Alþýðublaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.08.1950, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. ágúst 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÖ T Farfuglar og ferðamenn! Um næstu helgi verður far- ið í Þjórsárdal. Á laugardag ek tð að Stöng og gist í Gjánni. Á sunnudag verður gengið upp að Háafossi og hann skoðaður. í heimleiðinni verður komið að Hjálparfossi og öðrum merk- um stöðum í dalnum. Upplýsingar á Stefáns Kaffi Bergstaðastræti 7 kl. 9—10 í kvöld. Minnlogarorð Enn á sfúfumim Framhald af 3. síðu. þekktum aðferðum hér á landi. Én Bjarni Þórðarson varð ekki formaður verkalýðsfélagsins aftur. Þegar kommúnistarnir á Ak- ureyri voru að kúga Lorenz' Halldórsson til þess að bregðast félögum sínum sunnan lands og vestan, voru tveir ferðalangar staddir á Akureyri. Þessir ferða menn voru þeir Lúðvík Jósefs- son, útgerðarmaður á Norð- firði, og Bjarni Þórðarson, fyrr verandi formaður. Var eitt- hvert samband á rnilli komu þessara heiðursmanna til Akur- eyrar og samningsrofa þeirra Tryggva 'Helgasonsr óg Lorenz Halldórssoiiar? Ef til vill leiðir tíminn í ljós svarið við þeirri spurningu, þótt síðar verði; en við, sem förum með máléfni verkalýðsins á viðsjárverðum tímum, höíum öðrum hnöppum að hneppa en þeim, að jagast við Bjarna Þórðarson og hans líka. Verkalýðurinn mun svara honum og öðrum atvinnurek- endum og aftaníossum þeirra á sínum tíma. Sæmandur Ólafsson. Smurf brauð og snlfiur. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fiskur. HANN ANDAÐIST að elli- heimilinu Grund 20. þ. m., tæpra 89 ára að aldri. Hann var fæddur 7. október 1861 að Gröf í Skilmanna- hreppi í Borgarfjarðarsýslu, en ungur fluttist hann með for- eldrum sínum, Halldóri Ólafs- syni og Gróu Sigurðardóttur, að Reyni í Innri-Akranesshreppi, þar sem hann ólst upp. Það mun hafa verið með Halldór eins og venja var á þeim tím- um, að hann fór snemma að vinna. Hann var elztur margra systkina og hefur snemma þurft að hjálpa föður sínum við heimilið, enda varð þrot- laust starf hlutskipti hans í líf- inu, en vinnugleðin svd mikil samfara áhuga, að það varð honum létt og ljúft, sem mörg- um öðrum hefði þótt býsna erfitt. Snemma fér hann að heiman og var víða í vinnumennsku um Borgarfjörð. Árið 1899 gift- ist hann Þrúði Gísladóttur frá Stólpastöðum í Skorradal, hinni ágætustu konu, og bjuggu þau þar og á Akranesi þar til 1904, að þau fluttu til Reykja- víkur, og hafa búið hér síðan. Hér stundaði Halldór svo alla algenga vinnu, og má með sanni segja, að trúverðugri verkamann var ekki hægt að fá; ánægjan af starfinu var svo mikil, að að síðustu, er hann varð að leggja allt starf niður, þá var eins og allt væri búið jyrir honum. Því held ég, að hvíldin hafi verið honum kær- komin, úr því starfsþrekið var búið. Það má ef til vill líta á það sem alveg sjálfsagðan hlut, að gamalmenni, 88 ára, falli að velli eins og visið strá, sem ekki á lengur neinn mátt til að halda sér uppi. En mér finnst einmitt, að við ættum að nema staðar og íhuga svolítið ævi þessa manns, við, sem sjálf erum peð á taflborði lífsins. Ungur maður fer allslaus úr foreldrahúsum; veganestið hef- ur áreiðanlega ékki verið neinn veraldarauður. Sjö tugi ára með verk í hönd hvern virkan dag. Þá var ekki um neina menntun að ræða hjá al- þýðu manna, og þótti þá ekki látandi í askana neinn skóla- lærdóm; því það var höndin, sem hélt á plógnum, sem var drýgst, en þá voru verkamanna ; launin lág, og þurfti vel á að halda til þess að vel færi. Þessum vanda var Halldór vaxinn. Nægjusemi, glöð og létt lund einkehndu hann alla tíð, velvild til allra manna; aldrei æðruorð eða blótsyrði heyrði ég af hans munni. Hvað getum við lært af þessu? ,,Að læra að skilja er mannsins dýpsta þrá.