Tíminn - 14.01.1964, Page 14

Tíminn - 14.01.1964, Page 14
msmsmmmímmssmssr^r mmsMMgBœm 260 „Eg fór úr ríkiskanslarahöllinni um kvöldið", sagði Henderson seinna í endurminningum sín'um, þótt 'hann virðist ekki hafa minnzt á þetta í skeytinu, sem hann sendi til iLundúna þá um kvöldið. „Her- menn mínir“, hafði Hitler sagt honum „eru að hiðja mig að segja já eða nei“. Þeir höfðu þeg- ar tapað einni viku og þeir höfðu ekki ráð á að tapa annarri, nema með þeim afleiðingum að regntím inn í Póllandi bættist við sem óvinur þeirra“. Þó er greinilegt af skýrslu sendi- herrans, og bók hans, að hann gerði sér ekki, fyrr en næsta dag, fulla grein fyrir gildrunni, sem Hitlar var áð ieggja fyrir Breta, þegar önnur gildra hafði verið spennt og svik foringjans komu í Ijós. Leikur einræðisherrans virt- ist vera algjörlega augljós af texta orðsendingar hans. Hann krafðist að kvöldi 29. ágúst, að sendimaður með fullum völdum til samninga- gerðar kæmi til Berlínar næsta dag. Ekki er efi á því, að hann hafði hugsað sér að fara eins með hann og austurríska kanslarann og tékkneska forsetann við það, sem hann áleit vera sömu aðstæður. Ef svo færi, sem hann óttaðist, að Pól- verjar sendu ekki í skyndingi sendimann til Berlínar, og jafn- vel þótt þeir gerðu það, og samn- ingamaðurinn gengi ekki að skil- yrðum Hitlers, þá yrði Póllandi kennt um að það hefði hafnað „friðsamlegu samkomulagi“ og Bretland og Frakkl'and yrðu ef til vill neydd til þess að hjálpa því ekki, þegar á það yrði ráðizt. Frumstætt, en einfalt og augljóst. En að kvöldi 29. ágúst var Henderson þetta ekki jafn aug- ljóst. Á meðan hann var enn að vinna að orðsendingu sinni til Lundúna, þar sem hann lýsti fundi sínum með Hitler, bauð hann pólska sendiherranuim að koma yfir til sín í sendiráðið. Hann sagði honum frá orðsendingu Þjóðverja og viðræðum sínum við Hitler, og ótilkvaddur „benti hann honum á nauðsyn þess, að eitthvað yrði gert þegar í stað. Eg lagði að honum með hagsmuni Póllands fyrir aug- um, að hvetja stjórn sína til þess að útnefna einhvern án frekari tafar til að koma fram fyrir henn- ar hönd í viðræðum þeim, sem stungið hafði verið upp á að færu fram.“ Menn voru ekki eins ákafir í ut- anríkisráðuneytinu í London. Klukkan 2 um nóttina 29. ágúst sendi Halifax sendiherranum skeyti, eftir að hafa velt fyrir sér svari Þjóðverja og skýrslu Hend- ersons um fundinn með Hitler, og í skeytinu sagði hann honum að á meðan orðsendingin yrði að sjálfsögðu athuguð nákvæmlega, þá væri „auðvitað óraunsætt að búast við því, að við getum kom- ið því til' leiðar, að pólskur full- trúi verði kominn til Berlínar í dag, og þýzka stjórnin má ekki vænta þess.“ Diplomatarnir og starfsmenn utanríkisráðuneytisins unnu nú af miklum krafti allan sólarhringinn, og Henderson fl'utti þessi skilaboð til Wilhelmstrasse ldukkan 4:30 um nóttina. Þar að auki kom hann með f jög- ur skilaboð önnur frá Lundúnum 30. ágúst. Eitt þeirra var persónu- leg orðsending Chamberlains til Hitlers, þar sem hann tjáði hon- um, að „mjög nákvæm“ athugun j fari nú fram á þýzka svarinu og að svar myndi berast síðar um J daginn. Á meðan hvatti forsætis- ráðherrann þýzku stjórnina,eins og j hann kvaðst einnig hafa gert við pólsku stjórnina, til þess að reyna að komast hjá átökum á landamær- unum. Önnur skilaboðin hljóðuðu ! á svipaðan hátt, og komu frá Hali- fax. Þriðju boðin voru frá utan- J ríkisráðherranum, og fjölluðu um skýrslur þýzka skemmdarverka- starfsemi í Póllandi, og var þar farið fram á það við Þjóðverja, að þeir hættu slíkri starfsemi. Fjórðu skilaboðin frá Halifax, sem