Alþýðublaðið - 06.04.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1951, Blaðsíða 1
 Veðurhorfisr: Norðaustan kaldi; léttskýjað. Forustugrein: Hafnarfjörður og NorSfjörður. XXXII. árgangur. Föstudagur 6. apríl 1951 77 tbl. ndrunarla r rm r Brauðverðið og kjara skerðingin. — -----»------- Lækkaði í stjórnartíð Stefáns Jó- hanns, en hefur síðan stórhækkað ---:---*------- BRAUÐVERÐIÐ er einn af mörgum óyggjandi mælikvörðum á kjör fólksins og þá kjci-askerðingu, sem það hefur orðið að þola, síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hér á eftir fer samanburður á brauð- verðinu í desember 1947, nokkru eftir að stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar tók við, í desember 1949, rétt eftir að stjórn hans fór frá, og í byrjun marz 1951, þegar núverandi ríkisstjórn var búin að vera eitt ár við völd. Ðes. 1947 Ðes. 1949 Marz 1951 Rúgbrauð kr. 2,60 kr. 2,10 kr. 3,60 Franskbrauð — 1,65 — 1,55 — 2,40 Vínarbrauð — 0,40 —- 0,40 — 0,65 Til enn frekari glöggvunar á þeim mun, sem var á kjörum fólksins í stjórnartíð Stefáns Jóhanns og nú, eftir eins árs íhaldsstjórn, fer hér á eftir tafla, sem sýnir hve margar mínútur verkamaðurinn varð að vinna fyrir einu rúgbrauði, einu franskbrauði og einu vínar- brauði á þessum tímamótum: Rúgbrauð Franskbrauð Vínarbrauð Des. 1947 17,1 10,9 2,6 Des. 1949 13,7 10,1 2,6 Marz 1951 19,1 12,7 3,4 Af þessum samanburði sést kj araskerðingin síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þegar stjórn Stef- áns Jóhanns fór frá þurfti mun styttri tíma til að vinna fyrir brauðum, en þegar hún tók við. Nú, eftir eins árs íhaldsstjórn, þarf miklu lengri tíma til þess en áður en hún tók við völdum. Þar að auki hefur alvarlegt at- vinnuleysi komið til. Ifr bmínúnisfaher fil Kóreu eo m ekki aSeins kínverskur! UmmæSi Sam Rayburn, sem vöktu mjög mfkla athygli í Washington í gær. ----------------------<,--------- SAM RAYBURN, forseti fulltrúadeiidar Bandaríkjaþings, lét svo um mælt í Washington í gær, „að mjög fjölmennt lið kommúnista væri nýkomið til Norður-Kóreu, og ekki aðeins kínverskt. Blaðamenn í Washington spurðu Truman Banda- ríkjaforseta a'ð því í gær, hvort þetta væri rétt. Hann varðist hins vegar allra frétta, — sagði aðeins að Sam Rayburn væri sannorður maður. Hersveitir sameinuðu þjóð- anna héldu í gær áfram hægri sókn norður yfir 38. breiddar- bauginn og norðan við hann. Urðu þær á fleiri en éinum stað að fara yfir jarðsprengjubelti og gaddavírsgirðingai-; en rnættu ekki mikilli mótspyrnu kommúnista, enda þótt fullvíst þyki, að þeir hafi nú dregið að sér ógrynni liðs. Brezkar hersveitir vestan til á vígstöðvunum voru í gær kornnar um 13 km. norður fyrir mgu smaiouoa. Um 700 Reykvíkingar hafa sóft um að mega byggja slíkar íbúðir ........-------- Sérstaki svæði fyrir þær hefur verið skipu - lagt, en leyfin vantar frá fjárhagsráði --------*------- UM SJÖ HUNDRUÐ REYKVÍKINGAR hafa sótt um að mega hyggja smáíbúðarhús á bæjarlandinu í líkingu við þau, sem leyfð voru í Múla Camp á síðasta ári. Hefur bærinn nú látið skipuleggja sérstakt svæði fyrir þess konar íbúðir, og er það norður af Bústaðavegshverfinu. Hins vegar stendur á því, að fjárfestingarleyfi fáist, og báru bæjarful'.trúar Alþýðuflokks- ins frarn tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær um að skora á ríkisstjórnina að gera tafarlaust ráðstafanir til þess að levft verði hindrunarlaust og án fjárfestingarleyfis að byggja smá- íbúðir. Þessa tillögu drap bæjarstjórnaríhaldið með frávísun- urtillögu pg þeim ummælum, að nú væri nóg að gert í þessu efni! • Borgarstjóri lýsti fyrst Hætian á styrjöld engu minni en Kusu heldur fang elsi en fésektir. Grein Braga Sig- urjónssonar á 5. