Tíminn - 14.01.1964, Síða 6

Tíminn - 14.01.1964, Síða 6
3 TÓMAS KARLSSON RITAR ■ ÞIN jYiYii'-'-i'.'i' i' 'i'íi'l'• GFR | JGF •pEryyiP . ^ Athugun á auknum iðnrekstri í kaupstöðum og kauptúnum Bjðrn Pálsson flytur á- samt þeim Gunnari Gísla- syni og Benedikt Gröndal tillögu til þingsályktunar um athugun á auknum iðn- rekstri í kauptúnum og kaupstöðum þar sem at- vinna er ónóg. Tillagan er svohlióðandi: Alþingi ályktar að fela 5 manna nefnd að athuga, hvað hægt sé að gera til að auka iðn- að í þeim kauptúnum og kaup- stöðum úti á landi, þar sem ó- nóg er atvinna. Alþingi kýs tvo menn í þessa nefnd, en rík- isstjórnin skipar þrjá, og skulu þeir vera sérfróðir í iðnaðar- málum. Störf nefndarinnar skulu vera: 1. Ahugun á því, hvar mest er þörf fyrir aukinn iðnað vegna ónógrar atvinnu. 2. Athugun á því, hvaða iðn- greinar er hagkvæmast að starfrækja á hverjum stað. 3. Að gera tillögur um, á hvern hátt eigi að útvega fjármagn, svo að hægt sé að starfrækja iðnfyrirtækin. 4. Að gefa upplýsingar um þá faglegu þekkingu, sem nauð- synleg er, til þess að hægt sé að starfrækja þau iðnfyrir- tæki, sem nefndin leggur til að stofnuð verði. í greinargerð segir: Þess hefur gætt nokkuð und- anfarin ár, að atvinna hafi ver- ið misjöfn hér á landi. Á Faxa- flóasvæðinu hefur atvinna ver- ið nægileg og jafnvel vantað vinnuafl. Hins vegar hefur ekki verið nægileg vinna allt árið í vissum kauptúnum og kaup- stöðum úti á landi. Víða er að- alatvinnan sjósókn og vinna við sjávarafla í landi. Þegar afli bregzt, myndast meira eða minna atvinnuleysi. Atvinnuör- yggið er of lítið. Til að bæta úr því verður að gera atvinnulífið fjölbreyttara, og yrði þá eink- um um aukinn iðnað að ræða. Til þess að hægt sé að auka iðn- aðinn, þarf fjármagn og tækni- kunnáttu. Nauðsyn ber til, að undirbúningurinn sé sem bezt- ur, svo að um sem minnst mis- tök verði að ræða. Þörf er því á, að skipuleg og fagleg athug- un fari fram á því, hvaða iðn- greinar sé hagkvæmast að starf rækja á hverjum stað og hvar þörf á aukinni atvinnu sé mest, til þess að vlnnuafl þjóðarinn- ar nýtist sem bezt og atvinnu- öryggi borgarinnar sé sem jafn- ast og tryggast. Hráefnafram- leiðsla íslenzku þjóðarinnar byggist á sjávarútvegi og land- búnaði. Iðnaðurinn er að minnsta kosti enn að mestu leyti miðaður við að vinna úr íslenzkum hráefnum. Sjávarafl- inn er breytilegur. Síldin hefur einkum haldið sig úti fyrir Austfjörðum tvö síðastliðin sumur, en ekki er víst, að svo verði um alla framtíð. Kauptún og kaupstaðir úti á landsbyggðinni hafa þýðingar- miklu hlutverki að gegna í lífs- baráttu þjóðarinnar, svo að hægt er að nýta auðlindir sjáv- ar og sveita. Til þess að fólkið vilji og geti búið þar og unga fólkið flytjist ekki burt, um leið og það er vinnufært, þarf að auka atvinnuöryggið og gera at- vinnulífið fjölbreyttara. Það tekst ekki, nema iðnaðurinn sé aukinn. Ýmiss konar iðngreinar geta komið til greina, svo sem skipasmíði, yfirbygging bíla, fatagerð, sælgætisgerð, ullar- iðnaður, sútun skinna, hús- gagnasmíði, efnaiðnaður, smíði á síldartunnum, aukin nýting sjávarafurða o. fl. Meiri til- færsl'a á fólki og fjármagni i landinu en þegar er orðin er meir en vafasöm. Frekari þróun í þá átt ber að hindra með því að efla atvinnulífið þar, sem þess er þörf. Það verður tæpast gert, nema þjóðfélagið í heild stuðli að því með útvegun fjár- magns og tækniaðstoð. Skriðbíl á Skeiðará rsand Þeir Jónas Péturssson, Páll Þorsteinsson, Ragnar Jónsson og Sverrir Júlfusson