Tíminn - 05.01.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1964, Blaðsíða 6
Mikil regla í hinni nýju bók sinni, Skáldatími, minnist Halldór Laxness á fyrirlestur, er hann heyrði SigurS Nordal flytja í Stokkhólmi. Laxness segir síðan: „Vera má að sú saga sé evrópsk reikisaga sem Sigurð- ur Nordal sagði í Stokkhólmi og jafnan hefur a íslandi ver- ið sögð um tiltekinn mála- fylgjumann, en hann á að hafa farið til Danmerkur út af málarekstri heima á íslandi að freista þess við danakon- ung að fá hlut slnn rétt- an. Sagan segir að þá er hann heilsaði konunginum hafi hann aðeins fallið á annað kné þar sem múgamanni var skylt að falla á bæði. Þegar hann var spurður hverju sætti að hann félli eigi á bæði, svar- aði hann, „ég krýp hátign- inni, en stend á réttinum.“ Þetta er kjarni íslenzkrar stjórnmálasögu í heiminum allt frá dögum Egils Skalla- grímssonar. Fleira verður skilj anlegt í islenzkum bókmennt- um af þessum formála en þótt bæði væru Ivitnaðir og útskýrðir kjarnmiklir póstar úr höfuðritum. Ég hygg líka ag við eftirgrenslan á kjarn- yrðum í samanlögðum bók- menntum okkar mundi af- brigði af þessu stefi sannast að vera mikil regla, þó bundin missterkri áherzlu, allt frá svari þess höfðingja sem að vísu vildi heyra boðskap út- lendra erkibiskupa, en með þeim fyrirvara að játast ekki undir hann, til þeirra margra undanfærslna við málýtni af erlendri hálfu fyr og síðar, þar sem við drógum einlægt strik undir fyrirvarann í öllum okkar bréfum og stóðum á réttargreininní, ef nokkur var, eins og hundar á roði í vitund þess að hátignirnar hjaðna einsog vindbellir, en réttar- skynið er sterkast afl í mann- kyninu og heldur uppi mennsku jarðlífi, hvort sem það kann nú að vera til ills eða góðs; og sá, sem skírskot- ar til þeirrar höfuðgreinar mun lengst lifa í ragnarök- um“. Þá fyrst Þeir, sem halda því fram, að fullar sættir hafi náðst í land helgisdeilu Breta og íslend- inga með landhelgissamningn um frá 1961 og veizlum þeim, sem brezka ríkisstjórnin hefur nýlega haldið forseta og utan- ríkisráðherra íslands, þekkja illa til hinnar „miklu reglu" í íslenzkri stjórnmálasögu og íslenzkum bókmenntum, er Halldór Laxness gerir svo vel grein fyrir með framangreind um ummælum. Meðan Bretar hyggjast beita ákvæðum nauð ungarsamningsins frá 1961 til að hindra yfirráð íslendinga yfir landgrunni íslands, með lagaflækjum og ranglátri ný- lenduhefð, mun ekki gróa um Uppdráttur, sem sýnir landgrunn íslands, heilt í sambúð þessara þjóða. Þá fyrst, þegar Bretar hafa afsalað sér þessum nauðung- arsamningi eins og þeir hafa afsalað sér svo mörgum nauð- ungarsamningum að undan- förnu, — mun sambúð þessara þjóða komast í gott horf á ný. Þá geta íslendingar með góðri samvizku tekið í hönd Breta sem vina, er ekki vilja hindra smáþjóð í því að ná fe.Hum rétti sínum. Stöðugar r • • Atvikin eru stöðugt að minna íslendinga á, að þeir eiga enn óstigið stærsta skref- ið í landhelgisbaráttunni. Seinustu árin hafa menn treyst í vaxandi mæli á miklar vetrarsíldveiðar fyrir suð- vesturlandi. Þær hafa brugðizt það, sem af er þessum vetri, og þótt eitthvað rætist úr hér eftir, er þetta áminning um að treysta ekki um of á þær. Nú treysta menn á, að hin venjulega vetrarvertíð bæti úr og árangurinn af útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958 segi þar til sín. Þetta myndi þó vera enn öruggara, ef við værum búnir að tileinka okk- ur full yfirráð yfir landgrunn- inu öllu. Stj órnarblöðin ræða nú mjög um, að við eigum að treysta afkomu okkar með aukinni stóriðju. Þetta er sjálf sagt að gera innan þess ramma, sem viturlegan má telja. En hætt er við, að sú vaxandi verkaskipting þjóð- anna, er hljótast mun af frjálsari viðskiptum, skapi hér ekki grundvöll fyrir stóriðju í rikum mæli, nema þá, er byggist á auði hafsins. Það er eðlileg verkaskipting í heimi framtíðarinnar, að íslending- ar framleiði fiskafurðir, en að sjálfsögðu betur unnar og framreiddar en nú á sér stað. Þettá veldur þvíý; aðtí^td|rsta framtíðarmál þjóðafirínáí' er að tryggja henni full yfirráð yfir landgrunninu. Það er nauðsynlegt til að tryggja framtíð þjóðarinnar sem fisk- veiðiþjóðar. Seiglan gildir Af þeim ástæðum, sem hér eru greindar, þurfum við að hamra á tilkalli okkar til land grunnsins hvenær, sem tæki- færi gefst. Alveg sérstaklega þurfum vi^að hamra á þessu við Breta og sízt af öllu láta þá halda, að landhelgisdeilan