Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublaðinu. , Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906 A I þ ý ð u b I a ð i ð Fimmtudagur 12. júlí 1951. Börn og unglingar, Komið og seljið 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Al'lir vilja kaupa Alþýðublaðið M B 5 i©ca Caðalisii 5 ára sundmaður EIfiniaI©ikur Eöyreglynnar vi Fór í gaer \ fyrsfu för sína til Grænlands | I með leiðangursmenn dr. Lauge Koch. j| NÝ FAKÞEGAVÉL bættist í gær í íslenzka flugriotann. Er það hin nýja Catalínaflugvél Loítleiða, scm nefnd hefur verið ,.Dynjandi“ og fór í gær í fyrstu för sína til Grænlands með íeiðangursmenn Dr. Lauge Koch. Flugvd in hefur sæti fyrir 20 farbega. 17 sfiga hili á Ak- ureyri í gær í GÆR VAR MESTUR HITI á Akureyri. Þar komst hitinn úpp í 17 stig. Á Hæli í Hrepp- um var 16 stiga hiti og 15 stig voru á Fagurhólsmýri og á Kirkjubæjarhlaustri, en í Reykjavík varð hitinn mestur 13 stig. Sfúlka siérslasaðisi, er hár hennar fesfisf í véi ÞAÐ SLYS vildi til í Kassa- gérðinni á mánudaginn, að stúlka festi hár sitt í vél í verk smiðjunni með þeim afleiðing- um að hár og húð reif af höfð- inu á stórum bletti. Stúlkan heitir Svava Þórðar- dóttir, og var hún að sópa kring um vél, sem límir pappakassa saman. Mun stúlkan hafa lotið við vélina en hárið festist í vél inni og vafðist um öxul, þannig að vélin sleit á svipstundu hár og húð af höfði stúlkunnar. Var Svava þegar flutt í sjúkrahús, og þar gert að sárum hennar. Sfjornarskipfi í að- sigi á FrakMandi Henri QueuiIIe hef- ur beðizt Iausnar. HENRI QUEUILLE, forsætis raðherra Frakka, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í fyrrakvöCd, er hin nýkosna ueðri deild franska þingsins hafði kosi'ð sér forseta; en það var enn einu sinni Edouard Herriot, hinn aldni foringi rót- ræka floksins. Vineent Auriol Frakkaforseti liefur þegar hafið viðræður við þingflokkana um stjórnarmynd un, og eru ýmsir tilnefndir, sem líklegir þykja til stjórnar- forustu. Sumir telja, að það múni verða jafnaðarmaðurinn Jules Moch, sem verið hefur Jandvarnamálaráðherra, en aðr ♦ ,,Dynjanda“ var upphaflega ætlað að annast björguner- og gæzlustörf á vegum banda- ríska f otans og þess vegna var j vé'in sérstaklega styrkt til þess að geta lent í úfnari sjó en ' eldri gerðir flugvéla af þess- ar; teguhd, en þegar Loftleiðir keyptu vélina var ekki búið að fljúga henni nema 650 klst. Vélin var í eigu Aero Corpor- ation í Atlanta í Bandaríkjun- um þegar Loftleiðir keyptu hana 17. márz s. 1., og var hún fengin í skiptum fyrir Grumm an flugvél. Skömmu síðar fór Jóhannes Markússon flugstjóri til Banda ríkjanna til þess að sækja flug vélina og voru honum til að- stoðar þeir Smári Karlsson flugstjóri, Halldór Guðmunds- son vélamaður og Ólafur Jóns- son loftskeytamaður. Heim til Islands komu þeir 16. maí og höfðu þá flogið síðasta spölinn frá Goose Bay til Reykjavíkur í einum áfanga á 10 klst. Strax eftir að vélin kom hingað var hafizt handa um að gera hana að farþegavél, en byssustæði, skotturna og ann- að þurfti að fjarlægja, en breyta öðru og bæta margt. Unnið var af kappi við vélina og var keppt að því marki að verkinu yrði lokið áður en á vélinni þyrfti að halda vegna Grænlandsflugsins. Fram- kvæmd breytinga