Alþýðublaðið - 06.04.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.04.1951, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FöstucTag'ui- G. apríl 1951 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjómarsími: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hafnarfjörður og Norðfjörður. VERKALÝÐSSAMTÖKIN hafa nú unnið sinn fyrsta stóra sigur í baráttunni fyrir fullri dýrtíðaruppbót á kaupið: Hafn arfjarðarbær og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hafa samið við Verkamannafélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíð- ina þar á staðnum um greiðslu fullrar mánaðarlegrar dýrtíð- aruppbótar og það án þess, að til nokkurs verkfalls hefði enn komið í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu hafa verkalýðs samtökin í Hafnarfirði hér not! ið þess, að Alþýðuflokkurinn er þar í meirihiuta í bæjar- stjórn. íhaldsminnihlutinn var því mjög mótfallinn, að samið yrði við verkalýðsfélögin af hálfu bæjarins og fyrirtækja hans fyrr en um leið og við önnur fyrirtæki þar á staðnum. Og enn er baráttan í Hafnar- firði ekki á enda, þó að bærinn og bæjarútgerðin hafi gengið til móts við hina sjálfsögðu kröfu verkalýðsins; einkafyrir- tækin eiga eftir að semja, og hjá þeim kemur að sjálfsögðu til verkfalls í næstu viku, eins og boðað hefur verið, hafi ekki verið samið áður en verkfalls- fresturinn er út runninn. Engu að síður er sá sigur, sem þegar hefur unnizt í Hafn- arfirði, mikiU og hlýtur að verða verkalýðssamtökunum nm land allt fagnaðarefni. ís- inn hefur verið brotinn; krafan nm fulla dýrtíðaruppbót á kaupið fengið viðurkenningu eins af stærstu bæjarfélögum landsins utan Reykjavíkur; og hefur það sannazt hér enn einu sinni, hvers virði það er fyrir verkalýðinn og Iaunastéttirnar, að Alþýðuflokkurinn megi sín niikils, hvort heldur í bæjar- stjórnum eða í stjórn landsins á heild. * Það fer ekki hjá því, að sigurinn í Hafnarfirði kalli fram margs konar samanburð við aðra staði á landinu. í Reykjavík býst áreiðanlega enginn við því, að bæjarstjórn gangi á undan öðrum til móts við kröfu verkalýðsins, því að þar eru íha’dsmenn í meiri- hluta. En við hinu hefðu menn búizt, að fjölmenn og sterk verkalýðssamtök eins og Verka mannafélagið Dagsbrún, sem • kommúnistar ráða og kalla „for ustufélag verkalýðsins“, yrði ekki eftirbátur Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði og annarra verkalýðsfélaga á land inu um uppsögn samninga, svo að barátta geti hafizt fyrir fullri dýrtíðaruppbót á kaupið einnig í Reykjavík. En hver er reyndin? Hin kommúnistíska stjórn „forustufélagsins“ held- ur að sér höndum og tekur bók staflega engan þátt í barátt- unni. Hún hefur ekki einu sinni sagt upp samningum fyr- ir félagið, þrátt fyrir eindregin tilmæli Alþýðusambands ís- lands, og það er yfirleitt alveg á huldu, hvort hún ætlar nokk- uð að gera það! Er engu líkara en að kommúnistar láti sér það algerlega í léttu rúmi liggja, hvort verkalýðurinn fær fulla þeim mikla mun, sem hér hefir sýnt sig á Hafnarfirði annars vegar, þar sem alþýðuflokks- menn eru í meirihluta og bæj- arfélagið og bæjarútgerðin dýrtíðaruppbót á kaupið