Alþýðublaðið - 21.07.1951, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.07.1951, Síða 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublaðinu. í Alþýðublaðið inn á f hvert heimili. Hring- f ið í síma 4900 og 4906 Alþýðublaðið Laugardagur 21. júlí 1951. Börn og unglingarj Komið og seljið 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ailir vilja kaupa Alþýðublaðið Aflinn 2-5 tunnor í net eða yfir 200 lunnur eftlr nóttina hjá sfórum bátum. SÍLDVEIBI í REKNET hefur verið ágæt v.'ð Suðvestur- land undanfarna sólarhringa. Hefur veiðin oft verið þctta 2—5 tunnur í net eða um 200 tunnur og þar yfir eftir nóttina hjá síórum bátum. Lítið veiddist þó í fyrrinótt vegna óhagstæðs veðurs, enda lögðu fáir bátar þá netin og grynnra en vanalega. Fengu þeir 50—100 tunnur. Veðurhorfur voru aftur á móti hagstæðar í gærkvöldi, og var búizt við góðri veiði í nótt. Reknetaveiðin er aðallega í Jökuldjúpi, en bátar frá Grinda vík hafa einnig veitt í Grinda- víkursjó og fengið minna. Fáir batar stunda þessar veiðar enn, flestir frá Keflavík og til dæmis enginn frá Akranesi, en tindir mánaðamótin munu um fimm bátar þaðan hefja veið- acnar. Munu um það leyti bæt .ast við bátar úr ýmsum ver- síóðvum, svo að trúlega verða þá aP.margir við þessar veiðar. Fer fjöldi þeirra þó væntan- lega mjög eftir því, hversu vel íiskast fyrir Norðurlandi. Hagnýting reknetjasíldar- innar hefur fram að þessu ver- ið mestmegnis sú, að hún er fryst til beitu. Lítils háttar hefur verið brætt, og mun það aukast um leið og bátunum fjölgar og aflinn þar af leið- andi vex. Ýmsir munu hafa hug á að fá leyfi til söltunar á Faxasíld, en það er ófengið eun. ----------4---------- Síyrkur til tveggja ára náms í fá- vitakennslu B ARN A VERND ARFÉL AG Reykjavíkur hefur ákveðið að bjóða efnilegum námsmanni átta þúsund króna styrk á ári til tveggja ára náms í fávita- kennslu. Aðeins koma til greina kennaraskólamenn og sfcúdentar. Umsókn ásamt próf skírteini og meðmælum skal sendast Barnaverndarfélagi Reykjavíkur, Melaskóla, fyrir 15. ágúst. ----------*--------- tiafa tekið á móti fæpum fOþús. má!~ um síldar hvor i Tvær íslenzkar listsýningar íParís_________ ' SVO SEM KUNNUGT ER opnuðu íslenzku listamennirnir Gerður Helgadóttir og Hörður Agústsson sýningar í París 3. og 5. júlí. Sýnir Gerður tíu standmyndir, hvær lágmyndir og teikningar í garðinum við sýningarsal Colette Allendy., en Hörður sýnir 30 olíumálverk og 20 teikningar í sýningarsal Breteau’s. í vikublaðinu Arts föstudag- inn 6. júlí er farið lofsamleg- um orðum um báðar sýning- arnar. Einkum er farið miklum viðurkenningarorðum um sýn- ingu Harðar, sem listdómarinn virðjst telja eftirtektarverðustu sýningu vikunnar. Um Gerði segir, að hún sé enn að leita að tjáningarformi, en muni eiga mikla framtíð fyrir sér. ----------4---------- Heyskapur gengur alivel nyrðra, en sprelia er misjöfn HEYSKAPUR verður aö teljast ganga með ágætum þar sem til hefur frétzt á Norður- landi. Spretta er að vísu mis- jöfn á túnum; sums staöar í meðallagi, sums staðar ekki það, en sums staðar fremur góð, og flæðiengi eru yfirleítt prýðileg. Við Eyjafjörð má segja, að taða hafi hirzt eftir hendinni, því að heita megi stöðugir þurrkar, og í Suður-Þingeyiar- sýslu má segja nokkurn . veg- inn hið sama, þótt þurrkar hafi verið þar tæpast eins tryggir. Einkaskeyti til Alþýðublaðsins AKUREYRI í gær. ÞESSI SKIP hafa landað hjá Krossanesverksmiðjunni síðustu daga: Atli 50 mál, Ver 97 máþ Auður 790 mál, Stjarnan 573, Snæfell 265 og Otur 65 mál. Verksmiðjan hefur alls tek- ið á móti 9357 málum. En Dagverðarey rarverksmiðj an hefur alls teki,ð á móti 9973 málum síldar. HAFR. ------------*----------- f GÆR veitti ein stærsta bankastofnun Bandaríkjanna spönsku stjórninni 7,5 milljón dollara lán til endurbóta á járnbrautarkerfi Spánar. Járn brautarkerfi Spánar er mjög ófullnægjandi og verður lögð áherzla á að endurbæta járn- brautina, sem liggur yfir Spán frá Gíbraltar til landamæra Frakklands. Þá verða járn- brautirnar, er liggja um náma héruð landsins endurbyggðar. tízkublað NÝKOMIÐ er á markaðinn íslenzkt tízkubla.