á rafmagns- kerfi annaðist Jón Guðmunds- son rafvirkjameistari, loft- skeytakerfið endurbætti Ólaf- ur Jónsson yfirloftskeytamað- ur Loftleiða, stólar voru fengn ir frá Stálhúsgögnum, en aðr- ar breytingar voru framkvæmd er í viðgerðarverkstæði Loft- leiða. undir stjórn Halldórs Sigurjónssonar, sem veitir við- gerðarverkstæðinu forstöðu. Vélin getur nú flutt 20 far- þega. Einkennisstafir hennar eru TF—RVR. Flugvélinni var gefið nafnið „Dynjandi" eftir hinu tígulega vatnsfalli í Arn- arfirði á Vestfjörðum. „Dynjandi“ fór í gærkveldi í fyrstu för sína eftir breytingu þá, sem á honum hefur verið gerð, og flutti hann leið- angursmenn Dr. Lauge Koch til Ellaeyjar á Grænlandi, en þangað er um 5 klst. flug héð- an. Flugstjóri í þessari fyrstu för „Dynjanda“ var Smári Karlsson. já skopiep bræður í gæ Bræðuroir tóku dráttarvél yið' Þjóöleik- húsið og einnig mótorhjól Icgreglunnar. -----------------------♦_-------- VEGFARENDUR Á HVERFISGÖTU hlutu ókeypis skemmtun í gær fyrir framan þjóðleikhúsi'Ö, er lögreglan og þrír spaugilegir náungar þreyttu þar eltingaleik. Um fimm- leytið í gær komu þrír félagar, all einkennilegir út its, að þjóðleikhúsinu og tóku Farmal- dráttarvél, er þar stóð, og óku henni upp Hvcrfisgötu. Virtust þeir ekki hafa fullt vald á dráttarvélinni og óku mjög í hlykkjum. EINN af þeim yngstu, sem lokið hafa ' 200 metra sund- keppninni, er Nikulás F. Magn- ússon, Bergþórug. .14 A, 5 ára gamall. Hann þreytti sundið 9. þ. m. í Sundhöll Reykjavíkur, og að því loknu synti hann langsum yfir dýpri hluta laug- arinnar og lét skrá sig. Að því loknu stakk hann sér aftur til sunds. Geri aðrir betur. Elzta sundkonan fær ísskáp - sú yngsta 50 doilara FORSTJÓRI RAFA í Hafn- arfirði, Axel Kristjánsson til- kynnti landsnefnd samnorrænu sunndkeppninnar í gær, að stjórn raftækjaverksmiðjunnar hefði ákveðið á fundi sínum 10. þ. m. að gefa elztu konunni, sem þátt hefði tekið í sund- keppninni ísskáp. Þegar þetta var ákveðið af verksmiðjustjórninni var stadd ur á fundinum Árni Helgason ræðismaður, og tilkynnti hann, að hann gæfi yngztu sundkon- unni í keppninni 50 dollara. Um þessi verðlaun og önnur verðlaun í keppninni verður ekki tilkynnt fyrr en 1. okóber í haust. 100 bréfdúfur send- ar út um heim á f 00 ára afmæli Reulers ir nefna Maurice Petsche fjár- málaráðhera, sem er utan flokka, en hefur átt sæti í stjórn lýðræðisflokkanna und- anfarið. FRÉTTASTOFA REUTERS hélt upp á l00 ára afmæli sitt í London í gær. í tilefni af því var 100 bréfdúfum sleppt af þaki Rautersbyggingarinnar og fluttu þær með sér boðskap víðsvegar út um heim. í gærkveldi var haldið mikið hóf í tilefni af 100 ára af- mælinu og var Attlee forsætis ráðherra Breta einn af ræðu- mönnum þar,. Rétt í því kom'u umferðalög- regluþjónar þeysandi á mótor hjóli. Þeir félagarnir stukku af dráttarvélinni er þeir sáu lög- regluna koma og hlupu á bak við þjóðleikhúsið, en lögreglu- þjónarnir eltu þá langstigir mjög. Þeim félögum tókst að leika á lögregluna og komust tveir þeirra á mótorhjólið. Hlupu þeir samt af mótorhjólinu og hlaup- in hófust á ný. Blaðið hefur ekki fengið upp lýsingar um hverjir hinir þrír eru er þreyttu leikinn við lög- regluna en mannfjöldinn er hafði safnast við þjóðleikhúsið virtist hafa samúð með lög- brjótunum og kölluðu sumir: „Flýtið ykkur Gísli, Eiríkur, Helgi.