Alþýðublaðið - 18.11.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. nóvember 1950 ALÞYÐUBLAÐIB 5 Loffur Guðmundsson': „GETTU hvað. frúin i Ham- borg gaf mér í dag; segðu hvorki ,,já“ né ,,nei“, ,,hvítt“ xté „svart“ . ..“ Þessi gamla leikbula hefur rifjazt upp fyrir mér við lestur nokkurra smápistla, sem herra Kristján Eldjárn fornminja- vörður, svo og ýmsir huldu- menn, hafa sent þeim, er skrif- uiðu gagnrýni um leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar, „Jón biskup Arason“ hérna á dögunum. Þjóðminjavcý.’ðurinn kýs raunar, af einhverjum ó- skiljanlegum orsökum, að stíla sinn kveðjupistil til okkar Sig- urðar Grímssonar, en huldu- mennirnir eru sjálfum sér samkvæmari og láta eitt yfir okkur alla ganga, enda virðast jþeir gæddir ríkari virðingu fyrir sannleikanum og rituðum heimildum heldur en þjóð- minjavörðurinn. Satt að segja á ég örðugt með að skilja kveðjupistil þjóðminjavarðarins, og má vera, að þar ráði mestu um, að ég er „dilettant" á sviði lærðr- ar cf-ræðimennsku, og hef þess vegná’ gert mér í hugarlund, að staðreyndir og heimildir skiptu þar nokkru máli. En þar virðist - þjóðminjavörðurinn . annarri . skoðun, og verður það að jsjálfsögðu þyngra á metun- ubi: þar sem hann er lærður f ræði|naður. Þjóðminjavörður segir i upp hafsorðum greinar sinnar, að margir furði sig á hinni ósæmi legu gagnrýni, er fram hafi komið um leikritið, að sú gagn- rýni sé dilettantiskari en ætla hefði mátt af föstum leikdóm- urum hinna stærri blaða, „og er hér átt við Morgunblaðið og Alþýðublaðið“. Segir hann leikdómara nefndra blaða hafa ,,fordæmt“ leikritið, og síðar, að rétt sé að einhver 'tendi á þá „firru, að leggja einhæfan sagnfræðilegan mælikvarða á Ieikrit,. eins og þeir gera Sig- urður Grímsson og Loftur Guðmundsson11. Enn síðar í greininni segir þjóðminjavörð- ur: „En því er ekki til að dreifa, að Tryggvi væýi að skrifa sagnfræði, heldur leik- rit. Skáldverkið ber því að dæma sem leikrit. Vitanlega gerir höfundur það á sína á- byrgð að nota sögulega atburði sem uppistöðu í sjónleik, og verður að taka því, ef einhverj- um fellur það fyrir brjóst." Þá segir hann og, að það sé „víta- vert af gagnrýnendum með að- stöðu áðurnefndra leikdómara, að dæma sjónleik sem sagn- fræði og villa svo fyrir al- menningi, sem þeir eiga að leiðbeina“. Það er nú svo. Gagnrýni varðandi leikrit þetta hefur birzt í þeim fimm dagblöðum, sem út koma hér í Reykjavík, rituð af jafn mörgum leikdóm- urum. í öllum þessum leikdóm- um kom fram nokkur saman- burður á þeim persónum, sem höfundurinn hefur skapað í leikritinu og samnefndum per- sónum, sem saga og arfsögn hafa skapað í meðvitund þjóð- arinnar. Einn gagnrýnandínn, K. G. í „Vísi“, leggur söguna beinlínis til grundvallar gagn- rýni sinni á persónúgerð Daða í leikritinu og túlkun leikand- ans á henni. Þegar le'.kritið er Crumsýnt í þjóðleikhúsinu, heldur formaður þjóðleikhúss- ráðs ræðu. og.kveður þjóðleik- húsið vilia gera sitt til að heiðra minningu Jóns biskups Arasonar á fjögurra alda ártíð hans með sýningu þessa leik- rits. Samt sem áður levfir þjóðminjavörður sýr að .taka tvo gagnrýnendur af fimm, og saka þá eina um ósæmilega gagnrýni, dilettantisma. til- raun t’l að rugla áhorfendur með því að dæma leikritið sem sagnfræði og ekki sem leikrit; — já. þessir tveir gagnrýnend- ur hafa meira að segja, að dómi þjóðminjavarðar öðrum fremur gert sig seka um firru að leggja „einhæfan sagn fræðilegan mælikvarða á leik- ritið“. Sé þetta fræðimennska, hefði ég gaman af að vita hversu ónákvæm ónákvæmnin þarf að vera til þess að geta ekki kallast sannfræði. Þá ætla ég að leyfa mér að rifja upp nokkur atriði gagnrýni minni og bera þau caman við staðhæfingar þjóð- minjavarðar. Ég segi að leik- ritið eigi sáralítið skylt við Jón biskup Arason eða minningu hans, nema nafnið. Enn frem- ur að hverjum og einum lista- manni sé að yálfsögðu heiinilt að breyta arfsögn og staðreynd um til listrænna áhrifa. Þjóð- minjavörður segir að því sé ekki til að dreifa að höfundur- inn hafi verið að skrifa sagn- fræði, heldur leikrit, og enn fremur, að vitanlega geri höf-1 undurinn það á sína ábyrgð að nota sögulega atburði sem uppi j Etöðu í sjónleik. Séu tilgreind ' ummæli mín ósæmileg í garð höfundar, þá eru þessi ummæli þjóðminjavarðar það engu síð- ur. Hann segir og, að höfund-' urinn verði að taka því, ef ein-1 hverjum falli það fyrir brjóst, — þ. e. meðferð hans á sögu- Há'ð sögunni, 'óg tók ,það 'skýrtí. frám;. IÞgtta kallár þióðmínia- vörðtir að 'legg-ja •- ..einhæfáh ' sagnfræðilegan inælikvarðá“ s feikritið og: vítaverða tilrauri iil að 'villa fvrir almennirigi1 :neð-því að dæma sjónleik sem agnfræðh Varla getur það kallast virðing fvrir heimild- um og staðreyndum, að hag- æða þeim á þennan hátt. Og sé það ,,ósæm:.leg“ gagn- ’ýni, að bera leikritið og sóg- una saman sem tvö sjálfstæð, e.n þó að uppruna til tengcl verk. — er það þá ekki einnlg ..