flytja í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar um tilraun til að hefía skipulagðar ferðir með skriðbí! yfir Skeiðarár- sand. Tillaga þeirra kveður á um að slfkar tilraunaferðir hefjist á næsta sumri yfir Skeiðarársand milli Lóma- gnúps og Öræ'a. í greinargerð með tillögunni segir þetta: Við afgreiðslu fjárlaga á Al- þingi 20. des. 1962 var samþykkt að heimila ríkisstjórninni: „Að festa kaup á skriðbíl, sem hentað gæti til ferða um torleiði á landi og sem ferja yfir vötn, og reyna slíkt tæki á jökulvötnum og aur- um Skaftafellssýslu til þess að fá úr því skorið, hvort á þann hátt yrði opnuð samgönguleið fyrir Skaftfellinga og ökufært yrði á léttum bílum umhverfis landið“. Tilefni þessarar samþykktar var, að fyrir lá tilboð frá Bergi Lárus- syni frá Kirkjubæjarklaustri um útvegun á vatnadreka frá Ameríku, sem hægt væri að fá með hagstæð um kjörum- Samgöngumálaráð- herra ákvað að nota þessa heimild, og var Innkaupastofnun ríkisins falið að annast um kaup á tækinu. Vatnadrekinn kom til landsins 24. maí s. 1. Nokkrar breyíingar þurfti að gera á honum, og eftir það var hann síðan reyndur á Skeiðarár- sandi seint í ágúst og aftur á hon- um í september í reynsluferð. Sú reynsla, er fékkst af vatna- drekanum í þessum ferðum, var í skemmstu máli mjög góð, hvað hina tæknilegu hlið snertir. En það er aðeins annar þáttur þessa máls. Hinn er sá fjárhagslegi. — •Nauðsynlegt er að fá hið fyrsta ,úr því skorið, hvort fjárhagsgrundvöll ur er fyrir að reka slíkan vatna- dreka á þessari leið til flutninga á vörum og til að flytja smærri fólksbíla, en til þess virðjst vatna- drekinn mjög hentugur. Á því leik ur tæpast vafi, að ef takast má að opna á þennan hátt hringleið um landið fyrir venjulega fólksbila, cnundi verða að sumrinu mjög mik ill straumur ferðafólks þessa leið. En enn eru þó fleiri þröskuldar á vegi, til þess að ökufært verði um Skaftafellssýslu. Er þar fyrst Bðrn Unglingar, efta fólk óskast til að bera blaíií út í eftirtalin hverfi: 6 LINDARGATA €» SKIPHOLT Afgreiðsla Bankastræti 7 Símar: 12323—18300 um að ræða Jökulsá á Breiðamerk ursandi. En svo skammt virðist nú í, að sú torfæra verði brúuð, að það mál mun verða skjótlega leyst, ef Skeiðarársandur;,og tótn- in þar verðá yfirstígin. Fleiri ar en ,Jökulsá eru enn.;óbrúaðac:,aifctan Skeiðarársands. Unnið er að fram kvæmdum við Steinavötn á Suð- ursveit, og verða þau brúuð á ár- inu 1964. Þrjár ár aðrar eru all- mikiar torfærur á Öræfum, Svína- fellsá, Kotá og Hrútá, og í Suður- sveit er Fellsá, sem brú vantar á. Þessar ár eru þó oft færar tveggja drifa bílum. Nokkrar smærri ár er enn um að ræða, en þær eru | fæstar nokkur farartálmi nema í j vatnavöxtum. Engin þessi brú er i mikið mannvirki. Teljum við flutn 1 ingsmenn vafalaust, að sá þungi j fjölmennisins, sem þrýsti á þetta mál vegna sumarferðalaganna, eft- it.að Skeiðarársandur væri sigrað- ur, mundi á skömmum tíma leysa þær brúargerðir, sem óhjákvæmi- legar eru austar í Skaftafellssýslu. Öræfingar hafa nú um árabil r.otið flugtækninnar til lausnar á samgönguvanda sínum að verulegu leyti. Má þar einkum nefna, að sláturafurðir þeirra hafa verið fluttar með flugvélum, í því fólst stórkostleg umbót og öryggi. Hinu ber ekki að neita, að sú lausn hlýt- ur að vera allkostnaðarsöm. Það er því hagsmunamál Öræfinga, jafnt setn þjóðarinnar í heild, að tálmunarlitlar samgöngur á landi opnist við Öræfin. Öræfinga sjálfra vegna er meiri nauðsyn að opna landleiðina austur til Hafnar í