“ Jú, við getum lært það, að hann varðveitti sál sína gégh' Um allt strit erfiðra ára og sá ávöxtinn í góðum og mannvænlegum börnum og hlýju vina sinna; því engan óvildarmann hygg ég að hann hafi átt, og þjóð sinni hefur hann skilað full- komnu dagsverki, sem unnið var með dyggð og sóma. Ég átti þvi láni að fagna að kynnast honum á hans efri ár- um. í uppvexti mínum heyrði ég hans getið sem frænda í Reykjavík. Þá fannst mér Reykjavík vera ævintýraheim- ur, þar sem allir væru ríkir og öllum liði vel. Síðar flutti ég í nágrenni við Halldór frænda, þar sem þau hjón bjuggu um mörg ár, á Njálsgötu 32, og tók- ust þá upp náin kynni milli heimila okkar, Þau hjón tóku mér og mínu fólki opnum örm- um og þar eignuðust drengirnir mínir góðan vin í frænda sín- um, hann, sem sjálfur var með barnshjartað, sem gladdist við hvert vingjarnlegt orð og hvert ástúðlegt handtak. Þannig hafði hinn 88 ára gamli maður varðveitt kærleik- ann í sál sinni gegn um harða lífsbaráttu, þar sem okkur mörg hættir til að kala. Þetta ættum við að athuga, þegar á móti blæs, að reyna að varð- veita kærleika til meðbræðr- ahna, á hverju sem annars gengur. Það er sá varanlegi neisti, sem guð hefur sáð hverja sál, þrátt fyrir ýmislegt, sem virðist benda í aðra átt. Nú, þegar þú ert farinn héð an frá okkur, fylgja þér ótal þakkir frá okkur, þakkir fyrir tryggð og hjálpsemi, þakkir frá litlu frændunum þínum, sem þú leiddir þér svo oft við hönd og barst umhyggju fyrir fram til hins síðasta, og þakkir frá öldruðum systrum þínum. Við biðjum um styrk fyrir þína eftirlifandi eiginkonu og ósk- um þér góðrar heimkomu landi lifenda, því við erum þess fullviss, að þú hefur dyggilega ávaxtað þitt pund, og við heyr- um í anda, þegar við þig verður sagt: Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig; gakk inn í fagnað herra þíns. Fannej' Gunnarsdóttir. H. Hjartkær konan mín og móðir okkar ,r'/ Eva Björnsdóttir frá Austur-Haga í Áðaldal, andaðist í Landakotsspítala fimmtudaginn 24. ágúst. Fyrir mína hönd, barna minna, og annara vandamanna. Karl Stefán Danielsson. 69 farþegar með GulKossi lil Reykjavíkur GULLFOSS kom hingað snemma í gærmorgun með 169 farþega, þar af 11 útlendinga. Meðal farþega var Jón Björns- son rithöfundur. Beztu lífskjörin.., Framh. af 5. síðu. Eftirfarandi tafla sýnir hver 12 Evrópulönd voru hæst árið 1948 í vefnaðarvörunotkun i kílóum á íbúa: 1. Svíþjóð 11,5 2. Belgía 11,3 3. Sviss 11,2 4. Bretland 10,9 5. Frakkland 9,0 6. Holland 8,7 7. Tékkóslóvakía 6,6 8. Noregur 6,2 9. Finnland 5,2 10. Danmörk 5,1 11. Ítalía 4,4 12. Portúgal 4,2 5 lægstu löndin voru öll austan járntjaldsins: Rúmenía F. U. J. unið eflir F. U. J. skemmtiferð F. U. J.-félaganna í Hafnarfirði og Reykjavík, laugardaginn 26. ágúst, að Logalandi í Reykholtsdal. Dansað verður þar um kvöldið Á sunnudaginn verður ekið um Borgarfjörð og skoðaðir ýmsir fagrir staðir þar. Hafið með ykkur svefnpoka, tjöld og mat. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði milli kl. 10—12 f. h. og 4—7 e. h. og í skrifstofu F.U.J. í Reykjavík símar 5020 og 6724. F.U.J.