Tíminn - 03.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.01.1964, Blaðsíða 15
r ° jT' - ■ f 'LL I »). Framhald at 1. síðu. strangt eftirlit var með því liaft, að unglingarnir kæm- ust ekki með áfengi inn á staðinn, og sá húsið svo um, að leitað var á hverjum ein- asta gesti og einnig í veskj- um stúlknanna. Þetta gerði það að verkum að samkom- an fór í alla staði mjög vel fram, en töluvert magn af áfengi fannst í fórum ung- mennanna, sem lögreglan tók í sínar vörzlur, eða allt að 50 flöskur, pelar og fleyg- ar. Á stöðunum scm lokaðir voru á gamlárskvöld var hins vegar nýárskvöldsfagn- aður, sem á öðrum veitinga- húsum. Konráð Guðmunds- son í Hótel Sögu tjáði blað- inu að 570 manns hefðu not- ið veitinga á Sögu í gær- kveldi og hefði allt verið orðið upppantað strax í október. Þróunin virðist því vera að eldra fólkið sé heima hjá sér á gamlárskvöld, og fari þá gjarnan með börnin að nærliggjandi brennum og láti þau njóta kvöldsins sem bezt, en fari svo gjarnan á veitingahús á nýársdags- kíöld. JÁRNPLÖTUM RIGNIR Framhald af 1. síSu. — Voru margir í húsinu, þegar þpita vildi til? • Nei, sem betur fer vorum við aðeins tvö, allir jólagestirnir farn- ir frá okkur. Annars hefði allt fólkið verið í þessari einu stofu, en við sátum í næsta herbergi. Þá skemmdust þrír bílar, sem stóðu á Skúlagötu, og er einn þeirra stórskemmdur. Trjágróður f’górðum mun eitthvað hafa skor- izt og skemmst Þá sneiddi ein platan efst ofan af hárri flagg- stöng hjá kaupfélagsstjórahúsinú við Skúlagötu. Fliótt eftir að þakið var fokið, dreif að menn sem tíndu saman járnplöturnar og báru á þær farg. Ef'.ir atvikum má telja mestu furðu að tjónið varð tkki meira. Veðr- i’ð ægði seinni hluta dagsins í dag var venð að vinna að við- gerð á Hótel Borgarnesi og húsi Árna Björnssonar. í|i«*ét«r ÍR getur einkum þakkað ungurn nýliða í markinu, Árna Sigurjóns- syni, fvrir að krækja í bæði sti.gin í leiknum gegn Víking. Með góðri markvörzlu, sem er mjög svo sjald gæf hjá ÍR, herti hinn ungi nýliði félaga sína upn til sigurs. Leikur- inn var annars allan tímann jafn og þrívegis á sðustu mínútum skildi aðeins eitt mark á milli. — Vkingar reyndu að leika „maður á mann“ þegar u. þ. b. ein mínúta var eftir. Sú leikaðferð féll um sjálfa sig, þegar dómarinn, Magn- ús Pétursson vísaði Rósmundi út af. Og ÍR-ingar tryggðu sér þriggja marka sigur með góðum enda- spretti. Staðan í 1. deild er nú þessi: FRAM 1 1 0 0 41:30 2 F H 1 1 0 0 36:25 2 VÍKINGUR 2 1 0 1 35:35 2 í R 2 1 0 1 50:60 2 ÁRMANN 10 0 1 15:16 0 KR 1 0 0 1 25:36 0 GPUMUVEÐUR Framhald af 1. síðu. í gærkvöldi milli klukkan 11 og 12 kom feiknmikið þrumuveður í Vestmannaeyjum, og varð ljósa- gangurinn og hávaðinn svo mikill, að ugg setti að mönnum, — og fóru jafnvel sumir að setja þetta í samband við gosið Surtsey. Þó kom í ljós um síðir, að þetta.voru bara venju legar skruggur. Elztu menn í Eyj- um muna varla annað eins, og má gera sér hugarlund ólætin af því, að rúður glömruðu í gluggum. — Stóð þetta í um hálftíma og var óvenju stutt á milli eldglampanna og þrumanna, að sögn fréttaritar- ans í Eyjum. HALLGRÍMSKIRKJA (Framhald ai 'i siðui sinn, og má búast við framlagi úr þeirri átt þegar á næsta ári. Hallgrímssöfnuður í Reykjavílc leggur_að sjálfsögðu árlega íram fjármagn til byggingarinnar', auk þess sem kirkjunni berast stöðugt áheit og gjafir víðs veg ar að. Þá barst kirkjunni tæp- lega 20 þús. kr. gjöf frá skip- verjum á Hamrafelli nú fyrir jólin. Húsameistari ríkisins hefur yfirumsjón með byggingu kirkj- unnar. AUGL YSING um sérstakt innflutningsgjólri á benzíni og hjól- börSum og slöngum á bifreiSar. Samkvæmt 85. gr. laga