Hornafirði. En engin framkvæmd mundi hrinda því máli örar áleið- is heldur en einmitt sú,-sem opn- aði þessa höfuðtorfæru í sam- göngumálum landsins, sem vötn- in á Skeiðarársandi eru. Sá mögu leiki, sem nú virðist fyrir hendi með vatnadrekanum til lausnar á þeim vanda, getur verið úr sög- unni fyrr en varir. Þess vegna telj um við flutningsmenn nauðsyn- legt, að fast og örugglega sé fylgt cftir að gera til fulls þá tilraun, sem hafin var með vatnadrekanum s. 1. sumar. Bíkissjóður beri kostn- að af landamerkjadómum Ólafur Jóhannesson hefur fluft frumvatp um breyting á lögum um landamerki o. fl. Frumvarp Ólafs er svohljóð- f*ndi: 1. gr. 8. gr. laganna orðist svo: Nú fær héraðsdórúari áreiðanlega vitneskju um, að ágreiningur, er hann telur máli skipta, sé um Jandamerki eða ítak, eða merkja- skrá er eigi afhent til þinglýsing- ar samkvæmt fyrirmælum iaga þessara, og kveður dómari þá að- ila þeirrar sakar á dómþing, er haldið skal í þinghá, þar sem bæði löndin eða annað hvort þeirra ligg- ur. Á því þingi skulu aðilar lýsa kröfum sinum, og skulu þær bók- aðar. Síðan skal dómari leita sátta með aðilum. Nú kemst sátt á, og skal þá bóka hana, enda skulu landamerki þar tilgreind, og skal sáttinni síðan þinglýst lögum þess- um samkvæmt. Ef lönd liggja hvort í sínu lög- sagnarumdæmi, ákveður dómsmála ráðherra, í hvoru þeirra skuli far ið með málið. 2. gr 9. gr. laganna orðist svo: Ef sáttatilraun samkvæmt 8 gr. verður árangurslaus, þá skal hér- aðsdómari þegar nefna í dóm 4 lögráða óvilhalla og valinkunna menn. Ryðja aðilar sínum hvor ‘•úr dómi, en hinir 2, er eftir verða, skipa merkjadóm með hér- aðsdómara, er stýrir dóminum. Nú ryður aðili eigi dóm að sínum hluta, og skal þá héraðsdómari gera það í hans stað. Nú kemur krafa um það, að dóm andi víki úr dómsæti, eftir að dóm ruðning hefur farið fram, og skal þá dómstjóri úrskurða þá kröfu. Nú missir meðdómanda við síð- ar, og skal héraðsdómari þá nefna 3 menn í hans stað í dóm, enda fer um ruðning sem áður greinir. Ef meðdómanda verða forföll, þá skal hann skýra dómstjóra frá því, svo fljótt sem unnt er. Hverjum manni, sem er yngri en 60 ára og sjálfum sér ráðandi, heill og hraustur, er skylt að taka sæti í merkjadómi. Um viðurlög og bætur fyrir af- brot merkjadómenda fer eftir scmu reglum sem um afbrot em bættis- og sýslunarmanna. Kaup meðdómsmanna í merkja dómi og ferðakostnaður dómenda greiðist úr ríkissjóði. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. I greinargerð segir: Samkvæmt núgildandi lagaá- kvæðum, sbr. 1. mgr. 8. gr. og 7. og 8. mgr- 9. gr. laga nr. 41/1919, greiða málsaðilar kaup og ferða- kostnað merkjadómstnanna. Það er ósanngjörn regla, og í algeru ó- samræmi við almennar reglur um dómgæílu nú á dögum, en samkv. þeim eru laun dómenda greidd af almannafé. í frumvarpi þessu er lagt til, að núgildandi skipan í landamerkjadómsmálunn sé breytt og að ferðakostnaður og kaup merkjadómsmanna verði hér eftir greitt úr ríkisjóði. Ákvæði um kostnaðargreiðslu eri því felld nið ur úr 1. mgr. 8. gr. landamerkja- laganna, og í stað 7. og 8. mgr. 9. gr. laganna kemur 8. mgr. í 2. gr. frv., er mælir svo fyrir, að kaup meðdómsmanna i landamerkja- dómi og ferðakostnaður dómenda greiðist úr ríkissjóði. Auk þess eru í frumvarpinu gerðar nokkrar smávægilegar breytingar. aðallega orðalagsbreytingar, á 8. og 9 gr. landamerkjalaganna Verður gerð grein fyrir þeim í framsögu. 6 T í M I N N < þriðjudaginn 14. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.