Alþýðublaðið - 04.07.1951, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 04.07.1951, Qupperneq 5
Miðvikudagur 4. júlí 1951 ALÞÝÐUBLAÐIÐ NIUNDA LANDSÞINGI KVENFELAGASAMBANDS ÍS- LANDS er nýlokið. Það var haldið í Reykjavík 25.—29. júní »g sótt af 39 fulltrúum kvenfélagasambanda víðs vegar að af landinu. Eru nú í Kvenfélagasambandi íslands samtals 190 kvenfélög með um 11 000 meðlimi. Hér fara á eftir nokkrar af ályktunum þingsins: UM HEIMILISIÐNAÐARMÁL. 9. landsþing Kvenfélagasam bands íslands Iýsir yfir trú sinni á, að þróun heimilisiðn- aðarmálanna og skipulagning þeirra sé nú komin á góðan rekspöl og fagnar því, sem nú hefur gerzt í þeim málum og en að gerazt. Jafnframt lætur .þingið í ljós það álit sitt, að Kvenfélagasambandi íslands foeri að fylgjast með gengi þessara mála og gera sitt til að þessari nýbyrjuðu starfsemi megi farnast sem bezt. 9. landssamband Kvenfékga- sambands íslands lítur svo á, a) að með leiðbeiningastarf- semi um framleiðslu heimilis- iðnaðar, sem nú er að hefjast í sambandi við væntanlega út- sölu Heimilisiðnaðarfélags ís- lands og Ferðaskrifstofu ríkis- ins sé stórt spor stigið í rétta átt og fyrsta skilyrðinu um aukinn og bættan heimilis- iðnað fullnægt, b) að fagna beri góðum undirtektum Gefjunnar um vinnslu fyrir heimilisiðnaðinn. c) að nauðsyn beri til að koma á sararæmingu eftir- spurnar og framleiðslu heim- ilisiðnaðar og vonar, að það takist í sambandi við væntan- lega útsölu, leiðbeiningarstarf- semi og vörumat, d) að áherzlu beri að leggja á, að heimilisiðnaðarframleið- endum verði gert sem léttast fyrir með útveganir vefstóla, spunavéla, rokka og prjóna- véla. e) að stefna beri að því að gera íslenzkan heimilisiðnað sem fjölbreyttastan, en nota þó að öðru jöfnu sem mest inn- lend hráefni, svo sem ull, skinn, foirki og leir, f) að nauðsynlegt sé þó að koma tvistinnflutningi aftur í fast horf og láta það ekki aftra sér, þótt fyrsta pöntunin reyn- ist dýr. Vilja fólks til að' nota tvistinn má ekki vísa á bug. g) að því megi treysta að með vaxandi starfi í þágu heimilisiðnaðarins, skipulagn- ingu hans og útbreiðslu, muni hann vinna sér vaxandi álit og stuðning ríkisvaldsins. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands beini þeirri á- skorun til fræðslumálastjórn- arinnar, að reglugerðir fyrir verknámsdeildir gagnfræða- skólans verði við það miðaðar, að þar veitist ung’ingum fjöl- breytt kennsla í heimilisiðnaði, enda sé kennsla við það miðuð, að hver nemandi fái þar starfs svið í samræmi við hæfileika sína, umhverfi og aðrar kring- umstæður. Þegar að því kemur, að skipulögð verði verknáms- kennsla í gagnfræðaskólum landsins er það eindregin ósk Kvenfélagasambands íslands, að hæfar konur taki þátt í skipulagningu vlerknámsins í skólum þessum og skipuð verði kona sem námsstjóri fyrir verk legt nám ungu stúlknanna. UM HEILBRIGISMÁL. 9. landsþing Kvenfélagasam- foands íslands skorar á heil- brigðisstjórn landsins að hún beiti sér alveg sérstaklega fyr- ir því, að sjúkrahús þau, sem hálfbyggð eru eða nærri full- gerð, verði tekin í notkun hið allra fyrsta. Ennfremur telur Kvenfélagasamband ís’ands mjög aðkallandi, að hafizt verði sem fyrst handa um bvggingu við Landsspíta’ann, sém fyrir- huguð hefur verið, og þar sem líkur eru til að ríkisstjórnin mundi geta fengið barnaspít- ! alasjóð Hringsins til þessarar byggingar, ef þar yrði komið upp fullkominni barnadeild, þá telur Kvenfélagasamband ís- j lands mjög æski’egt, að svo verði gert og væntir, að það yrði til þess að flýta íyrir nauðsynlegri aukningu Lands- spítalans. