Alþýðublaðið - 21.07.1951, Side 5
JLaugarHagiiír 21í jnife ilftálíti,'
AiMÐUBLAWÐ i
r
Bréf úr Ámeríkuför:
SLATURHUSIN I (HICAGO
CHICACO í júní.
UPTON SINCLAIR skrifaði
1905 bók um sláturhúsm í
Chjcago. Hún var þýdd á ís-
lenzku og nefnd ,,Á Refilstig-
um“. Bókin er ófögur lýsing á
meðferð Ameríska auðvaldsins
á verkalýðnum, og lýsir hún
sérstaklega mjög vel lífi og bar
áttu dugmikils og framgjarns
verkamanns frá Evrópu, sem
kominn var í nýja heiminn til
að leita sér fjár og frama, en
lenti í sláturhúsunum í Okica-
go og vann þar um skeið, verka
mannavinnu. Bók Sinclair hafði
mikil áhrif á mig þegar hún
kom út á íslenzku og hef ég
jafnan síðan haft beig af
amerískum stóriðnaði, og þó
sérstaklega sláturhúsunum og
kjötiðnaðinum. Ég var því
næsta spentur þegar okkur fé-
lögunum var tilkynnt að næsta
dag að morgni þess 18. júní
skyldum við skoða sláturhúsin
1 Chicago eða „The Stockyards“
eins og þau eru nefnd í Ame-
ríku. En réttu nafni heitir fyrir
tækið „Swift & Company.
Swift & Co. er risafyrirtæki,
það hefur 57 sláturhús víðs-
vegar um Bandaríkin, auk
mörg hundruð smærri útibúa.
En sláturhúsin í Chicago er
aðalstofnuninn og hefur verið
vaxandi fyrirtæki í borgínni
síðan 1875. Starfslið fyrirtæk-
isins eru 75000 manns í Banda-
ríkjunum og Canada. Eigend-
urnir eru 64000, meira en helm
ingur þeirra eru konur. Engin
hluthafi á 1% af hlutafenu eða
meira.
Fyrsti vísirinn að fyrirtæk-
inu var það að 1855 fór 16 ára
gamall sveitastrákur að kaupa
nautpening af bændunum.
Hann slátraði gripunum sjálfjfr
og seldi kjötið úr rauðum
bóndavagni. Hann græddi iítið
og stundum ekkert á kjötinu en
hagnaðist um 3 doiiara á hverri
húð, sem hann seldi. „Kýrin er
meira en kjöt, pabbi eins óg þú
veist svaraði hann föður smurn
glaðklakkalega, þegar gamli
maðurinn efaðist um að kjöt-
verzlunin svaraði kostnaði.
Árið 1875 kom Sw!ft til
Chicago, þá 36 ára gamall, til
þess að kaupa nautgripi. Síð-
an hefur nafn hans verið kent
við Chicago, hann er talinn með
al stórmanna bæjarins. ..The
Stockyards liggur í suðvestur
hluta Chicagoborgar, og um
lykur borgin sláturhúsin á alla
vegi, þau hylja 58 aku- lands
Mikið af landssvæðinu eru
griparéttir, þar sem naut, svín,
og fé er geymt í á meðan bú-
peningurinn býður eftir slátr-
un. en það er sialdan lengi og
venjulega er 90% af þeim fén-
aði sem berst til slátrunar á
dag slátrað sama daginn. Grip
irnir eru seldir á fæti eftir vigt.
Bóndinn kemur þeim á vigt-
ina en sláturhúsið tekur við
þeim af vigtinni. Bóndinn fær
38 dollara fjTÍr meðal naut en
<21 dollara fyrir meðal svín.
Fénaðurinn sem slátrað er í
Chicago, kemur af landsvæði,
sem er í 480 kílómetra hring
í kringum borgina. Þegar við
komum að sláturhúsinu, lagði
á móti okkur allsterkan daun
frá nautaréttunum, en í þeim
var allmikið af nautum, sem
biðu slátrunar. Þessar réttir
eru úr timbri, og geysi margar.
