Alþýðublaðið - 02.08.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.08.1950, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. ágúst 1950. iori? SKAK OG MAT — GEFNU TILEFNI. Dr: Álfur Orðhengils: - AÐ Skákíþróttin er aS því leyti frábrugðin öðrum íþróttum, að hún krefst ekki fyrst og fremst vöðvaþroska heldur vitþroska. Skákgarparnir þurfa ekki meiri vöðvaorku við en þeirrar,- sem til þess þarf að færa kónginn og drottninguna úr stað, þar eð þau eru eins og vera ber, þyngst á sér þeirra liðsmanna, er skák- garparnir etja fram til orrustu. Hins vegar þurfa þeir vitorku til þess að sjá út reit, þar sem hentugast er, frá hernaðarlegu sjónarmiði séð, að velja þeim stað um lengri eða skemmri tíma. Venjulega er skákíþróttin í því fólgin að tveir venjulegir, — menn, — setjast að við borð eem mest minnir á flísalagt bað herbergisgólf. Þar raða þeir síð- an upp 32 gerfimönnum, sem að útliti til minna .öllu meira á hag lega rendar rokkbrúður heldur en menn. 16 þessara gerfimanna eru svartir og jafnmai^ir hvítir en engar ákveðnar reglur, munu gilda um lit sjálfra skák garpanna. í þessu gerfimanna liði eru átta svartir og átta hvít- ir eins að lögun og formi, og nefnast peð, sem ekki getur tal izt neitt virðingarheit, en eru þó notadrjúgir í bardaga. Mjög er þeim takmörkuð ferð um bað- herbergisgólfið, ■■ — geta helzt aðeins stigið flís af flís og ekki nema beint af auga, nema drápshug séu og bráð í boði; er þeim því fyrirmunaður flótti, enda til þess ætlast, að þau fórni lífi sínu fyrir þjöðarheill. Þá eru tveir kóngar, einn í hvoru liði, er skreflengd þeirra söm og peðanna, en þó geta þeir .gengið bæði aftur á bak og út á hlið; þeir hafa sem sé þau sér- réttindi umfram peðin, að þeir geta flúið, en þó aðeins hægt og virðulega. Hvor kóngur hef- ur sér til aðstoðar tvo riddara, það er diplómata eður stjórn- málamenn; er gangur þeirra furðulegur, því að þeir geta aldrei gengið beina braut í neina átt, heldur fara þeir krókaleiðir og eru auðvitað hinir skeinu- hættustu. Þá eru tveir biskupar, eður geistlegir í hvoru liði, stend ur einn á svartri flís en hinn á hvítri, og stígur sá, er á hvítri stendur, aldrei nema á hvítt og gagnkvæmt; með öðrum orðum, — hvorgur þeirra viðurkennir Gin a K au s SYST annan- fiísarlit en þann; sem hann stendur á, burstséð frá tíánáeig'in lit, og mun það toill- áStí:dogfría,tis'k staðfestau'Þá eru ótaldir tveir hrókar, eða atvinnu pólitíkusar í hvoru liði; þeir gana beint af auga aftur á bak, áfram og út á hlið, — það er að segja_eftir beinni línu, eins og hún er gefin þeim hverju sinni. Þá á hvor kóngur sér eina drottningu. Fara þær allan gang, nema þann diplomatiska og geisa mikið. Bindur þær hvorki litur flísa né nokkuð annað en takmörk baðherbergisgólfsins, þær eru mannskæðar og vilja í öllu sem mestan veg kónga sinna og eira engu er í harðbakka sjær, en prúðar ella og hafa sig jafnan lítt í frammi fyrst í stað. Þá er talið lið gerfimannanna, því, er skákgarparnir etja fram til víga. Um garpana sjálfa er það að segja, að þeir setja upp hátíðlegan og alvöruþrunginn svip um leið og þeir setjast að skákinni. Ræðast þeir venjulega lítið sem ekkert við á meðan viðureignin stenlur, en hugsa vandlega hvern leik og stara sí f.sllt á skákborðið. íþróttin sjálf er i því fólgin að koma and- stæðingnum í ógleymanleg vand ræði með kóng sinn; drepa liðs- menn hans í því augnamiði og fórna jafnvel sínum eigin mönn um. íþrótt þessi verður mörg- um þeim, er hana iðka, engu minríi ástríða en brennivíns- nautnin drykkjumanninum. Telja sálfræðingar minnimátt- arkenndina ráða þar mestu um. Faldalaus og áhrifalaus maður fær þar svalað að nokkru leyti þeirri þrá sinni að fara með mannaforráð og það að vild sinni, og má