Alþýðublaðið - 21.07.1951, Page 1

Alþýðublaðið - 21.07.1951, Page 1
Veðurútlit: Hæg breyti'eg átt; skýjað, en víðast úrkomulaust. Ferustugrein: 1 = Vinstri orð en íhaldsverk. XXXII. árgangur. Laugardagur 21. júlí 1951. «5P 163. tbl. Frjálsíþróítamólið í gærkveldi: seffi met s grisi esfirnir mm 5 m Truman Bandaríkjaforseti og Dean Acheron utanríkisráðherra ræðast við. Dean Acheson se^Sr: 0 r i»*B m pjöitriiar veroa ao hafa her í Kóreu fyrsf m sinn ------:—-0»------— Geta ekki farið með her sinn baðan fyrr en varanlegur friður er tryggður. --------------------»■ ------ DEAN ACHESON, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær á blaðamannafundi, að sameinuðu þjoðirnar yrðu að hafa lierlið í Kóreu þar til komið væri á öruggum fri'ði. Sagði hann, að sameinuðu þjóðirnar myndu ekki iáta það lcoma fyrir aftur, að treysta á hlutleysis- og friðarloforð kommúnista. | Fríðarréðstefna við Japan í september BANDARIKJASTJORN hef j ur boðið þeim bjóðum, er áttu í stríði við Japan í síðustu heimsstyrjöld, til ráðstefnu, er j haldin verður í San Fransisco , 4. september. Á ráðstefnunni J verða ræddir friðarsamning- I arnir við Japan. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa þegar komið sér saman um friðarskilmálana í aðal- I dráttum og hefur ríkisstjórn- ' um þeim, er boðið er til þátt- . töku í ráðstefnunni, verið sent afrit af uppkasti friðarsamn- inganna. Að því er talsmaður Banda- ríkjastjórnar hefur látið uppi, er í uppkasti friðarsamning- anna gert ráð fyrir að Japanir verði látnir greiða skaðabætur vegna styrjaldartjóns, en samt verði tekið tillit til þess að greiðslur Japana verði ekki meiri en hagkerfi landsins fái undir risið. (Frh. á 7. síðu.) Finnbjörn og Asmundur sigruðu Hauk og Hörð í undanrás 100 m. Minnti hann í því sambandi á hvernig kommúnistar hefðu misnotað aðstöðu sína í Kóreu og ráðizt inn í Suður-Kóreu skömmu eftir að Bandaríkja- menn hefðu flutt allan sinn herafla á brott þaðan. Hann gat þess jafnframt að þetta at- riði myndi ekki rætt á vopna- hlésráðstefnunni, þar sem það væri stjórnmálalegs eðlis. Undirbúningsfundinum í Kaesohg til viðræðna um vopnahlé var frestað í gær sökum fárviðris, er hindraði fulltrúana að sækja fundinn. Síðdegis í gær bárust þær fregnir að hlaup hefði komið í Imjinfljótið og eyðilagt allar brýr og eru vegir einnig ófær- ir. Talsmaður sameinuðu þjóð- anna lét þess getið við frétta- menn í gær að deilumál undir- búningsfundarins væri þess eðlis, að ekki þyrfti lengi að deila um það. Búast menn því við að fundinum í Kaesong muni fljótt ljúka og fulltrúarn ir koma saman á ný. Viihjáfmur krón- prins láfinn VILHJALMUUR krónprins, elzti sonur Vilhjálms annars Þýzkalandskeisara, lézt í gær 69 ára að aldri í Hohenzoller- ÍWll. , ... . . Mófið heldur áfram klukkan 2.30 í dag .........................♦ ÖRN CLAUSEN setti nýtt glæsilegt fslandsmet í 110 méíra grindahlaupinu á íþróttamótinu í gærkvöldi, hljóp á 14,8 sek. Amerísku íþróttamennirnir báru sigur af hólmi í fimm íþróttargeinum af sex, sem þeir kepptu í, og McKenley og Bryan fara í úrsiit 100 metra hlaupsins, sem eru í dag. Skúli Guðmundsson var eini ísl’endingurinn, sem sigraði í einvígi við Bandaríkjamennina. Gaylord Bryan tapaði fyrir honum í há- stökkinu eftir mjög tvísýna og skemmtilega keppni. ÁbduHah, konungur Trans- Jordan, myrfur í Jerúsalem .