Hver þeirra tekur um 20 gripi.
Verkamennirnir sem reka naut
in á milli rétta eða inn í slát-
urhúsin eru allir ríðandi. Þeir
hafa stóra og föngulega hesta,
vel búna reiðtýgjum og ágæt-
lega hirta. Nautin eru moin-
leysisleg og virðast vera gæf,
flest eru þau róleg, lyggja eða
éta stórgert hey sem þeim er
borið. Nokkur eru þó óróleg
og æða um réttina og öskra. I
Mikið er af spörfugli í rétt- !
unum, söngur þeirra myndar
samfeldan klið, sem er undir-
leikur við öskur nautanna. I
Nautin hafa frá 600 — 800!
punda fall. Þau eru flest ung. |
Við gengum góðan spöl í j
gegnum réttirnar. Hitinn var
mikill, loftið þungt og megnað
gripadaun. Eftir litla stund vor-
um við komnir á upplýs. skrif-
tofu fyrir fyrrirtækisins þar
sem okkur voru gefnar ýmsar
upplýsingar, t. d. að í dag 18.
júní, höfðu borist 14.000 naut,
12.000 svín, 700 kálfar og 1000
lömb til slátrunar. Þetta er
með minna móti. Verðlagseft-
irliti hafði verið komið á kjöt-
ið, og bændurnir eru því tregir
að selja. Það mesta sem hefur
borist á dag til slátrunar eru
50.000 naut og 30.000 svín, svo
að dagurinn í dag er frekar rír
dagur. Engum nautum er slátr-
að í dag, getum því ekki fylgzt
með því hvernig gæflyndum
dökkrauðum sléttutudda er
breytt í ágætt nautakjöt, sem
ferðast 1000 mílur frá því að
tarfurinn leggur upp í sína síð-
ustu ferð og þar til kjötið hverf
ur ofan í einhvern hinna 150
miljóna munna hvítra eða
svartra, sem „Swift & Co. sér
fyrlr gjötmeti. En það er verið
að slakta svínum. Þau eru rekin
inn í stórt hús við aftökustað-
inn, síðan eru 10—15 dýr rek-
in inn í lítinn klefa. Á klefa-
veggnum er stórt járnhjól með
sterkum járnkeðjum með
metra millibili. Hjólið snýst í
sífellu og dragast þá keðjubút-
arnir við gólfið í röð. í klefan-
um er einn maður sem sætir
lagi að slá lykkju á annan aft-
urfót einhvers hinna dauða-
dæmdu dýra og festa það þann-
ig við keðjuna á hjólinu. Þann-
ig er dýrið hafið á loft á öðrum
afturfætinum og dregið á færi-
bandi til manns sem stendur
nokkra metra frá klefanum.
Þessi maður sker með stórum
hníf á hálsæðar dýrsins öðru
megin. Þegar dýrið hefur feng
ið dauðalagið heldur það áfram
á færibandinu, hrínandi á með
an því blæðir út. Okkur er sagt
að dýrin séu drepin á þennan
hátt til þess að hjartað starfi
á meðan allt blóð rennur úr
skrokknum og á þann hátt ver-
ði afurðirnar betri og skemm-
ist síður. Ég spurði hvort naut-
in væru einnig skorin, og var
því játað. Frá sláturstaðnum
heldur skrokkurinn áfram í
heilu lagi á færibandi inn í
þvottakerfið. Þar er svínið þveg
ið og hreinsað mjög nákvæm-
lega af því allt hár, síðan þeg-
ar það er orðið hárlaust og
tandurhreint eru innyflin tek- j
in úr skrokknum. Skrokkurinn
síðan skoðaðar af dýral., stimpl
aður og aðskilinn 1 hinar ýmsu
tegundir svínakjöts. 30 mínút-
um eftir að svínið var dregið
á loft er búið að ganga frá því
að fullu. Hre:nlæti virðist vera
mikið og vinnuskilyrði góð.