benda á það dæmi því til sönnunar, að margir sem síðar náðu völdum yfir beil um herjum og þjóðum, iðkuðu skák að staðaldri unz því marki var náð. Kvæntum mönnum gefst og í skákinni tækifæri til að stjórna drottningu og skipa henni fyrir verkum eins og þeim býður við að horfa. Þá berída sálfræðingar og á það, að mörg sé það sjalgæft að konur iðki skákíþróttina. Gæti það bent til þess, að þær kjósi fremur að gera valdadrauma sína að virkileika á annan hátt. En orsökin gæti líka Iegið í þeirri hefð, að skákin er fyrst og fremst íþrótt þagnarinnar. Dr. Álfur Orðhengils, ■ ' Ura-viðgerðir, Fljót og góð afgreiðsla. Guð!, Gíslason, Laugavegi 63, sími 81218. am. skildist henni hjólfri hversu hcimskulegur fyrirsláttur þetta var, og af því að hún átti ekki annars kost, sagði hún hrátt- „Alexander er nefnilega allt ekki svo hrifin naf þér, Lotta mín.“ Lotta horfði aðeins á hana og augu hennar voru stór og spurul. Og svo ruddi Irene öllu sam- an í hana, óviss og hikandi,. en hraðmælt af því, að í raun og veru viss ihún ekkert hvað hún ætti að segja. „Þú veizt hvern- ig karlmenn eru,“ sagði hún. ,Þegar þeirra eigin fjölskylda á í hlut, þá er ekkert athuga- vert, en svo, þegar þeir tengj- ast annarri, og sérstaklega þeg- ir þeim þykir vænt um hana, þá eru þeir miklu strangari heldur en við konurnar . ... “ „Hva ðáttu eiginlega við með þessu?“ spurði Lotta róleg en festuleg. „Hvers vegrta ertu að segja mér þetta? Það getur ekki verið vegna myndanna. Þið hljótið að geta fengið hvaða ljósmyndara sem er til þess að búa til aðrar myndir, og það getur ekki kostað nema nokkra aura ....“ „Nei, ég er ekki að segja þér þetta vegna þess að þig langar til að fá myndirnar, alls ekki, heldur vegna þess, að mér finnst sjálfri, að þú sért að eyði 'eggja þína eigin lífshamingju Þa ðer ekki a fsiðferðisástæð- um eða vegna fjölskyldusjón- armiða að ég segi þér þetta. En þú ert enn svo ung, Lotta, og el þú heldur áfram, að .... að lenda í svona .... svona mörgum ævintýrum, þá verð- ur þú kannski alveg ófær til að eignast mann og heimili, þegar þar að kemur, að ganga í hjónaband eins og til dæmis mitt og Alexanders er —• en það er í raun og veru hið eina. sem getur gert konu nægilega hamingjusama.“ „Takk,“ sagoi Lotta og leit út eins og hún myndi þá og þegar kasta upp. „Takk; hver og einn hefur sinn smekk. Þú átt Alexander og þú hefur Fe- íix, gættu þeirra beggj og alls þess, sem þú hefur, því að það ?r þín l^imingja. En ég .... ég vil ekki .... ég þar'fnast ekki pinnar hamingju," hiópaði hún alit í einu og stökk á fætur. „Skilurðu það? Þessi og þvílík hamingja er ekkert fyrir mig — hún er ógeðsleg." „Lotta! Ertu búin að missa vitið?“ hrópaði Irene. Hún skildi hvorki upp né niður í systur sinni. Irene hafði gott hjarta ,svo að varla varð á betra kosið, en hún hafði aldrei hefði eigríazt hina innri ró og heimilið vegna barns'ins, sem L'ó'fta’atti^og húrí ýrði að fórríá — o‘g það værj einmitt þráin eftir barninu, se mgerði han'a svona frðilausa og flögrandi. En ég viðurkenni það hrein- lega, að mér datt ekki í hug að Irene skildi þetta ekki sjálf. Annars náði Lotta sér fljótt aftur. „Þú mátt ekki vera reið við mig,“ sagði hún rólega. „Ég ætlaði ekki að særa þig, og ég vil ekki tala um lukku þína og hamingju með lítilsvirðingu en það fer í taugarnar á mér, þegar þú ferð að tala um skoð- anir þínar á þessum málefnum og karlmönnum, því að í raun og veru talar þú þá eingöngu um Alexander, en þú verður að skilja það, að það eru til aðrir karlmenn en Alexander. Já, karlmenn, sem eru réttlát- ari og vitrari en hann, mjög margir, sem betur fer. Segðu Alexander bara að . ...“ Hún endaði ekki setninguna. „Hvað?“ sagði Irene; „hvað á ég að segja honum?