Alþýðublaðið - 29.07.1951, Blaðsíða 7
yunnudagur 29. júlí 1951.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
OSKAR Þ. ÞORÐARSOX
dr. med.
Samkomulagsvilj-
inn í Kaesong
Framh. af 4. síðu.
útvarp sameinuðu þjóðarma í
Lake Success til þess að stinga
upp á viðræðum um vopna-
hlé. Og þessvegna standa von-
ir til þess, að úr þeim viðræð-
um verði samkomulag um
vopnahlé, hversu ólíkinda-
lega sem fulltrúar kommún-
ista kunna að láta öðru hvoru
í Kaesong áður en það sam-
komulag' verður undirritað.
ALLT ER ÞETTA nú orðið svo
auglióst, að það er bókstaf-
lega hlægilegt, þegar blað
kommúnista hér, Þjóðviljinn,
er að reyna að gera dyggð
úr neyð flokksbræðranna
austur í Kóreu og túlka of-
an-í-át þeirra á ráðstefn-
unni í Kaesong sem einhvern
sérstaklega þakkarverðan
,,samkomuIagsvilja“ eða ,,í’rið
arvilja“. Sá ,,sarnkomulags-
vilji“ eða ,,friðarvilji“ kem-
ur nefnilega nokkuð seint til
þess að verða tekinn mjög
alvarlega. Kommúnistar áttu
kost á að fá vopnahlé og frið í
Kóreu strax nokkrum dög-
’ um eftir að þeir rufu friðinn
austur þar í fyrrasumar; en
þá varð einskis samkomulags-
eða friðarvilja vart hjá þeim.
Og skömmu fyrir síðustu ára
mót stóð þeim það aftur til
: boða að hætta vopnaviðskipt-
um; en þeir létu það sem vind
um eyru þjóta af því, að þá
treystu þeir á óþreyttan her
Kínverja til þess, sem Norð-
ur-Kóreumönnum hafði mis-
tekizt, — ,,að reka her sam-
einuðu þjóðanna í sjóinn“. Nú
hefur sá her einnig brugðizt
og hinn frækilegi „rauði her“
Rússa lætur eftir sem áður
ekki sjá sig. Þegar svo er
komið, er ,,samkomulagsvilji“
eða „friðarvilji“ kommúnista
í Kaesong að vísu vel skilj-
anlegur, en vissulega ekkert
sérstaklega þakkarverður. þó
að Þjóðviljinn komizt við af
þvílíkri göfugmennsku.
Áuglysið í
Sendibréf frá Isian
Framh. af 5. síðu.
verður ekki með orðum lýst,
minnti helzt á skurð, sem
fylltur hefur verið m_eð stór-
grýti. Guði er fyrir að þakka,
að við vorum aðeins fjögur í
bílnum, og þó gátum við ekki
farið rneira en 7 km. á klukku-
stund. Farið var að bregða
birtu, þegar leið okkar lá gegn
um allavega sandhóla. Ljósin
voru yndisleg á að horfa.
Klukkustundirnar dragast á-
fram. Enginn segir orð. Klukk
an tíu að kvöldi komum við að
Grímsstöðum (á Fjöllum). og
þar fáum við að vera um nótt-
ina. Mér varð starsýnt á fjöl-
skylduna safnazt utan um
bóndann, þar sem hann hállaði
sér upp við bæjarvegginn í
rökkrinu og rýndi í dagblaðið,
sem við færðum honum. Þarna
fengum við kvöldverð og fór-
um svo að hátta.
Um morguninn héldum við
enn af stað, og var víir vörn
að fara. Komum að Skjöldólfs
stöðum, og þar var okkur bor-
in máltíð, sætsúpa, sem ég vil
alls ekki, og heitt hangikjöt,
en því get ég rétt með naum-
indum komið niður. Síðan á-
fram hingað. Egilsstaðir eru
eitt af stærstu býlum á Is-
landi. Hér er heimagrafreitur
uppi á dálitlum hól, en arinars
eru einkagrafreitir ekki lengur
leyfðir á íslandi. Ég fór út í
fjós að skoða myndarlegan
bolakálf, ; sem er nauðalíkur
kunningja mínum, kvikmvnda
stjóranum Arthur Elton. Að
því loknu þurfti ég að skreppa
í náðhúsið. Ég varaði mig ekki
á dragsúgnum, sem gaus upp
um niðurfallið, skeinisblaðið
fauk upp, en ekki niður, og út
um dyrarifu, svo að ég varð ao
hendast á eftir því með allt á
hælunum út um liolt og' móa.
Reykjavík, 9. ágúst.