- ■ ■ Tilræöismaðurinn, sem var Arabi, var skotinn af Iífverði konungs samstundis -------»_------ ABDULLAH IBN HUSSEIN, konungur Trans-Jórdan, var myrtur í gærmorgun, er hann gekk til bænahúss Múhameðs- trúarmanna í Jerúsalem. Morðinginn skaut hann til bana, er hann var í þann veginn að ganga í bænahúsíð, en lífvörður konungsins skaut morðingjann samstundis. Morðinginn er sagður hafa verið Arabi, en ekki voru í fréttinni neinar tilgátur um á- stæðuna fyrir morði konungs- ins. Stjórn Trans-Jórdan hefur lýst yfir ,,hættuástandi“ í land inu, og hefur yngri sonur Ab- dullah tekið við völdum í fjar- veru eldri sonarins, sem nú dvelur í Evrópu sér til heilsu- bótar. Abdullah var 68 ára gam- all. Faðir hans var Hussein Ibn Ali emir, sem veitti Ara- biu-Lawrencé lið á móti Tyrkj um í fyrri heimsstyrjöld. Fyrir styrjaldaraðstoð Hussein-fjöl- skyldunnar gerðu Englending- ar hann að yfirmanni landsins og þegar Trans-Jórdan fékk sjálfstæði árið 1946, var Ab- dullah krýndur til konungs í landinu. . ^____ Abdullah konungur. Ásamt Ibn Saud í Arabíu var Abdullah talinn valdamesti maður í Arabaríkjunum. Tak- mark hans var að sameina Ar- abaríkin, Sýrland, Libanon og Palestínu í eitt voldugt Araba- ríki. ........ ■___u___ Robert Chambers vann 800 metra hlaupið, þrátt fyrir mjög glæsilega frammistöðu Guðmundar Lárussonar, Her- bert McKenley 200 metra hlaupið, Gaylord Bryan lang- stökkið, Franklin Held spjót- kastið og Charles Capozzoli 3000 metra hlaupið. Afrek voru yfirleitt lakari á fyrri hluta mótsins í gær en búizt hafði verið við og íslendingarnir ollu áhorfendum yfirleitt vonbrigð um, nema Örn Clausen, Skúli Guðmundsson og Guðmundur Lárusson. HÖRÐUR OG HAUKUR KOMUST EKKI í ÚRSLIT Undanrás 100 metra hlaupsins varð ærið söguleg. því að Hörður Haraldsson og Haukur Clausen, sem kepptu í þessari grein fyrir Island í Osló, komust livorugur í úrslit. Ásmundur Bjarnason vann Hauk Clausen í fyrri ri'ðli hlaupsins, og í seinni riðlinum endurtók sagan sig. Þar vann Finnbjörn Þor- valdsson Hörð Haraldsson, sigurvegarann frá Osló, sem titlaður hefur verið undan- farið „bezti spretthlaupari Norðurlanda“. Keppnin í undanrás 100 metra hlaupsins var skemmti- legasti viðburðurinn á íþrótta- vellinum í gærkvöldi og sá langsögulegasti. Gaylord Bry- an vann fyrri riðilinn á 10,8, Ásmundur Bljarnason varð annar á 10,9 og Haukur Clau- sen þriðji á 11,1. McKenley vann síðari riðilinn á 10,7, Finnbjörn Þorvaldsson varð annar á 10,9 og Hörður Har- aldsson þriðji á 10,9. Til úr- slita í þessari grein í dag keppa því Bryan, McKenley, Ás- mundur og Finnbjörn. Haukur og Hörður mættu hvorugur til leiks í 200 metra hlaupinu eft- ir ósigurinn í undanrás 100 metra hlaupsins. Úrslit í einstökum greinum á fyrri hluta íþróttamótsins í gær urðu þessi: 110 m. grindahlaup: 1. Örn Clausen 14,8. 2. Ingi Þorsteinsson 15,5. Fyrra íslandsmet Arnar í þessari grein frá í hitt eð fyrra var 15,0 se.k Hástökk: 1. Skúli Guðmundsson 1,85. 2. Gaylord Bryan 1,85. 3. Gísli Guðmundsson 1,70. Kúluvarp: 1. Gunnar Husehy 15,92. 2. Friðrik Guðmundsson. 3. Vilhjálmur Vilmundars. 800 metra hlaup: 1. Robert Chambers 1:55,6. 2. Guðm. Lárusson 1:55,8. 3. Sig. Guðnason 1:59,8. 200 metra lilaup: 1. McKenley 21,5. 2. Ásm. Bjarnason 22,0. Lapgstökk: 1. G. Bryan 7,26. 2. Torfi Bryngeirsson 6,79. 3. Karl Ólsen 6,44. Spjótkast: 1. F. Held 64,27. 2. Þórh. Ólafsson 49,18. 3. Gunnl. Ingason 48,93. 3000 metra hlaup: 1. C. Capozzoli 8:47,8. 2. Stefán Gunnarsson 9:22,2. Elín Helgadóttir vann 100 metra hlaup kvenna og sveit KR 4X100 metra boðhlaupið. Mótið heldur aftur áfram í dag og hefst kl. 14.30. Þá verð- ur keppt í stangarstökki, kringlukasti, 100 metra hlaupi, 200 metra grindahlaupi, 400 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi, sleggjukasti, þrístökki og 1000 metra boðhlaupi, svo og í kringlukasti og 4X100 metra boðhlaupi kvenna. j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.