar í leppríkj- um Rússa eiga nú í mjög vaxandi erfiðleikum með bændastétt- ina, sem veitir andstöðu gegn samyrkjubúskapnum. í: í: Bylt- ing svonefndra ,,Dixikrata“ í demókrataflokki Bandaríkjanna, sem gerð var gegn Truman 1948, er í rénun. * * * de Gaulle ferðast nú um Frakkland þvert og endilangt til þess að stöðva fylgishrun sitt. Hann trúir því enn, að franska þjóðin muni á hættustundu leita til sín. * í: Tveir svnir Roosevelts forseta taka nú þátt í stjórnmálum, Franklin Delano, yngri, er þing- maður frá New York og talinn efni í eftirmann Thomas Dewey, sem landsstjóri New York ríkis. James er nú í framboði sem landsstjóri Kaliforníu. MAUNA LOA ENN AÐ GJÓSA. Hawaiska eldfjallið Mauna Loa er sennilega mikiivirkast allra núlifandi eidfjalla. Síð- an 1823, er byrjað var að hak a skýrslur um gos í fjallinu, hef ur það gosið að meðaltali briðia hvert ár Síðasía gos var í ianúar 1949, þar til nýtt gos hófst um mánaðamótrn síðustu. Er þetta kallað mesta •gos íjallsins á yfirstancandi öld, og renna tveir hraun- straumar til sjávar 35 krn. leið. Hraði hraunstraumsrns var 30—50 km. á klukkusíund. Tvö þorp skemmdust að nokkru leyti. INGRID OG ROSSELINI. Frá því hefur verið skýrt hér, að Ingrid Bergman og Ro- berto Rosselíni hafi nú verið gefin saman „í Mexikó'1. Það er rétt, að vígslan fór fram í Mexikó, en þau Ingria og Rosselini voru suður á í taliu og voru því gefin saman að viðstöddum vottunum einum. Fyrri maður leikkonunnar mun ekki taka þessa vígsiu gilda frekar en hinn mexi- meiú unglingavinna ópörf? Á ÞESSU SUMRI hefur í fyrsta sinn í meira en ára- tug reynzt mjög erfitt að fá vinnu fyrir unglinga. Slík vinna er þó tvímælalaust þjóðfélagsleg nauðsyn. Það er unglingunum nauðsyn að starfa og vinna sér sjálfir inn peninga, því að ekkert er þeim hættulegra en aðgerða- leysið. Það er flestum heim- ilum nú nauðsynlegra en nokkru sinni, að unglingarn- ir hafi einhverjar tekjur og létti hinn þunga róður, sem afkoma fjölskyldumanna er að verða. BÆJARSTJÓRN REYKJA- YÍKUR ræddi mál þetta fyrir nokkru síðan og báru tveir fulltrúar andstöðu- flokkanna fram tillögur um að bærinn skyldi auka ung- lingavinnu sína til þess að sjá þeim fyrir atvinnu, sem ekki hafa getað fengig vinnu ann- ars staðar. Það er að sjálf- sögðu æskilegast, að sem flestir unglingar komizt í vinnu við aðalatvinnugrein- ar landsmanna, en þegar slíkt ekki hrekkur til, kemur til kasta bæjarfélagsins. REYKJAVÍKURBÆR hefur í hyggju að ráða unglinga í fjóra vinnuflokka í sumar, og er það einum flokki fleira en í fyrra Alls munu þá vinna í þessum flokkum um 100 unglingar, og telur borg- arstjóri, að þetta sé nægi- legt. Hann lét íhaldsfulltrú- ana samþykkja, að tillögur um frekari unglingavinnu séu „óþarfar“ og er fróðlegt fyrir þau heimili, sem sitja uppi með atvinnulausa ung- linga, að kynnast þessu við- horfi bæjáryfirvaldanna. Það kom einnig fram í umræðun um um þetta mál, að borgar- stjóri telur, að bærinn eigi að halda uppi „riokkurri at- vinnu“ fyrir unglinga, en hann telur það augsýnilega ekki koma bænum við, hvort fleiri eða færri unglingar ganga atvinnulausir eftir að ráðið hefur verið í allar stöð- :ir til sjávar og sveita og hin- ir fjórir vinnuflokkar bæjar- ins fylltir. Alþýðuflokkurinn