Verkafólkið er vel búið, frjáls-
mannslegt og virtist kunna verk
sín vel, enda eru mannaskipti
ekki tíð, mest af starfsfólkinu
hefur unnið yfir 20 ár í slátur-
húsunum. Verkafóikið er hvítt
og svart, jöfnum höndum.
Margsháttar ‘starfsræksla fer
fram á vegum „Swift & Co.“
Til dæmis eru starfrækt mat-
reiðslunámskeið og matreiðslu-
skólar. Fvrirlestrarstarfsemi er
einnig nokkur.
Unnið er 5 daga vikunna’’ og
vinnutíminn er 40 stundir.
Stundum er unnin eftirvinna,
hún er greidd með 50%. ólagi
á dagkaupið. Þótt unnið sé á
næturna og helgiaögum er
aldrei greitt hærra en 50% á
dagkaupið. Kaupið er mismun-
andi eftir starfsgreinum. Með-
alkaup karlmanna eru 60,00
dollarar á viku. Verkafólkið er
tryggt fyrir veikindum og fær
hver verkamaður 26 dollara á
viku í 26 vikur á ári, ef hann
veikist. Menn fá þó engan
styrk fyrir smá forföll vegna
lasleika. Starfsfólkið lætur af
störfum þegar það er 65 ára,
þeir sem vilja vinna lengur
geta þó gert það. Þegar starfs-'
maður lætur af störfum sakir
elli fær hann ellilaun, úr sjóð-
um sem myndaðir hafa verið
af verkamönnunum og fvrir-
tækinu. Þannig að verkamaður-
inn leggur 1,5% af launum
sínum í sjóðinn á móti 2,5%
frá félaginu. Ellilaun eru um
100 dollarar á mánuði. Sumar-
frí er ein vika eftir árs þjón-
ustu, og 2 vikur eftir tveggja
ára þjónustu. Eftir lengri þjón
ustu eru sumarfríin 3 vikur.
Verkafólkið matast á vinnu-
staðnum og fær keyptan mat-
in þar. Matstofan er mjög rúm
góð og björt og vel hirt. Fram
reiddur er venjulegur matsölu
húsamatur, á vægu verði, góð
máltíð kostar 75 cent. Matar-
tíminn er 45 mínútur um há-
degið og tveir kaffitímar 15
mínútur. ágóði af hlutafénu
var árið 1950 0.7%. þannig líta
þá sláturhúsin í Chicago út um
46 árum eftir að Sinclair skrif-
aði sína ágætu bók um þau.
Hann sagði satt frá og eftil vill
hefur bersögli hans átt sinn
þátt í því að brevta til batnað-
Framh. á 7. síðu.
Erum nú birgir af öli og gos-
drykkjum, ýmsra tegunda,
Vinsamlegast gerið pantanir
yðar.
HJ. ÖlgerSin Egiíl
Sími 1390.
FJÓRIR ungir menn sátu
saman við borð á veitingahúsi
nokkr,u og voru við skál, þegar
að bar gamlan og tötrum
klæddan mann, sem bað þá um
nokkra aura.
Ungu mennirnir hugðust
hafa nokkra skemmtun af
gamla manninum, buðu hon-
um sæti hjá sér og veittu hon-
um vel, síðan sögðu þeir við
hann: ,.Nú skalt þú halda ræðu
fyrir okkur.“ Gamli maðurinn
tæmdi glasið og hóf síðan
ræðu sína á þessa leið:
„Iierrar mínir! Þegar ég lít
á ykkur og síðan á sjálfan mig,
er sem ég sjái mína eigin for-
tíð. Vesalingur sá, sem þér sjá-
ið, þar sem ég er. var eitt sinn
eins vel klæddur og snyrtileg-
ur eins og hver ykkar. Þetta
hrukkótta og lýtta andlit var
eitt sinn slétt og fallegt. Ég
átti ágæta konu og góða vini.
