Alþýðublaðið - 27.07.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 27. julí 1950.
Léifur
Leirs:
HELLO AGAIN . . .
Sólbrenndir dátar
með hvítar húfur
og hyr í augum
gangstéttafreyjur
iðandi af ást
og óþreyju í taugum
rifja upp í snatri
alþjóðasamstarfsins
auðlærðu fræði
í húsasundi yrkir
húmljós nóttin
harðstuðluð kvæði
og kurteisin heimtax
að kurteis veitan|li
kurteisra gesta
í kurteisisheimsókn
1 veiti af örlæti
aðeins það bezta . . .
Leifur Leirs
(Poet amour & armour)
Ðr: Álfur
Orðheiígils:
SUMARBÓKMENNTIR
Það má eiginlega skipta árinu
í árstíðir eftir bókmenntum.
Þrír síðustu mánuðir ársins.eru
til dæmis ársfjórðungur ævi-
sagna, ýmist frumsaminna,
hálfsaminna eða uppprentaðra,
og' aðeins eru seldar í skinn-
bandi. Þrjá fyrstu mánuði árs-
ins koma hins vegar svo að
segja engar bækur út, og mætti
því nefna þá bókmenntasnauða
ársfjórðunginn. Þrír næstu
mánuðirnir einkennast af þeirri
eftirvæntingu og óþreyju, sem
orsakast af biðinni eftir útkomu
einnar bókar, þeirrar bókar,
sem sennilega er mest lesin og
mest rædd af öllum bókum árs-
ins, enda kitlar hún svo að
ssgja allar lægri ke.nndir
manna: forvitni, reiði, öfund,
meinfýsi, hégómagimi, hefni-
girni, hrekkvísi og svo fram-
vegis. Er óþarfi að nefna heiti
þeirrar bókar, svo kunn er hún
öllum almenningi.
Þrír næstu mánuðirnir eru
• ársfjórðungur hinna svonefndu
sumarbókmennta. Að pappír og
öðrurn frágangi til eru þær
venjulega fyrir neðan meðallag
og að prófarkalestri fyrir peðan
allar hellur. Þær eru og einkum
ætlaðar til Iesturs fólki, sem er
á ferðalagi eða dvelur í sumar-
leyfi á rándýru gistihúsi. Koma
stafvillur eklci að sök,. þegar
lesið er í bifreiðum, þar " eð
mönnum sést yfir þær vegna
hristingsins. Af sömu orsök
verður línubrengl heldur ekki
að meini, þar eð línurnar hoppa
hvort eð er til og frá fyrir aug-
um lesandans.
Efni þessara bóka ‘er og
nokkuð sérstætt; fjalla þær að
mestu um innbrotsþjófnaði, rán,
.eiturbyrlanir,, ;t , sjóræningja,
dráiiga, fjárstTæframohrft óg
fjárhættuspilara. Það er að
segja þær þeirra, sem ekki gera
feimnismálin og hina praktisku
hlið ástarinnar að aðalumræðu-
efni, eða jafnvel að kennsluefni.
Nú er það jafnan svo, að ein-
hver rök liggja til alls, jafnvel
bókmennta, sem teljast af þess-
um flokki. Er það ekki allsendis
ógaman að freista að gera sér
grein fyrir hver þau rök muni
vera.
Frásagnir af innbrotsþjófn-
uðum eru einkar heppilegur
sumarleyfislestur. í flestum
þessum frásögnum gerir inn-
brotsþjófurinn annaðhvort að
hann kemur inn um gluggann
eða hefur falið sig undir rúm-
inu. Þsgar lesandinn situr með
slíka bók í herbergi sínu í gisti-
húsi einhvers staðar langt úti á
landi, verður honum því fyrst
fyrir að þakka sínum sæla fyrir
það, að svo skuli vera frá öll-
um gluggum' gengið, að ekki er
hægt að opna þá, hvorki innan
frá né utan, og gefur hann þá
dauðann og gamla manninn i
það, þótt loftið í herbsrginu sé
svo mengað af veru allra þeirra
gesta, er þar hafa áður dvalizt,
að ekki getur kallazt' fjarri
sanni, að allverulegur hluti
persónuLsika þeirra haldi þar
enn kyrru fyrir. Af sömu ástæð-
um verður honum og meira
hugsað um það, hvort nokkur
muni vera undir rúminu, heldur
en hitt, hvort hann eða nokkur
annar geti h^tldizt við í því,
sökum þess, sem í það vantar.
