Tíminn - 11.03.1964, Side 16

Tíminn - 11.03.1964, Side 16
HfWvflrndagur 11. marz 1964 S9. tbl. 48. árg. ReiBingshryssan hans Sigurjóns er ferðbúin BÓ-Reykjavík, 10. marz. Reiðingshryssan hans Sigur- jóns Ólafssonar stendur ferðhú- in í Laugarnesi og biður þess að verða flutt á skipsfjöl til Kaupmannahafnar, þar sem hún verður steypt í eir. Einhvern næstu daga verður tekið ofan af hryssunni, klyfj- arnar sagaðar af henni. Að svo búnu verður hún sett í kassa og færð um borð í Gullfoss, áð ur en hann leggur' í næstu ferð til Hafnar, en þar tekur steyp- arinn Rasmusen við gripnum, sagar hann í marga parta, steyp ir þá og skeytir saman. En hryssa Sigurjóns á aftur- kvæmt til íslands, öfugt við önnur hross, sem fara héðan með skipum. Þegar Rasmussen hefur steypt hana í eir, verður hún aftur flutt með Gullfossi til Reykjavíkur og færð á stall á Hlemmtorgi. Þetta er hálf önnur hryssa að stærð, sniðin með tilHti til þess, að áhorfandinn geti skoð að hana sem nálæga mynd i eðlilegri stærð, úr nokkurri fjarlægð. — Hún virðist ekki stór, þeg ar hún er komin undir bert loft, sagði Sigurjón, þegar við komum til að skoða hrossið í dag. — Hvers vegna gerðirðu hryssu en ekki hest? Framhald á 15. sf8u. Hjónln Birgitta og Sigurjón Ólafsson og þrír synlr ofan í mllfi á hryssunnl. (Ljósmynd: Tíminti, GE). Ægir erfiður í Slippnum KJ-Reykjavík, 10. marz. Varðskipið Ægir, sem fór á hliðina í gær, er verið var að taka það upp í Slippinn, komst þangað loks í nótt. Er sett hafði verið fyrir götin tvö, sem mynduðust, var Ægi rennt úr Slippnum aftur, þar sem hann mun ekki hafa verið réttur í dráttarsleðanum. í dag var skipið svo tekið aftur upp, og hófst hin fyrirhugaða viðgerð á því seinnipart dagsins. Eftir því sem varðskipsmenn og starfs- menn Slippsins tjáðu blaðinu, er erfitt að taka Ægi upp í Slipp. Bolur hans er ekki eins belglaga og annarra skipa og erfitt að koma skorðum undir bolinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem mistekst að taka Ægi upp í Slipp. Dr. Kutchuk, varaforseti Kýpur, lætur í Ijós ótta um framtíð Tyrkja á eyjunni Tyrkjum útrýmtá Kýpur? NTB-NICOSIA, 10. marz. — Tyrkneskir menn á Kýpur eiga á hættu að verða algjörlcga ]>urrkaðir út, cf friðarherlið Sam cinuðu þjóðanna kemur ekki fljótt til cyjarinnar — sagði dr. Kut- chuk, varaforseti Kýpur, í orðsend ingu til U Thants, framkvæmda- Stórhækkun farmgjalda í strandferðum Rikisstjórnin hefur skellt á nýjum stórhækkunum farmgjalda með strandferðaskipum ríkisins, og eru þessar hækkanir veruleg- ur byrðarauki fyrir þá, sem mjiig verða að treysta á strandferðaskip- in til flutninga og ferða. Hækkan'.r þessar eru 5—24%. Hækkanir a mjög stórum flutningaflokkum eru 24% og 10%, en minnsta hækkun in er 5%. stjóra Sameinuðu þjóðanna, og rifc isstjórna Bretlands, Tyrklands og Grikklands í dag. Hann sagði, að SÞ-herliðið yrði að koma fljótt t.ií þess að koma í veg fyrir skipulagt fjöldamorð á tyrkneskum mönn um á Kýpur og vísaði til yfirlýsiug ar brezka herliðsins, þar sem seg ir, að Grikkir hafi gert árásir á tyrkneska menn án þess, að þeir hefðu gert neitt af sér. Að minnsta kosti 3 Grikkir og 14 Tyrkir létu lífið í bardögunum í bænum Ktima í gær og fjöldi manns særðist. í morgun geisuðu bardagar í bænum Malia á Suður- Kýpur, en seinna í dag gáfust tyrkneskir menn þar upp og létu vopn sín af hendi. Voru það bæði rifflar, haglabyssur og hand- sprengjur. Venjulega búa í bæn- um um 600 manns, þai af 80 GrikK ir, en mikili straumur flóttamanua Framhald á 15. sí'ðu. Einhver mistök munu hafa átt sér stað við upptöku hans fyrir nokkrum árum, en ekki eins al- varlegs eðlis og nú. Ljóst er, að orsök óhappsins eru einhver mistök í sambandi við upptöku skipsins, getgátur eru Framhald á 15. siðu. Skaftá var um þús. tenings- metrar á sek. HF, Reykjavíki 10. marz. í dag hafði blaðamaður Tím- ans samband við Sigurjón Rist, vatnamælingamann, en hann er nýkominn austan úr Skafta- fellssýslum, þar sem hann fylgdist með Skaftárhlaupinu. Sagði Sigurjón. að flóðið væri nú mjög í rénum. og hefði geng ið alvcg eðlilega fyrir sig. Sig- urjón getur ekki skýrt frá nið- urstöðum af rannsóknum sín- um á hlaupinu, fyrr en eftir svona viku en hann sagði okk- ur, að Skaftá hefð' í hlaupinu rutt fram um 1000 tenings- metrun. af vatni á sekúndu, en til samanburðar má' geta þess að Þjórsá fleytir um 400 ten- ingsmetrum á sekúndu. FYGL0, SIGURVEIG 0G TVEIR GIIÐMUNDAR A LETTUM 0PERUT0NLEIKUM I KV0LD í kvöld halda Sinfóníuhljómsveitin og Ríkisútvarpið létta óperutónloika i Háskólabói. Þar koma fram fjórir þekktir söngvarar, og á efnisskránni eru verk eftir Strauss, Rossini, Mascagnl, Gounod og Verdi. Söngvararnir fjórir, Eygló Viktorsdóttir, Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjóns- son og Guðmundur Jónsson, eru á miðri myndinni, lengst til hægri er stjórnandinn Proinnsías O'Dulnn, en í baksýn er Sinfóníuhljómsveitin. (Ljósm. Tíminn GE).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.