flutt voru klukkan 6:50 um daginn, sýndu að einhver stífni var að koma í utanríkisráðuneytið og brezka sendiherrann í Berlín. Eftir nokkra íhugun hafði Hend- : erson sent af stað símskeyti til ' London fyrr um daginn: Ekki er annað að sjá, af þýzka svarinu, en Hitler sé staðráðinn í að koma fram áformum sínum ann aðhvort með friðsamlegum, réttlát- um aðferðum eða með valdi, ef annað nægir ekki, en þrátt fyrir það mæli ég enn með því, að pólska stjórnin kyngi þessari til- raun á elleftu stundu til þess að koma á beinu sambandi við Hitl- er, þótt það sé kannske ekki til annars en sannfæra heiminn um, að það hafi verið reiðubúið að færa sínar fórnir til viðhalds frið- inum. Nú gat ekki einu sinni Hender- son hugsað sér, að annar Munchen- fundur færi fram. Pólverjar höfðu aldrei l.átið sér slíkan fund til hug- ar koma. Klukkan 10 að morgni 30. ágúst hafði brezki sendiherrann í Varsjá sent Halifax skeyti og sagt, að hann væri viss um „að ómögu- legt yrði að fá pólsku stjórnina til þess að senda Beck eða nokkurn annan fulltrúa sinn þegar í stað til Berllnar til þess að ræða sam- komulag á grundvelli tillagna Hitl- ers. Þeir myndu fyrr berjast og farast heldur en þola slíka auð- mýkingu, og þá sérstaklega eftir að hafa horft á eftir Tékkósló- vakíu, Litháen og Austurríki." Hann sagði, að ættu samningavið- ræður að fara fram „milli jafn- ingja“ yrðu þær að fara fram í ein- hverju hlutlausu ríki. Þannig fékk stífni Halifax byr undir báða vængi af ummælum hans í Berlín og Varsjá. Hann sendi Henderson skeyti og sagði honum, að brezka stjórnin gæti ekki „ráðið“ Pólverjum að fara að kröfum Hitlers um að sendimaður með fullu valdi til þess að gera samninga færi til Berlínar. Utan- ríkisráðherrann sagði, að það væri „algjörlega óréttlátt.“ — Gætuð þér ekki stungið upp á því (bætti Halifax við) við þýzku stjórnina, að hún taki upp eðlileg- ar aðferðir, þegar tillögur hennar eru tilbúnar, og bjóði pólska sendi- herranum að koma, og afhendi hon um tillögurnar, svo hann geti flutt þær stjórninni í Varsjá og þýzka stjórnin stingi um leið upp á tillög- um um það, hvernig samningavið- ræðurnar eigi að fara fram. Henderson afhenti Ribbentrop svarið, sem Bretar höfðu lofað að gefa við síðustu orðsendingu Hitl- ers, á miðnætti 30. ágúst. Þessu fylgdi mjög áhrifamikill fundur, sem dr. Schmidt, sá eini, sem við- staddur var, lýsti síðar sem „stormasamasta fundi, sem ég hef nokkurn tíma orðið vitni að, þau tuttugu og þrjú ár, sem ég hef ver- ið túlkur.“ „Ég verð að segja yður“, sagði sendiherrann í skeyti til Halifax strax á eftir, að „háttalag Ribben- trops var eftirherma á háttalagi Hitlers þegar það er hvað verst." Og í lokaskýrslunni, sem Hender- son skrifaði þremur vikum síðar, segir hann þýzka utanríkisráðherr- ann hafa verið „óhemju fjandsam- legan“, og það þvi meir, sem ég las fleiri orðsendingar. Hann stökk hvað eftir annað á fætur utan við sig af æsingi og spurði, hvort ég hefði nokkuð meira að segja. Ég hélt áfram að segja já. “Að sögn Schmidts sat Henderson heldur ekki kyrr á stól sínum. Og í eitt skiptið, segir þetta eina vitni að fundinum, að báðir mennirnir hafl stokkið á fætur og hvesst augun hvor á annan svo reiðilega, að þýzki túlkurinn hélt, að þeir myndu láta hnefana ráða.