Tíminn - 03.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefcndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritatjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán, innan.
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Tannlæknirinn
Ólafs Thors verður sennilega iengst minnst í stjórn-
málasögunni, sem mannsins með blýantinn. Þegar hann
myndaði fyrstu stjórn sína með aðstoð kommúnista og
hleypti því dýrtíðarflóði af stað, er síðan hefur ekki
raðizt við og aldrei hefur verið meii'a en þegar hann
hljóp frá borði á stjórnarskútunni, íullvissaði hann þjóð-
ina um, að ekki væri nein hætta á íerðum, því að verð-
bólguna mætti lækna „með einu pennastriki”. Þessi eina
setning lýsir betur stjórnmálamanninum Ólafi Thors enn
nokkuð annað. Hinn nýi forsætisráðherra virðist ætla
að láta nafn sitt geymast sem mannsins með töngina. í
nýársboðskap sínum á dögunum, laldi hann verðbólguna
ekki svo alvarlegt vandamál og vitnaði því til sönnunar
í látinn enskan fræðimann, er taldi hana fyrst og fremst
viðfangsefni sérfræðinga, er færu líkt að og tannlæknir.
Hinn nýi forsætisráðherra ætlar sér sem sagt að verða
tannlæknir þjóðarinnar — maðuvinr með töngina.
Það er þegar Ijóst, að sérfræði hins nýja forsætis-
ráðherra, sem hagfræðilegs tannlæknis er harla breyti-
leg og tilviljanakennd. Nú heldu/ hann því t. d. fram,
þegar kaupgjald er hér um þriðjungi íægra en víðast
annars staðar í Vestur-Evrópu að of hátt kaupgjald
alþýðustéttanna sé skemmda tönnin i íslenzku efna-
hagslífi. Árið 1958 var sérfræði hans önnur. Þá var
kaupgjald hér einna hæst í Ves*ur-Evrópu. Þá taldi
þessi tannsérfræðingur, að of lágt kaupgjald væri hin
skemmda tönn efnahagsmálanna. Til þess að bæta
þessa skemmdu tönn, gerði hann bandalag við annan
pólitískan tannlækni, Einar Olgeirsson. Þeir hófust
sameiginlega handa um stórfelld verkföll og knúðu
fram kauphækkun, sem þá átti að vera hin eina rétta
tannlækning.
Hinn nýi forsætisráðherra sagði það réttilega í nýárs-
ræðu sinni að stefna beri að pví að verkamenn fái
viðunanlega afkomu, sem eftirtekju átta stunda vinnu-
dags. Eftir seinustu kauphækkun. tær Dagsbrúnarmað-
ur um 77 þús. kr. í árslaun, miðað við átta stunda vinnu-
dag. Til þess að láta þá fyrirætlur. rætast, að átta stunda
vinnudagurinn nægi, ber nú öðru úremur að stefna að
því, að þessi lágu árslaun verkamanpsins verði ekki rýrð
með nýjum, óþörfum álögum.
En hinn nýi forsætisráðherra var bins vegar ekki á þvi
máli. Hann boðaði nýjar, opinberar áiögur.
Ef hann heldur fast við þá fyrirætlun, spáir það ekki
góðu um, að hann verði eitthvað iansamari með töng-
ina en Ólafur með blýantinn.
Skemmda tönnin
Það er alls ekki ósnjöll samlíking hjá hinum nýja for-
sætisráðherra að tala um skemmdh rönn í íslenzku efna-
hagslífi. Það er hins vegar rangt hjá forsætisráðherr-
anum, að þessi skemmda tönn sé of hátt kaup verka-
manna og láglaunafóiks, er þurfi i..ð skerða með nýjum
óþörfum álögum, eins og t. d. hækkun söluskattsins.
Hin skemmda tönn íslénzkra efnahagsmála er fyrst og
fremst sjálf stjórnarstefnan — sú s+efna, sem miðar að
því að draga þjóðarauðinn og þjóðartekjurnar á fáar
hendur — sú stefna, sem krefst fuils frjálsræðis stór-
gróðamannsins meðan þrengt er að hinum efnaminni
— sú stefna auðvalds og íhalds, sem hlýtur að valda vax-
andi deilum hjá þjóð, sem nauðsynlegt er að geti staðið
sem bezt saman.
ÞR0STUR ðLAFSSON:
BERLIN ARBREF
Berlín á jóladag 1963.
Það eru komin jól hér í Ber-
línarborg.
Þetta þykir sjálfsagt ekki há-
fleyg speki, en ef við athugum
nánar, hvað raunverulega felast
ætti í orðinu jól, þá sjáum við, að
þau hafa farið fyrir ofan garð og
neðan hjá Berlínarbúum undan-
farin tvö ár.
Jól eru hátíð, sem einkum er
tengd friði og innri gl'eði. Þau
eru hátíð friðarins, sem helzt
vart án innri gleði mannanna.
Þau eru hátíð gleðinnar, sem
grundvallast á friði í hvaða mynd
sem er. Okkur mönnunum er það
mjög misvel gefið að varðveita
þessa tvo hornsteina mannlegrar
tilveru, enda skortir flesta okkar
bæði vit og vilja þar til.