Á sunnudaginn eð var ók ég
frá Egilsstöðum niður í áeyð-
isfjörð. Var þar enn allmikill
snjór í fjöllum. Ég ákvað að
halda þar kyrru fyrir, unz
Nova kæmi, og fékk inni og
hreiðraði um mig í einhverju
gamalmennahæli. Húsmóðirin
hafði ferðazt dálítið og var
spjátrungslega ánægð y7fir að
sjá mig. Samt var hún góð-
mennskan sjálf og var sífellt
að reyna að gera mér til þægð
ar með því að búa til pie og'
frönsk salöt. í póstkortasafn-
inu hennar fann ég kort (með
skýringum) af fjöllum á ís-
landi, og þessu stal ég, af því
að mig langaði svo mikið til
að prenta það með ferðasög-
unni. Helmingur íbúanna lá
dauðvona í rúminu. en hinir
voru á stjái og heldur urtdar-
legir. Gamall póstur var þar
og kona hans, bæði grypplaðir
gigtarsjúklingar; ein kerlingin
átti það til að taka æðisköst og
vilja rífa í tætlur allan pappír
í veröldinni (því var nú verr, að
hún fékk aldrei rlíkt kast á
meðan ég var þar). Drykkjuæð
issjúklingur var þar og gamall
maður með dýrlingsandlit,
hann átti eftir einn mánuð ó-
lifað (krabbamein). Alla ævi
hafði hann verið vinnumaður
hjá bóndaekkju, sem borgaði
honum aldrei neitt kaup og lét
hann sofa á gólfinu. í hvert
sinn sem honum áskotnuðust
ný föt, sagði hún; „Þetta er of
gott handa þér. Hvað heíur þú
að gera í svona fínurn fötum?“
og fargaði fötunum.
Ungur Ameríkumaður var á
meðal farþeganna á Novu.
Hann hafði nýlega lokið laga-
prófi og var á Evrópureisu.
Hann var einn þessara Amer-
íkumanna, sem lesa allt, ljóð.
fornfræði og hagfræði, og taka
ekkert eitt fram yfir annað.
Þar var og norskur fiskkaup-
maður, 24 ára (sýndist vera
19), sem rekur eigin verzlun
og segir. að ekki sé hægt að
treysta íslendingum í viðskipt
um.
Mér leiðast svo ferðalög á
sjó, að ég, get varla munað
nokkurn skapaðan hlut, sem
þar gerist. Nóg var svo sem
frjálsræðið um borð, við gát-
um gengið upp í brúna eftir
vild. Skipstjórinn hafði þokka-
lega framkomu og sagði okkur
allt um börnin sín og veikindi
þeirra. Hann hefur aðeins 'einn
sinni komið í land á íslandi, og
það var í þeim erindum að fá-
sér bað. Kjörorð hans er: ,.Ég
má ekki spilla ungmeyiarvexti
mínum.“
Minnisstæðast er mér úr
ferðinni hvalveiðistöðin í
Tálknafirði. Ég vildi óska, að
ég gæti lýst vel því, sem íyrir
augun ber, því að hvalur er
fallegasta skepna, sem ég hef
séð. Hann hefur til að bera
bæði töfra lifandi veru, ægileg
ur og blíður í senn, og gang-
fegurð nútímavéla. Sjötíu
tonna hvalur lá á rennibraut-
inni, einna fíkastur víðáttumik
illi og virðulegri greifafrú,
sem búið er að leggja á högg-
stokkinn. Sú sjón að sjá hval
tættan sundur með vindum og
krönum, ætti að nægja til að
gera mann að grasætu upp á
lífstíð.
ÚR BRÉFI TIL ÍSLANDS
Eftir heimkomuna skrif-
aði Auden kunningja sínum
hér á landi bréf, þar sem
hann segir meðal annars:
Sárafáir Englendingar hafa
áhuga fyrir Islandi. Aftur á
fyrir sendibifreiðar
Sökum sífelldrar hækkunar á öllum viðhaldskostnaði
bifreiða sjáum við okkur ekki annað fært en að hækka
ökugjald okkar frá og með 1. ágúst, sem hér greinir:
Dagvinna kr. 36,00 pr. klst.
Eftirvinna kr. 42,00 pr. klst.
Dagvinna, hlaupandi km. kr. 1,50.
Eftirvinna kr. 1,70.
Fastagjald kr. 6,00.
Sendíbílasföðín h.f. Nýja sendibííasföðin
Ingólfsstræti 11. Aðalstræti 6.
móti má segja, að íslandsáhugi
þessara fáu nálgist ástríðu.
Faðir minn var þeirra á meðal.