“ En það er ekki hið undarlega við þennan fund, þýzka utanríkis- ráðherrans, og sendiherra hans há- 49 lostin. Gerðu þetta ekki, Page, elskan . . . Hún hljóp til hennar og gerði allt til að fá hana til að hætta að gráta. (Nú skil ég, hvað karlmönn um er illa við grátgjarnar konur, trúði hún mér fyrir síðar). Snöktandi trúði Page Min fyrir því, að hjónaband þeirra Phils gengi illa. Hún, sem reyndi allt, hvað hún gat! Hún elskaði Phil, og hún hafði haldið, að hvaða kona, sem væri/ gæti smám saman komizt upp á lag með að halda heimili. — En ég get ekki einu sinni talað almennilega við hann is þetta leikstand ykkar, sem hann er svo hrifinn af. Ég er alltof stíf og skilningslaus á mannlegt eðli. Og svo allt fólkið. Ég á enga samleið með því. Ég man, þegar við Phil fórum í fyrsta skipti út að borða hér í Berilo. Ég var með hatt, hugsaðu þér — með hatt! Það var engu líkara en hún væri að játa hina skelfilegustu synd, en Min hló ekki. — Phil hefði átt að leiðbeina þér, sagði hún ásakandi. — Hann gerir það oft, játaði Page. Eða hann reynir það, að minnsta kosti. Mér geðjast til dæm ÁSTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT lengur, kveinaði hún. Eitt kvöldið ;s ekki að síðbuxum, en hann seg- beinlínis, bölvaði hann mér! : ir, að ég verði að vera í síðbuxum, | — Hvað í ósköpunum gerðirðu j þegar við förum til McCord eða til þess? i upp í kofa. — Ekkert í rauninni. Hann — Auðvitað, Page, uppi í fjöll- hafði notað orðið tubercular, þar unum er ómögulegt annað. sem hann hefði átt að segja tu-; — Svo er það nú eitt. Þessi fjöll berculous, og ég skýrði fyrir hon-: skelfa mig. Þau eru falleg tilsýnd- j um mismuninn. ar, en þegar ég kem upp í þau. — Ó, heilög María, stundi Min.; úff. Ég man til dæmis eftir einu Page leit á hana, fullkomlega sinni í marz, að Phil vildi endi- skilningssljó. — En, Min, hann 'iega fara til Idaho City til þess að hafði rangt fyrir sér. sýna mér borgina. Það hafði rignt, — Ég efast ekki um, að hann 0g við urðum að aka yfir fossandi hafi haft rangt fyrir sé, og ég er læki, og það var grjóthrun á veg- viss um, að þú hafðir á réttu að ínum, og mér fannst fjöllin ætla standa. En, hlustaðu nú á mig, að steypast yfir okkur — og ég Page. Veiztu ekki, að hin eina fékk hann til þess að snúa við sanna gáfaða kona er sú, sem veit heim aftur á miðri leið. minna heldur en karlmaðurinn, — ó, drottinn minn, stundi Min. sem hún er að tala við? Vissirðu — Já, sagði Page vingjarnlega. þetta ekki? ' Ég vissi líka, að ég hafði hagað Page sat og hristi höfuðið með mér heimskulega. Svo að í næsta uppgjafar- og vonleysissvip. — Það er satt! sagði Min. — Ég veit, að það er satt. — Svo að hann sagði þér að fara til fjandans. Haltu áfram, hvað gerðist svo? — Ekkert í það skipti. Við vor- um aðeins kuldaleg og stirð hvort við annað nokkra daga á eftir. En þetta er aðeinS eitt dæmi af mörg-; um, þar sem ég hef ekki hegðaðj skipti, þegar við vorum boðin upp í fjallakofann til Kling með Lowes hjónunum, þá sagði ég ekki orð. En það fór heldur ekki vel, því að þá var það, að Johnnie Kling sló mig bylmingshögg í þakið — ef- laust í viðáttuskyni — og kallaði mig rjómafroðuna sína! Min hló. Hún hafði heyrt sög- una áður. Jæja. Mér geðjaðist ekki að . mér á réttan hátt. Tökum til dæm- þessu. Og ég er smeyk um, að það 14 sé nokkuð augljóst, þegar mér mislíkar eitthvað. — Page. Þú getur reitt þig á, að þetta eru bara vináttuhót. — Ég býst við því. En þó ég hefði ekki tekið þetta atvik ill'a1 upp, þá var samt nóg annað tilj þess að eyðileggja þessa helgi. J Hinar konurnar voru allar gamlarj vinkonur Marynelle, og það þurftij ekk* mikla skarpskyggni til að; finna hug þeirra til mín. Þeirra eina hugsun var allan tímann; „Hvernig í ósköpunum datt Philip í hug að kvænast þessari stúlku,' eftir að hafa þekkt Marynelle?