við þá sé úr sögunni, meðan þeir láta í veðri vaka, að þeir ætli að reyna að ógilda tilkall okkar til landgrunnsins. Meiri óvinátta verður íslendingum ekki sýnd. Þess skulum við lika vera minnugir, er Laxness segir ,að „hátignirnar hjaðna eins og vindbellir, en réttar- skynið er sterkasta afl í mann kyninu“. Hátignirnar tvær, sem verst reyndust okkur í landhelgismálinu, Macmillan og Selwyn Lloyd mega nú heita „hjaðnaðar“ og sú þriðja sem einnig reyndist okkur örð ug, Home lávarður, fer að lík- um brátt sömu leiðina. Víð- sýnni og réttlátari menn eiga eftir að verða forustumenn Bretaveldis. Þess vegna mun- um við fá höft nauðungar- samningsins frá 1961 afnum- inn, en þó því aðeins að við hömrum nógu mikið á því og lýsum okkur ekki ánægða með það, sem er. Ef þjóðir þær, sem Bretar undirokuðu á sín- um tima, hefðu farið þannig að, hefðu þær aldrei fengið frelsi. Það er seiglan, sem gild- ir í skiptum við Breta. NauðungaÞ samningur í sókn okkar fyrir því, að Bretar reyni ekki að torvelda okkur yfirráðin yfir land- grunninu með lagaflækjum og skírskotun til ranglátrar ný- lenduhefðar, er það mikill styrkur að geta bent á, að samningurinn frá 1961 var raunverulega nauðungarsamn ingur. Fyrir því liggja ský- lausar yfirlýsingar þeirra ráð- herra, sem að samningnum stóðu, að Bretar væru líklegir til að beita okkur hernaðar- legu ofbeld' að nýju, ef við féllumst ekki á samninginn. Þess vegna væri betra fyrir okkur að sætta okkur við samninginn en að vera beittir ofbeldi að nýju. Öllu greini- legar verður því ekki lýst, að samningurinn var nauðungar- samningur, eins og Framsókn- arflokkurinn lýsti yfir á Al- þingi. Þetta leggur okkur í hendur mikilvæg rök, þegar við leit- um eftir því við Breta að fella saminginn úr gildi. Á þau ber að leggia hina ríkustu áherzlu. Svipað hafa t.d. þær þjóðir gert, er sótt hafa rétt sinn í hendur Breta. að unönnförnu. Þá styrkir það okkur í þess- ari sókn. að Bretar sjálfir eru UM MENN OG MALEFNI nú að setja lög, er tileinka þeim öll auðæfi, er finnast í botni landgrunns Bretlands. Það er vitanlega augljóst, að eigi ríki tilkall til auðæfa, er felast í botni landgrunnsins, þá á það ekki síður tilkall til auðæfanna, sem eru yfir hafs- botninum. Þeirri skoðun hefur líka verið haldið réttilega fram á Bandaríkjaþingi á síð- astl. ári. Bandaríkin hafa með sér- stakri yfirlýsingu tileinkað sér fyrir allmörgum árum allan auð, sem finnst í botni land- grunnsins. Á þingi Bandaríkj- anna í sumar, lýstu margir þingmenn þelrri skoðun, að þessi eignarréttur næði ekki síður til þeirra auðæfa, sem væri yfir hafsbotninum, og lögðu til að fiskveiðitakmörk Bandaríkjanna yrðu færð út í samræmi við það. Regla, sem ekki má gíevmast Sú „mikla regla“. sem Hall- dór Laxness ræðir um í hinni nýju bók sinni og vitnað er til hér að framan, má aldrei gleymast íslendingum. Sú regla hefur jafnan gefizt okk ur vel ,og ekki slzt í nýjustu sjálfstæðisbaráttunni, land- helgisbaráttunni. í þeim loka- þætti hennar, sem eftir er, baráttunni fyrir landgrunn- inu, megum við sízt af öllum gleyma henni, því að við þráa og seiga keppinauta er að eiga. Þar gildir að draga góð strik undir alla fyrirvara og standa fast á réttinum. Heim- boð eru góð og veizlur eru góð- ar, ef við gleymum ekki rétt- inum, heldur notum þessl tæki færi til að minna á hann. Ann ars verður ávinningurinn ekki okkar. Og hversu mjög, sem við viljum vera góðir vinir Breta, getur sambúð okkar og þeirra ekki komizt á traustan grundvöll fyrr en þelr hafa viðurkennt einn mikilvægasta tilverurétt íslenzku þjóðarinn- ar — réttinn til landgrunns- ins. 77 þiisund Eftir kauphækkun þá, sem verkamenn fengu fyrir jólln, mun árskaup þeirra nema um 77 þús. kr., miðað við 8 klst. vinnu alla virka daga ársins. Þetta er meira en 20 þús. minna en talið er nauðsyn- legt til ársframfæris meðal- fjölskyldu, samkvæmt fram- færsluvísitölu Hagstofunn- ar. Þó ætlar framfærslu- vísitalan meðalfjölskyldunni ekki nema rúm 10 þús. kr. i húsnæðiskostnað. Þessar stað reyndir ættu að sanna. að nú barf allt annað en að skerða þetta lága kaup verkamanna með nýjum, opinberum álög- um, sem ríkig hefur ekkl þörf fyrir. Þetta virðist þó vera helzta úrræði þeirra Emils og Bjarna. En ekki mumi þeir draga úr tannskemmdum og óréttlætl' efnahagskerfisins með slíkri aðgerð. 6 T í M I N N , sunnudaginn 5. janúar 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.