Sumar ferskustu bernskununn
ingar mínar eru um það, þegar
pabbi las fyrir mig úr íslenzk-
um þjóðsögum og fornsögum,
þess vegna kann ég meira í nor
rænni goðafræði en grískri.
Ferðin til íslands veitti mér
mikla ánægju. Þetta segi ég
satt, þó að ég hafi í ferðabréf-
um mínum ekkert skafið utan
af því, sem mér þótti miður
fara. Ég mætti þar stakri góð-
vild og gestrisni, og man ég að
eins eina undantekningu frá
því. Og ég verð að segja, að ég
get ekki hugsað mér fólk, er ég
kysi frekar að dveljast með í
útlegð en íslendinga.
Mér, eins og öðrum útlend-
ingum á íslandi, þótti mikið
koma til íslenzkra bænda, er ég
hitti. Þeir eru ekki eins leiðin-
legir og kauðalegir og enskir
sveitamenn sýnast stundum
vera. Á hinn bóginn fór það
ekki fram hjá mér, að fólk í
bæjum á íslandi er orðið sið-
spillt af að búa bar. Reyndar
er borgamenning elcki til þar.
Tvennt er það, sem gesturinn
veitir fyrst athygli. Annað er
óstundvísi, sem er smámunir,
og hitt er drykkjuskapurinn,
sem er heimskulegur, en varla
til að furða sig á, þar eð al-
mennilegir drykkir eru ófáan-
legir í landinu. Bjórinn er ekki
mönnum bjóðandi, létta vínið
rándýrt, og þá er ekki annað
eftir en brennivínið. og það
kann ekki góðri lukku að
stýra.
Mér var sagt, að íslendingar
væru óáreiðanlegir í viðskipt-
um, en persónulega fannst mér
þeir vera heiðarlegri en flest
fólk, er ég hef kynnzt. Stjórn-
málaspilling kvað vera mikil í
landinu, og getur það verið
rétt, þar sem hver þekkir þar
annan.
íslendingar hafa falleg'a
framkomu þegar hún er eðli-
leg, en gerviframkoma þeirra
er mjög ófullkomin. Með gervi
framkomu á ég við það, sem
ekki bjrggist á ósjálfráðri til-
finningu gagnvart öðru fólki.
Fínir borgarar, sem fara til
íslands, eru alltaf að stagast á
því, að þar séu hvorki til auð-
kýfingar né fátæklingar. vjg
fyrstu sýn virðist þetta vera
satt. Þar sér maður hvorki
hallir á við Mayfair né önnur
eins hreysi mannabústaða og í
East End. Kaup er hátt í sam-
anburði við önnur lönd. og þar
er stéttamunur minni en í
nokkru öðru kapítalistísku
landi. En þegar maður hefur
það í huga, að ísland er stærra
land en frland, telur færri íbúa
en Brighton, og á nokkur auð-
ugustu fiskimið í heimi, á mað
ur dálítið bát með að trúa
því, að kaupið gæti ekki ve.'ið
hærra og munurinn minni. Ég
sá fjöldamarga búa við kjör.
sem ég öfundaði þá ekki af, og
nokkra, sem peningaauðurinri
hafði gert að hrokafullum,
stærilátum og ruddalegum
gikkjum. Auðmenn á Englandi
hafa vissa arfsiði í lifnaðar-
háttum, sem gefa því meira að
segja vissan þokka, hvernig
þeir eyða peningunum. Slíkt
held ég sé ekki til hjá ríku
fólki á íslandi.
ísland er heimkynni þess
bezta, er skrifað hefur verið í
óbundnu máli í veröldinni,
dýrasta kveðskaparins, og allir
eru þar læsir. Því hefur ísland
góða og gilda ástæðu til að
vera stolt af sjálfu sér. Og þeg
ar ég er með gagnrýni, eða
öllu heldur aðfinnslur, þá er
það ekki af því, að ég vilji eklri
viðurkenna það, sem vel hefur
gert verið, heldur vegna þess,
að af þjóð, er einu sinni vann
þessi frægu afrek, væntir mað
ur þess, að hún haldi áfram að
sýna af sér manndóm.
niiEli Evrópumeisfarans IGN&CE HEINRICH og Norðurlaitdaineistaraiis ARNAR CLAUSEN
hefst á íþróttavellinum í kvöld kl. 8.15. Sala aðgöngumiða hefst kl. 3 e. h. — Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 25,00.
Stæði kr. 10,00 og börn innan 12 ára kr. 2,00.
Nú mœta aliir á vellinuml
FR AMK V ÆMD ANEFNDIN.