eða j hafa þegar samið við verka- ekki. En meðal annars fyrir j lýðsfélögin um fulla dýrtíðar- slíka framkomu þeirra er nú uppbót á kaupið, og Norðfirði svo komið, að verkamenn í hins vegar, þar sem kommún- Reykjavík verða enn að sætta istar fara með völd, en verka- sig við hið gamla tímavinnu- lýðúrinn verður enn að sætta kaup, kr. 11,37, þó að verka- ’ sig við sílækkandi kaup, eins menn í Hafnarfirði fái nú við og þar sem íhaldið ræður, og öll bæjarfyrirtæki þar kr. 12,20 , bókstaflega enginn undirbún- á timann. * En það er annar samanburð ur, sem er ekki síður nærtæk- ur en samanburðurinn milli Dagsbrúnar í Reykjavík og Hlífar í Hafnarfirði; það er samanburðurinn á milli Norð- fjarðar og Hafnarfjarðar. Á Norðfirði eru kommúnist- ar í meirihluta í bæjarstjórn, eins og alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði; þeir fara og með stjórn verkalýðsfélagsins þar, og á báðum stöðum er bæjar- útgerð. Og hvað hafa nú kom- múnistar gert á Norðfirði til þess að knýja fram fulla dýr- tíðaruppbót á kaupið ingur hefur verið hafður til þess að rétta hlut.hans. Það virðist óneitanlega vera mikill munur á alþýðuflokks- mönnum og kommúnistum, ekki síður í þeim efnum, spm hér um ræðir, en í öllum öðr- um. Símstöðvarhúsið , fær ekki stækkun á lóð sinni um 2.8 m. PÓST- og símamálastjórnin fyrir befur farið þess á leit við bæj- verkalýðinn? Þvf e7fíjótsvar- arráð að fyrirhugaða símstöðv- að: Þeir hafa ekkert gert til arbygSÍngu megi reisa í hus^- þess. Þeir hafa ekki einu sinni b’nu vi® Aðalstræti, sern yrði sagt upp samningum fyrir sett 2’^ metra vestar en fynr- verkalýðsfélagið, hvað þá held- ( bugað er samkvæmt skipulags- ur, að bæjarstjórnin eða bæjar- I uppbrætti. útgerðin hafi sýnt á sér nokk- ' Bæjarrað vill ekki sam- urt snið til þess að greiða fulla Þy^bja umbeðna breytingu a dýrtíðaruppbót á kaupið. Þar skipulaginu og; imðlunartillaga liggja kommúnistar á liði sínu samvinnunefndarmnar um að ; leyfa utskot a annarn hæð símahússins, fékk ekki stuðn- Tillaga iðnaðarmanns. — Samvinna Reykvíkinga og Hafnfirðinga. — Heita vatnið. — Vinnudeila af misskilningi og vanbroska. i verkalýðsfélaginu alveg eins og í Dagsbrún, og þar bíða þeir átekta í bæjarstjórn og í bæj- arútgerðinni alveg eins og í- haldsmenn og kapítalistar ann- ars staðar á landinu! Þetta er óneitanlega lær- dómsríkur samanburður fyrir verkalýðinn og launastéttirnar; og það fer ekki hjá því, að menn dragi sínar ályktanir af ing bæjarráðs. SIGURÐUR MAGNÚSSON lyfjafræðingur hefur sótt um til bæjarráðs að fá lóð fyrir lyfjabúð í Vesturbænum. Bæjarráð hefur samþykkt að gefa honum kost á lóð við Hofs- vallagötu, sunnan Hagamels. IÐNAÐARMAÐUR skrifaði mér eftirfarandi bréf: „Ég á heima ntan hitaveitusvæðisins og: nýt því ekki gæða heita vatnsins. Þess vegna hugsa ég oft um það, hvað sé hægt að gera til þess að auka heita vatn- ið svo að það nái til allra Reyk- víkinga. Enn er langt í Iand að því er virðist. En nú datt mér í hug fyrir nokkru, hvort ekki væri hægt að koma á samstarfí milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar til lausnar þessu máli. HAFNFIRÐINGAR voru svo forsjálir að