ósæmilegt" að heiðra minii- ingu sögupersónunnar, Jóns Ara'onar, með sýningu á leik- 1 ritinu Jón biskuo Arason. og I | tengia leikritið þannig, beint j og óbeint, ekki aðeins sögúnni, heldur og sannfræði sögunnar, í hugskoti áhorfenda? Er það ekki að villa fyrir áheyrend- þáj um? Ef forráðamennirnir hafa hins vegar ætlazt til þess. að leikhússgestum kærai Jón biskup sögunnar alr.’rei í hug, meðan þeir horfðu á leikritið, eða ef þeir hafa alls ekki valið þetta leikrit til sýningar við öetta tækifæri vegna tengsla jeess við söguna, heldur aðeins ur I nem hvert annað leikrit, alger- !ega ótengt sögunni, og sem engum var heimilt að tengja henni með samanburði sam- nefndra persóna, hvers vegna varð þá þetta leikrit fyrir val- inu? Hvers vegna var þá ekki efnt til hátíðarsýningar á „Pabba“ og Alfreð látinn bera nafn sögubiskupsins þetta kvöld? Fyrst leikritið var ekki tengdara minningu sögubisk- upsins en svo, að það er ósærrii- leg gagnrýni að gera nokkurn ramanburð á persónunum, þá hefði minningu hans á engan hátt verið misboðnara með því. Nei, hið sanna í málinu er það, að þjóðminjavörður hlýt- j ur að vita betur en hann lætur ' í þessari grein. Hann hlýtur að vita, að ég dæmdi leikritið ekki sem sagnfræði. ekki einu , sinni sem sagnfræðilegt leik- rit, heldur tók það fram að , leikritið ætti lítið skylt við legum atburðum. Skömmu að- sggU jóns Arasonar og vrði bví ur telur hann það ósæmilegt og dilettantisma, ef einhver leyfir sér að ræða meðferð höf- undar á cem má. sögunni! Skilji hver Hvergi í leikgagnrýni minni er á það minnzt einu orði, að ég álíti, að höfundur hafi ætlað cér að skrifa leikrit, er þræddi ,.sögu“ Jóns Arasonar. Hvergi er heldur á það m;nnzt. að ég úlíti, að honum hafi borið ein- hver skylda til að gera það, enda þótt hann hafi tengt leik- ritið scgunni með því að gefa persónum þess nöfn söguper- rónanna. Hvergi er á það minnzt, að ég álíti þá galla. rem ég tel á leikritinu, í .bví fólgna að höfundur þræði ekki atburðarás sögunnai*. Hins veg- ar levfði ég mér að gera sam- nnburð á leikritinu um Jón biskup Arason og sögunni um Jón Arason ei'ns og hún hefur geymzt í meðvitund hefur geymst í meðvitund þjóðarinnar, sem tveim sjálf- stæðum listaverkum, er hvor- jgt væru sannfræðileg, enda þótt sömu sögulegu atburðirnir Væru notaðir sem uppistaða beggja. En einnig gagnrýndi ég leikritið sem leikrit, sem sjálfstætt verk og algerlega ó- heldur baiar i‘2.;deké?frbe,r. Félagskomit'ög aðrir.,ýelu.nnárar sóknaíjnn ' av, sem villdu vinsamlegast látá 'eitthváð áí héncíi rákha, ,gjöri" s\’o 'veí áð hririgjá' í 'þe'ssi núnieir: r929j'"'2?5B, 2321, 5688, 4793 og 5693. Bazarnefndin. ekki dæmt sem slíkt, — enda þótt það útilokaði að sjálfsögðu ekki á neinn hátt að leggja mætti listrænan mælikvarða á hvorttveggja; með öðrum orð- , um, bera saman hina listrænu persónusköpun á leikritinu' og sögunni, — þar eð rætur beggja listaverkanna eru hinar römu. Hann veit það líka að listrænn samanburður á ekk- j ert skylt við sagníræðilegan ramanburð, — og hann veit ó'-ur.n vel. að ég gagnrýndi leikritið fyrst o<? fremst sem riáifstætt listaverk. Grein ^ans er því ekki annað en lúa- leg tilraun til að vi’la fyrir al- j menningi með rangfærslum, ' blekkingum og lævísum ósann- indum og koma því inn hjá les- endum, a ðgganrýni mín hafi ’ erið bvcrgð á röngum forsend- :im og því lítið mark á henni lekandi. Er slík baráttuaðferð góðum dreng ósamboðin. enda nærtækari þeim. sem fylla hóp 'æirra. er gera öðrum getsakir, nf þeir trevsta sér ekki t’l ?.ð knma á þá beinu lagi. Af líkuin rótum er og sú tilraun að gera dóma okkar Sigurðar tor- tryggilega með því að skjóta sér í skjól ummæla erlendra (Frh. á 7. síðu.) í Bsnkasfræfi 7. (Áður Verzlunin Málarinn). Síi Ekkert mjóikurleysi, ef þér eigið pakka af nýmjólkurduffi Fæst í flestum matvöruverzlunum. AuglýsiS í Alþýðublaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.