getur ekki verið sammála borgarstjóranum um þetta atriöi. Það er vissulega skylda bæjarfélagsins að láta til sín taka slíkt atvinnuvandamál og' láta einskis ófreistað til þess að útvega öllum þeim unglingum atvinnu, er ekki hafa komizt að annars stað- ar. Nóg eru verkefnin í bæn- um, við jarðrækt, vegagerð, skemmtisvæði o. fl. o. fl. ANDLIT ÍHALDSINS birtist í allri sinni dýrð, er borgar- stjórinn lét bæjarsíjórnar- meirihlutann samþykkja það, að „óþarft“ sé að gera kröf- ur um meiri vinnu fyrir ung- linga en nú er fyrir hendi. Blöð íhaldsins skrifa um þetta mál eins og borgai’stjór inn hafi gert einhverja stór- fellda uppgötvun og tekið upp nýjung, er hann sam- þykkti að hefja unglinga- vinnu. Svo er þó ekki, og það verður ekki talið til stór afreka borgarstjórans, þótt byrjað sé á slíkri vinnu, held ur er það eitt af skyldustörf- um hennar. En með þessu er íhaldið a'ðeins að sýna lit. Það vill ekki gera meira fyr- ir unglingana og vill ekki reyna að leysa vandræði þeirra, sem ekki hafa komizt x vinnu annars staðar. MENNING OG FRELSI er umræðuefni ráðstefnu. sem komin er saman í Vestur-Ber- lín, en hana sækja margir heimsfrægir fræðimenn. Reut- er borgarstjóri bauð þátttak- endur velkomna í gær. kanska skilnað hans og Ing- í'id. NÝSTÁRLEGT VERKFALL í PARÍSARBORG. Lögreglúþjónar í Frakk- landi eru opinberir starfsmenn og mega því ekki gera verk- fall. í þess stað gerðu þeir fyr- ir skömmu allt, sem þeir gátu, til að torvelda umferðina og knýja þannig fram kröfur sin- ar. Þeir rugluðu umferðarljós- in, þvældu umferðina sem mest þeir gátu, stöðvuðu bif- reiðir á óþægilegustu stöðum til þess að at’huga ökuskírteini bifreiðarstjóranna og gerðu ýmis konar usla. Ferðamenn segja oft, að franska götuiög- reglan, sérstaklega í París, sé til þess að skipuleggja umferð- arslys, af því hve erfið um- ferðin er þar í borg. En lög- reglumönnunum tókst að sann færa flesta’ um það, að þpir vinna gott stárí. APARTHEIT. Einn skuggaiegasti blettúr- inn á lýðræði vesturlanda ér k\ nþáttaskiptingin í Suðúr- Afr;ku „Apartheit11 er nafnið á þenri stainu, sem hiaian- stjórnin nú íylgir, en orðið þýðir ,,aðskilnaður“, og stefn- an snýst eingcngu um það -- aðskilnað kynþáttanna. Hinir hvítu menn, sem landinu s!-icrna, eru • miklum mmni- h uta, og óitast mjög um hag si nn, ef biöldcumenn kæmust td vegs og vuðinga og. tækju v*ð stjórn landsins. Þa-,s vegna gera þeir allt, sem þeir geta, til þess að h;’da kynpattunum aðskildum og skammta hinum svörtu og brúnu rétt og að- stöðu. Fyrir nokkrum dögum sam- þykkti þingið í Suður-Afríku lög, sem fyrirskipa, að hinir ýmsu kynþættir skuli búa á afmörkuðum svæðum og megi aðeins eiga land a tilteknum stöðum. Kynþætt’rnir serr, þannig fara hver á sinn bás, eru þessir: EVRÓPUMENN: Þetta eru menn, sem auðsýnilega eru af norrænum uppruna, hvítir á höinxnd og meðteknir i sarnfé- lag hvítra. Slíkir menn eru 2 400 000 í landinu.. INNFÆDDIR: Hér teljast lil. hinir inxxfæddu blökku- menn Afríku, en þeir eru ílest ir Bantu-riegrar. Tala þeirra ex 9 000 000. MISLITIR: Slíkir teljast allii', sem hvorugur hinna flokkanna ná til, og eru þar aðallega Asíubúar í landinu búa samtals um 350 000 Ind- verjar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.