kaupa Krýsuvík. Þar er geysimikið jarðhita- svæði, ótæmandi, að því er virð ist, bæði vatnshverir miklir og gufuhverir. Geta Reykvíkingar og Hafnfirðingar nú ekki liafizt sameiginlega handa um virkjun nokkurs hluta heita vatnsins í Krýsuvík til upphitunar Hafn- arfirði — og til viðbtar við hita veitu Reykjavíkur? ÞAÐ MÁ VEL VERA, að vatnsmagnið sé ekki nógu mikið í Krýsuvík, en kalt vatn er þarna við hendina, Kleifarvatn, og ekki er óhugsandi að hægt sé að hita það upp með gufuvirkj- un eða á annan hátt og leiða það svo til Hafnarfjarðar og Reykja víkur. Svo má segja, að byggðir Reykvíkinga og Hafnfirðinga Iiggi orðið saman, og mikirm fjölda hagsmunamála eiga þeir Menningartengsl Ráðstjórnarríkjanna KOMMÚNISTAR hafa nú end urvakið sovétvinafélagið sál- uga og telja öllu öðru mik- ilvægara fyrir íslendinga, að komast í menningartengsl við Rússa. En tilgangurinn virð- ist ekki aðeins menningarlegs eðlis, þegar til framkvæmd- arinnar kemur. Það sýnir og sannar heimsókn rússnesku listamannanna á dögunum. í sambandi við hana var rek- inn öfgafullur, pólitískur áróður, bæði af hálfu gest- gjafanna og gestánna. Þetta setti blett á heimóknina. En raunar var ekki við öðru að búast, þegar að því er gætt, hvernig allt er í pottinn búið. í ÞESSU SAMBANDI mun sú spurning hafa vaknað í hug- um margra, hvaða ávexti ís- lenzkrar menningar Rússar kunni að girnast. Nú hefur rússneski rithöfundurinn Per- ventzev gert grein fyrir þessu í vjðtali við Þjóðviljann. Skáldsaga Halldórs Kiljans Laxness Sjálfstætt fólk hefur verið þýdd á rússnesku, og vissulega er hún íslandi til sóma í Rússlandi sem annars staðar, Þá ér og verið að þýða Atómstöðina eftir Lax> ness á rússnesku, en það val er augsýnilega pólitískt, því að þetta er lélegasta skáld- rit höíundarins í áratugi. Þá er einnig í ráði að þýða á rússnesku bók Kristins And- réssonar fslenzkar nútíma- un hins flokkshlýðna komm- únista á íslenzkum skáld- skap. Það leynir sér því ekki, að valið er einskorðað við forustumenn MÍR og mæli- kvarðinn hin pólitíska vel- þóknun. SAMTÍMIS ÞESSU berast svo þær fréttir, að menntamála- ráðuneyti Rússlands hafi enn einu sinni bannað bækur ýmissa þekktustu skálda og rithöfunda, sem aðrar þjóðir dá og viðurkenna. Efstur á lista hinna útskúfuðu er franska skáldið Jean Paul Sartre, sem er höfundur leik- ritsins Flekkaðar hendur, eins af viðfangsefnum þjóð- leikhússins hér um þesSar mundir. Hinir eru nóbelsverð- launaskáldið T. S. Elliot, sem sum skáld Tímarits Máls og menningar stæla í ljóða- gerð sinni, hinum brezka snillingi til lítillar frægðar; Graham Greene, efnilegasti rithöfundur yngri kynslóðar- innar á Bretlandi og höfund- ur snjöllustu framhaldssög- unnar, sem Þjóðviljinn hefur birt um áraskeið, og írski meistarinn James Joyce. Bann ið á bókum þeirra er stutt þeirri „röksemd“ rússneska menntamálaráðuneytisins, að allir þessir höfundar séu „mannfélagsfjendur og ali upp í mönnum morðfýsri"! MARGUR MUN ÆTLA, að bókmenntir, sem flytur túlk- það sé ekki breyting til batn- aðar fyrir rússneskt menning- arlíf, að bækur höfunda á borð við Sartre, Elliot, Greene og Joyce séu bann- aðar þar í