nr 71/1963 skal frá og með 1. janúar 1964 greiða sérstakt innflutnings- gald af benzím, og skal gjaldtð nema kr. 2,77 af hverjum lítra. / Af benzínbirgðumi, sem til eru í landinu nefnd- an dag, skal greiða samanlagt jafnhátt gjald, hvort heldur benzínið er í vörzlu eiganda eða ekki Þó skulu gjaldfrjálsir 300 lítrar hjá hverjum eig- anda. Samkvæmt 86. gr. nefndra '?.ga skal frá og með 1. jan. 1964 einnig greiða serstakt innflutnings- gjald af hjólbörðum og gúm.nislöngum á bifreið- ar, og skal gjjBldið nema kr 9.00 af hverju kg. Af birgðum af hjólbörðum og gúmmíslöngum af bifreiðum, sem til eru í landinu sama dag, skal greiða samanlagt jafnhátt gjald. Fyrir því er hér með skorað á alla þá, sem eiga birgðir af nefndum vörum hinn 1. jan. 1964, að tilkynna lögreglustjórum, Reykjavík tollstjóra, um birgðir sínar nefndan dag. og skal tilkynningin hafa borizt fyrir 10. júní n k Fjármálaráður.eytið 31 dés. 1963 BORGARSTJORN Framhalo at b síðu margs þurfa við í þeim efnum, heldur hitt, að réttara væri að flytja slikar sjálfstæðar tillögur í annan tíma í borgarstjórninni, sem hefði nóg með afgreiðslu áætlunarinnar á einum fundi, ASIGUNG FyprvhMjf' 2 SÍ^U en einhver töf mun verða á því, að þeir komist nú af stað. Ekki er orsök þessa slyss kunn enn sem komið er. Myrk- u.r var á, þegar Goðafoss sigldi á bátinn, en ágætis veður. 1963 KVATT Framhald af 1. síðu. Ólafur Jónsson fulltrúi lög- reglustjóra ’.jáði blaðinu. Slökkviliðíð var þrisvar sinn um gabbað út á gamlársdag. í tvö skiptin brunaboðar brotnir á Smiðjustíg og Ármúla og með símhringingu var slökkviliðið gabbað að Ásvallagötu 56. BSRB Framhald af 16. síðu. nota heimiid fyrr greindra laga og xrefjast endurskoðunar gild- andi kjarasamnmgs. Hefur verið borin fram krafa um 15% launa- hækkun til opinberra starfsmanna trá 1. janúar 19o4“. Þess má geta í sambandi við kröfu BSRB, að samkvæmt lög um um kjarasamninga opinberra starfsmanna verður úrskurður kja.adóms að vera kominn innan þriggja mánaða frá því er krafan kemur fram. Mun því úrskurður- inn falla í síðasta lagi 1, apríl í • Ul'. ivanaur utvöldu, sem peningunum eiga að ráða. — Þessi er grunntónn- inn í „viðreisninni“ og þetta getur ekki farið fram hjá unga fóikinu. Bezta sönnun þess er . sú, aðunga. fólkið flykkist að Framsóknarflokknum, og fylgir nu flokknum að máhnn fjö'i- mennari hópur æskufólks, en nokkru sinni fyrr í nær 50 ára sögu flokksins, og munaði ekki nema hársbreidd, að stjórnar- flokkarnir misstu meirihluta sinn á síðasta vori og „viðreisn- arstefnunni“ yrði hnekkt. En baráttunni verður haldið áfram og stefnubreyting knúin fram. Ákeyrsla Reykjavík, 2. janúar. Um níuleytið í kvöld var ekið aftan á bílinn G-1677 á Reykjavík urvegi á móts við Frost s/f. Öku- maður sá er þessu olli, er beðinn að gefa sig fram við lögregluna. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. IHALLDðR Skóiavörðustíg 2 ISLANDSBOK Framhald af 16. síðu. þpssum, þá es skylt at hafa þat lieldr es sannara reynisk. í henni eru 130 myndir. flestar heilsíðu- m.vndir, og sumar jafnvel stærri, epda er oókin fyrst cg fremst myndabók. Hún verSur síðar gef- in út bæði á cnsku og þýzku. Samivel er mjög þekktur jafnt í heimalandi sínu og víðar. Samivel cr rithöfundamafn, réttu nafni heitir han Paul Gayet, fæddur í rarís árið 1907 Hann er þekktur, hæði sem rithö'undur, fyrirlesari, lívikniyndaiökumaður og teiknari. Hnnn hefur skrifað um 12 bækur, fiestar Iandbynningarbækur og bækur um ferðnlög og fékk hann hókmenntaverðh'Un í Nizza árið 1952. Hann hefui tekið um 7 kvik- ’.nyndir og fensið verðlaun fyrir ilfmdkynningarmvnd. Samivel kom fyrst hingað til jands