En þetta drukknaði í vínbik-
arnum. Ég átti falleg og góð
börn, þau dóu sem bein afleið-
ing af drykkjuskaparfýsn föð-
urins. Ég átti yndislegt heim-
ili, en áfengisflóðið braut það
niður og skolaði því á burt. Eg
átti glæsileg áhugamál, sem ég
ætlaði mér að starfa fyrir, en
nætursvall og drykkjuveizlnr
eyddu úr sál minni öllum góf-
ugum ásetningi þar um.
Nú er ég eiginmaður án
konu, faðir án barna, beininga
maður án heimilis, maður án
sóma. Allt. sem mér var kært,
fórst í flóðinu — áfengisflóð-
inu.“
Þannig mæltist hinu.m
gamla, ólánssama manni. Og
gleðin átti erfitt með að taka
sér bólfestu á nv við borð fjór-
menninganna. Hér hafði mað-
ur talað hreinskilnislega og
opinskátt um bitra revnslu
sína um ofurvald áfengisneyzl-
unnar.
Hér voru sögð orð til athug-
unar fyrir þá, sem í öryggi
sfálfsblekkingarinnar halda
fram hátt og í hljóði blessun
áfengisframleiðslu og áfengis-
verzlunar fyrir einstaklinga og
þjóðarheild.
f Afleiðingarnar láta ekki
lengi á sér standa.
YZT Á SKAGA þeim. sem
gengur fram á milli Beisfjarð-
ar og Rombanken voru um ár-
ið 1880 fimm bændabýli. Hýs-
ing jarðanna var léleg. og þeir, '
sem þar bjuggu, lifðu mest-
megnis á landbúnaði og fiski-
veiðum; og staður þessi var
allt að því gleymdur umheim-
inum.
Svíþjóðar megin landamær-
anna, inni í Lapplandi, fund-
ust hins vegar skyndilega
| málmnárrtur, sem reyndust við
t nánari athugun vera með
| málmauðugustu námum heims
ins; og til þess að geta nýtt
námur þessar og flutt málm-
grjötið til íslausrar hafnar. var
Éófóten-járnbrautin lögð. Þetta
varð til þess að hinn, að því er
virtist næsta þýðingarlitli stað
ur þarna í botni Lófóten-fjarð
arins varð skyndilega mikils-
verðari en nokkurn hafði
dreymt um. Hér varð brátt
mikið líf og fjör í tuskunum.
( Meginhluti þeirra mörgu
iverkamanna, sem þarna hófu
starf, voru járnbrautarverka-
I menn, bæði norskir, sænskir
> og finnskir; og þegar þar við
.bættist, að þarna bjuggu
I nokkrar enskar fjölskvldur,
(bar samfélag manna þarna á
sér nokkurn alþjóðlegan svip.
Þegar þess er gætt, að á sínum
j tíma unnu af hálfu Norð-
: manpa við Ófóten-brautina
Jrúmlega 1500 manna, og að
þessi hópur var skipaður all.y
konar mönnum innlendum og
erlendum, þá má nærri geta að
jþar hefur misjafn sauður ver-
ið í mörgu fé, og engin sunnu-
dagaskóla-,,stemning“ ríkj-
andi.
Hinn 1. janúar 1902 féklt
Narvik, eins og staðurinn nú
hafði verið sgírður, kaupstað- g
arréttindi. en sumarið 1903 var
Ófóten-járnbrautin vígð og
opnuð með miklum hátíðahöid
um.
Narvik hafði hafið göngu
Framh. á 7. síðu.
•1
Margt óvænt getur skeð!
Meistaramótið heldur áfram í dag kl. 2,30.
Keppt verður meðal annars í 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, stangarstökki, spjótkasti,
kringlukasti og 1000 m. boðhlaupi* með þátttöku ameríkumannanna. Ath. mótið hefst kl. 2,30.
Aðgöngumiðasala frá kl. 12.30 á íþróttavellinum. — Verður sett heimsmet í dag?
FR AMKV ÆMD ANEFNDIN. '