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands beinir þeim ein- dregnu tilmælum til heilbrigð- isstjórnarinnar að hraðað verði, sem mest má, að fullgera hið ábyrjaða fávitahæli og vinna að aukinni hælisvist fyrir geð- veikissjúklinga, en þessi mál eru í hinu mesta öngþveiti í landinu og í flestum tilfellum óverjandi að hafa geðveikt fólk og fávita í gæzlu heim- ila. 9. landsþing Kvenfélagasam- band íslands lítur svo á, að með núverandi nothæfum lyfj- um og nokkrum átökum í þessu efni, sé tiltölulega auð- velt að útrýma lús með öllu hér á landi, og yrði íslenzka þjóðin þá öndvegisþjóð í þeim efnum. Beinir þingið þeim til- mælum til landlæknis, að hann skipuleggi sérstaklega störf héraðslækna, ljósmæðra og hjúkrunarkvenna í þá átt að gera markvissa tilraun til þess að útrýma lús með öllu úr landinu á næsta hausti. UM ÁFENGISMÁL. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands Islands skorar á ríkis- stjórn og bæjarfélög: a) að koma upp vinnuhæli sem allra fyrst fyrir áfengis- sjúklinga, jafnt konur sem karla. b) að þegar í stað sé komið upp hjálparstöðvum fyrir á- fengissjúklinga, þar sem þörf krefur. c) að þeirri skipan verði komið á, að lögreglan njóti aðstoðar konu við móttöku og aðhlynningu kvenfanga í fanga húsum ríkisins. AÐRAR TILLÖGUR. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands beinir þeim til- mælum til kvenfélaga um land allt, að þau beiti sér fyrir því, að í húsmæðraskólunum fari árlega fram námskeið fyrir hús mæður t. d. á haustin, áður en skóli hefst eða á vorin að skóla loknusn. Ennfremur að húsmæðrum sé gefinn. kostur á að dveljast nokkra. daga eða allt að því BÁRNARUM S V s s s s s s s S Húsgagnaverzlun S S s s s Sundurdregnu barna- S rúmín margeftirspurðu S eru nú komin aftur. Enn) fremur: Rimlarúm og £ barnakojur. ^ S GuSmuncIar Guðmundss. S Laugav. 166. Sími 81055. S S vikutíma í húsmæðraskólunum á þeim tíma sem þeir eru að starfa, á þeim tíma, sem skóla- ráð og skólastjóri telur heppi- legast og fái þær að fylgjast. með í öllu skólastarfinu. 9. landsþing Kvenfé’agasam- bands Islands beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkis- stjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir því, að frumvarp Rann- veigar Þorsteinsdóttur um hjálparstúlkur til heimila nái fram að ganga á næsta alþingi. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands skorar á ríkis- stjórn Islands að beita sér fyr- ir því á næsta alþingi, að fé verði veitt í fjárlögum ti! þess að setja á stofn og reka vinnu- hæli, þar sem vistuð verði börn og ungmenni, sem framið hafa lögfcrot eða eru á annan hátt á glapstigum, svo sem gert er ráð fyrir í 37. gr. laga um vernd barna og ungmenna. Vill þingið í þessu sambandi sérstaklega benda á skýrslu barnaverndarnefndar Reykja- víkur fyrir árið 1950, en" þar kemur ljóslega fram, hversu brýn þörf er fyrir slíka stofnun. Vegna aukinna samskipta ís- lendinga við aðrar þjóðir og setu erlends herliðs í landinu um óákveðinn tíma, beinir 9. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands þeirri áskorun til þjóðarinnar: a) að standa traustan vörð um tungu, sögu og bókmenntir þjóðarinnar, svo og önnur þjóð leg verðmæti. b) að vinna að því af fremsta megni að meðal æskulýðs vakni sá heilbrigði metnaður, að telja sér vansæmd að hvers konar óþörfum samskiptum við hið erlenda setulið. c) að gæta sjálfsvirðingar og stillingar í öllum óhjákvæmi- legum viðskiptum við setulið- ið. Ennfremur beinir þingið þeirri áskorun til ríkisstjórnar- innar, að hún hefji nú þegar raunhæfar ráðstafanir til auk- innar barna- og unglingavernd ar. 9. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands haldið í Reykja- vík dagana 25.-29. júní 1951 beinir þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar að hefja nú þeg- ar aðgerðir til lækkunar dýr- tíðar í landinu, sem orðin er alveg óþolandi. TILLÖGUR VARÐANDI ÍS- LENZKA BÚNINGINN. 9. landsþing, Kvenfélagasam- bands íslands korar á ungar íslenzkar konur að taka upp þjóðbúninginn sem hátíða- og sparibúning. 