“ Min hló. — Ég hef heyrt til þeirra. En mér finnst þú ættir ekki ( að hafa áhyggjur út af þessu. Þú þarft ekki að vera afbrýðisöm út af Marynelle. Það hjónaband hefði a'drei blessazt Tárin komu aftur fram í augu Page. — Það lítur nú ekki út fyrir, að okkar hjónaband ætli að bless- ast heldur, sagði hún dapurlega. Líttu bara á það, sem þú hefur nú sagt mér. Phil mundi ekki gefa öðrum stulkum gætur, ef ég væri honum góð eiginkona. Auðvitað vissi hann um marga galla mína, áður en við giftumst. Hann vissi t.d., hvað ég er dul og fáskiptin gagnvart fólki. Hann vissi, að ég hafði orðið fyrir biturri reynslu í ástamálum, og að ég hafði þess^ vegna byggt um mig skel til varn- ar því, að slíkt gæti komið fyrir aftur. Og ég get ekki hrist af mér gamla drauga á nokkrum dögum — ég hélt að Phil skildi það. Ég — Ég — Hún stóð skyndilega á fætur og gekk út að glugganum. Hún sneri baki að Min og talaði hægt og slitrótt. — Ég elska Phil, sagði hún, ég elska hann svo mikið, að mér finnst ég stundum ætla að springa. Og stundum tekst mér að sýna honum það — þegar hann kemur til mín. Ég get sýnt hon- um það með ástríðuhita og atlot- um. En — Hún stóð þögul drykklanga stund. Sólin skein ekki lengur inn í drungalega stofuna, og kvöld- skuggarnir settu svip sinn á hana. — Það eru ótal smáatriði, hvísl- aði Page, sem valda mér erfiðleik- um. Ég — Hún sneri sér við og horfði á Min. — Þetta hús er of stórt. Ef við hefðum orðið að deila svefnher- bergi frá byrjun — en hérna — það eru sex svefnherbergi uppi á lofli — og ég hef mitt eigið og Phil sitt. í fyrsta skipti, sem hann gekk inn í herbergð mitt, án þess að berja að dyrum, sá hann að mér brá í brún, og hann hefur ekki gert það síðan Og það er svo margt — ég get ekki lýst því fyrir þér. Einu sinni varð ég örg, af því að hann hafði notað lindarpenn-1 ann minn Smáatvik eins og það, sem virðist ekki skipta nokkru máli, en geta þó skipt svo óendan- lega miklu máli. Ég hef ekki van- izt því að deila neinu með öðrum. í St. Louis komu slík vandamál ekki í ljós. En hér — og hér hefur hann starf sitt og vini sína — Whit og þig, Min. — Já, sagði Min, óhamingjusöm., — Ég hafði hugsað mér — ég yfirgaf starf mitt til þess að giftast honub og fylgja honum hingað, og ég hélt, að ég mundi geta hjálp- að honurn eitthvað við starf hans — en ég virðist ekki eiga að fá minnsta tækifæri til þess. Ég stakk upp á, að ég fengi mér starf á rannsóknarstofunni. Hann sagði, að þá mundi ég bola annarri stúlk- úr starfi. Það er vafalaust rétt. Auk þess er ekki starfssvið fyrir mig hér, rannsóknir þær, sem hér eru unnar, byggjast á allt öðrum grundvelli en þær, sem ég starfaði að í St. Louis. Og ég er ómöguleg í samræðum um starf hans — ég skil ekki fólk, og hann er sífellt að hamra á því við mig. Ég er afbrýði- söm út í starf hans. Og finnst þér það nokkur furða? Hann kemur með það heim og tekur það með sér í rúmið! — Ef svo furðulega vill til, að mér tekst að búa til einhvern góð- an rétt, er hann vís til þess að sitja og lesa um eitthvert læknis- fræðilegt efni, þangað til allt er kblnað á diskinum hans. Og ég hef rekið hann út úr rúrninu mínu fyrir að rausa í sífellu um ein- hverja konu og barnið hennar. — En, Page — — Já, ég veit, ég veit. Ég giftist lækni. Og það var í rauninni ég, sem fékk hann til að snúa sér aftur að lifandi læknisstörfum. Ég veit þetta allt, en ég er nú samt sem áður afbrýðisöm, þegar hann hugs- ar og talar ekki um annað en starf sitt og sjúklingana sína. Og því- líkir sjúklingar! Það hefur nú oftar en einu sinni orðið okkur TÍMINN, þriðjudaginn 14. janúar 1964 -- /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.