“ „Ekki neitt. Eða þú getur annars sagt honum, að hann skuli halda áfram að gera þig liamingjusama ,en láta mig al- veg afskiptalausa. Það veldur ykkur ekki vandræðum, þó að ég týnist í hringiðunni; ég mun ekki draga ykkur með mér niö- ur í djúpið. Hann varðar ekk- ert um mín ástarævintýri. Honum má standa alveg á sama um þau.“ Og Irene hafði breytzt. Nú hafði önnur tilfinning tekið hana heljartökum. Hún kyssti systur sína grátandi. Ó, Lotta mín! Þú ert svo allt öðru vísi en ég. Þú ert svo margfalt sterkari og vitrari en ég. Þú munt verða mikil og fræg loik- kona. Ég er heimskingi, að þykjast vera að gefa þér góð ráð. Já, þú hefur algerlega á réttu að standa. Það situr ekki á mér; ég er ekki fær til þess. Og mér er líka alveg sama, hvað þú gerir, jafnvel þó að ég skilji það ekki. Það er aðalat- riðið, að þú sért ánægð með lífið og hamingjusöm. Líka hvað viðvíkur þessum .... þessum manni þarna inni . .. . “ Hún kinkaði kolli í áttina til hliðarherbergisins. „Farðu bara með honum, ef þú vilt það, ef þú elskar hann og hann elskar þig-“ „Yitanlega elska ég hann,“ sagði Lotta; og ég trúði varla mínum eigin eyrum. „Hann er dásamlegur maður og mikill listamaður til viðbótar. Auk þess .... bíddu svolítið.“ — Hún gekk að herbergisdyrun- haft mikið hugmyndaflug. Ef | um og kallaði: „Klaus; viltu til vill hefði ég átt, meðan við 1 vera svo góður og koma hing- vorum a leiðinni, að segja henni, að hún ætti sízt af öllu að ásaka Lottu, því að hún f að rétt sem snöggvast?“ „Hvað, ég? Já alveg urídir tins.“ Klaus kom. Hann var að raka sig og hélt á rakhnífnum í hendinni og var með- -sápuna á vöngunum; varir hans voru iafrívél raúðari en þær vöru vanar að vera. Hann var í silki- kyrtli, og hann leit út eins og ungt spengilegt tré, svo grann- ur var hann og vel vaxinn. Hann var alls ekkert feimnis- legur á svipinn. „Undir þessum kringum- stæðum býst ég við að þér mót- mælið því, að ég kyssi yður á höndina,“ sagði hann og hneigði sig fyrir Irene. Þetta kom Irene algerlega á óvart. Það kom fát á hana og hún greip um höfuðið, alveg eins og hún þyrfti að laga á sér hárið. Hún stamaði eitthvað um, að hún hefði heyrt svo mikði af honum sagt. en því miður aldrei séð hann á leik- sviði. Klaus stóð þarna brosandi og deplaði augunum framan í Lottu. „Mig langaði bara til þéss að sýna þér einkasystur mína,“ sagði Lotta. „Með öðrum orðum, ég fæ leyfi til að halda áfram við að raka mig.“ Hann hneigði *sig hæversklega, rakhnífurinn var fagur í hendi hans og það glampaði á hann. „Hann er alveg dásamlegur,“ hvíslaði Irene, þegar hann var farinn. „Já, það finnst öllu kven- fólki,“ svaraði Lotta. „Það er bara verst, að þú skulir ekki geta kynnzt honum nánar. Þú hefðir gott af því að geia sam- anburð, þó að ekki væri nema í eitt skipti, á þínum eigin Alexander og öðrum kárl- rn anni.“ Irene hristi höfuðið og brosti. Systurnar kysstust innilega. „Og þú mátt ekki erfa það við mig, að ég skyldi tala svona heimskulega,“ sagði Irene. Hún lagði allar myndirnar af'Felix á borðið. „Vitanlega áttu þær; ég tók þær einmitt með mér vegna þess, og .... og ef þig íangar að heimsækja drenginn, þá skal ég sjá svo um, að Alex- ander . .. . “ En það var eins og Lotta vildi ekki hlusta á meira af þessu tagi. „Nei, nei, mig lang- ar ekkert til þess.“ Hún fylgdi systur sinni út á tröppurnar. Þegar hún kom aftur, sagði hún:: „Það er hræðilegt að finna það, hvernig maður fjar- lægist þá, sem manni þót+í vænzt um fvrr meir. Hvað eftir annað fannst mér hálft í hvoru að það væri ókunnug kona, sem .... en svo var það Irene, samt sem áður .... Og ég skil hana þó svo vel og finn hjarta- hlýju hennar . . . . “ Klaus, sem nú var búinn að raka sig og klæða sig, stakk GOL IAT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.