Hvað frásögum af ránum og
ræningjum við ksmur, þá hafa
þær sína þýðingu, þar eð þær
geta orðið til þess, að lesand-
inn borgi dvalarreikninginn
með ljúfara geði, og þakki jafn-
vel fyrir það, að hann skuli þó
ekki hafa fallið í hendur þeirra
misindismanna, ssm sækjast
eftir eignum og fjármunum ná-
ungans með slægð eða ofbeldi,
heldur eigi hann aðeins skipti
við heiðarlega greiðasölumenn,
sem fara að öllu með kurteisi og
lögum samkvæmt. Líkt er hlut-
verk frásagna af eiturbyrlun-
um, — þær sætta lesandann við
það, þótt hann fái einstaka
sinnum illt í magann í sumar-
leyfisdvölinni. Sama er að segja
um frásagnir af draugum. Þeg-
ar lesandinn leggst fyrir að lok-
inni neyzlu þeirra og fær engan
svefnfrið fyrir öllum möguleg-
um og ómögulegum látum gest
anna í næstu herbergjum, þakk
ar hann sínum sæla fyrir, að
þar skuli þó lifandi menn ann-
ast lætin, en ekki dauðir.
Það mætti og kannske segja,
að allar væru þessar bókmennt-
ir eins konar framhald af bók
þeirri, sem áður er um getið, og
er þá ekki nema rökrétt að einn
þáttur þeirra sé helgaður þeirri
lienndinni, sem sú bók talar
sinna minnst til, nsfnilega hinni
praktisku ást. Þeim bó.kum,
sem um hana fjalla, og þær eru
margar, mun einkum valinn
þessi útkomutími vegna þess, að
aldrei er hentugri tími til þess
að Lesa þær praktiskt, heldur en
einmitt í sumarleyfinu. Þá e.r
því og þannig til hagaS í sögun-
um, að flestir hinna praktisku
atburða eru látnir íram fara í
sumarleyfum, og verður þetta
sennilega alloft til .þess, að
margar ■miðaldra ógiftar per-
sónur hlakka til sumarleyfis-
hann, þegar Schmiedel var far-
inn.
Eg reiddist. Schmiedel hafði
starfað hjá herra Kleh í aldar-
fjórðung og hann hafði meira
að segja afhent honum öll
lyklavöld svo vikum skipti.
„Hann er enginn smáþjófur.
Hann stelur ekki einni brjóst-
nál eða hring,“ hélt Timmer-
man áfram. „Hann stelur í
raun og veru öllu saman, ef
ekki eru hafðar á, honum ná-
kvæmar gætur.“ Svo batt
hann enda á málið með tveim
setningum. „Eg veiti ykkur lán
í enskum pundum fyrir fjögur
prósent án nokkurra áfalla eða
annars kpstnaðar. Þið getið
sótt peningana á morgun.“
„Og hvenær á ég að borga?“
spurði Lotta.
Hann bandaði hendinni. Það
er ekki svo áríðandi, sagði
höndin. Þessi upphæð hefur
ekkert að segja fyrir mig.
,,Og nú förum við í leikhús-
ið,“ sagði hann.
í Johan-Strauss-leikhúsinu
var frumsýning á óperu eftir
Lehar og Timmerman hafði
þar stúku. Lotta vildi endilega
að ég færi með þeim, enda hafði
ég aldrei farið út að kvöldi til
síðan herra Kleh dó. Meðan ég
var að fara í svarta silkikjól-
inn minn og þó helzt á móti
vilja mínum, sagði Lotta mér
að frú Varga ætti að syngja
aðalhlutverkið og þess vegna
vildi Timmerman endilega
fara, því að hann hefði undan-
farið haldið við frú^Varga.
Þegar lokið hafði verið við
annan þátt, var stór karfa með
rauðum rósum borin inn á leik-
sviðið til frú Varga. Hún leit
á kortið, sem fest hafði verið
við körfuna og að því loknu
sendi hún kross á fingrum sér
upp til Timmermans og gerði
enga tilraun til að leyna því.
Allir áhorfendurnir í salnum
beindu sjónum sínum upp í
stúkuna til okkar.
„Timmerman er heimskingi'*
sagði Klaus Rittner viku síð-
ar. „Þið megið ekki misskilja
mig, en þegar hann var í verzl-
unarskólanum, sá hann að ýms
ir náungar, sem hann vildi
líkjast, áttu sinn eigin bíl, áttu
stórt og veglegt hús — og
sýndu frú Varga aðdáun sína.
Og nú þegar honum sjálfum
finnst að hann sé orðinn fínn
maður, þá álítur hann, að
ins, en annars munu bækur
þessar mést keyptar af ungling-
um, enda ætlaðar þeim af út-
gefendunum, sem að sjálfsögðu
gefa þsssar bækur út eingöngu
af siðgæðisást og æskunni til
menningar, en sjálfum sér oft
til stórskðaa fjárhagslega. Er
það þó nokkuð til þess að draga
úr þeirri áhættu, að enn liafa
ekki verið sett nein þau lög, er
geri útgefe'ndurna bötaskylda
vegna árangurs fræðslunnar,
enda væri það og skárra van
bakklæíið. \
Og frásagnirnar af fjárplógs-
mönnunum og fjárhættuspilur-
unurn geta hjálpað lerendunum
1 til skilnings á því hugarfari,
sem liggur á bak víð slíka út-
gáfustarfsemi.
Virðingarfyllst.
"JÐr. Áífur OrShengils.
hann verði að haga sér ná
kvæmlega eins.