-félagar í Reykjavík og Hafnarfirði fjölmennið í fefðina. Fólk er á minnt um að panta farseðla fyrir kl. 6 í dag. 2,0 kíló, Júgóslavía 2,4, Rúss- land 2,7, Ungverjaland 2,9 og Búlgaría 2,9. Lægsta land Vesi ur-Evrópu var írland með 3,5 I kíló. Átakanleg er í þessu efni afturför Þýzkalands úr 8,2 kg. fyrir stríð í 3,7 kg. árið 1948. ATVINNA Eftirtektarverðar eru upp- lýsingar skýrslunnar um um-_ sækjendafjölda á hvev 100 störf, sem í boði hafa verið, samkvæmt umsögn vinnumiðl- unarskrifstofa. í Englandi sóttu aðeins 87 menn um hver 100 störf, sem þýðir það, að éftir- spurn eftir vinnuafli var meiri en framboðið. í Frakklandi sóttu 673 menn um hver 100 störf, í Sviss 270, í Hollandi 180, í Svíþjóð 107 og í Noregi 103. Frá öðrum löndum . Evrópu liggja ekki fyrir upplýsingar, en hundraðstölur atvinnulausra verkamanna í nokkrum lönd- um voru árið 1949 sem hér segir: Á Ítalíu 13%, í Þýzka- landi 9%, í Belgíu 8% og á ír- landi 6%. Varðandi þjóðnýtingu gerir skýrslan þessa athyglisverðu athugasemd; „í löndum, þar sem hið opin- bera hagnýtir, eða er fært um að hagnýta, verulegan hluta af auðlindum landsins, stór- minnkar hættan á því, að innri truflanir valdi alvarlegum hag- sveiflum.“ ar... Framh. af 3. síðu. arár urðu þap hjón að kveðja ótal kínverska skjólstæðinga sína. Tveim árum síðar missti frú Steinunn Hayes mann sinn. Manninn, sem frægðina hlaut, „þriðji þarfasti Bandaríkja- maður í Suðu.r-Kína.“ — „Um hann megið þér skrifa, en ekki um mig,“ segir frúin. Hitt segja kunnugir: „Dr. Charles A. Háy- es var fágætur læknir og kristniboði, satt er það. En rangt væri að gleyma að ágæt kona og samverkamaður stóð jafnan við hlið hans.“ í annað sinn og líklega í hinzta sinn er frú Steinunn komin til ættjarðar sinnar. Um 6 vikur hefur hún dvalið hjá frændfólki sínu, og eiginlega of lítið á því borið. En aldurjnn er orðinn nokkuð hár og ekki laust við að frún'/i sárni að henni skuli ekki vera j afnlétt að tala móðurmálið nú eins og árið 1909, er hún kom hingað síðast. Sámt hefur hún flutt er- indi í Akraneskirkju — með túlk, — og á Elliheimilinu hér í bæ, sama sem túlk-laust. — Samkvæmt beiðni kristniboðs- sambandsins ætlar hún að flytja erindi — með túlk — í húsi K.F.U.M. kl. SVz í kvöld og segir þá Vafalaust frá mörgu fróðlegu frá Kína. Auðvitað eru allir velkomnir eftir því sem húsrúm levfir. Þetta verður jafnframt „skiln- aðarsamkoma“, því að frúin er á förum aftur vestur um haf. Sigurbjörn Á. Gíslason. Því verður ekki neitað, að þessar niðurstöður skýrslu efna hagsstfonunarinnar eru mjög í hag þeirri skoðun, að jafnaðar- menn séu á réttri braut, ékki sízt þegar þess er gætt, að sá tími er stuttur, sem þeir hafa haft til þess að sanna yfirbúrði stefnu sinnar. Knaftspyrnan í gær Framhald af 1. síðu. ið óánægðir með úrskurði dóm • arans, sem ekki verður með nokkrum rétti sagt um að hafi gert annað en það, sem honurn bar. Þetta gekk svo langt, að einn Þjóðverjanna gerði sér leik að því að mótmæla einum úrskurða hans, hættulítilli en vel Vérðskuldaðri aukaspyrnu á Þjóðverja fyrir bakhrind- ingu, með því að spyrna knett- inum út í loftið, eftir að honum hafði verið stillt upp og einn íslendinganna bjó sig undir að taka aukaspyrnuna, svo sem honum bar. Varð ekki annað séð, en að þetta værj einungis gert í móðgunarskyni við dóm- arann. Allt þetta setti ljótan blæ á leikinn, og ber að barma, að slíkt skuli koma fyrir, en sem betur fer er þetta sjald- gæft fyrirbrigði, jafnvel milli Reykjavíkurfélaganna, þar sem ýmsar gamlar og nýjar væring- ar þó valda, að leikmönnum hleypur meira kapp í kinn en góðu hófi gegnir. Úfbrelðfð Albvðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.