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ birtir í dag á 5. síðu mj-ög athygl- isverða og upplýsandi grein eftir Braga Sigurjónsson ritstjóra á Akureyri um fangelsisyist tveggja komm únista þaðan fyrir meiðyrði, sem þeir neituðu að greiða sektir fyrir. Með grein Braga er lýst ve’- í gegnum moldviðri það^ sem Þjóð- viljinn hefur verið að reyna að þyrla upp út af þessu máli undanfarið. segir TRUMAN BANDARÍKJA FORSETI sagði í hinu vikulega viðtali sínu víð blaðamenn í Washington í gær, að hættan á styrjöld væri því miður engu minni nú, en liún hefði stund- um verið undanfarin fjögur ár. Truman nefndi við blaða- mennina nokkur dæmi þess, að styrjöld hefði verið yfirvofandi undanfarin ár. Taldi hann það dæmi fyrst, er Rússar hefðu neitað að verða á burt úr Norð- ur-Iran með her sinn; þá nefndi hann og þann tíma, er borgarastyrjöldin á Grikklandi stóð sem hæst og Bandaríkin hófu fjárhagslega og hernaðar- lega aðstoð sína við Grikkland og Tyrk’and. Og loks nefndi hann átökin um Vestur-Berlín, er Rússar stöðvuðu allar járn- brautarsamgöngur milli hennar og Vestur-Þýzkalands. Truman sagðist vona, að hægt yrði að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni; en hættan á henni væri engu minni nú en áður. 12. apríl NÓT, félag netavinnufólks í Reykjavík, hefur boðað at- vinnurekendum verkfall, og á það að hefjast kl. 24 fimmtu- daginn kemur, 12. þessa mán. a- huga sínum á því að fátækir fjölskyldufeður fengju tæki- færi til þess að byggja sér hent- ug smáhús, og í því skyni hefði hann ásamt nokkrum fleiri í- hsldsmönnum borið fram á al- þingi og fengið samþykkta þingsályktunartillögu með á- skorun á ríkisstjórnina um að afnema ákvæði um fjárfesting- arleyfi fyrir smáíbúðir. MÁLIÐ Á ALÞINGI Að vísu láðist borgarstjóra að taka það fram, að Finnur Jónsson bar fram þá breyting- artillögu við þingsályktunartil- Framh á 7. síðu. Hjén dæmd til dauia í New York fyrir kjamorku- njósnir í jjjón- usiu Rússa DOMSTOLL I. NEW YORK kvað í gær upp dauðadóm yfir raforkufræðigi, Julius Rosen- berg að nafni, og konu lians, sem bæði eru uppvís að því, að hafa verið kjarnorkunjósnarar í Bandaríkjunum fyrir Rússa og að hafa látið þeim í té hern aðarlega þýðingarmiklar U]pp- lýsingar um kjarnorkuvígbún- að Bandaríkjanna. Dauðadóminum var strax í gær áfrýjað til æðra dómstóls. 38. breiddarbauginn; en amer- ískar liokkru austar, eða á mið- vigstöðvunum, um 10 km. Hvað dvelur uppsög „foruslufélagsins'1 KOMMÚNISTAR kalla Dagsbrún „forustufélag“ í kaupgjaldsbaráttu verkalýðsins. En nú bregður svo und- arlega við, að „forustufélagið“ hefur ekki enn sagt upp samningum við atvinnurekendur til að knýja fram fulla mánaðarlega dýrtíðaruppbót á kaup félagsmanna sinna, þótt verkalýðsfélögin í Hafnarfirði, Verkamannafélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíðin, hafi fyrir löngu sagt upp, boðað verkfall og nú þegar meira að segja gert samninga við bæjarfyrirtækin og mörg önnur verka- lýðsfélög ætli ásamt þeim að hefja verkfall á þriðjudag- inn kemur hjá þeim atvinnur«jkendum, sem ekki hafa samið um fulla dýrtíðaruppbót fyrir þann tíma. Ilvérs eiga reykvískir verkamenn að gjalda, að hafa eltki nema kr. 11,37 í kaup á klukkustund, þegar stéttarbræður þeirra í Hafnarfirði fá strax á þriðjudag- inn kemur kr. 12.20 á tímann? Hvers vegna tekur „forustufélagið“ ekki forust- una í baráttunni gegn kauplækkunarstefnu ríkisstjórn- arinnar? Er kommúnistastjórninni ef til vill engin þægð í því, að reykvískir verkamenn fái fulla dýrtíðaruppbót á kaupið? Metur hún kannski einhver önnur sjónarmið meira en hagsmuni verkamanna? Hvað dveíur „forustu- félagið“?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.