„Hann er sveimhugi,“
sagði Lotta.
„Nei, hann er smásmugu-
legur hégómi.“
Klaus átti að leika nýtt
hlutverk eftir eina viku og
allt í einu var hann orðinn ó-
rólegur og óviss. Hann kom til
Lottu og bað hana að hlusta á
sig flytja hlutverkið. Þau
störfuðu að þessu í 2 klukku-
tíma og af miklum ákafa. En á
eftir lagðist Klaus á legubekk
inn og talaði um Timmerman.
„Og hann borgar fyrir það
líka, það er einmitt það, sem
gerir það svo grófkennt. í
fimm ár samfleitt hefur nú
Varga eytt öllu kaupi sínu í
laglega stráka og auk þess
safnað skuldum, en þetta
fífl er ákveðinn í því að hon-
um skuli blæða í kerlinguna,
og það eingöngu vegna þess,
að einu sinni dreymdi hann
um að verða þess einhverntíma
umkominn að geta verið að-
dáandi frú Varga.“
Síminn hringdi og Lott.a fór
í símann. „Góðan daginn,
Lillí,“ Klaus gaf henni merki.
„Ekki að segja henni, að ég sé
hérna,“ sagði hann í hálfum
hljóðum, og Lotta hélt áfram
að tala í símann. „Eg er með
höfuðverk og ætla ekki að
fara út í dag. Nei, þú skalt
ekki koma. Eg ætla að leggja
mig og vita hvort mér batnar
ekki. Eg held, að mér muni
batna, ef ég get sofnað.“
„Þetta var skammarlegt af
okkur,“ sagði hún á eftir.
Klaus ypti öxlum. Hann lá
svo letilega þarna á legubekkn
um, að það var eins og hann
mundi aldrei framar standa
upp. Að lokum varð ég að
fara til þess að sjá um kvöld-
matinn. Undir eins og ég gekk
út úr stofunni, sá ég að Klaus
gaf Lottu merki um að koma
til sín og ég tók einnig- eftir
því, að Lotta stóð undir eins
á fætur og settist hjá honum á
legubekkinn.
Mér gramdist svo þessi ó-
svífni, það var eins og kvonna-
búrseigandi væri að. kalla til
sín eina af mörgum konum sín
um, já, og ekki síður gramdist
mér það hve Lotta virtist vera
viljug til að fara að vilja hans,
i að ég gerði dálítið, sem ég
I hafði aldrei fyrr gert, en að
minnsta kosti fannst mér það
vera hið eina rétta, sem eg
gæti gert í augnablikinu. Eg
hringdi til frú Lillí Bíccm og
fcað iiana að koma nú begar,
hennar sjálfrar vegna. Eg
sagði, að Lotta hefði skrökvað
að henni, og að Klaus Rittner
væri hjá henni.
Það varð þögn í nokkrar
sekúndur í símanum og svo
sagði Lillí vingjarnlega og
barnsleg: „Fyrst svo er, ung-
frú Eula, þá vil ég ekki undir
neinum kringumstæðum trufla
þau og það ættuð þér ekki
heldur að gera.“
„Já, en eruð þér ekkert reið
yfir þessu framferði?“ spurði
ég alveg gáttuð.
„Reið, ég? Haldið þér, að ég
sé reið yfir því, að þau geri
það, sem þau langar til? Það
er einmitt það, sem ég geri
alltaf sjálf.“
Og þegar hún heimsótti
Lottu nokkrum dögum seinna
var hún ekki í minnsta máta
öðru vísi en hún átti að sér.
Og þegar hún tók eftir því, að
Lotta hegðaði sér eins og hún
hefði. slæma samvizku, þá
sagði hún hreinskilnislega og
glaðlega.
„Til að byrja með gramdist
mér það dálítið, enda særði
það Kégómagirni mína, en nú
er ég bara ánægð með það.
Klaus er ekki einn af þeim
karlmönnum, sem maður á að
"hafa lengi. Hann er hættuleg-
ur.“ „Það skil ég ekki,“ svar-
aði Lotta. „Hvað áttu við með
því að hann sé hættulegur?“
„Þú ættir að minsta kosti að
vara þig á honum. Hann gæti
átt það til að sigra þig og fá
þig til að elska sig í raun og
veru.“
„Já,“ umlaði í Lottu. „Bara
að hann gæti það.“
„En ef þú getur forðast hann
og lialdið fullu viti, þegar
hann er hjá þér, þá geturðu
oft haft mikil not af honum.
Þrátt fyrir alla tilgerðina og af-
skiptaleysið, er hann allur í
list sinni, það skaltu ekki ef-
ast um. Hann mun geta gert
þig alveg eins. Hann mun sjá
um, að þú gefist ekki upp við
leiklistina á miðri leið.“
Og þessi spádómur átti eftir
í ÁiþýðublöðiríU á sunniidögum,
eru vinsamlega beðnir
að skiía handrili að augiýsingunum
íyrír klukkan 7 é fösfudagskvöid
í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. 8—10.
&-UHWÍÍ /iJ