ð með með- fylgjandi sniðum af kjólum og barnafatnaði. Heitir blað þetta CLIP, og er það mjög vel úr garði gert. Ritstj. þess er Ingvi H. Magnússon, en frú Aðal- björg Kaaber sér um kjóla og snið. ■ Þetta 1. tölubl. I. árgangr, er fjölbrevtt að efni, s^ | sem hór segir: Lína tízkunnar er bog- lína, Snyrting, eft:r Idu Jens- son, Undravaraliturinn, sem smitar ekki, Kristín og Zulu- konungur, Hvað hafa evrópsk ar konur fram yfir amerískar? Lýsingar á kjólum, Tilsögn með sniðum, Kjólar, blússur, pils o. fl., Barnafatnaður, Vasa úrið, smásaga, Rudolf Valen- tino, Tízkufréttir frá París, Pétur og ég, smásaga, Smælki. ----------♦----------- Aðaliundur Húsa- meistara félags íslands Á SÍÐASTA AÐALFUNDI Húsameistarafélags íslands, voru þessir kosnir í stjórn: Hörður Bjarnason, skipulags- stjóri, formaður, Gunnlaugur Halldórsson, arkítekt, gjald- keri. Fyrir í stjórninni voru: Aðalsteinn Richter, arkítekt, ritari, og Sigurður Guðmunds- son, sem er nú meðstjórnandi. Ritnefnd tímarits félagsins, ,,Byggingarlistarinnar“, var kosin á fundinum, og hana skipa nú: Sigvaldi Thordarson, arkítekt, Sigurður Guðmunds- son, arkítekt, Gunnlaugur Halldórsson, arkítekt, Hannes Davíðsson, arkítekt, og Hörður Bjarnason, formaður félagsins. ----------♦---------- Bandaríkin fá llug- völl í Saudi-Arabiu BANDARÍKIN gerðu 18. júní síðast liðinn samning til 5 ára við Saudi Arabíu um af- not af Dhahran flugvellinum við strönd Persaflóa. Einnig gerði stjórn Arabíu samning um vopnakaup í Bandaríkjun- um. Síðan 'í sijðustu heims- styrjöld hafa Bandaríkin haft afnot af flugvellinum, en nú hefur haun nýlega verið stækk aður, svo að stærstu og lang- fleygustu sprengjuflugvélar geta haft aðsetur þar. New York Times segir, að yfirráð þesa flugvallar treysti aðstöðu Bandaríkjanna í Litlu Asíu, þar eð Dhahran flugvöllurinn liggi nær landamærum Sovét- ríkjanna og hinum mikilvægu olíusvæðum í Litlu Asíu og Rússlandi en nokkur annar flugvöllur er Bandaríkjamenn ráða yfir. .... _ _. Þessi mynd var tekin á hafrannsóknaskipinu Galatheu. sem víða fer um höf til rannsókna. Mennirnir tveir eru að vigta hákarl, er veiðzt hefur á miklu dýpi. Hafrannsóknir Galathe Innbrot í skartgripaverzlun í fyrrinótt Sfolið úrum og skartgripum fyrir meira en 40 þús. krónur -------«------ Þjófurinn komst inn um glugga á bak- hlið hússins; hann var ófundinn í gær, -------4------ STÓRINNBROT var framið í skartgripaverzluni á Skólavörðustíg í fyrrinótt. Var stolið þar úrum og alls konar skartgripum, sem að verðmeeti munu vera um fjörutíu þúsundir króna eða meira. Hafði þjófur- inn komizt inn utm glugga á bakhlið hússins. Hann var enn ófundinn í gærkvöldi. Innbrotið var framið í Skart* gripavérzlun Kornelíusar Jóns sonar, Skólavörðustíg 8. Var verzlunarstjóranum ekki fylli- lega orðið ljóst í gær, hversu þjófnaðurinn hafði numið miklu fé. En eftir því, sem hann komst næst og skýrði rannsóknarlögreglunni frá, mun hafa verið stolið 40—60 úrum, aðallega karlmannsúr- um, úr stáli, gulli og gullpletti, tveimur til þremur tylftum af silfurteskeiðum, 30—40 hring- um, 38 eyrnalokkasamstæðum, svo og miklum fjölda af perlu- festum, silfurarmböndum, spöðum, skeiðum og göfflum úr silfri. ----------4---------- Jón Þorláksson fer á sildveiðar JÓN ÞÓRLÁKSSON, togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, mun verða gerður út á síld- veiðar, og er gert ráð fyrir að hann fari út í nótt. Hann tek- ur á fjórða þúsund mál af síld. Jón Þorláksson kom úr síð- ustu veiðiferð sinni með um 320 lestir af karfa og fór helm- ingurinn í bræðslu og helm- ingur til frystingar. Júlíhefli límarilsins í „Alll um íþrótlir" ! TÍMARITIÐ „Allt um íþrótt ir“ fyrir júlímánuð er nýkom« ið út og flytur margai skemmtilegar og fróðlegai greinar. Forsíðumynd þess er af Ríkharði Jónssyni, hinvim fræga knattspyrnugarpi og fyrirliða og þjálfara Akurnes- inganna, er unnu meistaramót- ið í knattspyrnu í ár. Af efni tímaritsins er þetta helzt: Hvað blöðin sögðu fyrir og eftir landskeppnina. Jó- hann Bernhard skrifar um. þriggja landa keppnina í Ósló 28. og 29. júní. Mesti knatt- spyrnusigur íslendinga. Hvor sigrar, Örn eða Heinrich? Tímamót í íslenzkri knatt- spyrnu. Verður Torfi hættuleg ur Bandaríkjamönnum í stang arstökki? Knattspynrufélagið Þróttur. Enn fremur flytur tímaritið innlendar og erlendar íþrótta- fréttir og fjölda ágætra mynda. Ritstjórar „Allt um íþrótt- ir“ eru Ragnar Ingólfsson og Örn Eiðsson, en ábyrgðarmað- ur Gísli Ásmundsson. !

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.