“ Miklar bollaleggingar voru um það meðal áhorfenda hverj ir þetta voru og þóttust margir kannast við kunningja sína. Flestir sögðu að þeir væru úr strætinu. Einn þeirra var í duggarapeysu innan undir snjáð um jakkafötum, sem litu út eins og hann hefði ekki farið úr þeim í marga mánuði. Buxurn- ar voru girtar ofan í sokkana, en um kraga duggarapeysunn- ar var brugðið glansandi Trölla fossbindi, sem stakk mjög í stúf við klæðnað mannsins. Einn þeirra félaga var hár og grann- ur og hafði langt skegg á efri- vör. Hann virtist hafa gert til- raun til að líta hátíðlega út, því hann var í dökkum jakkafötum frá gamalli tízku. Hann var með háan stífan flibba og vandlega hnýtta slaufu, en glöggt mátti sjá, að maðurinn var í engri skyrtu. Hinn þriðji var ekki ó- svipað klæddur og félagar hans. Er menn tóku eftir kvik- myndatökumönnunum, er beindu ljósmyndavélum sínum sífellt að eltingaleiknum vissu vegfarendur að þetta var leik- ur. Það upplýstist, að það, sem þarna fór fram var kvikmynda taka á gamanleiknum „Bakka bræður“, er Loftur Guðmunds son hefur samið. Óskar Gísla- son var þarna að kivkmynda hluta úr myndinni og þarf ekki að efast um vinsældir myndar- innar, ef fólkið skemmtir sér eins vel á kvikmyndasýning- unni og það gerði við þjóðleik- húsið í gær. Skemmtilegt atvik kom þarna fyrir sem vakti mikinn hlátur áhorfenda: Gamall maður, sennilega sjóndapur, gekk til þeirra Bakkaþræðra og heils- aði upp á þá. Gamli maðurinn hélt vist að þarna væru komn- ir kunningjar úr sveitinni. Lögregluþjónn, sem þarna var til eftirlits, sagði að Bakka- bræður hefðu ekki ekið dráttar vélinni verr en margur gerir hér í Reykjavík og var á hon- um að skilja, að þeir bræður myndu vist vera fleiri en þeir Gísli Eiríkur og Helgi, ef ráða mætti af akstri sumra hér í bæ. Minningaraihöfn á Akureyri j VARÐSKIPIÐ Ægir lagðisí að bryggju á Akureyri klukkara 14 á þriðjudaginn með íþrótta- fólkið frá Akureyri og lík tveggja félaga þess, er fórust f slysinu við ísafjörð, þeirra Kristjáns Kristjánssonar og Þórarins Jónssonar. Mikill fjöldi fólks mætti át bryggjunni, og fánar blöktu i hálfa stöng um gervallan bæ- inn. Sölubúðum var lokað með an móttakan fór frem. Er skip- ið lagðist upp að, söng Karla- kór Akureyrar „Hærra, minrj guð, til þín.“ Fólk úr íþróttafé- lögunum stóð heiðursvörð og fylgdi kistunum undir sorgar- fánum til kirkju. Auk aðstand- enda og fleiri. í kirkjunni fór fram minning arathöfn. Vígslubiskup, Friðrik J.^Rafnar. flutti bæn og minn- ingarræðu. en karlakórar bæj- arins önnuðust sönginn. HAFE. --------------------- Tvær flugvélar Lofí- leiða fóru lil Græn- lands í gærkvöidi HINGAÐ KOM í GÆR laust fyrir kl 5 leiguflugvél Loft- leiða h.f. frá Kaupmannahöfn og flutti um 60 farþega. Meðai þeirra voru um 40 leiðangurs- menn dr. Lauge Koch, og um níuleytið í gærkvöldi lögðu tvær Catalínaflugvélar frá Loft leiðum af stað til Grænlands með fyrstu leiðangursmennina af 100, sem gert er ráð fyrir að Loftleiðir flytji til Ellaeyjar í sumar. Meðal farþega með leiguflug- vélinni var enn fremur dr. Paul Emile Victor, sem einnig er á leið til Grænlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.