fyrir nokkrum árum og var þá í leiðangri sem var á leið til Grænlands. Mun hann þá hafa hrif izt af hinni óbrotnu náttúru lands- ins og ákveðið að gera bók og kvikmynd um land og þjóð. Fyrir tveimur árum fór hann að undir búa komu sína hingað og hafði þá kynnt sér söcu landsins allítar lega. Ferða^krifstofa ríkisins annað- ist aila fyrirgreiðsln um dvöl hans hér og ferðalög um landið og út- vugaði honum leiðsögumenn, en annars lögðu ýmsir hönd á plóg- inn við gerð bókarinnar. Eru þeir allir nefndir í bókinni. Samivel feiðaðist mjög víða um landið tvö undanfarin suniur, heimsótti bæi og söfn. Hann i:afði með sér Ijós myndara. sem tefur tekið flestar hinna listrænu og frumlegu mynda i bókinni, Patrick Plumet. Uppistaðan ' íslandskvikmynd Samivels mun vera ferð Eiríks tauða til Græniands, enda er mynd iu nð einhverju leyti tekin í Græn landi. MINNISMERKI Framhala at bls. 3. skáldafélagi íslciids) og Sigríður Ármann (frá Félagi íslenzkra list lan :ara). Stjórion hefur skipt með sér verkum þanrig, að varaforseti er frú Helga Valtýsdóttir, ritari Karl Kvaran og gjaldkeri Skúli HaUdórsson í'i’rá Bandalagí íslenzkra Jistamanna, 2. jan. 1964). ÚTIBÚ Framhald af 16. síðu. ' ir mbankann. Þar verður tekið á :r.óti inn'ögnum og ýmis önnur þjónusta veitt í umboði Samvinnu- bankans, Jafnframt sameinast Inn lánsdeild Kaupfélagsins Samvinnu- bankanum og tekur bankinn við •ekstri hennar Umboðsmaður Samvinnutrygg- inga á Akranesi er Sveinn Guð- mundsson, íyrr . orandi kaupfélags- st.jóri. 'ÖRGUN Framhald af 16. síðu. var i húsinu Ólafur Árnason og varð hann fyrst eldsins var, Allir íbúarnir komusl óskaddaðir út úr húsinu þótt ekki mætti tæpara standa með ein son Ingimundar. Allar e'gur íbúanna gjöreyði- lögðust, og vai ekki nema mjög lítil) hluti þeirrr tryggður. TVEIR SLÖSUDUST Framhald af 16. síðu. bundið að ná mönnunuen út úr bílnum og þurfti aS nota til þess vökvadælur. Þegar síðan var reynt að ná bílnum upp úr gilinu liðaðist hann í sundur og mun vera gjöreyðilagður. Sam- kvæmt upplýsingum sjúkrahúss læknisins á Akureyri, líður mönnunum sæmilega, en fulln- aðarrannsókn er enn ekki lokið, og búast má við að þeir eigi langa sjúkrahússlegu fyrir höndum. Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vlnar- hug vegna fráfalls og jarðarfarar mannsins míns, föðpr, fósturföður og tengdaföður, Bærings Einarssonar frá Höfðaströnd í Grunnavlkurhreppl. Vagnfríður Vagnsdóttir Soffía Bæringsdóttir Halldóra Bæringsdóttir Ólína Bæringsdóttir Einar Bæringsson Gunnar Leósson Svanhildur Maríasdóttir Þórður Eyjólfsson Ágúst Guðmundsson Sigurður Guðbjartsson Guðbjörg Stefánsdóttlr Elías Guðbjartsson Þökkum samúð og vlnarhug við andlát og útför Ingibjargar Kristiánsdótfur frá Sellátrum, Tálknafirði. Guðrún Einarsdóttir; Davíð Davjðsson, Guðlaug Einarsdóttir; Slgurjón Davíðsson. Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og kærleiksgjafir vegna frá- falls Helga Kristófervsonar . sklpstjóra, er fórsF'með vélbátnum Kólmarl frá Sandgerði, 29. nóv. $.1. Elginkona og synir, foreldrar og systkin. Þakka inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát mannsins míns Dags Brynjúlfssonar fyrrv. bónda og hreppstjóra í Gaulverjabæ. Sérstakar þakklr til lækna og hjúkrunarliðs á Sólvengi í Hafnar- firði. ibúum Gaulverjabæjarhrepps flyt ég alúðar þakklr fyrir minningargjöf, aðrar gjafir og vlrðingu sýnda hinum látna. Þórlaug Bjarnadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlS andlát og jarðarför mannsinr •r*Vs, Guómundar Tómassonar Mykjunesl. Gróa Elnarsdóttir. T í M I N N, föstudaginn 3. janúar 1964- 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.