landi, en í staðinn komi Atomstöðin og „bók- menntasaga“ Kristins And- réssonar. En þetta þarf ekki að verða neinum manni undr- unarefni. Atburðir sem þessir hljóta að gerast í öllum ein- ræðisríkjum. Þeir gerðust í Þýzkalandi Hitlers og Ítalíu Mussolinis. Þeir gerast einn- ig í Rússlandi Stalins. Og svo er verið að predika það fyrir íslendingum, að þeim sé and- leg lífsnauðsyn að vera í ,,menningartengslum“ við Rússa og bjóða hingað rúss- neskum listamönnum, sem flytja þjóðinni kommúnist- ískan áróður samtímis söng og hljóðfæraslætti. Það er von, að Kristinn Andrésson beiti sér fyrir slíku og því- líku. Hann fær „bókmennta- sögu“ sína þýdda á rússnesku og á að fylla skarðið eftir þá Sartre, Elliot, Greene og Joyce þar í landi! En er það ekki einmitt sönnun þess, að hér er ekki um nein menn- ingarterigsl, heldur um p®i- tískan vef að ræða, til þess að fanga í saklausar og hreklc- lausar sálir? sameigínlega. Er óhugsandi að koma á samstarfi um þetta mál?“ FLJÓTT Á LITIÐ virðist hér ekki vera um óskynsamlega til- lögu að ræða, en ekki hef ég vit á því hvort þetta er framkvæm- anlegt. Ekkert gerir þó til þótt bréf iðnaðarmannsins sé birt óg orðsendingu hans komið til þeirra nianna, sem ráða. Það eru áreiðanlega fleiri en hann, sem hugsa mikið um þessi mál. VERKFALLIÐ í veitingahús- unum stafar af klaufaskap, ef til vill í smávægilegum atriðum, mistökum verkalýðsfélagsins, en framar Öllu öðru misskiln- ingi atvinnurekenda. Það er slæmt þegar slíkt kemur fyrir, því að vinnustöðvun, verkbann, eða deilur milli verkafólks ög atvinnurekenda, eru alvarlegt mál, sem vel verður að hyggja að, áður en upp úr er látið sjóða. ATVINNUREKEN DUR í þess ari starfsgrein kunna lítt til verkalýðsmála, það þekki ég af gamalli reynslu. Margir, sem nú eru atvinnurekendur, hafa aldr- ei fengizt neitt við svona mál og kunna ekki á þeim nokkur tök. Aðrir voru fyrir skömmu þjón- ar — og samtök þjóna hafa aldr ei verið vel skipulögð, enda erf- itt að skipuleggja samtök með- al þeirra. Þaðan kemur líka nokkuð af þeim misskilningi, sem varð þess valdandi að til deilu kom. VERKALÝÐSSAMTÖKIN geta aldrei og munu aldrei þola það, að beitt sé refsiaðgerðum gegn verkafólki, sem gengur fram fyrir skjöldu í félagsmál- um. Það er ófrávíkjanleg regla. Ég hygg líka að að deilu lokinui gleymi aðilar fljótt árekstrun- um, enda bezt fyrir báða. Bezt er líka fyrir atvinnurekendur að hyggja ekki á neinar hefndir gegn einstaklingum. Þeim líður bezt sjálfum, sem eklci hafa hefndarhug. Hannes á horninu. Mikil aðsókn að öllum leikritum þjóðleikhúss ins um þessar mundir AÐSÓKN að sjónleiknum „Heilög Jóhanna“ virðist nú fara vaxandi með hverri sýn- ingu. í gærkvöldi var leikurinn sýndur fyrir fullu húsi áhorf- enda, og seldust aðgöngumið- arnir á þá sýningu upp á einni klukkustund. — Næsta sýning verður á laugardag. Sjónleikurinn Flekkaðar hendur var sýndur fyrir fullu húsi á sunnudaginn, en næsta sýning á því leikriti verður í kvöld, og var uppselt í gær. FULLTRÚAR FJÓRVELD- ANNA héldu enn með sér fund í París í gær, en án árangurs. Nýr fundur hefur verið boð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.