Sennilega eru þessi sannindi
hvergi jafnvel opinberuð og hér
í þessari skiptu borg, sem búin
er að ganga í gegnum allar þær
þrengingar, sem yfir eina borg
geta dunið.
El'dri Berlínarbúar muna borg-
ina sem eina fegurstu og glæsi-
legustu höfuðborg heims. Þeir
muna hana síðan lagða í rústir,
rænda og skipta, sem ránsfeng
•milli hinna hreifu sigurvegara,
síðan afgirta og einangraða eins
og hvert annað pestarbæli. Síðan
kom aðflutningsbannið og hungr-
ið, sem því fylgdi 1948 og þá
lokasundrunin, sem fylgdi með
byggingu hins alræmda múrs
1961.
Og það er einmitt múrinn, —
þetta einstaka minnismerki úr-
kynjaðrar pólitíkur, — sem er til-
efni þeirrar sönnu jólagleði, sem
hér rikir. Þetta hljómar að vísu
fáránlega, en við getum sett
þetta upp í aðra jöfnu og sagt, að
myrkrið kenni okkur að meta
ljósið.
Tvenn undanfarin jól hefur
múrinn hindrað samgang og sam-
neyti íbúa hinna tveggja borgar-
hluta.
En þessa dagana gleðjast
hundruð þúsunda Berlínarbúa,
yfir þeirri mannlegu tilfinningu
að fá að sjá bræður sína og syst-
ur eftir tveggja og hálfs árs skiln
að. Þetta var ávöxtur þess sam-
komulags, sem náðist hér fyrir
jólin milli stjórnar austursvæðis-
ins og Vestur-Berlínar.
Fyrir okkur íslendinga er það
svo sjálfsagður og eðlilegur hlut-
Mannfjöldinn bíður eftir vega-
bréfum.
ur, að mega sjá systur okkar og
bræður, feður og mæður, að við
myndum ekki eyða tíma okkar í
að ræða slíkt mál.
En ég dreg í efa, að þeir, sem
ekki þekkja þetta ástand skilji
fyllilega, hvað hér er um að
vera, því það einfaldasta og það
sjálfsagðasta er oft erfiðast að
skilja.
Sú hugsun, að fjölskyldum sé
stíað svo ómannúðlega og svo
grimmdarlega í sundur eingöngu
til að fullnægja pólitískri valda-
græðgi, er okkur íslendingum
svo fráhverft og svo fjarstætt, að
við veigrum okkur við að reyna
að skilja það. —
— Miklu bleki hefur verið eytt
undanfarin ár, í að reyna að sann
færa stjórnendur heimsins um
nauðsyn friðsamlegrar sambúðar
þjóða millum.
Berlínarbúar hafa hlustað á
þenna hoðskap með þolinmæði
og þrautseigju. Þeir eru honum
að vísu sammála, en þeir hafa því
miður ekkert séð móta fyrir
framkvæmd hans. Þeir hafa lifað
langan harðindavetur án þíðu
eða vorkomu.
En í blotanum, sem fylgdi á
eftir fyrrnefndu samkomulagi,
voru þeir skjótir til að gera sitt
til framkvæmdar þessa drauma
mannkynsins.
Og stórkostlegt var að sjá við-
brögð þeirra þegar búið var að
undirrita samkomulagið um leyfi
þeim til handa, að heimsækja ætt
ingja sína austantjalds. Margir
þeirra stóðu og biðu í yfir
fimmtán klukkutíma í hörku-
frosti og snjó til þess að fá að
útfylla fararleyfin. Biðraðirnar
byrjuðu að myndast milli klukk-
an þrjú og fjögúr á nætumar.
Fólkið streymdi að úr öllum átt-
um, eins og það ætlaði sér að
kaupa aðgöngumiða að eilífðar-
dvöl á himnum uppi.
Aldraðar konur, jafnt sem ung-
ar húsmæður, stóðu þar í frost-
inu stjarfar í andliti og þrjózkar
á svip og biðu eftir að röðin
kæmi að þeim. Þær biðu eftir að
fá uppfylltar tveggja ára vonir
og þrár.
Fyrstu dagarnir liðu svo, að
þeir höfðu á sér meiri einkenni
eymdar og þjáningar þessa vesal-
ings fólks, en gleði þess og vona.
Hundruð þeirra þoldu ekki vos-
búðina, og voru flutt í sjúkrahús,
en allmörg gamalmenni létust,
skömmu eftir að hafa fengið leyf-
in, oftast nýkomin heim í hlýj-
una.
' Hvað gerðist hér í Berlín um
þessi jól, er ævarandi minnis-
merki um mannlegan sorgarleik,
sem verður að mannlegum hetju-
skap, sprottnum af fórnfýsi og
voninni um betri og bjartari
framtíð. - eramhaje a 13. siðu
Fyrsta raufin höggvin f múrlnn.
T í M I N N, föstudaginn 3. janúar 1964. —
z