9. landsþing Kvenfé’agasam- bands íslands telur það mjög miður farið, að kennsla í haldíringu hefur fallið niður í húsmæðraskólum landsins. sem hefur aftur þær afleið’ngar að hinir fögru íslenzku þjóðbún- ingar, faldbúningurinn og upp- hluturinn leggjast niður. Þingið ' skorar því á hús- mæðraskó’ana að taka upp kennslu í baldiríngu vegna þjóðbúnings okkar, en það er þjóðarmetnaður að halda hon- , um við, 9. landsþing Kvenfé’agasam- bands íslands skorar á skóla- 'stjóra og kennara í framhalds- skólum: | 1) að innræta skólaæskunni jvirðingu fyrir þjóðbúningi ís- jlenzkra kvenna og 2) að sporna gegn því að hann sé notaður af ungum Nr. 27/1951. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð- á benzíni og olíum: 1. Benzín ..................... pr. líter kr. . 1,54 2. Ljósaolía ................ •— tonn — 1135.00 3. Hráolía ..................... — líter 661Ú eyrir Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við af- hendingu frá ,,tank“ í Reykjavík eða annarri innflutn- ingshöfn, en Ijósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn. Sé hráolía og fcænzín afhent í tunnum, má verðið vera 2Ví eyri hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærri hver líter af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykja- vík. í Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, Patreksfirði, ísafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, -Húsa- vík, Þórshöfn, Norðfirði, Eskifriði, Reyðarfirði og ¥est- mannaeyjum má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá einhverjum framangreintira stað.a, má bæta einum eyri. pr. líter víð grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km.. sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengdar eða meira. Á eðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt framansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera 3VÓ eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu AVz eyri pr. líter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. Sé um landflutning að ræða frá birgðastöð, má bæta við verðið 1 eyri pr. líter fyrir hverja 15 km. Heimilt er einnig að reikna IV2 eyri pr. lítra fyrir heimkeyrslu, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrar notkunar í landi. í Hafnarfirði skal verðið á Ijósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70,00 hærra pr. tonn, ef 'olían er ekki flutt beint frá útlöndum. - * Söluskattur á benzíni og Ijósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 4. júlí 1951. Reykjavík, 3. júlí 1951. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. Hýr sfiórnmÉlaflokkur hefur sfofnaður Krlpalani, formaðtir fíokksins, var sterknr fyfgismaður Gandhis. --------------------------- FRÉTTIR FRÁ INDLANDI HERMA, að þar sé búið að stofna nýjan stjórnmálaflokk, sem er í andstöðu vi’ð flokk' Nehrus, núverandi forsætisráðherra Indlands, en flokkur hans hefur farið með stjórn síðan viðskilnaðurinn við Bretland átti sér stáð fyrir nærri fjórum árum. Benda þessar fregnir til l>ess, að Indverjar seu að yfirgefa eins flokks kerfið og taka' íipp tveggja f'okka kerfi, er hinn vestræni heimur kannast »etur við, og losna sömuleiðis undan algerri umsjá flokks Nehrus. Hinn nýi flokkur, sem nefn- ist Þjóðflokkurinn, hefur þegar mikið fvlgi. Stofnendur hans eru úr öl!um héruðum Ind- lands. Formað’ur floksins er J. B. Kripalani, sem var í fram- boði í formannssæti Nehru- stúlkum í öðru skyni en því að auka honum veg og virðingu. flokksins, en náði ekki kosn- ingu. Kripalani er sterkur fylg- ismaður stefnu Gandhis; en vegna þessarar stefnu hefur flokknum ekki algerlega tekizt að losna við sjálfstæðishreyf- inguna, sem hafði á steínuskrá sinni „Indland fyrst“ og á enn þá sterk ítök í þjóðinni, þó aS Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.